Morgunblaðið - 23.07.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
49
Símamynd/Árni Sæberg.
Óskar ógnar
Óskar Ingimundarson sækir að marki íslandsmeistaranna. Framaramir eru of seinir til vamar, en Óskari tekst ekki
að skora.
KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNIN
Leiftur féll úr
keppni með sæmd
Varamenn beggja liða komu mikið við sögu
„ÞETTA er algjör gryfja og það
er geysilega erfitt að spila
hérna á Ólafsfirði. Við kom-
umst aldrei almennilega i gang,
en lékum samt ekki illa. Leift-
ur, sem er nýkomið í 2. deild,
leikur ágætis knattspyrnu og
það getur velgt hvaða liði sem
er undir uggum hér,“ sagði
Pétur Ormslev, fyrirliði Is-
landsmeistara Fram, eftir
sigurinn í átta liða úrslitum bik-
arkeppni KSÍ í gærkvöldi.
SkúliUnnar
Sveinsson
skrífar
frá Ólafsfirði
Leikurinn var sem viðureign í
1. deild í skárri kantinum,
skemmtilegur og kurteislega leik-
inn, laus við læti eins og oft verða,
þegpar „stórlið"
heimsækja „minni“
lið úti á landi.
Leiftur lék undan
norðangolu í fyrri
hálfleik, en leikurinn fór rólega af
stað. Heimamenn gáfu svolítið eftir
á miðjunni, en Framarar fengu
aldrei tíma til að athafna sig. Ragn-
ar Margeirsson, sem Gunnlaugur
Sigursveinsson hafði annars góðar
gætur á, fékk fyrsta færi leiksins,
skallaði að marki Leifturs eftir
aukaspymu á 13. mínútu, en Þor-
valdur varði vel eins og oft í
leiknum. Skömmu síðar skaut Ró-
bert rétt framhjá marki Fram,
Guðmundur Steinsson átti skalla í
hliðarnet Leifturs, Friðrik varði
hörkuskot Óskars og Framarar
björguðu tvívegis áður en Einar
Asbjöm skoraði fyrsta markið, sem
kom upp úr hornspyrnu. Leifturs-
Leíftur - Fram
1 : 3
ÓlafsQarðarvöllur, átta liða úrslit mjólk-
urbikarkeppni KSÍ, miðvikudaginn 22.
júlí 1987.
Gult spjald: Helgi Jóhannsson Leiftrí
(85.).
Mark Leifturs: Steinar Ingimundarson
(79.).
Mörk Fram: Einar Asbjöm Olafsson
(34.), Pétur Ormslev (81. víti), Kristján
Jónsson (85.).
Dómari: Þóroddur Hjaltalín.
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Gunn-
laugur Sigursveinsson, Friðgeir Sig-
urðsson, Sigurbjöm Jakobsson, ólafur
Bjömsson (Steinar Ingimundarson vm.
á 74.), Róbert Gunnarsson, Gústaf
ómarsson, Hafsteinn Jakobsson, Hall-
dór Guðmundsson, Helgi Jóhannsson,
Óskar Ingimundarson.
Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Janus Guðlaugsson
(Pétur óskareson vm. á 87.), Viðar
Þorkelsson, Ormarr Örlygsson, Kristján
Jónsson, Pétur Amþóreson, Pétur
Ormslev, Einar Ásbjöm Ólafsson, Ragn-
ar Margeireson, Guðmundur Steinsson
(Amljótur Davíðsson vm. á 85.).
maður ætlaði að skalla frá, en
skallaði fyrir fætur Einars, sem
skoraði af stuttu færi. Heimamenn
töldu hann rangstæðan, en Magnús
Jónatansson línuvörður hafði rétt
fyrir sér.
Steinar jafnaði
Mikið fjör færðist í leikinn, þegar
Steinar Ingimundarson jafnaði eftir
langt innkast. Steinar kom inná
fímm mínútum fyrr og var fljótur
að átta sig, þegar boltinn barst til
hans úr þvögu fyrir framan markið.
„Ég vonaðist til að koma fyrr inná,
en það var svo sannarlega gaman
að skora,“ sagði Steinar.
Framarar náðu aftur forystunni í
næstu sókn, Einar skaut að marki,
boltinn í hendi vamarmanns og
dæmd vítaspyrna. Pétur Ormslev
skaut föstu skoti, Þorvaldur varði
en í stöng og inn. Skömmu síðar
kom Amljótur inná, en hann hafði
hitað upp í hálfleik með Steinari,
og skaut í sinni fyrstu snertingu,
enn varði Þorvaldur, en hélt ekki
boltanum og Kristján fylgdi vel á
eftir.
Ólafsfirðingar hafa góðu liði á að
skipa og Leiftur féll úr keppninni
með sæmd. Liðið leikur skemmti-
lega saman og í því em margir
frambærilegir knattspymumenn
eins og Hafsteinn Jakobsson, sem
hefur samt oft leikið betur, Þorvald-
ur Jónsson í markinu, sem átti
stórleik, Róbert Gunnarsson, sem
er geysilega duglegur á miðjunni,
Gústaf Ómarsson, sem er mikið
efni, en þarf að bæta sendingamar,
Óskar Ingimundarson þjálfari, sem
kann sitt fag ekki síður inni á vellin-
um, Halldór Guðmundsson, Helgi
Jóhannsson, Gunnlaugur og Frið-
geir, sem hélt Guðmundi niðri.
Ormarr, Pétur Amþórsson og Pétur
Ormslev vom bestir hjá Fram og
greinilegt er að Guðmundur og
Ragnar eiga eftir að gera góða hluti
í framlínunni.
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KVENNA
Karlmannaföt kr. 5.500 og 7.500.
Stakir jakkar kr. 4.500.
Terylenebuxur kr. 1.395, 1.595 og 1.895.
Sumarblússur kr. 1.700.
Regngallar kr. 1.265.
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22A,
sími 18250.
Hægt er að koma í veg fyrir stór-
tjón með því að nota leitartæki frá
okkur, sem gefur nákvæma stað-
I setningu á rafstrengjum og rörum.
Eigum ieitartæki fyrirliggjandi á
mjög hagstæðu verði. — Hafið
I samband sem fyrst.
.J^RÖNNING SÍMI (91)84000
RAFMOTORAR
Flestar stærðir og gerðir fyrirliggjandi.
Fljót afgreiðsla.
v
Valur vann Stjömuna
VALUR vann Stjörnuna 1:0 í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna
■ knattspyrnu í Garðabæ í gærkvöldi.
Mikið jafnræði var með liðun-
um, sem skiptust á að sækja
leikinn út í gegn. Staðan var 0:0 í
hálfleik en þegar um 10 mfnútur
vom liðnar af seinni
Erna hálfleik skoraði Ar-
Lúðvíksdóttir ney Magnúsdóttir
skrífar sigurmark Vals.
Valsstúlkumar
fengu tvö góð færi eftir markið,
Ingibjörg Jónsdóttir komst ein inn
fyrir, en Anna Sigurðardóttir varði
i • tyfith ðaui iiiiífiL6 fjiiííi lioti ;
vel, og síðan átti Valur skot í slá.
Stjaman sótti meira undir lok leiks-
ins og fengu gullið tækifæri til að
jafna á síðustu sekúndum leiksins.
Þá var dæmd á þær aukaspyma á
markteig, en á óskiljanlegan hátt
tókst þeim að bjarga marki.
Jf RÖNNING fSd84oöo
icudaöii.i.