Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
47
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Fulltrúi
framkvæmdastjóra
óskast til starfa hjá öflugu fjármálafyrirtæki
í miðborg Reykjavíkur.
★ Starfið
felur í sér samskipti við viðskiptavini, ráð-
gjöf, samningagerð, fjármálastjórn, umsjón
með skrifstofuhaldi o.fl. Sjálfstætt og krefj-
andi starf með mikla framtíðarmöguleika.
Laust strax eða eftir nánara samkomulagi.
★ Fulltrúinn
þarf að vera með háskólamenntun á við-
skiptasviði, æskileg sérhæfing af fjármála-
endurskoðunarsviði. Góð alhliða reynsla af
stjórnunarstörfum og hæfileiki til að geta
unnið sjálfstætt eru nauðsynlegir kostir.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Jónasson.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu okkar fyrir
kl. 12.00 29. júlí nk.
Starfsmannastjórnun
Ráðningaþjónusta
FRlsJITI
Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við
framhaldsskóla
Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu
skólastjóra við nýstofnaðan Framhaldsskóla
Austur-Skaftafellssýslu, Nesjaskóla, er fram-
lengdur til 1. ágúst nk.
Ennfremur eru lausar kennarastöður við
Nesjaskóla.
Meðal kennslugreina eru danska, þýska,
stærðfræði, raungreinar og samfélagsgreinar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist menntmálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,150 Reykavík, fyrir 10. ágúst.
Menntamálaráðuneytið
Tollstjórinní
Reykjavík auglýsir
Starfskraft vantar til afgreiðslu- og skrifstofu-
starfa nú þegar. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Frekari upplýsingar gefur skrifstofustjóri
embættisins í síma 14859.
Tollstjórinn í Reykjavík,
23.júlí 1987.
Kringlan
— Nýr miðbær
Sérverslun með konfekt og skyldar vörur
óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja verslun
sem opnar í Kringlunni hinn 13. ágúst nk.
Þeir aðilar sem hafa áhuga leggi inn umsóknir
á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. júlí merktar:
„Konfekt - 4067“.
jmod s SMtms
Sérverslun í Kringlunni.
Frá
Fræðsluskrifstofu
Reykjanesumdæmis
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar:
1. Starf skrifstofustjóra.
2. Störf skólasálfræðinga.
3. Starf kennslufulltrúa, sérkennaramennt-
un æskileg.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10.
ágúst nk.
Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis,
Lyngási 11,
210 Garðabæ.
Tækjastjóri
Viljum ráða vanan tækjastjóra strax.
Upplýsingar í síma 622700.
ístakhf.,
Skúlatúni 4.
Æskan SF140
Vélstjóra vantar á Æskuna SF 140.
Upplýsingar í síma 97-81498.
Kennarar
— kennarar
Kennara vantar að Varmalandsskóla, Mýra-
sýslu, í ensku og almenna kennslu. Gott og
ódýrt húsnæði. Frí upphitun.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-1859.
Tollstjórinn í
Reykjavík auglýsir
í framhaldi af endurskipulagningu á starfsemi
tollstjóraembættisins í Reykjavík og stofnun-
ar embættis ríkistollstjóra eru eftirtalin störf
auglýst laus til umsóknar við embættið:
1. Yfirmaður við tollstjórn. Lögfræðimennt-
un áskilin.
2. Yfirmaður við tollendurskoðun. Endur-
skoðunarmenntun áskilin.
3. Starf starfsmannastjóra. Menntun og
reynsla í stjórnun áskilin.
4. Starf upplýsingafulltrúa.
Umsóknarfrestur um störf þessi er til 1.
ágúst 1987. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar
gefur skrifstofustjóri.
Tollstjórinn í Reykjavík.
I.júli 1987.
Tölvubókhald
IBM PC (ný)
Lítið byggingafyrirtæki óskar eftir konu á
aldrinum 30-50 ára til þess að sjá um bók-
hald, launaútreikning, vélritun, innheimtur
og aðra skrifstofuvinnu. Til að byrja með
yrði um hálfsdagsstarf að ræða. Tölvan
þyrfti að vera staðsett á heimili starfsmanns
næstu 6-8 mánuði, þó ekki skilyrði, en eftir
þann tíma flytur fyrirtækið í glæsilegt eigið
húsnæði.
Nöfn og aðrar upplýsingar leggist inn á aug-
lýsingadeild Mbl. merktar:
„Sjálfstætt starf — 2428“ fyrir 31. júlí 1987.
Uppeldisfræðingar
— kennarar og aðrir
með menntun á
uppeldissviði
Tvær stöður uppeldisfulltrúa eru lausar til
umsóknar við Uppeldis- og meðferðarheimil-
ið, Sólheimum 7.
Heimilið er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og skilist í
Sólheima 7. Nánari upplýsingar í síma 82686.
Deildarstjóri.
Starfsfólk óskast í
fsbúðina í Kringlunni
Óskum að ráða hresst og skemmtilegt
starfsfólk til starfa í nýrri og glæsilegri ísbúð,
sem opnuð verður í nýja Hagkaupshúsinu.
Hlutverk þessa starfsfólks verður að hjálpa
okkur við að búa til og bjóða „besta“ ís á
íslandi.
Allar upplýsingar gefur Guðrún Kristjánsdóttir
á skrifstofu okkar, Aðalstræti 7/Hallærisplan-
inu, frá kl. 10.00 til kl. 13.00 daglega.
sss ■■
ÍSHÖLUN
Skeytingarmenn!
Vanan skeytingarmann vantar í vinnu strax.
Góð laun í boði fyrir réttan mann.
Upplýsingar í síma 22133 og á kvöldin í síma
45616 (Gústaf).
Prentsmiðjan Rún.
Tannlæknar
Tannlæknir óskast til starfa í Ólafsfirði sem
fyrst. Þar er laus til leigu góð aðstaða og
verkefnin eru næg.
Umsóknir skal senda til bæjarskrifstofunnar,
Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, fyrir 15. ágúst 1987.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
62151.
Ólafsfirði, 14.JÚIÍ 1987.
Bæjarstjórinn á Ólafsfirði.
Starfsfólk óskast
í verslun okkar. Vinnutími 9.00-13.30 eða
13.30-18.00.
Umsóknum óskast skilað til auglýsingadeildar
Mbl. merktar: „K - 6043“ fyrir 30.07.
20
Stoðtækjasmíði
Össur hf., stoðtækjasmíð er fyrirtæki í örum
vexti og þurfum við því að bæta við okkur
iðnlærðu starfsfólki íframleiðsludeild okkar.
Leitað er að áhugasömu og traustu fólki.
Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og
gott samstarfsfólk. Þeir sem áhuga hafa
leggi nöfn sín og símanúmer ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir mánaðamót merkt:
„Össur - 5185“.