Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
41
Guðjón Guðjónsson skipstjóri. Hraðskreiðir bílar og dýr einbýlishús
er sjálfsagður munaður lijá duglegum krabbaskipstjóra. Bíllinn er
af Ford-gerð, en innfluttur frá Þýskalandi með öllum hugsanlegum
búnaði. I Ameríku þykir það miklu betra að eiga þýskan bíl en
amerískan.
ftGFA»3
Alltaf Gæðamyndir
Lokað vegna
sumarleyfa
Lokað verður dagana
27. júlí — 10. ágúst vegna
sumarleyfa starfsfólks.
Blikksmiðjan Funi,
Smiðjuvegi 28.
Sími 78733.
hann sagði frá ævintýrunum í
Kyrrahafinu. Svo fór að Guðjón fór
út með Gunnari og hjálpaði honum
við að lagfæra bát sem Gunnar var
nýbúinn að kaupa. Þegar halda átti
á miðin við Alaska ákvað Guðjón
að fara með og skoða líf fískimanns-
ins á þessum fjarlægu slóðum.
Aldrei aftur á sjó
En sjóferðin varð þó ekki löng,
því eftir einn og hálfan tíma sökk
báturinn og björgðust allir um borð
naumlega, því ekki náðist í björgun-
arbát og tími vannst ekki til að
senda út neyðarkall eins og kom
fram í viðtali við nafna hans, Guð-
jón Guðmundsson, í annarri grein
minni um sjómennina á Kyrrahaf-
inu. Guðjón hét því þá í annað sinn
að fara aldrei aftur á sjó, en einum
og hálfum mánuði seinna var hann
þó kominn af stað með krabbabáti
áleiðis til veiðisvæðanna við Alaska.
Síðan hefur hann ekki starfað við
annað og hefur verið skipstjóri
síðustu 8 árin eða frá því hann var
24 ára, en stýrimaður hans og sá
sem er með skipið þegar Guðjón er
í fríi er enginn annar en Grétar
Guðjónsson, sem var með honum á
báti Gunnars þegar hann sökk á
Pudget-sundinu 1976, þá níu ára
gamall.
Krabbaleit við ísland
Guðjón kom heim fyrir nokkrum
árum til að stjórna leit að krabba
við Island. Hann sagðist hafa fulla
trú á að veiða mætti krabba við
ísland sérstaklega undan suð-aust-
urströndinni. Þeir hefðu einfaldlega
ekki fengið nógu góðan búnað til
tilraunaveiðanna þegar hann var-
heima.
Brúðkaup í Hafnarfirði
Einn gestanna hjá Guðjóni þenn-
an dag heitir Bjarni, hann starfaði
nokkur ár sem sjómaður við Al-
aska, en er nú kominn í land og
orðinn fasteignaeigandi, sem gerir
upp hús og leigir. Hann var að því
leyti ólíkur hinum íslendingunum,
að hann hefur aldrei gifst, en nú
er að verða þar breyting á því hann
var á leið til Hafnarfjarðar þar sem
falleg gaflarastúlka beið hans í fest-
um og átti brúðkaupið að fara fram
um næstu helgi.
En Bjarni sagðist vera að fara
að heimsækja John Milner. John
hafði orðið fyrir alvarlegu slysi á
sjónum og lá með mikla áverka á
sjúkrahúsi. Ég ákvað að slást í för
með Bjarna og fá nánari fréttir af
landanum því þrátt fyrir framand-
legt nafn er maðurinn íslenskur.
Nær dauða en lífi
Þegar við opnuðum dyrnar á
einkastofu Johns gaus á móti okkur
mökkur úr úðabrúsa. „Nú eruð það
bara þið. Ég hélt að þetta væri
helvítis hjúkrunarkonan,“ sagði
John. „Það er bannað að reykja á
spítalanum svo ég verð alltaf að
vera með úðabrúsann á lofti þegar
ég fæ mér srnók".
John er hinn hressasti þótt hann
hafi verið nær dauða en lífi þrem
vikum áður þegar félagar hans
komu honum upp á bryggjuna í
herstöðinni á Adak-eyju, með mal-
aða mjaðmagrind og sprungna
gallblöðru.
Hann heitir Agnar John Milner
og var sendill á Morgunblaðinu
áður en hann fór til Ameríku í
ævintýraleit 1965. Hann fór fyrstu
ferðina til Alaska 1971 með Gunn-
ari Guðjónssyni og er búinn að vera
um 15 vertíðir þar.
Þegar slysið varð þann 8. janúar
var hann enn með Gunnari á
krabbaveiðaranum Coastal Glasci-
er. John var vélstjóri um borð og
voru þeir að hífa gildrurnar í góðu
veðri þegar óhappið varð.
John var að liðka fyrir gildru sem
var verið að taka þegar háþrýsti-
hosa á spilkrana gaf sig. Við það
lagðist armur kranans niður og
klemmdist John milli borðstokksins
og kranans.
Hann sagðist hafa fundið þegar
mjaðamabeinin brotnuðu, síðan
varð hann var við mikinn sviða og
hita þegar gallblaðran sprakk. Fé-
lagar hans skáru strax pottalínuna
frá og linaðist þá á takinu. Strax
var haft samband við lækni á
Adak-eyju þar sem er stór herstöð.
Engin þyrla var þá til staðar og var
þeim sagt að sigla í land. Siglingin
tók ellefu og hálfan tíma og er ta-
lið fullvíst að það eitt hafi bjargað
lífí Johns að gott veður var þennan
dag, reyndar eini dagurinn á ver-
tíðinni sem hafði verið logn. Þegar
komið var með John á sjúkrahúsið
í Adak var hitinn kominn yfir venju-
leg dauðamörk, að hans sögn, eða
92 gráður á farenheit, en hann var
strax skorinn upp og gert við gall-
blöðruna. Að sögn læknanna hefði
hann ekki lifað hálftíma lengur án
aðgerðar. Hann var með meðvitund
allt landstímið og eina sem hægt
var að gera fyrir hann var að nudda
ennið með ísmolum.
Átta dögum seinna var hann
sendur méð flugvél til Anchorage
þar sem þekktasti beinasérfræðing-
ur Bandaríkjanna, ásamt 30 manna
hjálparliði, gerði við 27 beinbrot í
mjaðmagrindinni. John var hinn
hressasti þrátt fyrir allt, sagðist
vera kominn með hækjur eftir sex
vikur og næði ef til vill næstu vertíð
á krabbanum.
Líður að lokum
í síðustu greininni segir frá Kalla
Hansen sem vorkennir þessum vesl-
ingum í Reykjavík sem láta stjórn-
málamennina skammta sér
lífsbjörgina. Valdimar Bjarnasyni,
sem varð ástfanginn af geitasmala
í Frakklandi, sem reyndist vera
bandarísk auðmannsdóttir. Hann
byijaði eldamennskuna á vertíðar-
bát frá Grindavík, en hefur verið
að elda ofan í Bretadrottningu og
aðra tigna gesti sem á vesturströnd-
inni gista og er nú yfirkokkur og
ráðgjafi hjá einu virtasta matsölu-
húsinu í Seattle. Þá segir lítillega
frá ævintýramanninum Óla Skag-
vík, elliheimilinu Stafholti, millan-
um Vestman og afkomendum
Þórðar þingmanns í Hattardal, sem
hraktist til Ameríku um síðustu
aldamót.
eftir Úlfar Ágústsson