Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 3 Umferðarslys: Fjórtán hafa látist á árinu FJÓRTÁN manns hafa látíst í umferðinni það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs. Þessir fjórtán manns létust í 13 slysum. Níu karlmenn létust, tveir dreng- ir, tvær konur og ein stúlka. Tvö slysanna urðu í janúar, eitt í febrú- ar, þijú í mars, tvö í maí, þrjú í júlí og tvö, það sem af er ágúst. Tveir létust í slysi, sem varð hinn fyrsta mars. Ellefu hinna látnu voru undir 30 ára aldri, tveir voru á fímmtugsaldri og einn um sjötugt. Af þessum slysum voru sex árekstrar, fjögur útafakstursslys og þrisvar sinnum ekið á gangandi vegafaranda. Flest þessar slysa urðu á Vesturlandsvegi, eða þijú slys og tvö á Reykjanesbraut. Á sama tíma í fyrra höfðu 17 manns látist í 15 slysum. Banaslysið á Vestur- landsvegi UNGI maðurinn, sem lést í um- ferðarslysi á Vesturlandsvegi síðastliðið miðvikudagskvöld, hét Pétur Pétursson, til heimilis að Fjólugötu lla. Hann var fæddur 1960 og hefði orðið 27 ára 25. ágúst næstkomandi. Sjávarútvegssýningin: Um þúsund manns hafa bókað sig Hótel í Reykjavík, á Suðurnesjum og fyrir austan Fjall fullbókuð UM eitt þúsund manns hafa bók- að komu sína á sjávarútvegssýn- inguna í Reykjavík, sem haldin verður dagana 19.-23. september og er nú svo komið, að vegna skorts á hótelrými heldur fólk að sér höndum um frekari bókan- ir. Ferðaskrifstofan Úrval sér um bókanir vegna sýningarinnar. Þar fengust þær upplýsingar að búið væri að fullbóka á öll hótel í Reykjavík, auk hótela í Keflavík, Njarðvíkum, Hveragerði og á Sel- fossi. Gestir á sýninguna væru tregir til þess að gista í heimahúsum og því héldu þeir að sér höndum varðandi bókanir. í athugun væri að fá færeysku feijuna Smyril til þess að liggja í höfn í Reykjavík á meðan á sýningunni stæði, en það væri óljóst hvort af því gæti orðið. Þá væri og í athugun hvort annað skip væri fáanlegt. Breska fyrirtækið Industrial and Trade Fairs stendur fyrir sjávarút- vegssýningunni í náinni samvinnu við Útflutningsráð íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.