Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
„Au-pair“
„Au-pair“ stúlka óskast á heimili í Idaho í
USA. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum
20-30 ára og verður að geta byrjað í ágústlok.
Umsóknir og beiðnir um frekari upplýsingar
óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar:
„Au pair — 6046“.
Frá Heilsugæslu-
stöð Kópavogs
Hjúkrunarfræðingar óskast.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
40400 alla virka daga frá kl. 9.00-11.00.
Sjúkrahúsið Sól-
vangur, Hafnarfirði
Sumarafleysingar
Óskum eftir að ráða til sumarafleysinga:
• Starfsfólk í eldhús.
• Starfsfólk í býtibúr.
• Starfsfólk við ræstingu.
• Sjúkraliða.
• Starfsfólk við aðhlynningu.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri í síma 50281.
Fóstra eða ann-
ar starfskraftur
óskast til starfa við dagvistarheimilið Tjarn-
arsel í Keflavík. Um er að ræða bæði fast
starf og afleysingar.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 5.
ágúst 1987.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 92-12670.
Félagsmálastjóri.
Aðstoð
á tannlæknastofu
Aðstoð óskast í hálfsdagsstarf á tannlækna-
stofu í rhiðbæ Garðabæjar.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvjku-
daginn 29. ágúst merktar: „Aðstoð — 2307“.
Forstöðumaður
þjónustumiðstöðvar
fatlaðra
á Sauðárkróki
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi
vestra óskar að ráða forstöðumann þjón-
ustumiðstöðvar fatlaðra á Sauðárkróki.
Krafist er félagslegrar og/eða uppeldislegrar
menntunar. Aðstoðum við útvegun íbúðar-
húsnæðis.
Nánari upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 95-6232
og forstöðumaður ráðgjafaþjónustu í síma
95-5002.
Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu
Svæðisstjórnar málefna fatlaðra á Norður-
landi vestra, Norðurbrún 9, 560 Varmahlíð
fyrir 1. ágúst nk.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
NORÐURLANDl VESTRA
Pósthóll 32
560 VARMAHLIÐ
BORGARSPÍTALINN
Lausar Stödur
Viltu gefandi
vinnu?
Við starfsfólkið á Laufásborg viljum fá hress-
ar og góðar manneskjur til að vinna með
okkur á dagheimilinu Laufásborg frá og með
4. ágúst 1987.
Okkur vantar:
— Yfirfóstru,
— fóstrur,
— starfsfólk í 100%, 75% og 50% vinnu,
— matráðskonu,
— starfsmann til aðstoðar í eldhúsi í 50%
vinnu f.h.
Laufásborg er stórt og fallegt steinhús sem
stendur við Laufásveg og er í gamla mið-
bænum.
Sigrún forstöðumaður gefur upplýsingar í
síma 14796 (líka á kvöldin).
Við hlökkum til að sjá þig!
Þroskaþjálfi
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi
vestra óskar að ráða þroskaþjálfa til starfa
á sambýlinu við Lindargötu, Siglufirði.
Aðstoðum við útvegun íbúðarhúsnæðis.
Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðu-
maður í síma 96-71217 sem einnig tekur við
umsóknum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
N0RÐURLANDI VESTRA
Pósthólf 32
560 VARMAHLÍÐ
Borgarnes
Kjötiðnaðarstöð K.B., Borgarnesi, óskar eftir
starfsfólki til eftirtalinna starfa sem fyrst:
★ Starfsfólk í kjötvinnslu (heilsdags- og
hálfsdagsstörf).
★ Starfsfólk í söludeild.
Upplýsingar gefa Geir Björnsson og Georg
Hermannsson í síma 93-71200.
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA
Borgarnesi.
Snyrtivöruverslun
í miðbænum vill ráða fólk til afgreiðslustarfa.
Um er að ræða framtíðarstörf. Hlutastörf
koma til greina. Laun miðuð við reynslu
umsækjenda.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
29. júlí merktar: „ÖÆ — 5088“.
Starfsfólk vantar
Óska eftir starfsfólki í lagerstörf og af-
greiðslu í skóverslun.
Upplýsingar í síma 16126 eða 13570.
Fiskeldi — hafbeit
Silfurlax hf. óskar að ráða stöðvarstjóra fyrir
fiskræktarstöð sína í Hraunsfirði á Snæfells-
nesi. Starfið felst í umönnun seiða fyrir og
við sleppingu í hafbeit, móttöku endur-
heimtra laxa, slátrun og fleira er viðkemur
hafbeitarstarfseminni. Til greina kemur
hlutastarf fyrsta árið. Stöðvarstjórinn þarf
að búa í næsta nágrenni við Hraunsfjörð eða
flytja þangað innan árs frá ráðningu. Hann/
hún þarf að geta starfað sjálfstætt í samráði
við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Æskileg
reynsla og menntun: Verkstjórn, fiskeldi, fisk-
vinnsla, líffræði, fiskifræði, matvælafræði,
iðnmenntun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nafn,
heimilisfang, aldur, menntun og fyrri störf
sendist fyrir 10. ágúst nk. til:
Silfurlaxhf,
Sundaborg 7,
104 Reykjavík.
SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið óskar að ráða í eftirtaldar stöður
hjúkrunarfræðinga:
1. Hjúkrunarforstjóra. Um er að ræða afleys-
ingastarf til 10 mánaða.
2. Hjúkrunarfræðing til afleysinga eða í fasta
stöðu.
Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri
eða framkvæmdastjóri í síma 94-1110.
Sjúkrahúsið á Patreksfirði.
Ferskfiskmatsmaður
Vestmannaeyjar
Óskum eftir að ráða ferskfiskmatsmann sem
allra fyrst.
Upplýsingar gefnar í Vinnslustöðinni (Viðar)
í síma 98-2055, Fiskiðjan (Páll) í síma
98-1237, Frystihús F.Í.V.E. (Gísli) í síma
98-1243, á almennum vinnutíma.
Skrifstofustarf
íþróttasamband í Reykjavík óskar eftir að
ráða starfsmann á skrifstofu til að annast
daglegan rekstur. Æskilegt er að viðkomandi
hafi unnið við tölvur, eigi auðvelt með að
vinna sjálfstætt og geti hafið störf frá og
með 1. september.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 1. ágúst merktar: „Sport — 2308".
Forstöðumaður
Starf forstöðumanns Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum er laust til
umsóknar.
Nánari upplýsingar um starfið og launakjör
veitir Arnar Sigurmundsson í síma 98-1950
og 98-1122, Vestmannaeyjum.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðaríns,
Vestmannaeyjum.
Byggingatækni-
fræðingur
Ég er nýútskrifaður frá tækniskólanum í
Horsens í Danmörku og hef starfsreynslu á
mörgum sviðum.
Þá sem vantar góðan starfsmann vinsamlegast
hringið í síma 21151.