Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 37
__________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Guðríður Rósants- dóttir — Minning Fædd 8. október 1900 Dáin 6. ágúst 1987 I dag er til moldar borin tengda- móðir mín Guðríður Rósantsdóttir og verður útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún and- aðist á Borgarspítalanum 6. ágúst sl. eftir fárra daga legu. Guðríður eða Guja eins og hún var oftast kölluð af fjölskyldu og vinum fæddist á Gíslabala á Strönd- um 8. október 1900, dóttir hjónanna Rósants Andréssonar bónda og Sig- urlaugar Guðmundsdóttur ljósmóð- ur, er þar bjuggu. Guðríður var næst elst fjögurra systra, Elísabet lést rúmlega þrítug að aldri, en Freyja og Þuríður lifa systur sína og eru báðar búsettar á ísafirði. Rósant og Sigurlaug brugðu fljótlega búi og fluttust til Sauðár- króks, þar sem Rósant stundaði verzlunarstörf auk þess sem hann var hringjari í Sauðárkrókskirkju, en Sigiirlaug stundaði ljósmóður- störf. Á heimilinu ólst einnig upp frændi þeirra systra, Óskar Magnús- son, bóndi á Brekku í Skagafirði, en Magnús faðir Óskars og Rósant voru bræður. Mjög kært var með þeim systrum og Oskari. Guja tók snemma þátt í hinum margvíslegu störfum heimil- isins, bæði utanhúss og innan, og var liðtæk og verklagin að hvaða störfum sem hún gekk. Fjórtán ára gömul fór hún í vist til Magnúsar H. Gíslasonar bónda og hreppstjóra á Frostastöðum í Skagafirði og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur, en Kristín var móðursystir hennar. Á Frostastaða- heimilinu, sem var fjölmennt menningarheimili, var hún samtíma Gísla Magnússyni hinum þjóðkunna félagsmálamanni, syni þeirra Frostastaðahjóna. Gísli kvæntist Guðrúnu Sveinsdóttur frændkonu sinni og hófu þau búskap á Eyhildar- holti í Skagafirði árið 1923. Guðríður minntist oft á heimilin á Frostastöðum og Eyhildarholti með vinsemd og virðingu og taldi Gísla frænda sinn og Guðrúnu til sinna bestu vina. Guðrún lést 13. ágúst 1978, 82 ára að aldri, en Gísli lést 17. júlí 1981, 88 ára. Rúmlega tvítug að aldri flyst Guðríður til Reykjavíkur og stuttu seinna kynnist hún manni sínum, Guðjóni Vilhjálmssyni, sem þá var húsasmiður í Reykjavík og gengu þau í hjónaband 18. október 1924. Guðjón var sonur hjónanna Pálínu Guðmundsdóttur frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum og Vilhjálms Jóns- sonar sjómanns og smiðs í Miðhúsum í Grindavík. Þau hjón Guðjón og Guðríður eignuðust tvö börn, Martein, sem kvæntur er Guðrúnu Hjartardóttur og Siguirósu sem gift er undirrituð- um. Guðjón byggði ' fljótlega húsið Hverfísgötu 102 og þar var búið fyrstu árin. Guðjón gerðist brátt umsvifamikill húsasmiður og varð húsasmíðameistari 29. september 1936. Hann var harðduglegur og hlífði sér hvergi, enda af gamla skól- anum eins og sagt er. Árið 1951 hafði Guðjón lokið smíði nýs íbúðar- húss í Úthlíð 11 hér í borg og þangað flutti fjölskyldan. Húsið var stórt og þar var rúm fyrir alla fjölskylduna, þótt börnin væru þá að stofna eigin heimili. Auk þess dvöldu skólapiltar á heimili þeirra hjóna langtímum saman. En 9. nóvember 1953 dró ský fyrir sólu. Guðjón hafði tekið að sér byggingu Neskirkju og hafði næstum lokið byggingu kirkjunnar þegar hann að morgni þessa dags veiktist af heilablæðingu og var lam- aður og mállaus upp frá því. Þetta voru þung örlög fyrir þenn- an mikla athafnamann, þá aðeins 56 ára að aldri. Þá kom best í ljós dugnaður og fórnfýsi Guju, sem af frábærri úmhyggju annaðist mann sinn í hans erfiðu veikindum í tæp 16 ár, en Guðjón lést 14. mars 1969, 72 ára að aldri. Guðríður var heilsu- hraust fram eftir aldri og bjó í íbúð sinni í Úthlíð 11. Þangað var gott að koma, veitt var af rausn og ekki skorið við nögl sér. Enginn bakaði betri kleinur. Um það voru allir sam- mála. Hún naut þess að ferðast og heim- sótti oft systur sínar á ísafirði, auk þess sem hún fyrir tveimur árum síðan, þá 84 ára gömul, lagði land undir fót og heimsótti Önnu og Sigga og litlu strákana til Svíþjóðar. Það þótti okkur hinum dugnaður, sem vorum með í ferðinni. Systur Guju og þeirra fjölskyldur voru henni mjög kærar, enda heimili þeirra Freyju og Þuríðar þekkt alla tíð að mikiíli gestrisni og greiðasemi. Freyja var gift Ólafi Ásgeirssyni tollverði sem lést 21. desember 1978, og Þuríður var gift Agnari Jóns- syni, sem lengi var bústjóri á Selja- landsbúinu á ísafirði, en hann lést 6. október 1974. Með sárum söknuði kveð ég mína bestu vinkonu, tengdamóður mína. Hún var mikill og sterkur persónu- leiki og ógleymanleg þeim, sem henni kynntust. Það eru nú 35 ár liðin síðan fundum okkar bar fyrst saman og er sá tími mér ógleyman- legur. Satt að segja kveið ég svolítið fyrir að hitta hana í fyrsta sinn, eins og sjálfsagt er ekki óalgengt með unga menn, þegar þeir í fyrsta sinn ganga á fund tengdamóður sinnar. Eg áleit hana mjög alvörugefna og jafnvel stranga. Mér varð fljótt ljóst, 37 að mér hafði skjátlast. Af veglyndi og ljúfmennsku bauð hún mér strax vináttu sína og reyndist mér hinn besti vinur og velgjörðarmaður alla tíð sína. Hún átti mikið að gefa af visku og kærleika enda stálgreind. Á þessum árum var ég sjómaður og þótti mér ætíð gott að vita af bænum hennar, þar sem mér og skipshöfn var óskað fararheilla og góðrar heimkomu. Guðríður var hreinskiptin og lá ekki á meiningu sinni hver sem í hlut átti og gerði engan mannamun. En þrátt fyrir nokkuð einbeitta skap- gerð, sló undir viðkvæmt hjarta, sem öllum vildi gott gera. Jafnframt þessu var hún alla tíð dul á eigin hagi og fáir munu þeir hafa vtrið sem þekktu hennar innstu hugsanir. Með Guðríði er gengin minnisstæð kona. Hún gekk ekki heil til skógar síðustu árin, en kvartaði ekki og þeim sem ekki þekktu hana vel gat ekki dottið í hug hvemig henni leið. Hún gekk undir uppskurð á sl. sumri og undruðust allir dugnað hennar og kjark. Langömmu er sárt saknað af bamabarnabörnunum, sem í gegn- um árin hafði pijónað ófáa vettlinga og sokka, sem hlýjað hafðr mörgum fingrum og tám, en þau nutu henn- ar einnig í ýmsu öðm. Dóttursynir mínir í Svíþjóð sakna sárt Guju ömmu, en hjá henni áttu þeir ömggt skjól. Um leið og ég þakka vináttu og samfylgd þessarar stórbrotnu konu sendi ég öllum ætt- ingjum og vinum mínar bestu kveðjur og þakkir, því að nú er skarð fyrir skildi. Guð blessi minningu tengdamóður minnar. Eyjólfur Guðjónsson Kolbrún Jónas- dóttir— Minning í gær var til moldar borin frá Dómkirkjunni Kolbrún Jónasdóttir, Hagamel 51, er lést hinn 7. þ.m. Kolbrún fæddist 9. júní 1921, dóttir hjónanna Jónasar Þorbergs- sonar, þáverandi ritstjóra Dags á Akureyri en síðar útvarpsstjóra, og fyrri konu hans, Þorbjargar Jóns- dóttur. Vom þau hjón bæði af kunnum þingeyskum ættum: Jónas sonur Þorbergs Hallgrímssonar og konu hans, Þóm Hálfdánardóttur, °g bjuggu á Höskuldsstöðum í Reykjadal er Þóra andaðist frá þremur sonum þeirra ungum, en Þorbjörg dóttir Jóns bónda og skálds Þorsteinssonar á Amarvatni í Mý- vatnssveit og konu hans, Halldóm Metúsalemsdóttur. Kolbrún fékk snemma að reyna að gæfan er hvikul og lífið fallvalt. Er hún fæddist hafði móðir hennar þegar tekið þann sjúkdóm sem á þeim ámm hjó hvað stærst skörð í raðir ungs fólk á íslandi, berkla- veiki. Varð það þess valdandi að hún varð að vistast á heilsuhæli en náði þó ekki bata og andaðist á jólanótt 1923. Vegna veikinda Þorbjargar var bmgðið á það ráð að koma dótt- urinni í fóstur, fyrst til vandalausra en síðar til afa sins og ömmu á Amarvatni. Dvaldist Kolbrún með þeim uns faðir hennar gat tekið hana til sín aftur er hann hafði kvænst síðari konu sinni, Sigurlaugu M. Jónasdóttur, árið 1925. Er litlum vafa undirorpið að hverfulleiki lífsgæfunnar á fyrstu æviámm Kol- brúnar, er hún mátti ekki njóta móðurumhyggju, setti á hana mark sitt til varanlegrar frambúðar enda þótt hún nyti ástríkis afa síns og ömmu og yngri dóttur þeirra, Karó- línu. Tengsl Kolbrúnar við Arnarvatns- heimilið rofnuðu ekki þótt hún flyttist aftur til föður síns og konu hans og ælist þar upp með hálfsystk- inum sínum, Björgu og Jónasi. Vitjaði Kolbrún jafnan afa síns og ömmu um lengri eða skemmri tíma er hún sem bam og unglingur dvald- ist sumarlangt hvert sumar hjá föðurbróður sínum, Hallgrími Þor- bergssyni bónda á Halldórsstöðum í Laxárdal, og konu hans, Bergþóm Magnúsdóttur, til að njóta þar heil- næmis sveitaverunnar svo sem títt var um kaupstaðarböm á þeim ámm. Átti hún slíku atlæti að fagna af hendi þeirra Hallgríms og Berg- þóm og dóttur þeirra, Þóm, að mér er nær að halda að smám saman hafi hún farið að líta á heimili þeirra — og raunar öll Halldórsstaðaheimil- in þrjú — sem sitt annað heima og á þau böm, sem bjuggu þar á bæ, sem sín önnur systkini. Var sá er þessar línur ritar í þeirra hópi. Ung að ámm fór Kolbrún einn vetur í héraðsskólann á Laugum og einnig í Verslunarskólann. Stundaði hún þar nám um skeið en lauk ekki verslunarprófi. Stafaði það fremur af því að hún hafði litla löngun til langs skólanáms en af hinu að hún hefði ekki til þess nægilega andlega burði ef vilji hefði verið fyrir hendi. Eftir þetta hóf hún störf hjá Ríkisút- varpinu og vann þar um alllangt skeið. Hef ég ekki heyrt annars get- ið en að þau störf hafi farið henni ágætlega úr hendi þó að ekki þekkti ég Jtil þeirra af eigin raun. Á þessum ámm kynntist Kolbrún Bimi Ólafssyni fíðluleikara, sem síðar var um langt árabil konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Hafði Bjöm að loknu tónlistamámi í fíðluleik hér heima haldið til framhaldsnáms í fiðluleik í háborg tónlistarinnar, Vínarborg. Hafði hann dvalist þar allmörg síðustu árin fyrir heimsstyijöldina og lokið brottfararprófi frá Tónlist- amámi þar í borg árið 1939 með miklum ágætum. Átti Bjöm þar vísa stöðu og miklar framavonir er hann að námslokum kom heim til tónleika- halds. Örlögin höguðu því þó svo að af utanferð varð ekki vegna styijald- arinnar heldur ílentist Bjöm hér heima þar sem hann um langt ára- bil lagði fram alla krafta sína af dæmalausri ósérhlífni í þágu íslensks tónlistarlífs. Kolbrún og Bjöm gengu í hjóna- band 25. júní 1942. Mun flestum hafa þótt sem þar fæm brúðhjón sem hvort um sig hefði fengið vöggugjaf- ir sínar ríflega útilátnar. Var Kolbrún svo glæsileg ung stúlka að orð var á gert, bráðgreind og skemmtileg og gædd næmu skop- skyni, en Bjöm gáfaður og hæfileik- aríkur tónlistarmaður sem jafnframt var gefin sú glaðværð og sá viðmóts- þokki sem sjálfkrafa öfluðu honum vinsælda allra þeirra sem honum kynntust. Hitt er svo annað mál að þau hjón voru um margt svo ólík að stundum kann eitthvað að hafa á það skort að hvort þeirra um sig hafí haft fullan skilning á viðhorfi hins. Fædd 13. maí 1922 Dáin 6. ágúst 1987 Hún Einarína er ekki lengur á meðal okkar. Við sem eftir emm og nutum umhyggju hennar, hjarta- hlýju og trausts vitum að það er góð kona sem kvatt hefur þetta jarð- neska líf. Kona sem var full lífsorku og fyrirheita um framtíðina sem hún sýndi best er hún festi kaup á hús- eigninni Laugalæk 25 í Reykjavík fyrir tæpu ári síðan. Þá ætlaði hún að minnka við sig vinnu utan heimil- is og leigja út herbergi í gegnum hótel hér í Reykjavík. En það átti ekki fyrir henni að liggja því hún veiktist sl. vor af þeim sjúkdómi sem varð henni að aldurtila langt um aldur fram nú í ágústmánuði. Einarína var fædd á Meiðarstöð- um í Garði 13. maí 1922, dóttir hjónanna Sumarliða Eiríkssonar bónda þar, sem látinn er fyrir 17 ámm, og konu hans Tómasínu Odds- dóttur sem er háöldmð og sér nú á bak öðm bama sinna með stuttu millibili. Eina eins og hún var kölluð með- al vina og kunningja naut þess að Þegar ég kom fyrst til Reykjavík- ur haustið 1942 var heimili þeirra Kolbrúnar og Bjöms meðal þeirra fyrstu er ég kom á. Hafði ég þá ekki aðeins þekkt Kolbrúnu- frá blautu bamsbeini heldur einnig þá þegar haft góð kynni af Bimi sem dvalist hafði á Halldórsstöðum í sumarleyfum eftir að þau Kolbrún kynntust. Átti ég því vinum að mæta þar sem þau vom og gerðist brátt tíður gestur á heimili þeirra, svo og síðar einnig Sigríður kona mín. Urðu Kolbrún og Bjöm meðal okkar allra nánustu vina og þeir er við áttum hvað flesta vinafundi við til margra ára. Eigum við um þau góðu kynni hafsjó minninga sem geymdar verða í þakklátum huga til lokadags. Þegar fram liðu stundir fékk Kol- brún enn að reyna hvikulleik gæfunnar. Meðan Bjöm maður hennar var á góðum aldri tók heilsa hans að bila og kraftar að þverra. Varð hann í mörg löng og dapurleg ár að dveljast á sjúkrastofnunum uns hann andaðist í apríl 1984. Sjálf var Kolbrún þrotin að heilsu og vera inni á sínu heimili enda mikil húsmóðir. Hún var listræn í sér og saumaskapur allur lék í höndunum á henni. Það kom sér líka vel að geta saumað á börnin fimm þegar þau vom í foreldrahúsum. Eina gift- ist Einari Axelssyni kaupmanni í Sandgerði og eignuðust þau fimm böm, Tómasínu skrifstofumann, Þorbjörgu Ágústu hjúkmnarfræð- ing, Óskar verslunarstjóra, Vil- helmínu Þorgerði hjúkmnarfræðing og Sumarliða sem er látinn. Þau Einarína og Einar bjuggu öll sín búskaparár í Sandgerði, en þegar Einar féll frá árið 1966 ungur að ámm, aðeins 44 ára gamall, varð mikil breyting hjá henni og börnun- um eins og gefur að skilja. Eina bjó í nokkur ár í Sandgerði eftir lát Einars en flutti síðan til Reykjavíkur og bjó þar til dánardags. Skömmu eftir að hún kom til Reykjavíkur missti hún son sinn Sumarliða af slysfömm, varð það henni mikið áfall. Alltaf var mamma eins og bjarg sagði yngsta dóttir hennar við þann er ritar þessar fátæklegu línur. Hennar bjargfasta trú á annað líf kröftum mörg síðustu æviár sín og varð hún hvað eftir annað að vistast á sjúkrastofnunum til læknisaðgerða eða sér til annarrar heilsubótar. Þess á milli dró hún sig í hlé og hafði lítið samneyti við flesta sinna fyrri vina, þó að enn gæti borið við allt til hinstu stundar að hún bland- aði við þá geði og blési þá að glóðum þess glaðsinnis sem hún hafði hlotið í vöggugjöf. Kolbrún og Bjöm eignuðust eina dóttur bama, Þorbjörgu, fædda 12. apríl 1950. Hún var þeim báðum óskabarn er hún fæddist og um hana og böm hennar þijú held ég að hug- ur Kolbrúnar hafi snúist öðm fremur síðustu æviárin þó að ef til vill hafi það stundum gengið lengra en í hófi var. Nú að leiðarlokum, þegar Kolbrún hefur náð til þeirrar friðarhafnar sem við öll eigum fyrir stafm, kveðj- um við hjónin hana með trega og þakklæti fyrir langa vinsemd og flytjum dóttur hennar, dótturbörnum og öðmm vandamönnum inniiegar samúðarkveðjur. Magnús Þ. Torfason gaf henni huggun í harmi. Einarína var vel liðin af öllum sem höfðu af henni kynni og skal hér öllum þakk- að er önnuðust hana í veikindunum og styttu henni stundir síðasta spöl- inn. Við hjónin þökkum hjartagóðri systur og mágkonu samfylgdina í þeirri trú að öll hittumst við aftur í öðmm og betri heimi. Við vottum aldraðri móður og bömum Einarínu innilega samúð okkar. Megi minningin lifa um Einarínu Sumarliðadóttur. Leifur Einarsson Einarína Sumarliða- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.