Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 Minning’: Ami Garðar Kristínsson Fæddur 27. desember 1920 Dáinn 14. júlí 1987 Ami Garðar Kristinsson, fyrrver- andi auglýsingastjóri Morgunblaðs- ins, verður til moldar borinn í dag, en hann lést 14. þ.m. á 67. aldurs- ári. Leiðir okkar hafa legið saman allt frá því á skólaárunum í Mennta- skólanum á Akureyri, en þaðan lauk Ámi stúdentsprófi í hópi glaðra bekkjarsystkina árið 1942. Hann stundaði síðan laganám í tvo vetur, en hvarf frá því og var ráðinn aug- lýsingastjóri Morgunblaðsins árið 1945. Síðan höfum við verið sam- starfsmenn þótt vettvangurinn væri annar. Það var ekki margmenninu fýrir að fara á auglýsingaskrifstofunni á fyrstu starfsárum Áma þar og álag- ið mikið. Vinnustundimar urðu tíðum æði margar, en Áma þótti ekkert eðlilegra. Oft þurfti hann að takast á við nýjar aðstæður, því auglýsingamarkaðurinn var, og er, síbreytilegur. Þetta átti ekki síst við um fýrstu árin, eða áratugina, eftir styrjöldina. Þurfti þá að sýna mikla árvekni og vera lifandi í starfí. Ámi var auglýsingastjóri blaðs- ins í rúm þijátíu ár, en þá hvarf hann frá því erilsama starfi og tók við öðrum verkefnum hjá blaðinu. Eftir löng kynni og vináttu er að sjálfsögðu margs að minnast, og þær minningar eru allar ljúfar. Fyrst verða fyrir glaðvær skólaárin, þar sem Ámi var hrókur alls fagn- aðar og alltaf stutt í hvellan hlátur, síðan ys og þys starfsins og ánægju- stundimar á heimili hans í stein- bænum við Vesturgötu eða litla húsinu „í sveitinni“, þar sem nú er Selvogsgrunnur og síðan reis mynd- arlegt hús. Það var alltaf þægilegt að vera í návist Áma Garðars, ekki síst vegna þess hve hreinlyndur hann var og fölskvalaus og átti auðvelt með að létta öðrum lund. Ámi varð fyrir þeirri miklu sorg að missa konu sína, Katrínu Óla- dóttur, af slysförum frá fimm bömum árið 1965 eftir tuttugu ára ástríka sambúð. Það var þungt áfall og kom þá berlega í ljós hið mikla þrek hans. Fimm árum síðar kvæntist Ami Ragnheiði Kristjánsdóttur, hinni ágætustu konu, og komu þau sér upp yndislegu heimili á Seltjamar- nesi, þar sem Ámi fékk m.a. gott rými fyrir tómstundaiðju sína, mál- aralistina. Þar fékk Iisthneigð hans útrás, en þegar í skóla kom fram hve ríkur þáttur hún var í fari hans. Ámi Garðar var mjög félagslynd- ur maður og naut Oddfellowreglan í ríkum mæli starfskrafta hans á því sviði. Vann hann henni af mik- illi óeigingimi og var boðinn og búinn að veita aðstoð, ef á þurfti að halda. Þótt Ámi Garðar hafí ekki geng- ið heill til skógar undanfarin ár vissu í rauninni fáir hve alvarlegs eðlis sjúkdómur hans var. Hann æðraðist ekki og bar sjúkdóm sinn sem sönn hetja. Síðustu mánuðimir reyndust honum þó erfíðir, þar til hann varð loks að lúta í lægra haldi. Nú á skilnaðarstundu sendir samstarfsfólk Áma Garðars á Morgunblaðinu eftirlifandi eigin- konu hans, bömum, stjúpdætrum, barnabömum og öðram, sem sárast eiga um að binda, innilegar samúð- arkveðjur. Þeirra huggun er hve bjart er yfir minningu hans. Þorbjörn Guðmundsson Sumir menn era þannig af Guði gerðir, að þeir bera með sér gleði hvar sem þeir koma. Ámi Garðar Kristinsson, sem kvaddur er í dag, var einn þeirra sem stráði gleðinni allt í kringum sig og kom ævinlega viðstöddum til að brosa ef ekki hlæja með nærvera sinni. Það er afskaplega erfitt að hugsa þá hugs- un til enda að þessi síkáti vinur frá æskudögum sé farinn frá okkur en svona er lífið og öll eram við á sömu leið. Ámi Garðar var mikill vinur okkar systra, Gunnhildar og mín, þegar við voram saman í 6. bekk í M.A. fyrir langa löngu og oft daglegur gestur heima í Hrafnagils- stræti í litla vesturherberginu á loftinu, þar sem síðdegissólin sendi stundum geisla inn til glaðra ung- menna er sátu yfír bókum og vora að stauta við latneskan texta, en á þeim áram var latína mjög í heiðri höfð í M.A. og höfðum við eina kennslustund í henni alla daga nema laugardaga, þá vora þær tvær. Árni Garðar sagði stundum, að við systumar hefðum stutt hann yfír ýmsa hjalla, en það hefir þá verið hún systir mín, sem var mik- ill latínu-hestur og kenndi mér og fleirum. En það var Ámi sem kom með gleðina og góðvildina, fangið fullt af elskulegri gamansemi og hlýju og gaf ríkulega af sjálfum sér, alltaf kátur og glettinn, stund- um með skrýtnar vísur eftir ein- hveija karla í Hrísey og við sungum og hlógum að og létum aftur bæk- umar. Þetta var kátt æskufólk og vináttan fölskvalaus. En Ámi Garð- ar var líka maður alvöra og gott var að sitja með honum ef eitthvað bjátaði á, jafnvel þótt ekkert væri sagt var návist hans hlý og heil. En minningamar eru flestar bundn- ar gleði og hámarki náði sú gleði þegar við brautskráðumst frá M.A. 17. júní. Þá er nóttin björt á Akur- eyri og þá var mikið sungið og ævinlega var það Ámi Garðar sem stóð fyrir þessum heilbrigða fögn- uði og bar uppi gleðina af mikilli hjartans list. Alltaf síðan var hann hvatamað- ur þess, að gömlu félagamir héldu hátíð á svonefndum stúdentsaf- mælum og þegar við voram 35 ára, þá var hann sá úr hópnum sem enn kunni alla gömlu söngvana, líka þá latnesku, og ekki bara fyrsta vers, heldur öll erindin, sem flestir ef ekki allir vora búnir að gleyma. Árni Garðar hafði meira gaman af að teikna og mála heldur en að sitja yfír bókarstagli, enda mjög list- fengur að upplagi og eðlisfari. Marga myndina teiknaði hann af okkur, bekkjarsystkinunum, og sá um útgáfu á Carmínu, sem lengi var til siðs að gefa út af 6. bekking- um í M.A, og er kannski enn. Það er ekki vafí í mínum huga, að Ámi hefði átt að ganga listabrautina þótt erfið sé, til þess hafði hann alla burði. Einhvem tíma ræddum við þetta og þá sagði hann mér, að hugurinn hefði alltaf staðið til myndlistamáms, hafði enda gert ráðstafanir til að komast í listahá- skóla í Bandaríkjunum, en þetta var á styijaldaráranum og ekki hægt um vik. „Ég varð fondrari, og það er betra en ekki neitt," sagði hann þá og hló. En hann tók upp mynd- listina sem fulltíða maður, hélt margar sýningar og hafði mikið yndi af aið mála. En brauðstritið hófst snemma og ekki var í sjóði að sækja fyrir fátæka unga menn á þessum áram. Ámi Garðar kvæntist góðri konu á vordögum 1945, Katrínu Óladótt- ur, og átti með henni fímm böm. Hún lést af slysföram 1965 og má nærri geta hve þá hefír reynt á góðan dreng. Síðar varð það hans gæfa að ganga að eiga Ragnheiði Kristjánsdóttur, glæsilega konu og þá eignaðist Ámi tvær stjúpdætur til viðbótar hópnum sínum og þær urðu honum kærar eins og hans eigin böm. Ragnheiður og Ami Garðar vora samhent hjón, nutu þess að ferðast til fjarlægra landa og fóru víða. Það vora góðar dísir sem stjórnuðu því, að við hjónin hittum Ragnheiði og Árna tvívegis á framandi slóðum fyrir nokkram áram. Enginn vissi af ferðum hinna og urðu miklir fagnaðarfundir. Þá rifjuðum við Árni upp gamlar minn- ingar, stungum okkur í sjóinn á lítilli grískri eyju og lékum okkur eins og við væram aftur orðin ung. í síðara skiptið hlupum við í fangið hvort á öðru suður við Adríahaf og urðum bæði svo hissa og glöð að við ætluðum aldrei að geta stöðvað gleðilætin. Ámi Garðar var fæddur í Fljót- um, sonur hjónanna Pálínu Elísa- betar Árnadóttur og Kristins Ágústs Ásgrímssonar. Hann ólst upp í Hrísey og taldi sig alltaf Hríseying. Eftir stúdentsprófið 1942 stundaði hann lögfræði við Háskóla íslands í 2 ár en gerðist þá starfsmaður Morgunblaðsins og var lengst af auglýsingastjóri blaðs- ins. Honum þótti vænt um Morgun- blaðið og samstarfsmenn sína, og þótt ég hafi aldrei spurt þá efast ég ekki um, að hann hefír verið vinsæll á sínum vinnustað. Hann var líka virkur félagi í Oddfellow- reglunni í fjölda ára. Árni Garðar veiktist fyrir tveim áram af þeim sjúkdómi sem lagði hann að velli. Hann var vongóður um bata lengi vel og kjarkmikill, langaði að lifa lengur og beitti allri orku til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við vágestinn. En enginn má sköpum renna. Við áttum 45 ára stúdentsafmæli í júní sl., þegar Ámi Garðar háði sitt dauðastríð. Ég held að engan hafí langað til fagnaðar, en þegar ég talaði síðast við Áma í síma, skömmu áður en hann fór á sjúkrahús, spurði hann ákafur, hvort við ætluðum ekki að fara að undirbúa veisluna. En það varð engin veisla og líklega verður ekki sungið eins hátt og hlegið eins dátt þegar félagarnir hittast næst, en ég veit, að bekkjarsystkinin frá M.A. taka undir samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og þakka minningar um góðan dreng. Sjálf votta ég Ragnheiði og allri fjölskyldunni ein- læga samúð og kveð góðan æskuvin með trega en fyrst og fremst með þakklæti fyrir vináttu hans, gleði og söng. Anna S. Snorradóttir í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Áma Garðars Kristins- sonar, fyrrverandi auglýsingastjóra Morgunblaðsins, en hann lést í Landspítalanum 14. þessa mánaðar eftir langvarandi og erfið veikindi. Ámi Garðar fæddist á Stóra- Grindli í Fljótum þann 27. desember 1920 og vora foreldrar hans hjónin Pálína Elísabet Ámadóttir og Krist- inn Ágúst Ásgrímsson. Ámi fluttist fyrst með foreldrum sínum til Ólafs- fjarðar en síðan til Hríseyjar, þar sem faðir hans starfrækti vélsmiðju og þar ólst Ámi upp. Hugur Áma stóð til mennta og fór hann til náms í Menntaskólanum á Akureyri og varð stúdent þaðan 1942. Þar lágu leiðir okkar saman og varð það upphaf langrar og góðr- ar vináttu okkar hjóna við Áma, en kona mín, Þorgerður, þekkti Áma frá uppvaxtaráranum í Hrísey. Ámi Garðar hóf nám við Háskóla íslands í lögfræði en hvarf frá þvl námi er hann var ráðinn auglýsingastjóri Morgunblaðsins 1945 og gegndi hann því starfí þar til fyrir fáum áram að hann tókst á hendur önnur verkefni fyrir Morg- unblaðið. Árið 1945 kvæntist Ami Katrínu Óladóttur prests í Ögurþingum Ketilssonar og konu hans, Maríu Tómasdóttur. Eignuðust þau fímm böm sem nú era öll uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. En fljótt dregur ský fyrir sólu. Þann 29. október 1965 lést Katrín á sviplegan hátt í bifreiðaslysi en Ámi Garðar, er sat við hlið konu sinnar í bifreiðinni, slapp að mestu óskaddaður. Ami Garðar var mjög viðkvæmur og tilfinningaríkur mað- ur í eðli sínu og því auðvelt fyrir þá sem þekktu hann að greina hve mjög þessi atburður fékk á hann. Konu- og móðurmissirinn var mikið áfall fyrir Áma og bömin, en yngsta bamið var þá einungis tveggja ára gamalt. Áma tókst þó að halda heimilinu saman og naut hann þar dyggilegrar aðstoðar Maríu, elstu dóttur sinnar, sem sá um systkini sín og heimilið í fyrstu og var það ekki lítið álag á unga stúlku. Þau Ámi og Katrín vora mjög samrýnd og minnumst við margra samvera- og gleðistunda á heimili þeirra og á ferðalagi. „Allt blessast þetta einhvem veg- inn,“ sagði gamla fólkið og svo var einnig í lífshlaupi Áma Garðars. Þann 20. júní 1970 kvæntist hann öðra sinni. Eftirlifandi kona hans er Ragnheiður Kristjánsdóttir Jóns- sonar vélstjóra í Reykjavík og konu hans, Jónu Guðnadóttur. Bjuggu þau fyrst á Selvogsgrunni 7 í Reykjavík en fluttust árið 1971 á Seltjarnames þar sem þau hafa búið síðan. Ragnheiður annaðist böm Áma sem besta móðir og Ámi reyndist báðum dætrum Ragnheið- ar vel. Ragnheiður og Ámi voru samstillt í því að skapa gott og hlý- legt heimili fyrir sig og bömin og gagnkvæm ást og virðing réð þar ríkjum. Ámi var mjög listhneigður, hafði gaman af söng og Ieiklist en mest þó af málaralistinni sem hann stundaði af áhuga og kappi. Hann hélt margar málverkasýningar og tók mikinn þátt í starfi Myndlistar- klúbbs Seltjamamess. Hann var lífsglaður og félagslyndur og hafði ánægju af að starfa að félagsmálum og samskiptum við fólk. Hann var félagi í Rotaryklúbbi Seltjamamess og í tæp 30 ár starfaði hann innan Oddfellowreglunnar af miklum áhuga og dugnaði jafnt í stúkum sem stórstúku. Ég leyfí mér fyrir hönd stjómar stórstúkunnar að þakka Áma Garðari fyrir hans ómetanlegu störf innan Óddfellow- reglunnar. Kynni okkar Áma Garðars, sem hófust á skólaáranum, jukust og urðu að traustri og varanlegri vin- áttu. Söknum við nú vinar í stað og minnumst þakklátum huga allra þeirra ánægjulegu samverastunda er við áttum með þeim hjónum, ekki síst eftir að við fluttum í ná- grennið á Nesinu. Við Þorgerður flytjum Ragnheiði og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Hilmar Garðarsson í dag kveðjum við félaga okkar, Áma Garðar Kristinsson, fyrrver- andi auglýsingastjóra Morgun- blaðsins. Hann andaðist 14. júlí sl., aðeins 66 ára gamall, hann átti við sjúkdóm að stríða síðustu tvö árin, sem hann bar með miklu æðraleysi og kvartaði ekki þó hann vissi vel að hveiju dró. Leiðir okkar Áma lágu fyrst saman í Oddfellow-regl- unni fyrir um 30 áram, er við urðum báðir félagar í stúkunni Þorsteini nr. 5 og nokkra seinna báðir stofn- endur Oddfellow-stúkunnar Þor- fínns Karlsefnis nr. 10. En þar hófst starf hans af miklum krafti og ein- lægni og vora honum falin hin ýmsu trúnaðarstörf innan Odd- fellow-reglunnar, sem hann rækti af sérstakri trúmennsku og alúð, það var ávallt gaman að vinna með Áma vegna þess hve góður og rétt- sýnn leiðbeinandi hann var. Ég vil þakka honum samfylgdina og sérstaklega fyrir störf þau er hann vann fyrir stúku okkar og Oddfellow-regluna. Ámi Garðar var tvígiftur, fyrri kona hans var Katrín Oladóttir, en hún lést af slysföram, þau áttu 5 börn. Seinni kona hans er Ragn- heiður Kristjánsdóttir og lifír hún mann sinn. Hún á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Öll eru börn þeirra myndarfólk. Ég votta eiginkonu hans, böm- um, stjúpbömum, tengdabömum, bamabömum og öðram ættingjum innilega samúð mína og bið þeim öllum blessunar Guðs. Ólafúr Helgason Til er ljóð eftir Freystein Gunn- arsson sem hann kallaði Viskustein. Þar era þessi erindi: Þú gengur einn uni ókunn lönd • á auðri strönd og leitar þess, sem enginn á en allir þrá. Hvar fólginn var þinn viskusteinn, það veit ei neinn. Þú gengur hljóður, hærugrár þin hinstu ár og hnígur eftir langa leit í lágan reit. Þar blasir við þinn viskusteinn. Það vissi ei neinn. Þegar ævi manns er öll verður hugur þeirra, sem eftir standa og horfa á eftir kærum vini, mæddur sorg og sáram söknuði. Hversu oft er það ekki hlutskipti okkar mannanna barna að vera í þeim sporum. Við sjáum kæra vini hverfa yfír móðuna miklu er skilur á milli lífs og dauða. Þá er gott að eiga trú á lífið eilíft, eiga trú á ódauðleikann. Kristin trú greinir á milli margs konar ódauðleika. Þar er fyrst um að ræða hugmyndir um líffræðileg- an ódauðleika. Sá ódauðleiki lýsir sér í því að ættstofninn lifír þótt einstaklingarnir hverfí. Því er rétt sem Tómas Guðmundsson kvað: Sjá laufið hrynur, en lífið er eilíft. Lát lindimar hníga í dimman sjó. Því eitt sinn vor kynslóð skal eignast í aldanna skógi sitt bergmál þó. Næst er starfrænn ódauðleiki. Hann felst í því að verk lifa, starf, list og vonir vara þótt sá sé horf- inn, sem verkin vann, starfíð leysti af hendi og listina gerði að hluta af sjálfum sér. Um þennan þátt hefur Tómas Guðmundsson einnig ort: Og treystum því sem hönd guðs hefur skráð. í hveiju fræi, er var í kærleik sáð býr fyrirheit um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa drottins náð. Loks er um að ræða trúrænan ódauðleika. Hann lýsir sér í trú á tilgang lífsins og takmark. Um þennan ódauðleika orti Þorgeir Sveinbjamarson: Himinninn safnar geislum í mold, miðlar leimum gleði, gæðir landið sársauka, breiðir út faðminn móti landinu býr þvi lindir lifandi vatns. I moldinni sameinast það sem hverfult er hinu varanlega. Þráin... grær án takmörkunar og takmarka frá himni til himins. Hann mágur minn, Ámi Garðar, er látinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Það var fyrir rúmum fjöratíu áram að ég, feimin stelpa, var fyrst kynnt fyrir honum og fyrri konu hans, Katrínu Óladóttur, þeim elskulegu hjónum. Þau höfðu þá reist sér heimili á Vesturgötu 52. Þangað var oft farið og margar ánægju- stundir átti ég þar, og á heimili Áma sem urðu fleiri en á Vestur- götunni. Ámi missti fyrri konu sína á sviplegan hátt frá fímm bömum. Var það erfiður tími fyrir þau öll. En Ami var svo lánsamur að fínna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.