Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 29 Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Búist við harðri keppni í fimmgangi og skeiði Weistrach. Frá Valdimar Kristinssyni. __________ Strangar reglur gilda um f óta- og beislisbúnað hrossa á heims- meistaramótinu. Hér er starfs- maður mótsins að mæla sverleika beislismélanna, sem Sigurbjöra Bárðarson ætlar að nota upp í Brján í keppninni. Athugasemd var gerð við skeifur undir hest- um frá íslandi. Bannað er að nota pott á skeifurnar og höfðu íslendingarnir slípað hann af, en fótaskoðunarmönnum þóttu nýslípaðar skeifurnar eitthvað grunsamlegar. Simamynd/V aldimar Kristinsson Búist er við um 600 íslendingum á mótið í Weistrach og strax á fimmtu- daginn skiptu þeir hundruðum. Þessi mynd var tekin, þegar íslendingar fylgdust með æfingu íslenska landsliðsins. ÍSLENDINGAR tóku gleði sína á ný í gær þegar Spói, hestur Reyn- is Aðalsteinssonar, skeiðaði 250 metrana á 22,4 sekúndum á æfingu. Voru þeir einir í brautinni sem þýðir að með keppni ætti hann að geta náð betri tíma. Var þetta kærkominn árangur því heldur höfðu vonir um sigur dofnað eftir æfingu á miðvikudag þegar Spói skeið- aði á rúmum 23 sekúndum og sama dag náði núverandi Evrópu- meistari, Dorte Rasmussen, á Blossa 22,9 sekúndum. Menn eru því aftur orðnir bjart- sýnir en þó meðvitaðir um að hafa þarf fyrir sigrinum sem ekki er sjálfgefinn. Þá hefur heyrst að einn af hestum þýsku sveitarinnar, Frosti frá Fáskrúðarbakka, sem Vera Reber situr, hafí náð 22,2 sekúndum á kappreiðum í sumar. Er greinilegt að miklar framfarir hafa orðið í skeiðinu á meginlandinu frá því Evrópumótið í Svíþjóð var haldið og ljóst að íslendingar verða að hafa sig alla við til að halda því forskoti sem þeir hafa haft til þessa. Reynir verður í riðli með Erling Sigurðssyni og Hollendingnum Cla- as Dutilh í skeiðinu í dag og sagðist hann mundi fara rólega af stað en um miðbik vallarins ætlar hann sér að kveðja þá félaga. Á svip Erl- ings, sem heyrði þetta, mátti sjá að hann væri ekki tilbúinn að sjá af félaga sínum án þess að reyna að fylgja honum eftir í sprettinum. Benedikt Þorbjörnsson hyggst fara með Brand í 250 metra skeið en ætlar þó ekki með hann í tímatöku fyrir keppnina, svo segja má að þeir séu óþekkt stærð í skeiðinu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær fékk stóðhesturinn Djákni slæma útreið í kynbótadóm- um á miðvikudag. Að sögn Þorvald- ar Ágústssonar, sem sýndi klárinn, hafa dómaramir sannfærst um að hesturinn hafi ekki sýnt eðlilega getu og dómurinn því í sjálfu sér ekki raunhæfur. Ekki voru þeir þó tilbúnir að taka hestinn í dóm á nýjan leik og breyta einkunnum þar sem búið var að gefa dómsniður- stöðuna út opinberlega og þar við situr. Dómsniðurstöður hvers hests voru lesnar upp svo til strax að loknum dómi, fyrst fyrir hæfileika og síðan fyrir byggingu. Væri þetta fyrirkomulag sjálfsagt kallað spjaldadómar á íslandi. Dómaramir gáfu sér góðan tíma við störf sín því hveiju hrossi vom ætlaðar fjöm- tíu mínútur sem þýðir að eitt og hálft hross hafi verið afgreitt á klukkustund, en fimm hross em venjulega tekin fyrir á klukkustund þegar dæmt er heima á íslandi. Athygli hefur vakið hversu fátæk- legar upplýsingar fylgja íslensku kynbótahrossunum í mótsskránni. Er þar einungis getið um nafn, kyn, lit, fæðingarár, eiganda, föður og móður. Hjá hrossum annarra þjóða er einnig getið um fæðingar- stað, ættbókamúmer, nafn rækt- anda og ættartölu í þriðja lið. Er greinilegt að einhver hefur gleymt að senda fullnægjandi upplýsingar fyrir prentun skrárinnar. Þá er þess að geta að hrossaræktarráðunautur okkar íslendinga, Þorkell Bjama- son, er nú kominn í leitimar, en hann átti sem kunnugt er að vera yfirdómari kynbótadómnefndarinn- ar, en mætti ekki. Taldi Þorkell að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði fengið ætti hann ekki að mæta fyrr en á fímmtudags- morgun, sem hann og gerði. Vonir Hafliða Halldórssonar um samanlagðan fjórgangssigur eru nú orðnar svo gott sem að engu þar sem allar líkur em á að hann taki ekki þátt í víðavangshlaupinu sem fram fer síðdegis í dag. Sagði hann eftir að hafa skoðað brautina að hún væri svo erfið að ekki væri mikill möguleiki á því að hann og hestur hans ísak kæmust brautina á enda. Hafliði mun ásamt Sigur- bimi og Sævari taka þátt í fjórgangi í dag. Þeir Erling, Reynir, Sigurður og Benedikt munu taka þátt í fimm- gangi og 250 metra skeiði þar sem famir verða tveir sprettir. Er búist við hörkuspennandi keppni í fimm- gangi og skeiðinu og verða okkar menn væntanlega framarlega í flokki. Iiitinn þjakaði stóðhestinn Djákna frá Hvolsvelli og var hann slappur á miðvikudaginn, þegar hann var Ieiddur fyrir dómnefndina. Hér teymir Þor- valdur Ágústsson hestinn og dómarar meta réttleika fóta. SímamyndAf aldimar Kristinsson SímasmyndA^ aldimar Kristinsson Hafliði og Isak óvænt í úrslit í hlýðnikeppni Weistrac. Frá Valdimar Kristinssyni. HAFLIÐI Halldórsson sem Hlýðnikeppni var mjög jöfn íslendingar tóku þátt í keppn- keppir á hestinum Isak lenti 0g og spennandi og verður þetta inni. J>að vom Reynir Aðal- i úrslitum í hlýðnikeppni-B á að teljast góður og óvæntur steinsson á Spóa sem hafnaði í heimsmeistaramótinu í hesta- árangur hjá Hafliða. Efst i 27. sæti og Sigurður Sæmunds- íþróttum í gær. Hann hafnaði hlýðnikeppninni var Lone Jens- son á Kolbak sem hafnaði í 28. i 9. sæti, en 10 efstu komast en frá Danmörku. Tveir aðrir sæti. i úrslitakeppnina. Aðalfundur fulltrúaráðs Brunabótafélagsins í dag: Markaðsstaða Bruna- bótafélagsins mjög góð - segirlngiR. Helgason forstjóri B.f AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Brunabótafélags íslands hefst í dag , föstudaginn 14. ágúst. Fundurinn verður haldinn á Holiday Inn. Aðalfundur fulltrúaráðsins er haldinn ú'órða hvert ár og koma þar saman hinir 48 fulltrúar fél- agsins víðs vegar að af landinu. Fundimir eru haldnir árið eftir reglulegar sveitastjómarkosning- ar og tilnefna allir kaupstaðir og sýslufélög, sem samninga eiga við Bmnabótafélagið fulltrúa sína. Síðasta þing var haldið á ísafirði 1983. Meðal dagskrárliða á fundinum er kosning stjómar. í fráfarandi stjóm sitja þrír aðalmenn. Það em þeir Stefán Reykjalín, formaður, frá Akureyri, Friðjón Þórðarson, varaformaður, frá Dalasýslu og Guðmundur Oddsson, ritari, frá Kópavogi. Varamenn í stjóm em Jónas Hallgrímsson frá Seyðis- fírði, Andrés Valdimarsson frá Ámessýslu og Björgvin Bjamason frá Akranesi. Allir fulltrúar eru í kjöri. Á aðalfundinum mun Ingi R. Helgason forstjóri flytja skýrslu sína. í skýrslunni mun hann gera grein fyrir ársreikningum félags- ins 1986 og íjárhagsstöðu þess þann 14. október 1986, yfírlit um fjárhagsþróun félgsins frá síðasta aðalfundi, hann mun gera grein fyrir samanburðartölum úr vá- tryggingastarfsemi, starfí og MorgunblaAið/Þorkell Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags íslands. skipulagi félagsins og ræða um markaðsstöðu félagsins og sam- keppnisaðstöðu. I samtali við Morgunblaðið sagði Ingi R. að markaðsstaða- félagsins væri nú mjög sterk. Ið- gjaldamagn hefði aukist um 28% umfram verðbólgu undanfarin Qögur ár og velta félagsins hefði verið 522 milljónir á sfðasta ári. Ingi gat þess að 1983 hefði BÍ bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða samsettar vátryggingar fyr- ir einsatklinga og sveitastjómir. í hinu síðasttalda væri falin trygg- ing 35. þúsund skólabama. Meðal annarra nýjunga gat Ingi nýstofn- aðs líftryggingafélags og hinna svokölluðu skuldavátrygginga. Á aðalfundinn koma norskir gestir frá Storebrand í Noregi; Jan Erik Langangen, forstjóri, Tore Melgor, fymim forstöðumaður endurtryggingafélags Storebrand og Bjöm Kristoffersen forstöðu- maður almenna skaðatrygginga- félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.