Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 Besta sýningaraðstaðan í bænum í Glerárkirkju“ Þrír norðlenskir myndlistarmenn með sýningn þar í fjóra daga GLERÁRKIRKJA verður vett- vangur myndlistarsýningar i næstu Qóra daga því í kvöld opna þrir ungir, norðlenskir myndlistarmenn sýningu á 36 verkum sem þeir hafa unnið að á þessu ári. Myndlistarmennimir eru Guð- mundur Oddur Magnússon, sem lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árið 1980 og hef- ur stundað nám í Kanada, Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir og Sig- urður Ámi Sigurðsson, sem bæði lögðu stund á myndlistamám hér á Akureyri en fóru svo til Reykjavíkur í MHÍ og luku prófi frá málaradeild í vor. Sýningin er sú fyrsta sem þau þijú taka þátt í síðan 22 listamenn sýndu hér í Skemmunni árið 1985. „Kirkjuskipið er alveg frábær staður fyrir myndlistarsýningar. Við vorum búin að fara um allan bæ til að leita að hentugu hús- næði og sáum strax að kirkjuskip- ið hér í Glerárkirkju var staðurinn sem við vomm að leita að,“ sögðu þau Kristín og Sigurður þegar blaðamaður hitti þau að máli gær þar sem þau vom í óðaönn að koma málverkunum fyrir. „Við féllum alveg sérstaklega fyrir þessum hráa sal með allt þetta rými, stómm veggflötum og bir- tunni sem skapar ákveðið and- rúmsloft," sagði Sigurður og Kristín bætti við að henni þætti kirkja hentugur rammi utan um sín verk. „Það er gaman að vinna innan um þennan arkitektúr sem hér er. Þetta er besti sýningarsalur bæj- arins eins og stendur og þegar við fómm fram á að fá kirkjuskip- ið undir sýninguna var okkur tekið alveg sérstaklega vel af kirkjunn- ar mönnum," sagði Kristín. „Það má nær einu gilda hvort sýning er haldin í fjóra daga eða fjórar vikur, því þeir sem á annað borð hafa áhuga á myndlist og ætla sér að fara á einhveija sýn- ingu, þeir skila sér alveg jafnvel," sögðu þau Kristín og Sigurður þegar þau vom spurð hvort fjög- urra daga sýning væri ekki frekar stuttur tími. „Við vonumst til þess að það verði fleiri hér í salnum á hveijum tíma af því að sýningin stendur stutt og það gæti kannski skapað skemmtilegri stemmn- ingu; hér verður hægt að rabba við okkur og aðra yfír kaffíbolla og við vonumst til að gestir láti álit sitt óspart í ljós. Það þarf enginn að vera feiminn þó hann telji sig ekki hafa mikið vit á Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Kristín og Sigurður við verk á sýningunni, verður opnað í kvöld og stendur aðeins fram á sunnudagskvöld. myndlist, það er alltaf gaman að heyra ólíkar skoðanir," sögðu þau. Allar myndimar á sýningunni em unnar á þessu ári, en þau Sigurður og Kristín hafa verið hér á Ákureyri í sumar og einbeitt sér að myndlistinni. „Það er alveg dásamlegt að koma hingað til þess að mála. Fjöllin héma, sjórinn og birtan, allt hefur þetta gripið mig heljar- tökum og veitt mér innblástur," sagði Sigurður. „Ég held ég geti sagt það sama," sagði Kristín, „náttúran og birtan hér hefur breytt mér og mér fínnst eins og eitthvað vanti ef ég ekki mála á hveijum degi.“ Sýningin í Glerárkirkju verður opnuð í kvöld klukkan 20.00 og verður síðan opin föstudag, laug- ardag og sunnudag frá klukkan 16.00 til 22.00 og em allar mynd- imar á sýningunni til sölu. Dalvík: Ný sólbaðsstofa Morgunblaðið/Trausti Tveir ungir Dalvikingar slaka á í gufubaði hjá Víkursól eftir eril dagsins. Dalvík. VÍKURSÓL, ný sól- og gufubað- stofa, hefur verið opnuð á Mímisvegi 16 á Dalvík. í Víkursól er rúmgóð aðstaða með 3 sólbekkjum ásamt sturtuböð- um, gufubaðstofu og góðri snyrtiað- stöðu. Gert er ráð fyrir uppsetningu þrekþjálfunarmiðstöðvar svo að- staða öll til líkamsræktar verður hin ákjósanlegasta. Auk þessa hef- ur fyrirtækið á boðstólum úrval af hvers konar snyrtivömm fyrir kon- ur og karla. Þrátt fyrir gott tíðarfar á Dalvík að undanfömu hefur aðsóknin að hinni nýju sólstofu verið góð og má væhta að hún aukist enn er vetur konungur tekur við völdum og slær kuldaklónum um Dalvík- inga og nærsveitamenn. Eigandi Víkursólar er Pálmi Bragason. Fréttaritari. Lítil von um hrefiiuveiðar í ár: Sjómenn haía sjaldan orðið varir við jafii mikið af hrefiiu og nú — segir Gunnlaugur Konráðsson á Litla-Árskógssandi „ÉG HEF ákaflega veika von um að leyfí til hrefiiuveiða verði gefíð út í sumar, en það var á áætlun hjá Hafrannsóknastofn- uninni á sínum tíma að Iáta veiða 80 dýr á ári í vísindaskyni, en ekkert hefur bólað á leyfi til þeirra veiða,“ sagði Gunnlaugur Konráðsson á Litla-Árskógssandi í samtali við Morgunblaðið, en hann hefúr haft með hrefiiuveið- ina þar að gera. Gunnlaugur sagði hins vegar að honum fyndist að leyfa ætti þessar veiðar; nóg væri af hrefnu í sjónum og hefðu sjómenn þar um slóðir sjaldan orðið varir við jafn mikið af henni. Þá benti hann á að Norð- menn veiddu hrefnuna ennþá ótrauðir, enda hefðu þeir mótmælt hvalveiðibanninu á sínum tíma. „Við höfum góð vísindaleg gögn um að næg hrefna sé til. í fyrra var talið úr flugvél og í sumar hef- ur bæði verið talið úr skipum og flugvélum og það hefur komið í Ijós að nóg virðist vera af hrefnu," sagði Gunnlaugur. Ég hef heyrt töluna 15.000 nefnda um fjölda dýra. Hrefnan er hreinlega um allan sjó, bæði djúpt og grunnt, í kringum allt landið, og það að veiða innan við 100 dýr ætti ekki að koma við stofninn. Áður fyrr veiddum við um 200 dýr á ári, en eftir 1976 fórum við að veiða samkvæmt kvóta og síðasta árið heimilaði hann veiðar á 150 dýrum. Það var síðan mein- ingin að veiða 80 dýr í vísindaskyni GAMLI bærinn í Laufási hefur löngum haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn og þeir hafa í aukn- um mæli lagt leið sína til að skoða bæinn í sumar. Sr. Bolli Gústavsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að aðsókn í sumar hefði verið mjög jöfn allan tímann, en meiri en nokkru sinni fyrr. „Útlendingamir koma hingað í stórum hópum á virkum dögum, en bærinn er einn viðkomustaður þeirra í skoðunarferð um Eyjafjörð- inn. Um helgar leggur landinn hins vegar talsvert leið sína hingað og ég hef orðið var við að margir koma á ári, en eins og sakir standa get ég ekki séð að nein hrefna verði veidd fyrr en eftir þijú ár í fyrsta lagi,“ sagði Gunnlaugur að lokum. hingað ár eftir ár, og vinsælt er að taka með sér gesti,“ sagði sr. Bolli. Sonur hans, Bolli Pétur, hefur í sumar verið leiðsögumaður um bæjinn og séð um að taka á móti ferðamönnum. eins oer undanfarin sumur. Sagði hann að áberandi væri hversu margir Þjóðveijar og Englendingar kæmu, þeir væru talsvert meira áberandi en til dæm- is Norðurlandabúar. Sagði hann að þeir sem kæmu til að skoða bæinn væru mjög áhugasamir um margt af því sem þar væri að sjá og hefðu oft mikinn áhuga fyrir þeim tækjum og tólum sem brúkuð hefðu verið meðan búið var í bænum. Gamli bærinn í Laufási: Aðsókn meiri og jaftiari en áður Morgunblaðið/Trausti Jón Halldórsson, eigandi Sportvíkur, afgreiðir viðskiptavini. Dalvík: Sportvík opnar Dalvík. MIKILL Qörkippur hefúr hlaup- ið í atvinnulifíð á Dalvík nú síðustu mánuði og stofiiað hvert fyrirtækið af öðru. Ný verslun, Sportvík, er eitt þessara fyrir- tækja og var opnað 10. júlí sl. Sportvík sérhæfir sig í íþrótta- vörum, einkum hvers konar út- búnaði til útivistar sumar og vetur. Á sumrin hefur verslunin á boðstól- um fjölbreytt úrval reiðhjóla og útbúnað til gönguferða en á vetuma sérhæfír hún sig í skíðavörum. Þá mun verslunin einnig bjóða uppá sundfatnað, íþróttaskó og fleiri vin- sælar íþróttavörur. Auk þessa býður Sportvík upp á þjónustu þessu tengda, svo sem viðgerð reið- hjóla og umhirðu og frágang skíðabúnaðar. Sportvík er í nýju húsnæði Víkur- bakarís við Hafnarbraut. Eigandi verslunarinnar er Jón Halldórsson íþróttakennari. Á síðasta hálfa ári hafa sjö ný fyrirtæki verið stofnuð á Dalvík, flest á sviði verslunar og þjónustu auk þess sem eldri fyrirtæki hafa aukið við og bætt aðstöðu sína. Mikil atvinna er á staðnum og vant- ar fólk til Starfa. Fréttarítari Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Sr. Bolli Gústavsson ásamt syni sínum og leiðsögumanninum, Bolla Pétri, og vini hans, Sveini Tómassyni, fyrir framan gamla bæinn í Laufási. Bygging bæjarins hófst rétt eftir miðja síðustu öld, en hann var byggður í áföngum í tíð séra Bjöms Halldórssonar, sem einnig beitti sér fyrir byggingu kirkjunnar. Sr. Bolli sagði að bærinn hefði alltaf þótt mjög formfagur og hefði allt annað útlit, en sá bær sem þar hefði stað- ið á undan, og þætti fyrir margra hluta sakir mjög fróðlegur heim að sækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.