Morgunblaðið - 23.07.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 23.07.1987, Síða 50
** > MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 50 ____________________________ Kvikmyndafyrirtækið F.I.L.M. óskareftirað ráða... 2 duglega starfskrafta, vana smíðavinnu og erfiðis- vinnu, til að aðstoða við að reisa leikmynd í kvikmyndina „í skugga hrafnsins". Þurfa að geta hafið störf strax og vinna til ágústloka. Upplýsingar gefnar í síma 91 -623442 í dag eftir hádegi. F.I.L.M. > Farangursgrindur Burðarbogar Hundagrindur Teyjur Meir en 12 gerðir af háfumálagereða til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Háfarnir fást í svörtu, hvrtu, kopar, messing og ryðfríu stáli 500 eða 1000 m3viftur. Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúní 28, símar 91-16995,91 -622900. KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Fimmta viðureign Vals og Völsungs Víðirog KR leika í Garðinum Morgunblaðið/Skapti. Bjöm Olgelrsson, fyrirliði Völsungs, stefnir að sigri gegn Val í kvöld. ÁTTA liða úrslitum mjólkurbik- arkeppni KSÍ lýkur í kvöld. Valur og Völsungur leika á Valsvelli og Víðir og KR í Garð- inum og hefjast báðir leikirnir klukkan 20. Eins og ávallt í bikarleikjum leika öll liðin til sigurs og sjálfsagt vilja öll knýja fram sigur án þess að til framlengingar eða vítaspyrnu- keppni þurfi að koma. Víðir og KR hafa leikið fimm leiki inn- byrðis síðan 1985 og er staðan jöfn, hvort lið hefur sigrað einu sinni, en þremur leikjum hefur lokið með jafntefli, og viður- eign Vals og Völsungs verður sú fimmta í ár; Valur sigraði í þremur œfingaleikjum í vor, en í deildinni fyrir skömmu skildu liðin jöfn á Húsavfk. m Ibikarkeppninni er leikið til þrautar nema í sjálfum úrslita- leiknum 30. ágúst. Verði þá jafnt að lokinni framlengingu, verður nýr leikur. Undanúrslitin verða mið- vikudaginn 12. ágúst og tvö fyrr- nefndra liða verða þar. Valsmenn sigurstranglegri Valsmenn eru með gífurlega sterkt og leikreynt lið, en þrátt fyrir mikla yfírburði í flestum leikjum hefur leikmönnum þess gengið illa að nýta marktækifærin, aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum deildarinnar. „Okkur gekk mjög vel í byijun móts, en eins og oft vill verða hjá liðum höfum við verið í lægð að undanfömu,“ sagði Guðni Bergs- son, einn besti maður liðsins. „Við vonum að þessi lægð sé að baki; við höfum verið ótrúlega óheppnir upp við mark mótheijanna og tími er kominn til að spila eins og við best getum. Við ætlum okkur ekk- ert annað en sigur gegn Völsungi og mætum með því hugarfari í leik- inn,“ sagði Guðni. Völsungur og Valur gerðu marka- laust jafntefli á Húsavík fyrir skömmu og nú eru Húsvíkingar staðráðnir í að gera enn betur. „Valur sigraði í æfingaleikjunum í vor með litlum mun, við gerðum jafntefli í deildinni og förum suður tii að sigra. Fjórir leikmenn okkar fengu einhveija magakveisi/ á þriðjudaginn, en þeir verða voitandi búnir að ná sér og þó Valur hafí ekki verið draumaliðið og það á útivelli, þá spyijum við að leikslok- um,“ sagði Bjöm Olgeirsson fyrir- liði Völsungs. Sætaferðlr í Garöinn Víðir hefur ekki enn sigrað í deild- inni í sumar, en gert sjö jafntefli í 10 leikjum. Liðið lék í átta liða úr- slitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn fyrir tveimur árum og er þar nú í annað sinn. „Við verðum að snúa vöm í sókn, því jafntefli gengur ekki í bikamum," sagði Guðjón Guðmundsson fyrirliði Víðis. „Okk- ur hefur gengið betur á útivelli í sumar en heima, en það er kominn tími til að sigra. Ég á von á skemmtilegum bikarleik og helst vildi ég að við næðum að tryggja okkur sigur áður en til framlenging- ar kemur," bætti hann við. KR-ingar hafa aðeins unnið einn leik í deildinni á útivelli í sumar, en eru ósigraðir heima. Þeir treysta á sína stuðningsmenn og ætla að vera með sætaferðir á leikinn frá KR-heimilinu klukkan 18.45. „Ég á von á að stuðningsmenn okkar fjölmenni, því þeir geta hjálpað okkur til að halda einbeitningunni og við megum ekki sofna á verðin- um eins og í deildarleiknum. Víðir hefur gert jafntefli við sterkustu liðin, það er erfitt að skora hjá lið- inu og það skapar sér alltaf marktækifæri. Ég held að þetta verði opinn leikur og víst er að sig- ur næst ekki án fyrirhafnar," sagði Ágúst Már Jónsson fyrirliði KR. Víðismenn fagna sigurmarkinu gegn KR í deildinni í fyrra. Tekst þeim að endurtaka leikinn í Garðinum í kvöld?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.