Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
Ókyrrð í S-Afríku
Aukinnar ókyrrðar hefur gætt í Suður-Afríku að
undanfomu og var þessi mynd tekin er náma-
verkamenn fóru í mótmælagöngu og hrópuðu
slagorð gegn ríkisstjórninni, er alþýðusambandið
þar í landi stóð fyrir menningarhátfð i Jóhannesar-
borg sl. laugardag. í fyrradag kom til átaka milli
lögreglu og rúmlega eitt þúsund nemenda og kenn-
ara er efht höfðu til mótmælastöðu fyrir utan
réttarsal þar sem fram fóru yfirheyrslur yfir 72
„lituðum" kennurum er neitað höfðu að prófa
nemendur sína i árslok 1985. Einnig bárust frétt-
ir um sprengjutilræði í Höfðaborg og verkfall
stáliðnaðarmanna i Vanderbylpark, um 50 km
fyrir norðan Jóhannesarborg.
Pakistan:
Lögreglan gekk
berserksgang
Karachi. Reuter.
LÖGREGLUMENN í einu út-
hverfa borgarinnar Karachi, i
Pakistan, gengu berserksgang í
gær og skutu á mannfjölda eftir
að tveir lögreglumenn höfðu ver-
ið skotnir til bana og Qórir
stungnir með hníf, í mótmælaað-
gerðum gegn ríkisstjórn lands-
ins.
Sjónarvottar sögðu fréttamönn-
um að hópur reiðra lögreglumanna
hefði sótt skotvopnin á lögreglustöð
í hverfinu Landhi, og þust til svæð-
isins þar sem óeirðimar höfðu orðið.
Síðan hefðu þeir skotið af byssunum
allt í kring um sig og sært a.m.k.
20 manns, þar á meðal tvö böm.
Lögreglumennimir hefðu verið af-
vopnaðir eftir nokkra stund af
lögregluforingjum er komu á stað-
inn og sendu svo nýjar sveitir til
löggæslustarfa. Læknar á ríkis-
sjúkrahúsi í Landhi-hverfi staðfestu
að þar hefðu a.m.k. 20 manns feng--
ið aðhlynningu eftir óeirðimar í
gær.
í síðustu viku létust 73 menn er
tvær sprengjur spmngu í bifreiðum
í Karachi. Síðan hefur verið óeirða-
samt þar. Í fyrstu stóðu átökin
aðallega milli manna af mismun-
andi þjóðarbrotum, en eftir að
lögreglan handtók nokkra óeirða-
seggi hófust almenn mótmæli gegn
ERLENT,
Gengi
gjaldmiðla
London, Reuter
SPENNAN á Persaflóa er talin
hafa valdið nokkrum ugg á pen-
ingamörkuðum heims í gær, en
gengi dollarans hélzt þó stöðugt
og verð á gullu hækkaði aðeins
litillega. Olíuverð hélzt fyrir of-
an 20 dollara tunnan.
Sterlingspundið kostaði 1,5950
dollara í Lundúnum í gær, en ann-
ars var gengi gjaldmiðla þannig,
að dollarinn kostaði:
1,3208 kandaíska dollara
1,8598 vestur-þýzk mörk
2,0912 hollenzk gyllini
1,5412 svissneska franka
38,52 belgíska franka
6,1825 franska franka
1344 ítalskar límr
152,20 japönsk jen
6,4700 sænskar kr.
6,7875 norskar kr.
7,0525 danskar kr.
Únsa af gulli kostaði 454.00 doll-
ara.
skipulagsins. Þess í stað em hátt-
settir menn í Moskvu, svo sem
Gennady Gerasimov, blaðafulltrúi
utanríkisráðuneytisins, og hinn
bandarískmenntaði blaðamaður,
Vladimir Pozner, ávallt fúsir til við-
tals eða athugasemdar við banda-
rískar sjónvarpsstöðvar beint um
gervihnött.
Sovétmenn hafa einnig verið er-
lendum frétta- og upptökumönnum
mjög innan handar um alls kyns
aðstoð. Sjónvarpsteymi CBS fékk
til að mynda mun meiri aðstoð
stjómvalda en nokkm sinni hefur
þekkst. í útsendingunni var hins
vegar ekki tekið fram að um 60%
viðtala í þættinum vom gerð á veg-
um yfirvalda.
Þá hafa menningarheimsóknir
kappa á borð við Yegenu Yevtus-
henko, Andrei Voznesensky og
Elem Klimov ekki spillt fyrir. Borg-
ir og bæir í Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum hafa gerst vinabæir
og fyrir skemmstu kom Bolshoi-
ballettinn til New York-borgar.
í augum gagnrýnenda er þetta
almannatengslaátak Sovétmanna
einungis sírenusöngur, þar sem
auðtrúa Bandaríkjamenn em
fengnir til þess að líta á Gorbachev
sem upplýsingaraldarmann, sem
Vesturlönd ættu að styðja með ráð-
um og dáð.
Aðumefndur Dmitri Symes, sem
fór frá CBS vegna þessa, sagði að
starfsmenn stöðvarinnar hefði ein-
ungis myndað það sem þeim var
sagt að mynda, en ekki virt viðlits
þá staðreynd að Sovétríkin „em enn
alræðisríki", sem hefði það á
stefnuskrá sinni „að ráða niðurlög-
um“ hins fijálsa heims.
LANCIA THEMA er rúmgóður,
FRAMDRIFINN lúxusbíll, sem
sameinar íburð, þægindi og tækni-
lega fullkomnun og er viður-
kenndur sem einn af heimsins
bestu bílum.
í landi Benz og BMW, Þýskalandi,
biðu menn upp i 6 mánuði eftir
Lancia Thema og segir það sína
sögu. Þú þarft þó ekki að bíða, því
að við eigum nú nokkra af þessum
úrvalsbílum til afgreiðslu STRAX
á frábæru verði, eða frá kr.
729.000,-.
Gengisskráning 30.6.82
Munið að LANCIA THEMA er
fluttur inn af Bílaborg h/f. Það
tryggir örugga endursölu og 1.
flokks þjónustu, sem er rómuð af
öllum, sem til þekkja. Opið laugar-
daga frá kl. 1-5.
BÍLABORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99.