Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 2
2_________________ Skákmótið í Polanica MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Karl Þorsteins eygir áfanga að titlinum KARL Þorsteins er í 2.-3. sæti á skákmótinu i Polanica Zdroj í Póllandi eftir sjö umferðir. Nægja honum þrír vinningar í fjórum siðustu skákunum til að hljóta áfanga að stórmeistaratitli. „Mér gekk vel í upphafi mótsins og vann fjórar fyrstu skákimar. Mögu- leikar mínir hafa heldur minnkað eftir að ég tapaði fyrir Dolmatov á miðvikudag. Standi ég mig hinsvegar vel i næstu skákum ætti mér að lánast þetta,“ sagði Karl í samtali við Morgunblaðið í gær. Karl og Greenfeld frá ísrael eru jafnir með 4'/2 vinning eftir 7 um- ferðir. Kuczynski er með 5 vinninga í efsta sæti. í fjórða sæti með flóra vinninga eru Dolmatov frá Sovét- ríkjunum og Bönsth frá Austurríki sem Karl mætir í dag. „Ég hef aldr- ei teflt við Bönsth en hann er ákaflega sterkur skákmaður. Ég geri mig ánægðan með jafntefli við Bönsth en þá þarf ég að einbeita mér að því að vinna tvo Pólveija í skákunum um helgina," sagði hann. Skráðir til keppni voru 13 skák- menn, þar af sjö stórmeistarar. Ungverski alþjóðlegi meistarinn Ranja sagði sig úr keppni eftir fjór- ar umferðir. Karl hafði þegar lagt Ranja að velli. Sú skák er ekki tal- in með í stigagjöfinni. Teflt verður í Polanica í dag en frí gefíð á morgun. Þá taka við þrír síðustu mótsdagamir. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Kostnaður fór 380 milljónir umfram áætlunársins 1987 Tekjur stöðvarinnar standa undir kostnaði JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur fanð þess á leit við ríkisendurskoðun að könnuð verði nánar um 900 milljón króna umframfjárþörf til flugstöðvar lánsfjáráætlun fyrir árið 1987 va Halldór V. Sigurðsson ríkisend- urskoðandi sagði að kostnaðaráætl- un vegna flustöðvarinnar frá árinu 1983, sem samningurinn milli ís- lands og Bandaríkjanna byggir á, sé 42 milljónir dollara fyrir verkið í heild. „Hver endanlegur kostnaður er vil ég ekkert segja um. Við erum ekki famir að skoða það mál,“ sagði Halldór. „En það er ósk ijármála- ráðherra að við gemm sérstaka úttekt á því hver kostnaðurinn er í raun. Hvað vanti mikið upp á og þá sérstaklega hvemig standi á þessari miklu umframfjárþörf á þessu ári, sem virðist koma á óvart.“ í bréfi ráðherra er farið fram á að gerð sé sérstök úttekt á bygging- arkostnaði frá upphafi ásamt mati á tæknilegum þáttum tengdum byggingunni. Halldór sagði að þar með væri ríkisendurskoðun falið að ;ifs Eiríkssonar í Keflavík en í gert ráð fyrir 520 milljónum. meta hvemig staðið hefði verið að öllum verkþáttum. Jón Böðvarsson framkvæmda- stjóri byggingamefndar flugstöðv- arinnar sagði að verðbólgan hefði reynst mun meiri á byggingartím- anum en reiknað var með og þá sérstaklega undir lokin. Hann benti á að gengisfall dollars hefði c-innig haft slæm áhrif en framlag Banda- ríkjamanna til flugstöðvarinnar er bundið í dollurum. Þá var í upphaf- legri kostnaðaráætlun gert ráð fyrir landgangi fyrir þijár flugvélar í stað sex í dag og kjallari hússins stækkaður auk annarra kostnaðar- samra breytinga, sem ekki var gert ráð fyrir. „Við höfum látið fram- reikna kostnaðinn og hann sýnir hækkun um 10% á byggingartíman- um,“ sagði Jón. „En ennþá standa tekjur flugstöðvarinnar undir fjár- magnskostnaði." Jón B. Jónsson skrifstofustjóri í sjávarutvegsráðuneytinu: Kippum okkur ekki upp við upphlaup Skúla Firra að pólitískar hvatir liggi að baki „ÞETTA upphlaup Skúla gefur ekki ástæðu til neinna viðbragða af hálfu ráðuneytisins, en ef hann getur innan kærufrestsins komið fram með einhver þau gögn, sem sýna að ráðuneytið hefur rangt fyrir sér, mun það að sjálfsögðu falla frá kæru og upptöku afla,“ sagði Jón B. Jónsson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við Morgunblaðið í tilefni af þeim ummælum Skúla Alexand- erssonar alþingismanns og framkvæmdastjóra Jökuls á Hellissandi, að úrskurður ráðuneytisins um kvótasvindl væru árásir á sig. Sagði Jón að þeir hjá ráðuneytinu yrðu ánægðir, ef ekki þyrfti að gera afla upptækan. Karl og Greenfeld frá ísrael eru jafnir með 4Ú2 vinning eftir 7 um- ferðir. Kuczynski er með 5 vinninga í efsta sæti. í ijórða sæti með §óra vinninga eru Dolmatov frá Sovét- ríkjunum og Bönsth frá Austurríki sem Karl mætir í dag. „Ég hef aldrei teflt við Bönsth en hann er ákaflega sterkur skákmaður. Ég geri mig ánægðan með jafntefli við Bönsth en þá þarf ég að einbeita mér að því að vinna tvo Pólveija í skákunum um helgina," sagði hann. Skráðir til keppni voru 13 skák- menn, þar af sjö stórmeistarar. Ungverski alþjóðlegi meistarinn Ranja sagði sig úr keppni eftir fjór- ar umferðir. Karl hafði þegar lagt Ranja að velli. Sú skák er ekki tal- in með í stigagjöfínni. Teflt verður í Polanica í dag en frí gefíð á morgun. Þá taka við þrír síðustu mótsdagamir. Morgunblaðið/Júlíus Þessa loftmynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins af slysstað í gær. Á stað nr. 1 keyrði vörubifreið- in aftan á Escortinn, á stað nr. 2 rákust vörubifreiðin og Escortinn aftan á Opel-bifreiðina og ýttu henni áfram á undan sér og til hliðar. Stöðvaðist sú bifreið þvert fyrir framan Suðurlands- braut (nr. 3 á myndinni). Eins og bremsuförin eftir Escort-bifreiðina sýna ýtti vörubifreiðin henni þvert yfir gatnamótin og á stað nr. 4 rákust bifreiðimar á Peugot-bifreið, sem var á leið suður. Stöðvaðist sú bifreið þar. Á stað nr. 5 var götuviti, sem bifreiðirnar hrifu með sér. Á stað nr. 6 losnaði flakið af Escortbilnum undan vörubifreiðinni, sem rann stjórnlaust áfram unz hún stöðvað- ist á stað nr. 7 á myndinni. Harður árekstur á mótum Laugavegar, Suðurlands- brautar og Kringlumýrarbrautar: Stjórnlaus vörubifreið ýtti bíl 100 metra, klessti tvo aðra og keyrði niður umferðarljós Lítil meiðsl urðu á mönnum HARÐUR árekstur varð á Kringlumýrarbraut á mótum Laugaveg- ar og Suðurlandsbrautar f gær. Vömbifreið lenti á þremur bifreiðum og umferðarljósi. Er talið að ökumaður hennar hafi fengið aðsvif. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans, en reyndist lftið slasaður. Læknar töldu þó öraggara að hann yrði þar f nótt. Er þetta einn mesti árekstur í minnum lögreglumanna við slysarannsóknadeild löcrrecrlunnar f Reykjavík. Tíu tonna vörubifreið af gerð- inni Scania-Vabis var ekið norður Kringlumýrarbraut á nokkuð miklum hraða skömmu fyrir há- degi í gær. Vörubifreiðin lenti aftan á Escort-fólksbifreið, sem staðnæmst hafði við gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegs og Kringlumýrarbrautar. Vörubif- reiðin stöðvaðist ekki, heldur ýtti Escort-bifreiðinni á undan sér sem lenti aftan á annarri fólksbifreið við gatnamótin og þeytti henni til hliðar. Áfram ýtti vörubifreiðin Escortinum á undan sér yfír gatnamótin og á hom Peugeot- bifreiðar. Ökumaður hennar náði naumlega að komast hjá harðari árekstri með því að bakka. Enn hélt vömbifreiðin áfram með Escortinn á undan sér yfir umferðareyju á norðvesturhomi gatnamótanna, felldi þar umferð- arljós, fór yfir hljóðmön á veg- kantinum og skildi síðan Escortinn eftir í tijábeði. Vömbif- reiðin hélt síðan áfram nokkra tugi metra áður en hún stöðvaðist 150 metmm neðan við gatnamót- in. Vömbifreiðin ýtti Escortinum á undan sér án þess að hemla eina hundrað metra. Ökumaður Esc- ort-bifreiðarinnar virðist hafa reynt að hemla án árangurs, enda margbrotnuðu hjólin, að sögn lög- reglunnar. Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðsins í Reykjavík til þess að ná ökumanni Escortsins út úr bflnum. Tók það nokkum tíma, enda bfllinn gersamlega ónýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.