Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Kr. 2450 Efþú ert í vafa... ? Litir. Svart, hvitt. Tegnr. 758. Kr. 2850 ..þá bendum við ó... ? Vísindin ¦ eflaalladáð eftirÞorgeir Þorgeirsson Þegar ég var unglingur voru hérlendis margir spámenn. Varla sá örbjargarstaður á landinu að þar byggi ekki maður sem spáði í flug fúgla, píramídakort, stjörnur eða drauma sína og dularsambönd við æðri vitsmunaverur á hærra bylgju- sviði. Tvent áttu þessir spámenn að jafnaði sameiginlegt. Þeir litu svo á að við íslendingar værum beinlínis útvalin þjóð og fólk virtist líta á orð þeirra barasta einsog hvert annað marklaust bull. En það er sjaldnast alt sem sýn- ist. Núorðið fæ ég ekki betur séð en jafnaldrar mínir hafi meiren lítið mark tekið á spámönnum þjóðar- innar — minstakosti þeirsem í valdastólana komust. Enda mun það gömul saga að hugsanir spá- mannanna verði notadrjýgri eftir- komendunum en þær gátu orðið samtíðinni. Það liggur í spámanns- inns eðli. Og varla er það heldur tilviljun að framsóknarmenn virðast sérlega opnir fyrir orðum framliðinna spá- manna, nú sem fyr, einkanlega þegar peningalegir hagsmunir eru í veði. Og því er það nú að gerast sem allir þessir spekingar höfðu spáð: ísland hefur orðið sérstöku hlut- verki að gegna í samfélagi þjóðanna einsog vera ber með fólk sem spá- fuglar, víbrasjónir alheimsins, gangur himintungla og píramídinn mikli hafa útvalið til sérstakra af- reka í veröldinni. Hvað er til marks um það? Vesturí Bandaríkjunum situr nú (20.7.1987) harðsnúið lið undir for- ystu Halldórs Ásgrímssonar og útlistar vísindaveiðar fyrir stjórn- völdum þarílandi. Uppí Dómsmálaráðuneyti situr enn harðsnúnara lið undir forystu Þorsteins Geirssonar og undirbýr aðra Bjarmalandsför sem fara á með haustinu. Til Strassburg að útskýra sögulegt vísindaréttarfar okkar fyrir Mannréttindanefnd Evr- ópuráðsins. Hvað eru þessar vísindaveiðar og hvernig fyrirbæri er vísindarétt- arfar? Þar er einmitt komið að sérstöku framlagi Landans á sviði alþjóðlegra samskipta. Það er einsog aðrar þjóðir hafi átt í nokkrum örðugleikum með að skilja hagkvæmnissjónarmiðið til fullnustu. Jafnvel þærsem lofsyngja þó peningahyggju að öðru leyti. Það hefur því komið í hlut eftirkomenda spámannakynslóðarinnar miklu á Landinu bláa að kenna heims- byggðinni þetta sjónarmið. Kr. 2.820 ..spor í rétta átt... ? Litir: Hvltt, svart, Tegnr. 1437. ¦m& KARRÍMDR Bakpokar Það getur verið erfitt að velja sér bakpoka. Stærðir, efni og útlit er mjög mismunandi. Karrimor kann réttu tökin á öllum þeim þáttum sem prýða þurfa góðan bakpoka. Skátabúðin selur karrimor bakpoka sem henta þörfum allra. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggðar á reynslu. SKÁTABÚDIN Snorrabraut 60 sími 12045 Þorgeir Þorgeirsson „Hvað eru þessar visindaveiðar og hvern- ig fyrirbæri er visinda- réttarfar? Þar er einmitt komið að sér- stöku framlagi Land- ans á sviði alþjóðlegra samskipta." Og vísindasjónarmiðið í alþjóð- legum samskiptum. Aðferð vor er einföld og snjöll: Við göngum hiklaust í hvaða al- þjóðasamtök sem stofnuð eru, undirritum hvern alþjóðasáttmála er býðst og látum heimsbygðina trúa því í einfeldni sinni fyrstístað að þetta sé gert í því augnamiði að hlýða settum reglum. En hugsun okkar er skarpari en þeirra og því höfum við aldrei ætlað okkur þvílíka einfeldni. Þannig höndla ekki útvaldar þjóðir. Við þiggjum að vísu með þökkum alt sem þessir alþjóðasáttmálar geta fært okkur og gerum aldrei neinn ágreining þegar svo stendur á. En lengra nær friðsemd okkar heldur ekki. Útvaldar þjóðir hegða sér líktog dekurbörn. Það er nú einusinni þeirra háttur og það eina sem hægt er að þekkja þær á. Meðan Hval- veiðiráðið færði okkur tóman hagnað og velsælu höfðum við þar góða vist og hljóða. Þegar Hvalveiðiráðið gerir um það löglega samþykt að við megum ekki veiða hvali lengur finst okkur hinsvegar nóg komið. Það kostar okkur peninga að hætta þessu og við snúum okkur að því að vísinda- LEIÐRETTING í matarþættinum í síðasta föstudagsblaði, þar sem fjallað var um tómata, misritaðist næringar- efnatafla fyrir 100 g af tómötum. Rétt tafla birtist hér með: Hitaeiningar 14 Vatn 93,4 g Hvíta 0,9 g Kolvetni 5,6 g Trefjaefni 1,5 g C-vítamín 20 mg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.