Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 /9fiú ArjkK TIL HJAÍPAR — gegn vimuefnum — TANGARSOKN GEGN VIMU Ferðaáætlun unglinga frá félagsmiðstöðvunum ÞRÓTTHEIMUM OG FROSTASKJÓLI Dagur Viðkomustaðjr Gististaður Aætluðvegalengd 22-júlí Bolungarvik Rateyri Þingeyri Búðardalur Búðardaiur ca 50km. 23. jútí Stykkishólmur Borgames Borgames ca180km. 24. júlí Akranes Mosfeilssveh Reykjavík ca150km. Reykjavik Samtals vegalengd ca 1.965km. Áheltasíml Krýsuvíkursamtakanna er 623SS0. Felst virkari innan- ríkisstjórn í við- reisn sýslumanna? VEIÐIVORUR ÁAFAR HAGSTÆÐU VERBI! OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-14 spQRTj MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gegnt Tónabíói) eftírBjörn Sigfússon I. Sagt frá uppstokkun á valdi yfir héruðum Dýrð sýslna ber enn blóm innan átthagafélaga í höfuðstaðnum þó hún slokkni í landshlutum. Heita má fyrirbyggt að þingmenn lands- byggðar séu sýslumenn eða prestar þó engir væru líklegri en þær stétt- ir til þingsetu á fyrri tíð. Sveitar- stjórnarlög frá apríl 1986 sviptu eigi aðeins sýslunefndir (nú skírðar héraðsnefndir frá 1988) fjárráðum og öllu beinu úrskurðarvaldi heldur losuðu lögin sýslumanninn undan aðild að þeirri nefnd héraðs nema ieitað verði sérsamnings við hann um slíkt; hingað til var hann sjálf- kjörni nefndaroddvitinn launalaust og framkvæmdastjóri. Dómstörf verða á næsta ári tekin af sýslu- mönnum og iögð undir nýja dómstóla, ef júlí-ríkisstjóm mynduð 1987 efnir heit sín. Sá málaflokkur er vandfundinn, sem ekki hafa ver- ið gerðar tillögur um að taka burt úr embætti sýslumanna. Eitt spor hefur þó enginn tillögumaður stigið, fyrr en grein mín mælir með því: Sýslumenn ættu, vegna hins framansagða, að verða færri en ráðherrar vorir, kannski þriðjungi færri. Og væri það um leið aðgerð, sem látin yrði styrkja hlutverk, fengið þeim í hendur af væntanlegu innanríkisráðuneyti, er menn vilja gert hafa 1988 úr dómsmálaráðu- neyti og þeim opinberu hags- og viðskiptadeildum, sem við það eru samrækjanlegar. Fækkun sýslna verður m.a. að spara eitthvað svo það vegi ögn móti kostnaði af fyrir- sjáanlegri ijölgun bæjarfógetaemb- ætta. Ráðuneytauppstokkun, sem bíður téðrar júlístjórnar, er hvati greinar minnar, sem beinist þó að þröngum geira stjómsýslu. En vitið verð ég mest að sækja í níunda Fræðslurit Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1987, ritgerðina Stjórnsýsla ríkis í héraði í fortíð, nútíð og framtíð, eftir Steingrím Gauta Kristjánsson borgardómara. Það er sérlega IV. kap. hennar, til- lögur um hlutverksvíkkun fækkaðr- ar sýslumannastéttar, sem ég kýs að vekja athygli á. Steingrímur sýnir stórhug og ætlast til að sýslumaðurinn fari því með þjónustu og umboð fyrir sér- hvert þeirra 10—12 ráðuneyta, sem hér eru syðra og togast hvert um sig á við hin um valdgeira sína; í hinni hraðvöxnu miðstýringu Is- lands. Minnugur nýju sveitarsfjómar- laganna mundi ég vilja takmarka þetta. íþyngja ætti sýslumanni með sem fæstum starfsþáttum félags- málaráðuneytis og með engum hlut í málum skólahalds, sjúkra- húsa, iðnaðar- og landbúnaðarráðu- neyta. Við það félli brott m.a. þörfin, sem Steingrímur telur (s. 53) vera á að fella sýslumenn und- ir forsætisráðuneytið. En eðlilegra framhald af nútíma er að þeir beri áfram aðalábyrgð sína gagnvart dómsmála- eða nánar sagt inn- anrikisráðherra, sbr. hátt Norður- landa á þeirri skipan. Grein mín forðast öll ákveðin ummæli um stofnun fylkja á lands- byggð, þeirra sem taka mundu einmitt að sér mörg verkefni fyrir þau ráðuneytin, sem ég vil ekki lögbinda sýslumenn við að starfa fyrir. Fylki gætu orðið viðfang vort um 1999 og hlytu að nýta sér frjáls- ari ráðgjöf frá sýslumönnum. Því fylkisvilja stýrir kjósendalýðræðið neðan frá en sýsluembætti er vald skipað að ofan, og getur því ekki verið hornsteinn hins viljans. Meginstefnan í nýlegri valddreif- ingu reynist landshlutum óhagstæð og eykur fólki þaðan fyrirhöfn. Hún er (óvart?) mest í því fólgin að við NýttUt PósWersjun Ég óska eftir að fó sent: Bol-...stk. Verö kr. 1.187,- pr. stk. Tösku-....stk. Verð kr. 1.187,- pr. stk. Bol og tösku....sett. Verð kr. 2.225.- fyrir hvort tveggja. Ég óska eftir að greiða ó eftirfarandi hótt: (merkið x í viðeigandi reit) Q visa Q eurocard Q óvlsun fylgir Q póstkrafa Nafn:----------------------------------------------------------------- Heimili:___________ Stoður:____________ Sími: ________ . _ Undirskrift: ----- Kortnúmer: l—.— Gildistími korts. Um leið og greiðslo hefur borist verður pöntunin send ó nœsto pósthús. Burðargiald er innifalið. _ . ,, . _ sendisttii: Frjalst Framtak Ármúla 18 108 Reykjavík rrm m~n rrm u klofnun þriggja ráðuneyta (3 ráð- herra), sem nægðu ríkinu nokkra áratugi eftir 1917, hefur fram- kvæmdavaldið reykvíska dreifst í tólf býsna sjálfbyrg ráðuneyti. Til að bæta gráu ofan á svart í sundurbútun valds gagnvart lands- hlutum fjölgar hratt flokkum, sem gætu náð undir sig sæti í ríkis- stjórn öðru hveiju. Sem stendur stuðlar skofffnslegt kerfi, sem út- deilir jöfnunarþingsætum og mótar um leið aðferðir stjómarandstæð- inga og kannski úrsagnir úr flokk- um, að óþjóðlegri valddreifingu. En menn spoma tæplega gegn „reyk- vísku valdi“ með því. Telja má það til gildis sýslu- mannakerfinu að þar er 7 alda gamalt akkeri landshlutanna. Póli- tískar sveiflur og atkvæðaveiðar þurfa líka engin áhrif að hafa á þá sýslumenn, sem fólk gerir ekki að þingmönnum. Frekar pólitískt yrðu rekin þau ráðuneytin, sem ég kaus áðan að hafa sem ótengdust sýslu- manni en kynnu frá aldamótum að verða viðfang kosinna amtsstjóma, þ.e. fylkja. í ritgerð Steingríms (s. 49) kem- ur fram að ekkert er eðlilegra en hugsa sér nægja einn sýslumann fyrir kjördæmið Austurland (rúm 13 þús. íbúa) og umboðsmenn ríkis í hinum ýmsu kaupstöðum (lög- reglustjórar og bæjarfógetar o.fl.) hlytu undir yfirstjórn hans að fara með umboð innanríkisstjómar. Mætti þá skipta þeim störfum, sem bæjarfógetar gegndu hingað til, eftir því sem hagkvæmt þætti, milli þeirra og sýslumanna. Utan kaup- staða yrðu störf hreppstjóra endurskipulögð, t.d. þannig að einn hreppstjóri nægði fyrir fleiri hreppa og eins þannig að fela megi bæjar- fógeta (lögreglustjóra) í umboði sýslumanns að annast hreppstjóra- störf í grannhreppi við kaupstaðinn sinn. Slíkt umboðsmannakerfi gæti orðið ólíkt sveigjanlegra en það er nú. Uppstokkunarhugmynd þessi á að vera komin í tæka tíð til að flétt- ast við sumar, en varla allar, vonir okkar um nýskipan á ráðuneytum, sem takist 1988. Miðkapítuli í grein minni mun m.a. skipta í tvö hom ágæti sveigjanleikans eftir því hvort hann opnar gagnvegi, landshlutum til árangurs, eða kann að endumýja þá vonlitlu tilhögun að sýslumanns- embættin (og fógetar með) séu „þriðja stjómsýslustigið" og valds- maður í því sæti taki ábyrgð á hveijar krókaleiðir, gegnum ofmörg ráðuneyti, mál úr landshlutum eigi að hrekjast og úrskurðast. í baksýn hef ég þá trú að þegar fylki verða sett gegni sýslumenn engri ákveð- inni þjónustu fyrir þau. Stutta leið seilist ég til dæma þó ég fletti upp 6. gr. sveitarstjórn- arlaganna (1986) með lista yfir 13 málefnaflokka, ætlaða bæjum, hreppum og því félagsmálaráðu- neyti, sem sjálf lögin munu 40 sinnum vísa til um ráðgjöf þess og vald (auk reglugerða) og gaumgæfí við hliðina stutta undirkaflann Valddreifing í ritgerð Steingríms (s. 50-51). í 27 liðum (og undirliðum) reikn- ar hann í valddreifingarskyni saman „ný verkefni, sem hugsan- lega mætti fela sýslumönnum að einhveiju eða öllu leyti“ (eftir fækk- un þeirra og stöðuviðreisn, sbr. greinamafn mitt). Steingrími er að vísu enn meiri efling í hug, telur að þetta verkefni megi auka eða minnka, ekki eingöngu um þann „fiutning verkefiia frá mið- stjórnarstofiiunum“ (ráðuneyt- um) heim í hérað, heldur sé upptalningarlistinn dæmi þess sem raunhæft sé að stefna að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.