Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987
9
Dalvík
Nýr umboðsmaður hefur tekið við umboði
Morgunblaðsins á Dalvík:
Valgerður Geirsdóttir,
Karlsbraut 28, sími 98-61608.
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN
Símnotendur
athugið
Aðfaranótt miðvikudagsins 12. ágúst var síma-
númerum símstöðvana á Egilsstöðum, Eiðum,
Lagarfossi, Seyðisfirði, Borgarfirði, Vopnafirði og
Bakkafirði breytt í fimm talna númer.
Aðfaranótt föstudagsins 14. ágúst verður sams-
konar breyting gerð á símstöðvunum á Reyðar-
firði, Eskifirði, Neskaupsstað, Mjóafirði,
Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
Umdæmisstjóri.
Pinotex
VIÐARVÖRN
PINOTEX BASE
Grunnvi&arvörn fyrir nýtt, óvarið
tréverk og einnig fyrir gamalt,
flagnað og uppþornað tréverk.
Berið rikulega á þar til viðurinn
hættir að drekka í sig. Munið að rétt
undirvinna tryggir endinguna.
PINOTEX CLASSIC
Lítið þekjandi en áhrifarík
viðarvörn sem kallar fram æ&ar og
áferð viðarins. Frábært efni í 17
sta&allitum auk hundraða litatóna
til viðbótar af Sadolin-litabarnum.
PINOTEX EXTRA
Hálfþekjandi viðarvörn sem endist
í mörg ár. Mikið þurrefnisinnihald
tryggir góða endingu. Áferð og
æðar viðarins njóta sín. 12 fallegir
sta&allitir auk hundra&a litatóna af
Sadolin-litabarnum.
Plnotcx •
| supcrde i. ; BP
IIU-
Útsölustaðir
um land allt.
Þekjandi acryl-viðarvörn.
Lyktarlaus og slettist ekki.
17 sta&allitir auk hundraða litatóna.
Superdec má nota yfir allar aðrar
tegundir. Rétta efnið þegar breyta á
um lit, meira að segja úr svörtu í
hvítt.
PINOTEX
VERNDAR VIÐINN
OG GÓÐA SKAPIÐ!
ftriteftiftnwp
Ritstjórar í hár saman
Stefna ráðamenn íslands landi og þjóð í nýtt hernám?, spyr
Rósa B. Blöndals, rithöfundur, í grein í Morgunblaðinu um hval-
veiðideilu íslands og Bandaríkjanna. Litið er í þessa grein í dag
en einnig er lesendum gefin innsýn í deilu sem virðist vera í
uppsiglingu milli ritstjóra Tímans og Þjóðviljans.
Sjálfstæðið
og hvalamál
í grein sinni segir Rósa
B. Blöndals meðal ann-
ars: „Kalla má, að tveir
stærstu stjómmálaflokk-
ar landsins, Sjálfstæóis-
flokkur og Framsóknar-
flokkur, kasti fjöreggi
þessarar þjóðar á milli
sín þar sem er hin
harðvítuga hvalfriðunar-
deila við Bandaríkin og
mörg önnur lönd.
Ef þriðji aðili, andvíg-
ur báðum, Sjálfstæðis-
flokki og Framsókn,
næði að kasta spjóti sínu
i fjöreggið, þá gæti svo
farið að báðir þessir
flokkar hyrfu ásamt
nokkrum smærri flokk-
um og eftjr sæti einn
flokkur að völdum undir
sterkri stjóm erlends
valds.
Fjölmargar greinar
sjálfstæðismanna vom i
fyrra svo harðar i garð
Bandaríkjanna út af
hvalveiðimálinu að það
líktist helst málflutningi
Þjóðviljans.
Hvalamálinu var
blandað saman við sjálf-
stæðismál íslands. Því
var haldið fram að
Bandarjkjamenn væm að
kúga fslendinga, enda
þótt stöðvim á hvalveið-
um Hvals hf. væri gerð
vegna þess að þeir bmtu
hiklaust alþjóðahval-
veiðibannið, sem Alþingi
hafði samþykkt með einu
atkvæði yfir.
Síðan _ rangtúlkuðu
ráðamenn íslands friðun-
arlögin, hvalföngurum í
vil, og snem sinni eigin
sök upp á Bandaríkin.
íslendingar urðu upp-
visir að þvi, að sumir
þingmenn, sem greiddu
atkvæði með hvalfriðun-
artillögunni, gerðu það
með þeim ásetningi að
semja um að svíkja loforð
sitt.
Slikan hráskinnaleik á
smáþjóð ekki að sýna
öðrum þjóðum, að hún
líti á sem lögleg vinnu-
brögð."
Síðar í grein sinni seg-
ir Rósa: „Hvað er þá
hættulegt við svona
framkomu fámennrar
þjóðar?
Hún missir traust og
virðingu allra stærri
þjóða.
Það orð kemst á að
íslendingar séu ekki við-
ræðuhæfir um friðun
dýra i útrýmingarhættu,
ef þeir geta hagnast
sjálfir á veiðunum.
Þeir sömu menn, sem
hafa staðið í stappi um
að þorkstofninn fái að
stækka í góðærinu, lýsa
vonbrigðiun sínum yfir
því, að þeim hafi ekki
teldst að kenna Banda-
ríkjastjórn og Alþjóða
hvalveiðiráðinu þannig
hugsunarhátt, sem þeir
mæta sjálfir hjá óánægð-
um fiskimönnum, sem
vilja fá að veiða þorskinn
þangað til fiskimiðin eru
auð og tóm.
Hættan á ofveiði nytja-
fiska er gífurleg með
veiðitækni nútímans.
Hvalfangarar hafa jafn-
an mikla veiðitækni."
Arftaki
Bogesen
AUskemmtileg deila
virðist vera i uppsiglingu
milli Arna Bergmanns,
ritstjóra Þjóðviljans, og
Garra Tímans um Reag-
an Bandaríkjaforseta og
sannsögli hans. Deila
þessi hófst með þvi að
Arni ásakaði Indriða G.
Þorsteinsson um að fela
sig á bak við dulnefnið
Garri og lýsti Tímarit-
stjóranum sem traustasta
arftaka „Bogesensslekt-
isins í Sölku Völku i
heimsskoðunarmálum.
En það fólk taldi allan
háska steðja frá Dönum
og Rússum í sameiningu
og þetta er alveg eins hjá
Indriða karlinum," segir
Arni.
Og Þjóðviljaritstjórinn
heldur áfram: „Af sjálfu
sér leiðir að maður sem
á í striði við jafn öfluga
og ústsmogna andstæð-
inga og Dani og Rússa
þarf á bandamönnum að
halda. Og þá fínnur
Tíminn þessar vikur
helst í Bandarikjum Re-
agans forseta. Eða
réttara sagt: Vill finna
þar traustan og öflugan
vin í raun. Það gengur
hinsvegar ekki nógu vel,
því miður. Vegna þess
að Reagan og hans menn
eru komnir mjög Í hnút
með sjálfa sig og aðra,
seljandi írönum vopn eitt
misserið og sendandi á
þá flota hið næsta, svo
eitt dæmi af mörgum sé
nefnt. Hér við bætist svo
það séríslenska sambúð-
arvandamál við Banda-
rildn sem hvalamálið er
orðið.
Tímaritstjórinn fær
því engin greið svör þeg-
ar hann spyr í sinni
pólitísku angist.: Hvar er
í heimi hæli tryggt?“
Órabelgirnir á
Þjóðviljanum
Garri Tímans fer
skömmu síðar nokkrum
orðum um ritstjórana
þijá á Þjóðviljanum. Þrá-
in og Ossur telur hann
báða vera á förum sökum
þess að þeir séu „órabelg-
ir af þeirri stærðargráðu
að þeir flækja linuna og
rugla með steðjann. Að
þeim brottgengnum
kemst aftur normal
ástand á Þjóðviijann.
Hann verður aftur þetta
góða blað, sem maður
lærir einu sinni utan að
og þarf síðan ekki að lesa
meir“.
Siðar segir Garri:
„Þótt Ámi sé ófrelsaður
og sitji þvi áfram á rit-
stjómarstóli em á honum
ýmsir annmarkar aldur-
dóms, eins og sá að vera
að fikta með ættfræði,
sem hann veit á hvorki
haus né sporð. Hann er
jafnvel búinn að feðra
Garra, sem er að verða
einskonar Djúgasvili í
hans augum, alvondur af
alvondum kominn. En
Ami Bergmann er vanur
þrasi og hefur sterkar
sannfæringar. Hann veit
hvenær Bandaríkjafor-
seti lýgur, sem að hans
mati er alla daga frá kl.
6 á morgnana til kl. 2
e.m., gott ef hann lýgur
ekki líka i draumum.
Þannig ritstjóri er auð-
vitað gulls igildi á
Þjóðviljanum, enda lýgur
enginn eins og Reagan,
jafnvel ekki Lúðvík, þótt
Bjöm heitinn Jónsson
væri á annarri skoðun.
Garra verður eftirsjá í
þeim Össuri og Þráni.
Það brá fyrir mannlegu
„glimti" í skrifum þeirra.
Nú á róbótinn frá
Moskvu að taka við rit-
stjóminni og það er
fyrirkviðanlegt."
NNSOKNASTOf
SKÓGRÆKTAR
RÍKISINS
Skógræktarstöðin
að Mógilsá 20 ára
RANNSÓKNASTÖÐ Skógrækt-
ar ríkisins að Mógilsá á 20 ára
afmæli á morgun, 15. ágúst. í
tilefni þess hefur verið gefinn
út kynningarbæklingur um sögu
og starfsemi stöðvarinnar.
Rannsóknastöðin er reist fyrir
gjafafé sem Ólafur V. Noregskon-
ungur færði íslendingum að gjöf í
heimsókn sinni hingað árið 1961.
Skógræktarstjóri Noregs, Olaf
Aalde, kemur til landsins í tilefni
þessa afmælis.
í bæklingnum segir m.a.: „í ferð
sinni til íslands árið 1961 færði
Ólafur V. konungur Noregs íslend-
ingum eina milljón norskra króna
að gjöf frá þjóð sinni, og skyldi
þeirri gjöf varið til að efla skóg-
rækt á Islandi. Ákveðið var að nota
meginhluta gjafarinnar til þess að
reisa rannsóknastöð í skógrækt,
sem verða skyldi miðstöð allrar
rannsóknastarfsemi Skógræktar
ríkisins. Talið var að það myndi
framar öllu tryggja farsæla framtíð
skógræktarmála á íslandi. Rann-
sóknastöðinni var valinn staður að
Mógilsá á Kjalarnesi, og hófst
bygging stöðvarinnar vorið 1964.
Haraldur ríkisarfi Noregs vígði
rannsóknastöðina 15. ágúst 1967.
Rannsóknastöðinni bárust
snemma höfðinglegar gjafir. Börn
Guttorms Pálssonar skógarvarðar
gáfu stöðinni vísi að bókasafnj í
minningu föður síns árið 1965. Ári
síðar færði þýska sambandslýðveld-
ið Skógrækt ríkisins fjölda rann-
sóknatækja að gjöf, og var þeim
komið fyrir á Mógilsá.
Reglugerð fyrir stöðina var stað-
fest af landbúnaðarráðherra árið
1968. Samkvæmt henni á stöðin
fyrst og fremst að vinna að verkefn-
um, sem hafa hagnýtt gildi fyrir
skóg- og tijárækt í landinu. Rannr
sóknastöðin er nú sérstök deild
innan Skógræktar ríkisins, en lýtur
stjóm 5 manna nefndar sem skipuð
er af landbúnaðarráðherra til 4 ára
í senn. Starfsemin er tvíþætt, ann-
ars vegar eru rannsóknir og hins
vegar þjónusta ýmiskonar og
fræðsla."