Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 48
MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 > 48 HIA stsrka B-llð ÍA sem sigraðl á Tommamótinu mun elnnig keppa á Hl-C-mótlnu f naestu vlku. KNATTSPYRNA / YNGRI FLOKKAR Hi-C Skagamótid hefst í kvöld HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND HSVvlllfá íslenskan leikmann Hið árlega Hi-C-Skagamót í knattspymu 6. flokks drengja fer fram á Akranesi dagana 14,—16. ágúst nk. Mótið verður með svipuðu sniði og verið hefur. Keppt verður bæði í A- og B-liða- keppni innan- og utanhúss. Að mótinu standa Foreldrafélag 6. flokks ÍAj Knattspymufélag ÍA og Vífílfell. 1 ár verða 20 lið frá 10 félögum. Þátttakendur verða um 250. Liðunum sem taka þátt í mót- inu verður skipt í riðla eins og hér segir: A-rið’ll: FH, Fylkir, Þróttur R., ÍBK og UBK. B-riðill: Víkingur, Bolungarvík, Þór Ve., ÍA og Haukar. Auk knattspymu verður ýmislegt sér til gamans gert svo sem knatt- þrautakeppni, leikir, grillveisla, kvöldvaka og skoðunarferðir. Glæsileg verðlaun verða veitt, bæði til liða og einstaklinga. Dagskrá: Föstudagur 14. ájrúst: Kl. 13.30: Setning. Kl. 14—18: Knattspyma utanhúss. Kl. 19: Grillveisla, knattþrautakeppni, leikir. Laugardagur 15. ágúst: Kl. 10—12.40: Knattspyma utanhúss. Kl. 14—18: Knattspyma innanhúss. Kl. 20.30: Kvðldvaka. Sunnudagur: Kl. 10-14.20: Úrslitaleikir. KI. 15: Verðlaunaafhending, mótsslit. Aðalstjóm Hamburger Sport Verein í Þýskalandi hefur ákveðið að leggja fjármagn í að styrkja handboltalið félagsins, í þeim tilgangi í að koma því upp í 1. deild á ný. Einar Magnússon, fyrrum landsliðsmaður, lék einmitt með liðinu á sínum tíma er það var í 1. deildinni, en nú er liðið í þriðju deild. Forráðamenn félagsins töluðu við Jóhann Inga Gunnarsson, þjálf- ara meistara Essen og íþrótta- fréttamann Morgunblaðsins í Þýskalandi, og lýstu yfír áhuga sínum á að fá íslenskan leikmann til liðsins. Sögðu þeir reynsluna af íslenskum leikmönnum það góða í Þýskalandi að þeir töldu það bestan kost að hafa einn slíkan í liðinu — en sem kunnugt er er eingöngu lejrfílegt að hafa einn útlending í hveiju liði. Það er svo spuming hvort einhver íslenskur leikmaður er tilbúinn til að leika í 3. deildinni þýsku. FRJÁLSAR Frímann í 13. sætiá EM unglinga FRÍMANN Hreinsson varð 13. af 14 keppendum í 10 kflómetra hlaupi á Evrópu- meistaramóti unglinga, sem lauk í Birmingham í Eng- landi á sunnudag. Frfmann hljóp á 32:40 mín. og var nœr mínútu frá unglinga- meti sínu. Sigurvegari í 10 km hlaup- inu var Austur-Þjóðveijinn Jens Karrass, sem hljóp á 29:19,38. Tyrkinn Haydar Dog- an varð annar á 29:23,45 og Zoltan Kaldy Ungveijalandi þriðji á 29:26,84. Guðrún Amardóttir náði 13. bezta tíma í undanrásum í 200 metra hlaupi en aðeins 12 stúlk- ur komust í undanúrslit. Guðrún hljóp á 25,4 sek. Guðrún hljóp 100 metra á mótinu á 12,31 sek. Á mótinu stökk Sovétmaðurinn Vladimir Otsjkan 8,17 í lang- stökki og setti nýtt Evrópumet unglinga. Ilke Wyludda Austur- Þýzkalandi setti unglingaheims- met í kringlu, kastaði 70,58 metra og Skotinn Jamie Hender- son hljóp 100 metra á 10,20 sek., sem er Evrópumet ungl- inga. HANDKNATTLEIKUR /STULKNALANDSLIÐIÐ Skýringar IHF á brott- vísun Islands úr HM EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá, hefur Alþjóðahand- knattleikssambandið (IHF) orðið við þeirri beiðni blaðs- ins að útskýra hvers vegna íslenzka kvennalandsliðinu í handknattleik 20 ára og yngri var vísað úr keppni á HM stúlkna. Skýrði blaðið frá þessari ákvörðun með viðtali við formann kvennalandsliðs- nefndar HSÍ16. júlí. Samtímis var leitað skýringa hjá IHF. Svar sambandsins er endur- sagt hér á eftir: Agætu handboltavinir. Eins og ykkur er kunnugt áttu handknattleikslið Vestur-Þýzka- lands (HVÞ) og íslands (HSÍ) að leika saman í undankeppni Heims- meistaramóts stúlkna. Vegna ítrekaðs karps af hálfu HSÍ, hundsun fyrirmæla um að svara skeytum og afdráttarlausum yfír- lýsingum Hilmars Björnssonar, þjálfara íslenzka liðsins, í Strass- borg (sjá skeyti 22. júní), var íslenzka liðið dæmt úr keppni. Ákvörðunina tók Mótanefnd (COC) IHF að eigin frumkvæði. Var hún studd af meirihluta nefndarmanna og tekin að B. Thiele (nefndarmanni og forseta Handknattleikssambands Vest- ur-Þýzkalands) fjarstöddum. Þar sem HSÍ hefur haft uppi rang- færslur gagnvart fjölmiðlum, rangtúlkað fyrirliggjandi orðsend- ingar og reynt að sniðganga lög og reglur IHF hefur IHF tekið saman þessa skýrslu til að upp- lýsa þá sem málið varðar. Eins og ykkur er kunnugt fer heimsmeistaramótið fram með venjulegum hætti, þ.e. 16 liða mót. Vegna frammistöðu sinnar á síðasta móti hafa þijú Evrópuríki öðlast þar sjálfkrafa þátttökurétt; Sovétmenn, Pólvetjar og Norð- menn, og Danir hljóta fjórða sætið sem mótshaldarar. Þá eru þar eftir 6 sæti fyrir Evrópulönd og skráðu 11 ríki sig til keppni um þau, þ.á.m. Vestur-Þýzkaland og Island. Dráttur fyrir undankeppn- ina fór fram í Basel 10. marz og hafði Curt Wadmark, formaður Mótanefndar IHF, yfírumsjón með honum. Drógust þá íslend- ingar á móti Vestur-Þjóðveijum. Til þess að koma í veg fyrir frek- ari rangtúlkun á því sem átti sér stað milli HSÍ, HVÞ og IHF og á endanum leiddi til brottvísunar íslenzka stúlknaliðsins látum við fylgja upplýsingar um alla boð- miðlun þeirra í milli. Þar kemur greinilega í ljós að réttilega hefur verið staðið að ákvörðuninni um að dæma ísland úr keppni. Hún er í fullu samræmi við lög og reglur IFH og öðlaðist gildi þar sem engin formleg mót- mæli voru borin fram á tilskildum tíma, eins og lög IHF kveða á um. Af gefnu tilefni viljum við taka fram að ákvörðunin var að öllu leyti tekin að frumkvæði Móta- nefndar IHF. Við erum sannfærð- ir um að þessi skýrsla gefur sanna mynd af málavöxtum og sýnir að IHF stóð rétt að verki. Málinu er hérmeð lokið af okkar hálfu. f.h. Alþjóðahandknattleikssam- bandsins. Max Rinkenburger, ritari Curt Wadmark, formaður Móta- nefndar •Jörg Bahrke, framkvæmdastjóri. 12. marz: Opinber tilkynning frá IHF send til viðkomandi ríkja um undan- keppnina. Þar kom fram: „Þess er hérmeð farið á leit við viðkomandi ríki að þau komist að gagnkvæmu samkomulagi um leikdaga sín á milli og tilkynni skrifstofu IHF í Basel um þá daga sem þau vilja leika á. Leikir geta farið fram nú þegar. í samræmi við ákvarðanir teknar á mótaþing- inu í Dakar 1986 verða leikimir að fara fram í síðasta lagi í maí/ júní. Undankeppninni verður að vera lokið 28. júní.“ 20. marz: Telex HSÍ til IHF og HVÞ: HSÍ segir: „Við eigum mjög erfítt með að sætta okkur við þá tíma- setningu, sem þið leggið til fyrir leikina í undankeppninni. Við kjósum fremur að leika sem allra fyrst og stingum upp á að leikið verði 14/15 apríl á íslandi og 21-23 apríl í Vestur-Þýzkalandi". Athugasemdir: Þetta er fyrsta til- laga HSÍ um leikdaga. Fullyrðing- in ...þá tímasetningu, sem þið leggið til...“ er rangtúlkun [á bréfi IHF]. Tímasetningin (þ.e. maí/ júní) var ekki ákveðin af IHF, heldur af hinu opinberu móta- þingi, sem fór fram sem hluti af þingi IHF í Dakar 1986. 24. marz: Telex HVÞ til HSÍ (afrit til IHF): HVÞ segist ekki geta fallist á leik- daga, sem HSÍ leggur til vegna þýzka meistarmótsins og um- samdra milliríkjaleikja. HVÞ leggur til að leikið verði á íslandi 6-8 júní og 26-28. júní í V-Þýzkal- andi. 30. marz: Telex HVÞ til HSÍ og IHF: HVÞ útskýrir aftur hvers vegna það getur ekki fallizt á leikdaga, sem HSÍ leggur til og ítrekar sína fyrri tillögu. 6. apríl: Telex HSÍ til HVÞ. Afrit ekki sent IHF. Innihald ókunnugt. 21. apríl: Telex HVÞ til HSÍ og IHF: HVÞ tekur fyrir þann möguleika að leika á íslandi á þeim tima, sem stungið var upp á og endur- tekur fyrri tillögu um leikdaga. 23. apríl: Telex HSÍ til IHF: HSÍ skýrir IHF frá því að ekki muni nást samkomulag milli HSÍ og HVÞ um leikdaga og biður IHF að ákveða þá. Biður um að IHF ieggi til að leikurinn á íslandi fari fram á tímabilinu 16.-21. maí og leikið verði í V-Þýzkalandi 19.-21. júní (til vara 26.-28. júní eins og HVÞ lagði til). Athugasemd: Með tilliti til þess sem síðar kemur virðist tillagan um leikdag 16.-21. maí vafasöm - sjá 20. mafi 30. apríl: Telex IHF til HSÍ og HVÞ: Fyrri upplýsingar ítrekaðar um að HSÍ og HVÞ verði að komast að gagnkvæmu samkomulagi um leikdaga: „Okkur skilst á hinum ýmsu orð- sendingum frá ykkur báðum að þið getið ekki náð samkomulagi um leikdaga. Það er því ákvörðun IHF að HSÍ ákveði leikdag fyrir heimaleik sinn gegn Vestur-Þjóð- veijum (á tímabilinu 16-21 maí sbr. telex HSÍ). HVÞ ákveði leik- dag fyrir heimaleik sinn gegn íslendingum (á tímabilinu 26.-28. júní, sbr. telex frá HVÞ). Við væntum samþykkis". Athugasemd: IHF segist „vænta samþykkis," þ.e. ætlast til þess að HSÍ og HVÞ samþykki þá leik- daga, sem lagðir eru til. Augljós- lega verður að skoða setninguna „Það er því ákvörðun IHF...“ sem tillögu , öðruvísi hefði IHF ekki leitað eftir samþykki. 4. maí: Telex HSÍ til HVÞ (afrit til IHF): HSÍ endurtekur „sína“ dagsetn- ingu nú sem 16. maí og biður um að vestur-þýzka liðið komi til landsins 15. maí og fari heim 17. maí. Athugasemd: Þetta verður að skoðast sem svo að HSÍ samþykki leikdag fyrir leikinn á íslandi en samþykki HVÞ vantar enn. 4. maí: Telex HVÞ til HSÍ og IHF: HVÞ segist ekki samþykkja leik- dag á Islandi og vísar til fyrri útskýringa (vegna milliríkja- leikja). Segir sambandið að meirihluti leikmanna stúlknaliðs þess sé á keppnisferðalagi með þýzka kvennalandsliðinu 5.-17. maí í Bandaríkjunum. Snúi liðið heim 18. maí. HVÞ býðst til að leika á íslandi helgina eftir heim- komuna, þ.e. 23/24 maí. Athugasemd: í marz 1987 sam- þykkti IHF keppnisferð kvenna- landsliðs Vestur-Þýzkalands í Ameríku í maí. Það er ósanngjöm krafa að ætlast til að liðið leiki í Evrópu strax eftir heimkomuna úr 12 daga keppnisferð. 6. mai: Telex HSÍ til IHF: HSÍ „segir ómögulegt“ að breyta leikdegi heimaleiks síns. „Leik- dagur hefur verið ákveðinn 16. maí en þó mögulegt að hann fari fram 18. eða í síðasta lagi 19. maí.“ Athugasemd: Með fullyrðingunni „Leikdagur hefur verið ákveð- inn...“ er litið framhjá telexi IHF 30. apríl þar sem HSÍ og HVÞ eru beðin að samþykkja tilmæli sambandsins og reglumar gera ráð fyrir „gagnkvæmu samkomu- lagi“ um leikdaga. 8. maí: Telex IHF til HSÍ og HVÞ: IHF segir það ljóst að HSÍ gangi hart eftir því að leika heimaleik sinn 16/17. maí, en segist ekki samþykkja þá dagsetningu þar sem kvennalandslið Vestur- Þýzkalands sé ásamt öðmm evrópskum liðum að kynna hand- knattleikinn í Ameríku með þátttöku sinni í USA-Cup. IHF leggur til að leikið verði á íslandi tveimur dögum fyrir eða eftir leik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.