Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 27 isli Amazon— nn 20 km hár gos verður i eldstöðinni bræðir hún ís sem veldur jökulhlaupi er brýtur sér leið undir eða yfir skriðjökulinn. Árið 1918 leitaði flóðið í gamla farveg Sandvatnsins vestan Hafurseyjar, en klofiiaði síðan um Hjörleifshöfða. Samfellt vatn var frá Höfðabrekku austur að Blautukvísl en mest hljóp fram vestan höfðans. Kötlutangi myndað- ist í hlaupinu og var að minnsta kosti 3 km langur. Talið er að þegar Kötluhlaup nái hámarki sé rennslið jafiit Amazon-fljótinu. heimasandur." Gjóskulagarann- sóknir benda til þess að núverandi Skógarsandur geti vart verið eldri en landnám og gæti hann hafa myndast í þeim vatnagangi er frá greinir í Landnámabók. við gleymdum Kötlu? Forsíða Morgunbiaðsins 13. október 1918. bezt af því marka hve mikils þeim þótti um vert.“ Þriðjudaginn 15. október segir að Stjórnarráðið hafi sent hrað- boða austan úr Homafirði í Skaftártungur til að komast í samband við þær sveitir, þar sem menn óttuðust að hlaupið hefði leikið þær verst. Frásögn sendiboðans berst til Reykjavíkur 22. október. Þorleif- ur Jónsson alþingismaður í Hólum sendir Stjómarráðinu bréf með frásögn Þorbergs sonar hans. Fjórir bæir í Meðallandi hafa eyðst, en fólkið allt komist af. Búfénaður hefur fundist dauður og annars er saknað. Óttast bændur í Vestur-Skaftafelissýslu að ef öskunni létti ekki fljótlega af jörðum þeirra þurfí að skera niður mikið af fénaði, þar sem heyfengur var rýr um sumarið. Kötlugosinu lauk 4. nóvember. Þá höfðu þessar miklu náttúru- hamfarir vikið fyrir hörmulegum fréttum af sóttinni miklu, spönsku veikinni. „Hver hefði spáð því að svo viðburðarríkir dagar biðu vor að vér gleymdum Kötlu, spúandi eldi og eimyiju yfir nálægar sveitir? Nú nefnir enginn Reykvíkingur Kötlu, fremur en að hún hefði ekki ver- ið til. Og engir fánar svifu að hún á þriðjudaginn var til að fagna friðnum," segir blaðið á forsíðu 5. nóvember en í blaðinu em þennan dag birt nöfn hátt í 100 fómarlamba veikinnar í Reykjavík einni. Þá hafði útgáfa blaðsins legið niðri í tíu daga, en aðeins þriðjungur bæjarbúa hafði heilsu til þess að vera á fótum. AF ERUENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓHANNSSON Reagan og vopnasölumálið: Almenningur van- treystir forsetanum Skoðanakannanir sýna að bandarískur almenningur trúir ekki Reagan forseta þegar hann segist ekkert hafa vitað um til- færslu hagnaðar af írans-vopnasölunni til kontra-skæruliða i Nicaragua. Yfirlýsingar Poindexters aðmíráls þess efiiis að hann hafi leynt Reagan málavöxtum hafa vafalaust útilokað þann Qar- læga möguleika að þingið ákæri forsetann fyrir embættisafglöp. En verði almenningur enn vantrúaður á sakleysi Reagans mun honum reynast erfítt að finna nýjar leiðir til að útrýma efasemd- unum. Auk þess hefúr vitnisburður Poindexters vakið nýjar spurningar og i ýmsum atriðum beinlínis skaðað forsetann. Tveir af fyrirrennurum Po- indexters í embætti öryggisr- áðgjafa, þeir Brent Scowcroft og Henry Kissinger, segjast furðu lostnir yfir því að hann skyldi ekki bera kontra-greiðslumar undir for- setann. Kissinger segist aldrei hafa látið sig dreyma um að taka ákvörð- un um svo viðkvæmt og hættulegt mál upp á eigin spýtur. Jafnvel þótt Reagan takist að sannfæra fólk um heiðarleika sinn þá verður hann ásakaður um að vanrækja stefnumótun í utanríkismálum. Tower-nefndin, sem sett var á lag- gimar til að rannsaka vopnasölu- málið, komst að þeirri niðurstöðu að enginn forseti ætti að láta sér duga að raða málefnum í forgangs- röð. Thomas S. Foley, leiðtogi meiri- hluta demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði nýlega að þekkingarleysi það sem Reagan hefði orðið ber að væri „enn alvar- legra mál en hugsanleg vitneskja hans um málavexti kontra-greiðsln- anna“. William S. Cohen, sem er repúblikani og öldungadeildarþing- maður frá Maine, tók undir þetta og sagði að lokaákvörðun í stórmál- um yrði ávallt að vera forsetans en ekki undirmanna hans. Margir þingmenn hafa sagt að þeir eigi erfitt með að setja sig inn þann hugsunarhátt sem hljóti að hafa ríkt í Hvíta húsinu og fengið hafi Poindexter til að ímynda sér að staðfesting hans dygði til að hrinda kontra-greiðslunum í fram- kvæmd. Vangaveltur Poindexters í þá átt að forsetinn óe/d;samþykkt greiðslurnar efhann hefði vitað um þær, skipta ekki máli. Sú mynd, sem brugðið hefur verið upp af stjórnleysi í Hvíta húsinu, styrktist enn þegar Poindexter skýrði frá því að Reagan hefði í nóvember 1985 undirritað skjal þar sem veitt var leyfi fyrir skiptum á bandarískum gíslum í Líbanon og vopnum til klerkastjórnarinnar í Teheran . Leyfíð var veitt eftir adbkiptin voru hafin. Minnisleysi Forsetinn hefur sagt að aldrei hafí staðið til að slík skipti færu fram en viðurkennir að málið hafi þróast í þessa óheillavænlegu átt. Marlin Fitzwater, talsmaður forset- ans, útskýrir þetta ósamræmi með því að Reagan minnist þess ekki að hafa undirritað téð skjal. Eftir stendur að annað þeirra mála, sem hafa valdið svo miklum úlfaþyt, hófst með skjali sem forsetinn hefur gleymt og hinu málinu var komið á rekspöl án þess að hann hefði hugmynd um það. „Að mínu áliti er það alltaf hlut- verk starfsmanna forsetans að vemda hann“, sagði Poindexter aðmíráll er hann var yfirheyrður. Þá ákvörðun sína, að leyna forset- ann málavöxtum, varði Poindexter með þrennum hætti. í fyrsta lagi skírskotaði hann til þess er hann nefndi „víðtæk völd“ sem hann seg- ir Reagan hafa falið sér til að framkvæma samþykkta stefnu. 1 öðru lagi sagðist hann þekkja hugs- unarhátt forsetans nægilega vel til Ábyrgfð Reagans Stjórnkerfi Bandarílqanna útilokar næstum möguleikann á því að stjóm hrökklist frá áður en kjör- tímabili lýkur. Til að það gerist þarf þingið að samþykkja vítur á forsetann fyrir embættisafglöp. Af þessum sökum töldu yfírmenn leyniþjónustunnar á sínum tíma skynsamlegt að koma á fót kerfi sem létti ábyrgðinni á hugsanlegum hrakförum af herðum forsetans. Þar með þyrfti hann ekki að sitja Reuter Reagan á fúndi með leiðtoga rcpúblikana í Oldungadeild- inni, Robert Dole (t.v) og George Bush, varaforseta. For- setinn segist ekki ætla að segja neitt um vitnaleiðslurnar i vopnasölumálinu fyrr en að þeim loknum en þá muni hann aftur á móti láta gamminn geisa. Poindexter íhugull á svip við vitnaleiðslurnar í vopnasölu- málinu. að vita að hann hefði samþykkt kontra-greiðslumar. í þriðja lagi heldur hann því fram að ætlunin með því að leyna málavöxtum hafí verið að tryggja að forsetinn gæti síðar sagt að honum hefði verið ókunnugt um málið. Skjaldborg um for- setaembættið Að sögn Richard Helms, fyrrum forstjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar (CIA), varð síðastnefnda aðferðin til innan vébar.da CIA á sjötta og sjöunda áratugnum til að gera leynilegar aðgerðir mögulegar án þess að stofna orðspori sitjandi forseta í hættu. Forsetinn gæti þá, ef illa færi, haldið fram sakleysi sínu án þess að skrökva að almenn- ingi. Ymsar nefndir háttsettra emb- ættismanna voru stofnaðar til að taka ákvarðanir í málum af þessu tagi. Seinna setti Bandaríkjaþing lög þar sem þess var krafíst að eftirieiðis skyldi forsetinn í hveiju tilviki undirrita sérstakt skjal þar sem hann samþykkti að viðkomandi aðgerð væri nauðsynleg. Með þess- um hætti tók forsetinn alltaf á sig ábyrgðina en Poindexter lagði aldr- ei slíkt samþykktarskjal fyrir Reagan í sambandi við kontra- greiðslumar. eins og vængbrotinn fugl það sem eftir væri kjörtímabilsins. Eins og áður sagði taldi þingið hins vegar skipta meira máli að kjósendur gætu dregið ríkisstjómina og for- setann til ábyrgðar í hveiju ein- stöku tilviki. Oliver North, ofursti, hefur sagt að William heitinn Casey, sem var forstjóri CIA er vopnasöluáætlunin varð til, hafi gert ráð fyrir því að einhver, sem væri hærra settur en North, yrði að taka að sér hlutverk syndahafursins ef verulega tæki að hitna í kolunum. Þegar öllu er á botninn hvolft setur fómarlund Poindexters Reagan for- seta í slæma klípu. Mjög líklegt er að Walsh saksóknari, sem rannsak- ar vopnasölumálið, muni ákæra Poindexter og svo gæti farið að aðmírállinn hlyti fangelsisdóm. Þá yrði Reagan að velja milli tveggja kosta og er hvorugur fýsilegur. Hann gæti horft aðgerðalaus á mann, sem segist hafa lagt allt í söíumar til að vemda nafn og heið- ur forsetans, verða dæmdan til fangelsisvistar. Hinn kosturinn er að náða Poindexter og þá myndu kaldhæðnir vantrúarseggir halda því fram að fyrirfram hafi verið gert samkomulag um að vitnis- burður aðmirálsins yrði með þeim hætti sem alþjóð veit. Heimildir: The Intemational Her- ald Tribune, The Economist, Newsweek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.