Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Ortega hittir Castro Daniel Ortega, forseti Nicaragua, hélt í fyrrakvöld í óvænta för til Kúbu til viðræðna við Fidel Castro Kúbuleiðtoga. Þeir munu ræða tillögur um friðar- gerð í Mið-Ameríku. Á myndinni sést Ortega ræða við fréttamenn áður en hann steig um borð í flug- vél sina. Honum á hægri hönd er utanríkisráðherrann Miguel D’Escoto, sem fylgdi honum til Kubu, en maðurinn í röndóttu skyrtunni er varaforseti Nic- aragua, Sergio Ramirez. Ortega sagði að um „vinnuheimsókn" væri að ræða og að forsetar Guatemala og Costa Rica vissu af heimsókninni og styddu hana. Sóðamyndbönd allsráðandi í Kína Peking, Reuter. TUGÞÚSUNDIR Kínverja í Jiangxi-héraði hafa látið glepj- ast af klámfengnum, erlendum myndböndum vegna þess hversu ieiðinleg hin innlendu þykja. Kom þetta fram í Kínverska dagblaðinu í gær. Blaðið sagði að myndbönd þess- arar gerðar, sem eru hluti af öldu ódýrra erlendra klám- og ofbeldis- mynda, hefðu m.a. verið sýnd í 11 kvikmyndamiðstöðvum í héraði nokkru. í Kína ku vera um 25.000 myndbandasýningarhús, 50.000 myndbandstæki í einkaeign og þúsundir kapalkerfa, en öll skortir þau efni til útsendingar. í Al- þýðulýðveldinu sjálfu voru hins vegar aðeins framleidd 93.200 myndbönd á síðasta ári, sem nær engan veginn að fullnægja eftir- spuminni. Þessvegna gripu margir til þess bragðs að kaupa ódýrar og óvand- aðar (en mjög gróðavænlegar) myndir að utan. í þessum myndum velta framleiðendur sér upp úr manndrápum, hefnd, hjátrú og ástarvellu, en allt þetta gengur vel í kínverska áhorfendur. Blaðið sagði ennfremur að mörg þeirra kínversku myndbanda, sem í fram- boði eru, væru gömul eða með fræðsluefni; traust hvað varðar hugmyndafræðina, en slappari þegar litið væri af sjónarhóli lista og skemmtunar. Ródos: Eldarnir slökktir Aþenu, Reuter. SLÖKKVILIÐSMÖNNUM hefur nú tekist að ráða niður- lögum skógareldanna á hinni fornfrægu grísku eyju Ródos í Eyjahafi. Bálið eyddi 81.000 hektara akurlendis og drap nokkur þúsund skepnur. Slys urðu engin á mönnum. Filippseyjar: Enrile telur lokun banda- rískra herstöðva líklega Komi stj órnarskrárbreyting1 ekki til Manilu, Reuter. JUAN Ponce Enrile, fyrrver- andi varnamálaráðherra Filippseyja, sagði í gær, skömmu eftir að hann var opin- berlega lýstur öldungadeildar- þingmaður, að ólíklegt væri að herstöðvasamningurinn við Bandaríkin yrði endurnýjaður þar sem bann við kjarnorku- Atlantshafsbandalagið: Flotaæf- ingar á Noregshafi Osló, Reuter. UM ÞAÐ BIL 150 skip frá tíu aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins munu taka þátt í viðmiklum flotaæfing- um á Noregshafi, sem hefjast þann 31. ágúst. Æfingar þessar kallast „Ocean Safari 87“ og er tilgangurinn með þeim að kanna hæfni sveita NATO til að halda opnum flutningaleiðum á sjó á óvissu- og átakatimum. Herskip og flugvélar frá Belgíu, Bretlandi, Kanada, Hollandi, Noregi, Portúgal, Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi munu taka þátt í æfingunum. Auk þeirra munu Spánveijar og Frakkar senda sveitir á vettvang. Verður þetta í fyrsta skipti sem Spánveijar, sem gengu í NATO árið 1982, eru með í meiriháttar æfíngum á vegum bandalagsins. Frakkar og Spánveijar taka ekki fullan þátt í vamarsamvinnu aðild- arríkjanna en ríkjunum tveimur er hins vegar oft boðin þátttaka í æfíngum á vegum NATO. vopnum væri stjórnarskrár- bundið og auk þess væri vafasamt að öldungadeildin féllist á hann. Enrile sagði fréttamönnum að óþarfi væri að endurskoða samn- inginn, sem rennur út 1991, þar sem hann þyrfti að staðfesta af 2/a hlutum hinnar 24 manna öld- ungadeildar. „Slík endurskoðun væri fánýti eitt, þar sem vafasamt má telja að 16 öldungadeildar- menn samþykki endumýjun. Að minnsta kosti tíu þeirra em á móti herstöðvunum," sagði Enrile. Clark-herflugvöllurinn og flota- stöðin í Subic-flóa eru stærstu herstöðvar Bandaríkjahers utan Bandaríkjanna. Enrile, sem loks var lýstur öld- ungadeildarþingmaður eftir þriggja mánaða langa baráttu, var rekinn úr ríkisstjór Aquino í nóv- ember á síðásta ári eftir að nokkrir stuðningsmenn hans vom gmnað- ir um aðild að meintri valdaránstil- raun. Á fundinum í gær sagði Enrile þó að ekki væri loku fyrir það skotið að gerð yrði stjómarskrár- breyting á ákvæðinu um kjama- vopn og þá ættu Bandaríkjamenn að geta framlengt samning sinn. „Kjamorkuvopnabann myndi gera herstöðvar Bandaríkjamanna gagnslausar," sagði Enrile. „Eina lausnin liggur hjá alþýðunni og hún kreftst stjómarskrárbreyting- ar.“ Nokkur ólga er nú á Filippseyj- um og sakaði Ramon Mitra, forseti fulltrúadeildar þingsins, her og lögreglu um vanhæfni, þar sem enn hefur ekki tekist að leysa morðið á fylkisstjómarmanninum Jaime Ferrer. Hann var myrtur 2. ágúst. „Lögregluþjónar og lög- reglustjórar eru drepnir og ef þessir menn geta ekki varið sjálfa sig, hvemig geta þeir þá varið þegna landsins?" spurði Mitra. Reuter Enrile sigri hrósandi eftir að lýst hafði verið yfir kjöi hans til öld- ungadeildarinnar. Til þess að stemma stigu við notkun ólöglegra skotvopna til- kynnti Fidel Ramos, yfírmaður hersins, að frá og með gærdegin- um yrðu öll byssuleyfí almennra borgara endurköiluð. Þá barst í gær tilkynning frá forsetahöllinni um að Juanito Ferr- er, yngri bróðir Jaimes heitins, hefði verið skipaður í hans stað. Skipunin á þó eftir að hljóta stað- festingu öldungadeildarinnar. Yannis Robatis, talsmaður grísku stjórnarinnar, sagði frétta- mönnum í gær að fjárhagslegt tjón af eldunum hefði enn ekki verið metið, en grísk dagblöð töldu tjó- nið nema hundruðum milljóna króna. Upptök eldanna, sem em þeir mestu í sögu Ródos, eru nú í rann- sókn. Vamarmálaráðherra Grikkja, Haralambopoulos, sagði óvíst hvort um íkveikju eða slys af vangá væri að ræða. Erlendir ferðamenn urðu ekki fyrir miklu ónæði af völdum skóg- areldanna. Fáeinir vom þó fluttir á brott frá tveimur þorpum, en meirihluti sólarlandafaranna var á norðurhluta eyjunnar, þangað sem eldamir náðu ekki. Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, hefur sent Goria, forsæt- isráðherra Italíu, persónulegar þakkir fyrir hjálp Itala við slökkvi- starfið, en þeir sendu slökkviflug- vélar, sem dældu vatni á eldana úr lofti. Austurríki Fyrrverandi hermenn lýsa stuðningi við Waldheim Croi Routor Graz, Reuter. Æ FLEIRI Austurríkismenn sem börðust með þýska hernum í seinni heimsstyijöldinni vi(ja til stuðnings Waldheim, kansl- ara Austurríkis, líka komast á lista bandariskra yfirvalda yfir óæskilega útlendinga. Á þennan hátt vilja þeir bregð- ast við því sem talsmaður hreyf- ingarinnar kallar „móðgun við alla seinnistríðskynslóðina". Líkt og Waldheim segjast þeir einungis hafa verið að gegna skyldu sinni með því að beijast fyrir Hitler. Auk þess hafí þeir ekki vitað hvað gerðist í vinnubúðum nasista fyrr en stríðinu lauk. Sökin sé því ekki þeirra. Hreyfingin er umdeild í Aust- urríki og telja sumir að hún muni einungis skaða enn frekar álit landsins útávið. Dómsmálayfirvöld í Banda- ríkjunum munu taka málið fyrir en líklegt þykir að beiðni um það bil þúsund Austurríkismanna verði hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.