Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sölumenn Frjálst framtak óskar eftir að ráða sölumenn í skammtímaverkefni (ca. 2 mánuði). Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Erla í síma 31954. Garðasókn — organisti Sóknarnefnd Garðakirkju, Garðabæ, auglýsir eftir organista í fullt starf frá og með 1. októ- ber 1987. Starfið felur í sér venjuleg organ- istastörf, þjálfun kórs, aðstoð við fermingar- undirbúning og önnur skyld störf. Laun samkv. kjarasamningi íslenskra organleikara. Skriflegar upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist formanni sóknarnefndar, Bene- dikt Björnssyni, Aratúni 38, eða sóknarpresti, séra Braga Friðrikssyni, Faxatúni 29, fyrir 1. ágúst 1987.. Sóknarnefnd. Forstöðumaður leikfangasafns á Blönduósi Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra óskar að ráða forstöðumann leik- fangasafnsins á Blönduósi. Krafist er félags- legrar eða uppeldislegrar menntunar. íbúð getur fylgt starfinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir núver- andi forstöðumaður í síma 95-4188 og framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 95-6232. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisstjórnar málefna fatlaðra, Norðurlandi vestra, Norð- urbrún 9, 560 Varmahlíð, fyrir 1. ágúst nk. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDl VESTRA Pósthólf 32 560 VARMAHLÍÐ m REYKJMJÍKURBORG III 55:3 --------------------------- 5=55 MT Jlautein Stikávi MT 1. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við. barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Starfið er sjálfstætt. Það felst m.a. í heimilis- vitjunum, móttöku á stöðinni og námskeiða- haldi. Um er að ræða bæði afleysingar og starf til frambúðar, einnig fullt starf og hlutastarf. Heilsugæslu í skólum Um er að ræða skóla víðs vegar um bæinn, bæði fullt starf og hlutastarf. Starfið er mjög sjálfstætt. Það felst m.a. í heilbrigðiseftirliti, ráðgjöf og fræðslu, en hjúkrunarfræðingur getur mótað það nokkuð sjálfur. Hægt er að semja um ráðningu að- eins yfir skólaárið. 2. Deildarmeinatæknir óskast til starfa við rannsóknastofu Heilsuverndarsstöðvar Reykjavíkur. Þetta er lítil rannsóknastofa, staðsett miðsvæðis í stöðinni. Hún þjónar öllum deildum stöðvarinnar svo og Heilsu- gæslustöð Miðbæjar. Meinatæknirinn starfar í nánum tenglsum við starfsfólk þessara deilda, en er að öðru leyti eigin húsbóndi. Ákjósanlegt er að tveir starfsmenn skipti starfinu með sér. 3. Tannfræðingar óskast til starfa við skóla- tannlæknipgar. Starfið felst í fræðslu og e.t.v. klínískri meðferð eftir nánara sam- komulagi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og yfirmenn viðkomandi deilda í síma 22400. Netamann vantar Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. vantar starfsmann til að annast netaverkstæði fé- lagsins. Upplýsingar veitir Jens H. Valdimarsson í síma 94-1308. Framreiðslunemar Óskum eftir að ráða nema í framreiðslu. Fyrri umsóknir óskast staðfestar. Upplýsingar á staðnum hjá yfirþjóni milli kl. 12.00-14.00 næstu daga. Bergstaðastræti 37. Tölvuháskóli VI Skólanefnd Verzlunarskóla íslands óskar að ráða: 1. Kennslustjóra til að skipuleggja og hafa umsjón með uppbyggingu náms í Tölvu- háskólanum. 2. Tölvufræðing sem skal skipuleggja tækni- lega uppbyggingu skólans og annast tækjakost hans og hugbúnaðargerð. 3. Kennara til að kenna eftirtaldar náms- greinar: Grunnnámskeið. Forritun (3 mál). Kerfishönnun. Fjarvinnslu. Stýrikerfi. Gagnasafnsfræði. Öryggismál. Skjölun. Vinnuvistfræði. Stjórnun. Kennsla skal skipulögð í samvinnu við vænt- anlegan kennslustjóra. Öllum stöðum við skólann fylgir kennslu- skylda. Æskilegt er að kennarar hafi starfs- reynslu frá tölvudeildum stórra fyrirtækja. Laun og kjör verða skv. nánara samkomu- lagi við skólanefnd Verzlunarskóla íslands. Umsóknir skulu sendar Þorvarði Elíassyni, skólastjóra, eigi síðar en 15. ágúst nk. Verzlunarskóli íslands. Tölvuháskóli VÍ Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands mun taka til starfa 1. janúar nk. Innritun nemenda hefst í haust og er fyrirhugað að taka þá inn 56 nemendur. Síðar verður þeim fjölgað upp í 160 a.m.k. Kennt verður í húsakynnum Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1, kl. 14.00-20.00. Námið skiptist í 3 annir sem ná yfir 1 V2 vetur. Stefnt er að viðbótarnámi síðar, sem leiði til B.S. prófs ítölvufræðum. Markmið skólans er: Að nemendur geti að loknu námi skipulagt og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og séð um kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar: Grunnnámskeið: Með þessu námskeiði fá nemendur ítarlega þekkingu á undirstöðuatriðum tölvufræðinnar, eins og til dæmis talnakerfinu, rökrásum og aðferðum sem beitt er við lausn vandamála. Forritun: Kennd verða þrjú forritunarmál. Markmiðið er að gera nemendur hæfa til að leysa verk- efni með hjálp tölvu, en góð kunnátta í forritun er undirstaða þess. Grunnskólinn á Raufarhöfn óskar eftir kennurum. Meðal kennslugreina eru íþróttir og kennsla yngri barna. Ódýrt húsnæði og barnaheimili til staðar. Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir, skóla- stjóri í símum 96-51225 og 96-51131. Vaktavinna Starfsfólk vantar í bandverksmiðju okkar. Tvískiptar vaktir. Einnig vantar starfsfólk í prjónafrágang á dagvaktir. Góðir tekjumögu- leikar. Fríar ferðir úr Reykjavík og Kópavogi. Einungis um framtíðarstörf að ræða. Uppl. hjá starfsmannahaldi í síma 666300. Á Kerfishönnun: Markmiðið er að gera nemendur hæfa til að leysa á skipulegan hátt hin ýmsu verkefni með aðstoð margvíslegra hjálpartækja, s.s. flæðirita o.fl. Lögð verður áhersla á að kenna þessi fræði alveg frá grunni, þ.e. frá því að greina núverandi kerfi til þess að hanna nýtt. Fjarvinnsla: Tölvusamskipti milli fjarlægra staða færast sífellt í vöxt. Kennt verður hvernig gögn eru flutt gegnum símakerfi og helstu hugtök í því sambandi. Einnig verður fjallað um nær- net og notkun þeirra og tengingu tölvutækja almennt. Stýrikerfi: Markmiðið er að kenna nemendum notkun og hönnun stýrikerfa, sem sjá t.d. um að raða notendum á fjölnotendavélar, stýra samskiptum og fleira. Góð þekking á stýri- kerfum er forsenda þess að geta nýtt vélbúnað á hagkvæman hátt. Gagnasafnskerfi: Kennd verða helstu hugtök í gagnasafns- fræði, hönnun og notkun þeirra ásamt uppbyggingu. Öryggismál: Markmiðið er að kynna nemendum mikil- vægi öryggis í tölvuvinnslu. Gögn eru dýrmæt, og mikilvægt að þeirra sé vel gætt. Bæði er um að ræða öryggi vélbúnaðar, s.s. eldvarnir og þjófavarnir, og eins hugbúnaðar með öryggisafritun, aðgangstakmörkun, skipulagi í kerfishönnun og forritun. Skjölun: Með þessari grein er ætlunin að gera nem- endur hæfa til að skrifa leiðbeiningar og handbækur um notkun tölvukerfa. Einnig verður þeim kennt að leiðbeina notendum, sem oft hafa litla sem enga þekkingu á tölv- um og þurfa því að fá hjálp á máli sem þeir skilja. Vinnuvistfræði: Markmiðið er að kenna nemendum að hanna kerfi með það fyrir augum að ná fram há- marks afköstum notenda og vinnugæðum ásamt þægindum í notkun. Verkefni 1: Raunhæft verkefni sem nemendur leysa með hjálp þeirra verkfæra sem þeir hafa lært að beita. Verkefni 2: Sama og verkefni 1, nema hvað það verður jafnframt lokaverkefni og mun stærra í snið- um en verkefni 1. Stjórnun: Kennd verður uppbygging fyrirtækja, hugtök stjórnunar, vinnudreifing, skipulagning og fleira. Verslunarskóli íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.