Morgunblaðið - 23.07.1987, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
LEIKBONN
Tveir í
banní
1. deild
Á SÍÐASTA fundi aganefndar
KSÍ voru tveir leikmenn 1.
deildar karla úrskurðaðir í eins
leiks bann vegna brottvísunar,
þeir Baldur Guðnason FH og
Guðbjörn Tryggvason ÍA.
Hjördís Úlfarsdóttir KA fékk
einnig eins leiks bann vegna
brottvísunar svo og Páll Guðmunds-
son Selfossi, Ingi Sigurðsson ÍBV,
Ámi Sveinsson Stjömunni, Valur
Ragnarsson Fylki og Hreiðar Hreið-
arsson Árroðanum auk leikmanna
í yngri flokkum. Úrskurður aga-
nefndar tekur gildi á hádegi á
morgun.
SKÓMAGASM
LMJGAVEGI 97, SÍMI 624030
Keppendur á öldungamótinu í Keflavík (f.v.): Einar Ingimundarson, Bjöm
Jóhannsson, Elías Sveinsson, Jón H. Magnússon, Trausti Sveinbjömsson, Olaf-
ur Þórðarson, Ólafur Unnsteinsson, Hreggviður Þorsteinsson og Stefán Hallgrí-
msson. Sá síðasttaldi hætti reyndar við keppni vegna tognunar.
FRJÁLSAR
Sex öldungar
keppaálMM
SEX f rjálsíþróttamenn eru um
þessar mundir á förum til Finn-
lands til þátttöku í Norður-
landameistaramóti öldunga,
sem haldið verður dagana 31.
júlí til 2. ágústn.k.
Sexmenningamir sem fara til
Finnlands eru Ólafur Þórðar-
son U.M.F. Skipaskaga, sem keppir
í kúluvarpi, Guðmundur Hallgríms-
son UÍA, sem keppir í 200 og 400
metra hlaupum, Jón H. Magnússon
ÍR, sem keppir í sleggjukasti, Ólaf-
ur Unnsteinsson HSK, sem keppir
í kúluvarpi og kringlukasti, Trausti
Sveinbjömsson FH, sem keppir í
200 og 400 metra hlaupum og 400
metra grindahlaupi og Elías Sveins-
son KR, sem keppir í kúluvarpi og
kringlukasti.
Öldungamir hafa undirbúið sig
undir Finnlandsferðina í vetur og
vor og kepptu allir að Guðmundi
Hallgrímssyni undanskildum á öld-
ungamóti, sem haldið var í Keflavík
sl. föstudag. Helztu úrslit á mótinu
urðu annars (fremsta talan er ald-
ursflokkur viðkomandi og kastá-
höldin eru misjafnlega þung):
Sleggjukast;
60 Einar Ingimundarson, UMFK.........35,66
55 ólafur Þóröarson, UMFS............29,18
50 Jón H. Magnússon, ÍR..............50,24
Bjöm Jóhannsson, UMFK...........42,28
45 ólafur Unnsteinsson, HSK..........25,66
35 Elías Sveinsson, KR...............35,48
Kúluvarp:
55 Ólafur Þórðarson, UMFK............12,11
50 Bjöm Jóhannsson, UMFK.............11,69
Jón H. Magnússon, ÍR............11,38
45 Ólafur Unnsteinsson, HSK..........11,24
35 Elías Sveinsson, KR...............12,59
Kring’lukast:
55 Ólafura Þórðarson, UMFK...........36,00
50 Jón H. Magnússon, ÍR..............34,90
Bjöm Jóhannsson, UMFK...........29,00
45 Ólafur Unnsteinsson, HSK..........36,48
35 Elías Sveinsson, KR...............40,88
100 metra hlaup
40 Trausti Sveinbjömsson, FH..........12,2
Hreggviður Þorsteinsson, KR......12,9
800 metra hlaup
40 Trausti Sveinbjömsson, FH........2:17,8
Hreggviður Þorsteinsson, KR...2:23,0
HANDBOLTI
Island vann
fyrsta leikinn
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik sem er á ferðalagi um
Bandaríkin vann fyrsta leikinn
af sex sem þeir eiga að leika
við bandaríska landsliðið í ferð-
inni. Leikið var f Atlanta og
lokatölur urðu 26 mörk gegn
20 eftir að staðan hafði verið
13:9 íleikhléi.
Að sögn fararstjóranna, Frið-
riks Guðmundssonar og
Davíðs Sigurðssonar, var leikið við
mjög framandi aðstæður. Engin
loftræsting var í höllinni þar sem
ieikið var og hitinn utan við hana
var um 40 gráður og sigurinn því
enn sætari.
Bandaríkjamenn komust einu sinni
yfír í leiknum, það var á fyrstu
mínútu er þeir gerðu fyrsta markið.
íslendingar komust síðan yfír og
héldu forystunni allan leikinn og
mestur varð munurinn níu mörk
um miðjan síðari hálfleik.
Júlíus Jónasson og Aðalsteinn Jóns-
son skoruðu flests mörk íslenska
liðsins, sex hvor. Einar Einarsson,
Héðinn Gilsson og Konráð Olavsson
gerðu allir þijú mörk, Víkingamir
Karl Þráinsson og Bjarki Sigurðs-
son gerðu tvö og Jón Kristjánsson
eitt.
Bestu menn liðsins voru Guðmund-
ur Hrafnkelsson sem varði mjög vel
og Geir Sveinsson. Gísli Felix
Bjamason, Steinar Birgisson, Skúli
Gunnsteinsson og Ámi Friðleifsson
léku ekki með í þessum leik. Næsti
leikur verður í nótt og verður þá
leikið í Florida.
Skandinavísk
bikarkeppni?
NORSKA íþróttafélagið Sta-
vanger hefur lagt til að efnt
verði til skandinavískrar bikar-
keppni félagsliða í handknatt-
leik.
Hugmyndin um bikarkeppnina
er komin frá Dananum Morten
Stig Christensen, þjálfara Stavan-
ger. I viðtali við danska blaðið
Politiken sagði hann að vissulega
væri það heiður fyrir norræn félög
að öðlast rétt til þátttöku í Evrópu-
bikarkeppnum handboltamanna.
Hins vegar væri þátttakan þeim
flestum fjárhagslega ofviða.
Hugmyndin með bikarkeppninni er
í því fólgin að tvö beztu handknatt-
leikslið Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar leiki þrisvar sinnum gegn
hveiju öðru í túrneringu. Hver
umferð yrði haldin í einu og sama
landinu og að leikin yrði ein umferð
í hveiju landi.
Ekki verður af þessari bikarkeppni
í vetur en reynt verður að hleypa
henni af stokkum næsta vetur.
AGFA-f-3
Alltaf Gæðamyndir
Kr. 1670
..spor
í rétta
LAUGAVEGI 97, SÍMI 624030
X' £
'GSKANDINAVIUN ■■
Gæða ísskápar
Gorenje HDS 201K rúmar 260
lítra. Þar af er 185 lítra kælir
og 65 litia djúpfrystir.
Sjálfvirk affrysting.
Hæð 138 cm, breidd 60 cm,
dýpt 60 cm.
Verð aðeins kr.
28.310.
- stgr.
- látið ekki happ úr hendi
sleppa.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 bími 691600
■ Einar Þorvarðarson er einn
af bestu handboltamarkmönnum
heims og hefur leikið með Tres de
Mayo á Spáni að undanfömu eins
og flestum er kunnugt. Hann hefur
látið að því liggja að hann leiki hér
á landi næsta tímábil og vilja mörg
félög fá hann í sínar raðir, sem
skiljaniegt er. Fram og Valur hafa
oftast verið nefnd í því sambandi,
en mótanefndarmönnum þeirra brá
heldur betur í brún á fundi nefndar-
innar í fyrrakvöld. Þá gekk ónefnd-
ur maður í salinn með eyðublað um
félagaskipti í hendi, leit á það og
sagði: „Nú, Einar Þorvarðarson í
Stjömuna. Þið eruð þá búnir að
negla hann,“ fór til fulítrúa Stjörn-
unnar og óskaði honum til ham-
ingju með að hafa fengið Einar.
Fulltrúar Vals og Fram spurðu
hvernig þetta mætti vera og sagði
Stjömumaðurinn þá, sem ákvað að
halda leiknum áfram, að allir í
Garðabæ hefðu lagst á eitt, lagt
dag við nótt til að fá markmanninn
snjalla og það hefði tekist. Fiskisag-
an flaug um bæinn í gær, en hið
rétta er að Einar er í fríi í Þýska-
landi og Stjaman hefur ekki rætt
við hann um hugsanleg félaga-
skipti.
■ Heimir Guðjónsson, KR-ingur
og einn efnilegasti knattspyrnu-
maður landsins, hefur lítið sem
ekkert leikið á þessu ári vegna
meiðsla. Hann vann sér fast sæti í
meistaraflokki í lok síðasta keppn-
istímabils, en meiddist í innanhúss-
móti snemma í vetur sem leið. Fyrir
skömmu fékkst síðan staðfest að
Heimir væri ristarbrotinn og verður
hann frá æfíngum og keppni næstu
fjóra mánuðina.
■ Jan Mnlby hjá Liverpool á
einnig við meiðsli að stríða. Hannn
fótbrotnaði á æfingu í fyrradag og
leikur því ekki með liðinu í bráð.
Ástandið er allt annað en glæsilegt
hjá Liverpool, því fyrir á sjúkralist-
anum eru Mark Lawrenson, Jim
Beglin og Kevin MacDonald.
Liverpool fór í gær í tveggja
vikna keppnisferð til Vestur-
Þýskalands og Norðurlanda og
að sjálfsögðu án fyrrneihdra
leikmanna.
■ Per Skaarup, sem lék með og
þjálfaði meistaraflokk Fram í hand-
bolta á síðasta tímabili verður með
danska liðið Gladsaxe/HG í vetur
og ætlaði lítið sem ekkert að leika
með liðinu, en einbeita sér að þjálf-
uninni. Á því verður breyting, því
Nils-Erik Winther, helsti leik-
stjómandi liðsins, er genginn til liðs
við Grasshoppers í Sviss, og verð-
ur Skaarup að taka stöðu hans.
■ Glasgow Rangers er nú í
keppnisferð í Sviss og hefur liðið
leikið þijá leiki. Rangers sigraði í
fyrstu tveimur en tapaði 5:0 fyrir
Zúrich og er það mesta tap liðsins,
síðan Souness tók við stjórninni.
Þess má geta að Trevor Francis
kom til móts við liðið í Sviss í gær
og er talið að Souness vilji fá hann,
en þeir léku saman með Samp-
doria á Ítalíu.
■ Peter Nicholas, miðvallarleik-
maðurinn sterki hjá Luton, sem
hefur leikið um 50 landsleiki fyrir
Wales, gæti verið á förum til
Aberdeen í Skotlandi. Nicholas er
með liði sínu í Vestur-Þýskalandi
og hefur lokaorðið, en Aberdeen
bauð 300 þúsund pund fyrir hann
og Luton samþykkti tilboðið.
■ David Armstrong, sem hefur
leikið með Southampton undanfarin
sex ár, fékk fijálsa sölu og fór til
Sheffíeld Wednesday á föstudaginn.
Hann fór með liðinu til Þýskalands
og lék með því gegn Bielefeld á
laugardaginn og lauk leiknum með
0:0 jafntefli. Armstrong leið ekki
sem best og á mánudaginn rifti
hann samningnum, sem hann hafði
gert 72 klukkustundum fyrr.
Ástæðan var sú að sonur hans er
í skóla í Southampton og Arm-
strong gat ekki hugsað sér að slíta
fjölskylduna í sundur. „Ég tapa
miklum peningum á þessu, en það
er ekki hægt að kaupa hamingju,“
sagði hann. Talið er að hann geri
samning við Bournemouth eða
Wimbledon.
■ George Graham hefur fram-
lengt samning sinn við Arsenal til
fimm ára. Félagið var ánægt með
árangur liðsins undir hans stjórn
og bauð honum svo langan samning
til að tryggja að hann færi ekki,
þegar samningurinn átti að renna
út.