Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 Reuter Læknaverkfall á Indlandi Um 8000 læknar á ríkissjúkrahúsum á Indlandi eru nú í verk- falli og kreQast hærri launa, en byijunarlaun þeirra nema nú um 8000 ísl. kr. á mánuði. Er heilbrigðisþjónustan í landinu af þessum sökum í molum og ástandið viða mjög slæmt. Verst er það þó í stærstu borgunum eins og Nýju Delhí, þar sem margt veikt fólk fær að liggja nánast umhirðulaust í steikjandi sumar- hitunum, sem nú eru i hámarki. Mynd þessi sýnir lækni, sem komið hefúr sér upp eigin „tjaldsjúkrahúsi" til þess að sinna neyðartifellum. Líbanon: Bandalag gegn Gemayel forseta Beirút. Reuter. ^ Filippseyjar: Róttækar umbætur á skiptingu jarðnæðis LEIÐTOGAR múhameðstrúar- manna og vinstri sinna í Libanon, mynduðu í gær enn eitt banda- lagið fyrir tilstuðlan Sýrlend- inga. Auk hefðbundinna yfirlýs- inga um baráttu gegn ísrael og vináttu við Sýrlendinga, heimta þeir nú að Amin Gemayel, for- seti Líbanon, segi af sér. Sýrlendingar og Gemayel eru ekki sammála um hvemig binda megi enda á styrjöldina í Líbanon og vilja Sýrlendingar að forsetinn víki úr starfi. Á frettamannafundi er haldinn var þegar bandalagið var stofnað, sögðu forsvarsmenn þess að þetta væri fyrsta skrefið til þess að sameina andstæðinga Gemayels. Á næstunni yrði svo haldin ráð- stefna í Damaskus í Sýrlandi, þar sem lagt yrði frekar á ráðin. Forsvarsmennirnir réðust að for- setanum og kristnum, líbönskum hermönnum og sökuðu þá um að bera ábyrgð á morðinu á Rashid Karami, forsætisráðherra er drep- inn var 1. júní sl. er sprengja sprakk um borð í þyrlu er hann staddur í. Árið 1985 mynduðu stuðnings- menn Sýrlendinga í Líbanon bandalag, en það lognaðist fljótt út af. Manilla, Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, undirritaði í gær til- skipun um róttækar umbætur á skiptingu jarðnæðis í landinu. Skýrði Teodoro Benigno, tals- maður forsetans, frá þessu í gær. Markmiðið með þeim er að jarðnæði verði úthlutað til millj- óna bænda, sem voru jarðnæðis- lausir áður. Tilskipun þessi verður ein sú síðasta, sem Aquino forseti undirrit- ar, áður en vald hennar verður þrengt til mikilla muna, er þjóðþing Filippseyja kemur saman í næstu viku. Hún hét þessum umbótum strax í upphafi valdaferils síns og sagði, að með þeim yrði gert stórá- tak til að binda enda á þá fátækt, sem verið hefur landlæg á Filipps- eyjum. Miklar vonir hafa því verið bundnar við þessi fýrirheit á meðal almennings í sveitum landsins. Reyndin er samt sú, að tillögur Corazon forseta og stjórnarinnar hafa sætt mikilli gagnrýni og jafn- vel orðið til þess að auka á innan- landsdeilurnar, sem voru þá æmar fyrir. Þannig hafa margir þingmenn á þjóðþinginu snúizt gegn tillögum stjórnarinnar á þeirri forsendu, að með þeim væri verið að skerða vald þeirra í afar þýðingarmiklu máli. Vitað var einnig frá upphafi, að landeigendur myndu snúast önd- verðir við tillögum stjómarinnar. Þeir hafa hins vegar gengið svo langt að koma á fót sínum eigin herflokkum, sem eiga að koma í veg það með valdi, að jarðnæði verði tekið frá þeim og skipt meðal smábænda. Efnahagsráðgjafar forsetans hafa einnig látið í ljós efasemdir og borið það fyrir sig, að það 7 hektara hámarkslandrými, sem til- lögur forsetans miðuðust við í upphafi, eigi vart eftir að reynast Ottawa. Reuter. Nýdemókrataflokkurinn í Kanada vann í þrennum auka- kosningum, sem fram fóru í landinu á sunnudag, en niður- stöðumar vom birtar í gær. „Við höfum hér orðið vitni að því, að grundvallarbreytingar em að eiga sér stað í kanadískum nægilega arðsöm búskapareining. Niðurstaðan varð sú, að Aquino setti fram markmið á breiðum grundvelli, sem í raun hafa ekki að geyma ákveðnar sundurliðaðar tillögur. Þar er þó gert ráð fyrir skiptingu á nær öllu landbúnaðar- jarðnæði á milli hinna mörgu millj- óna bænda í landinu. Þjóðþinginu er hins vegar ætlað að móta ein- stakar tillögur varðandi skipting- una, þar á meðal að ákveða það London, Reuter. BREZKIR þingmenn hafa sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri hluta 4000 punda launahækkun sér til handa (um 240.000 ísl. kr.). Alls greiddu 407 þingmenn atkvæði með hækkuninni, en 34 stjómmálum," sagði Ed Broadbent, leiðtogi nýdemókrata. Niðurstöður þessara kosninga munu ekki hagga meirihlutaað- stöðu íhaldsstjómar Brian Mulron- ey í þinginu, en ljóst er, að þær endurspegla þá strauma, sem vart hefur orðið í skoðanakönnunum að undanfömu. lágmarksjarðnæði, sem hver bóndi á að þurfa til þess að geta stundað jarðrækt með hæfilegri arðsemi. í yfírlýsingu, sem kaþólska kirkj- an á Filippseyjum lét frá sér fara í- síðustu viku, er fátæktinni í landinu lýst sem „hneyksli af verstu tegund" og forsetiinn hvattur til þess að flyta fyrir umbótum sínum af fremsta megni en fresta þeim ekki. voru á móti. Frá 1. janúar verða árslaun þingmanna 22,548 pund (rúml. 1.350.000 ísl. kr.), en eru nú 18.500 pund (rúml. 1.110.000 isl. kr.). Sumir þingmenn íhaldsflokksins segjast óttast, að þetta eigi eftir að ýta undir kröfur verkalýðsfélag- anna í landinu um hærri laun. „Þetta kann að hafa verið góður dagur fyrir þingmennina, en hann var ekki góður fyrir Bretland," var haft eftir Anthony Beaumont-Dark, einn af þingmönnum Ihaldsflokks- ins. „Þetta á eftir að spilla mjög fyrir baráttu stjórnarinnar gegn verðbólgunni." Kvaðst hann álíta, að nú myndu verkalýðs-félögin herða mjög á kt;öfum sínum um launahækkanir, en miðað hefur ver- ið við, að þær fari ekki fram úr 6%. Stjómmálafréttaritarar benda á, að Margaret Thatcher forsætisráð- herra hafi verið fjarverandi, er atkvæðagreiðslan fór fram og ekki reynt að hindra, að launahækkunin yrði samþykkt. Hafi hún gert það til að afstýra því, að óbreyttir þing- menn íhaldsflokksins risu upp gegn sér. Vel giftur Yaoundé f Kamerún, Reuter. ÞRJÁTÍU og fimm ára gamall kamerúnskur söngvari, Mongo Faya, giftist sex konum þann ell- efla þessa mánaðar við borgara- lega athöfh. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef kapp- inn ætti ekki þrjátíu og sex fyrir. Söngvarinn er nú nýkominn heim úr ferð til Bandaríkjanna, þar sem hann hljóðritaði síðustu plötu sína, „Stöðvið aðskilnaðarstefnuna.“ Hann á ekki nema 28 böm á aldrin- um þriggja mánaða til níu ára, og býr í sátt og samlyndi með sjötíu manna fjölskyldu sinni undir einu þaki. Sögur fara hins vegar ekki af því hvemig samkomulaginu við fjörutíu og tvær tengdamæður er háttað. Japan: Aðferðir Sovétmanna við að fá menn til að njósna Tókió, Reuter. MINORU Shimizu, japanskur maður, sem grunaður er um njósnir fyrir Sovétríkin, hefúr gefið japönsku lögreglunni all sérstæða innsýn i, hvaða að- ferðum Sovétmenn beita a þessu sviði. Skýrði hann þar m. a. Érá því, hvernig Sovét- menn fóru að til þess að ávinna sér traust hans og trúnað en kröfðust síðan æ meira af hon- um, eftir að sambandi við hann hafði verið komið á. Japanska lögreglan hefur ósk- að eftir því, að Yuri Pokrovski, aðstoðarverzlunarfulltrúi Sovét- manna í Japan, komi fyrir rétt, en hann hefur neitað að verða við þeim tilmælum. Annar sovézkur sendistarfsmaður, sem japanska lögreglan telur, að hafi verið flæktur í málið, sneri heim til Sovétríkjanna í fyrra. Það var Yuri Demidov, starfsmaður sovézka flugfélagsins Aeroflot. Lögreglan telur, að Shimizu hafi selt Pokrovski tölvuvætt flug- stjómarkerfí, sem nota mætti m.a. við stjóm flugvéla, t. d af gerðinni Boeing 757 og 767. Shimizu gaf lögreglunni lista, þar sem hann taldi upp 18 atriði varðandi aðferðir þær, sem þeir Demidov og Pokrovski beittu til að komast yfír leynilegar upplýs- ingar. I fyrstu fékk Demidov kunn- inga sinn til að hjálpa sér til að vinna traust Japanans. Áherzla var og lögð á það við Shimizu, að hann mætti aldrei nota síma til að hafa samband við njósnara Sovétmanna og fundir hans og njósnaranna áttu sér aldrei stað oftar en einu sinni á sama stað. Aftur á móti var aldrei neinum tíma eytt í umræður um hug- myndafræði. Smám saman fóru sovézku njósnaramir að færa sig upp á skaftið og reyna að toga upp úr Shimizu upplýsingar um einka- hagi hans og fjárhagsstöðu. Hann reyndist illa á vegi staddur fjár- hagslega, einkum að því er snerti greiðslu skulda vegna húsakaupa og er talið víst, að fjárhagserfið- leikar hans hafí valdið því að hann fór að njósna fyrir Sovétmenn. Alls fékk Shimizu greiddar 10 milljónir japanskrajena (rúml. 2,6 millj. ísl. kr.). Verðmæti þeirra viðskiptaleyndarmála, sem hann skýrði Sovétmönnum frá, er hins vegar talið nema mörgum milljón- um dollara. Þetta er ekki eina málið af þessu tagi, sem komið hafa upp í Japan, heldur hefur hvert hneykslismálið rekið annað þar að undanfömu, sem snerta ólög- lega sölu á japönskum tækni- leyndarmálum til Sovétríkjanna. Þekktasta atvikið er þó, er upp komst, að dótturfyrirtæki Tosh- ibaverksmiðjanna seldi tæknibún- að til Sovétríkjanna, sem nota má til að gera kafbáta hljóðlátari. Kanada: Nýdemókratar unnu í þrennum aukakosningum Reuter Corazon Aquino, forseti Filippseyja, á fúndi með fréttamönnum i gær, eftir að hún hafði undirritað tilskipun um umbætur á skiptingu jarðnæðis í þágu fátækra bænda í landinu. Þar skýrði hún m. a. svo frá, að fjölskylda sín ætti 6000 hektara lands og yrðu þeir ekki undanskildir. Launahækkun hjá brezkum þingmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.