Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 180. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danmörk: Þingkosningar 15. september? Kaupmannahöfn, Reuter. DAGBLAÐIÐ Information skýrði frá því í gær að Poul SchlUter, forsætisráðherra Dan- merkur, hygðist boða til þing- kosninga þann 15. september. Kjörtímabili minnihlutastjórnar Schliiters lýkur í janúar á næsta ári en stjómmálaskýrendur hafa spáð að þingkosningar fari fram í nóvember. Schluter vildi í gær ekki tjá sig um málið. í frétt Information sagði að forsætisráðherrann hygðist boða þingmenn til fundar þann 25. þessa mánaðar og tilkynna að hann hefði ákveðið að þingkosningar skyldu fara fram þremur vikum síðar. Sagði blaðið að Schluter teldi heppi- legt að boða snemma til kosninga þar sem efnahagsspár gæfu til kynna að atvinnuleysi myndi fara vaxandi á síðari hluta þessa árs. Líklegt er að jafnaðarmenn, helstu andstæðingar samsteypu- stjómar Schlúters, leggi áherslu á' atvinnuleysi og óhagstæðan greiðslujöfnuð við útlönd í kosn- ingabaráttunni. Bretland: Minnsta at- vinnuleysi í fjögnr ár Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Fjörutíu þrísund inanns íKringlunni Um 40 þúsund manns komu í verslana- og þjónustumiðstöðina Kringluna á opnunardegi hennar í gær en það er helmingi meira en búist var við. Að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar, framkvæmdastjóra, Kringlunnar, gekk allt mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mannfjöldann og var meginverkefni öryggisvarða hússins að aðstoða litil börn sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína. Sjá frásagnir á blaðsíðum 4 og 7 London, Reuter. ATVINNULEYSI á Bretlandi fór enn minnkandi í júli og hefur ekki veríð minna síðan í maímán- uði árið 1983, að því er Norman Fowler atvinnumálaráðherra sagði í gær. Rúmlega 2,8 milljónir manna vom án atvinnu í júlí eða 11,7 pró- sent vinnufærra manna. Atvinnu- lausum fækkaði um 47.600 manns og hefur tala þeirra farið lækkandi þrettán mánuði í röð. Hefur þetta að hluta til verið rakið til aukinnar starfsþjálfunar á vegum stjómar- innar. Að auki fjölgaði starfsfólki í framleiðslugreinum um 10.000 í júlí og hefur annað eins ekki gerst á einum mánuði frá árinu 1978. V estur-Þýskaland: Stjómarliða greinir á um Pershing 1 A-flaugarnar Rnnn A natiir-Raphn Dairfa. Bonn, Austur-Berlín, Reuter. MJÖG er þrýst á Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, um að breyta afstöðu sinni til 72 kjarnorkuflauga af gerðinni Pershing 1A, sem eru í eigu vest- ur-þýska flughersins. Stjórnar- flokkamir virðast ekki vera heilir i afstöðu sinni til málsins. Fijálsir demókratar (FDP) hafa látið að þvi liggja að þeir muni greiða atkvæði gegn því að flaugamar verði undanþegnar Suður-Afríka: Ferðafrelsi erlendra sendimanna takmarkað? Höfðaborg, Reuter. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, sagði í ræðu í gær að vestrænir sendimenn hefðu óeðlileg afskipti af kynþáttaað- skilnaðarstefnu stjómvalda í landinu og til greina kæmi að takmarka ferðafrelsi þeirra. Hefur forsetinn aldrei áður gagnrýnt erlenda sendiráðs- starfsmenn á svo óvæginn hátt. Botha lét þessi orð falla á þingi í gær og sakaði erlenda sendimenn um að misnota aðstöðu sína. Sagði hann að til greina kæmi að tak- marka ferðafrelsi „tiltekinna embættismanna í tilteknum sendi- ráðum" líkt og gert er í Banda- ríkjunum. Botha nefndi sérstaklega að erlendar ríkisstjómir hefðu fjár- magnað ferð hvítra Suður-Afríku- búa, sem barist hafa gegn kynþáttastefnu stjómvalda, til borgarinnar Dakar í Senegal í síðasta mánuði þar sem þeir áttu fund með fulltrúum Afríska þjóðar- ráðsins. Botha tilgreindi ekki hvaða ríki hefðu átt að hlut að máli en eiginkona Francois Mitterrand Frakklandsforseta tók þátt í skipu- lagningu fundahaldanna í Dakar. Botha kvaðst líta það „mjög al- varlegum augum" að erlendar ríkisstjómir og sendimenn þeirra skyldu hlutast til um málefni sem væru utan verkssviðs þeirra: „Eng- in ríkisstjóm getur liðið að níðst sé á gestrisni hennar með þessum hætti og haldið fullri reisn.“ afvopnunarsamningum risaveld- anna verði málið boríð upp á sambandsþinginu í Bonn. Sovétmenn segja að Pershing lA-flaugarnar séu nú eina fyrir- staðan fyrir afvopnunarsamkomu- lagi, en Bandaríkjamenn hafa lýst yfir því að þeir muni ekki láta und- an kröfum Sovétmanna um að uppræta flaugamar. Stjómarandstöðuflokkar í Vest- ur-Þýskalandi hafa hótað að bera málið upp til atkvæðagreiðslu. Uwe Ronneburger, talsmaður FDP í vamarmálum, vék í gær frá yfir- lýstri stefnu samsteypustjómarinn- ar er hann lýsti yfír því að Vestur-Þjóðveijar ættu að láta flaugamar af hendi og yrði það framlagþeirratil afvopnunarmála. Sovétmenn hafa einnig beitt stjómina í Bonn þrýstingi. Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra, skrifaði í þessari viku að ekki væri hægt að útiloka flaugar með kjamaoddum, sem Bandaríkjamenn réðu yfír, þegar samið væri um al- gert bann við meðaldrægum og skammdrægum flaugum. Tilskrif Shevardnadzes var sent til Hans- Dietrichs Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands. Genscher kemur úr röðum fijálsra demókrata og sagði hann í grein, sem birtist fyrr í þessari viku og endurprentuð var í málgagni austur-þýska komm- únistaflokksins, Neues Deutschland í gær, að ekkert ríki hefði jafn mikinn hag af afvopnunarsam- komulagi og Vestur-Þýskaland. Því ættu Þjóðveijar að reyna að greiða fyrir samkomulagi. Minntist ráð- herrann ekki á Pershing lA-flaug- amar í skrifum sínum. Stjómarandstöðuflokkur jafnað- armanna (SPD) hefur hótað að efna til sérstakra umræðna um flaugam- ar á þinginu. Flokkurinn skoraði í gær á Kohl að láta samkomulag um meðaldrægar og skammdrægar flaugar ekki stranda á flaugunum 72. Græningjar hafa þegar farið fram á sérstaka atkvæðagreiðslu um flaugamar. Flokkar kristilegra demókrata (CDU/CSU) telja enga þörf á um- ræðu um Pershing lA-flaugamar nú og slíkt yrði of kostnaðarsamt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.