Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Sumartónleikar: Meistaraverk út- sett fyrir tvo gítara TVEIR gítarleíkarar, annar breskur, Paul Galbraith, og hinn íslenskur, Einar Kristján Einars- son, verða gestir sumartónleik- anna um þessa helgi. Einar Kristján er Akureyringur en hefur verið við nám í gítarleik í Manchester á Englandi. Paul Gal- braith er ókunnur hér á landi en hann hefur unnið til verðlauna í gítarleik á Bretlandseyjum. Á efnisskránni hjá þeim félögum verða verk eftir Bach, Bramhs, Haydn, Ravel og De Falla, sem þeir hafa útsett fyrir tvo gítara. Sem fyrr verða sumartónleikam- ir í Akureyrarkirkju á sunnudag klukkan 17.00, Húsavlkurkirkju á mánudag klukkan 20.30 og Reykja- hlíðarkirkju á þriðjudag klukkan 20.30. Bjöm Steinar Sólbergsson, org- anisti á Akureyri, hefur haft veg og vanda af sumartónleikahaldinu og sagði hann að yfirleitt hefðu þeir verið vel sóttir í sumar, sérstak- lega af ferðamönnum, og fyrir nokkmm vikum hefði verið alveg yfírfullt í Reykjahlíðarkirkju þegar íslenskir tónlistarmenn fluttu þar íslensk verk. Hólavatnskaffi 121. sinn á sunnudaginn Hólavatnskaffi verður hald- ið í tuttugasta og fyrsta sinn Viðauki við viðtal Vegna viðtals sem ágætur blaðamaður Morgunblaðsins átti við mig þann 22. júlí siðastliðinn vil ég láta koma fram til að fyrir- byggja allan misskilning að aðalstjórn KA heldur fundar- gerðir reglulega. Með þökk fyrir birtinguna, Jón Hjaltason. á sunnudaginn kemur, 16. ágúst, en venja er að ljúka starfi sumarbúðanna að Hóla- vatni, sem reknar eru í nafni KFUM og K, með kaffisölu þar. í fréttatilkynningu frá sumar- búðunum segir að undanfarin ár hafí fjöldi fólks komið við og drukkið Hólavatnskaffí, enda staðurinn hinn ákjósanlegasti þegar ekið er um Eyja^örðinn. Aðstandendur kaffísölunnar vonast til að sjá sem flest andlit frá liðnum árum á sunnudaginn, ennfremur að ný andlit líti inn. Morgunblaðið/KJS Unnið við lokafrágang bílastæða framan við brauðverslunina. Kristjáns bakarí: Viðbyggingin til- búin í næstu viku FRAMKVÆMDUM við Kristjáns bakarí er nú alveg að ljúka og er reiknað með að viðbyggingin nýja, sem svo mjög hefur verið deilt um vegna útlitsins, verði tekin í notkun í næstu viku. Ein- ungis er eftir að malbika bíla- stæði við húsið og mála gamla húsnæðið. „Við höfum gjörsamlega verið að sprengja utan af okkur hús- næðið, og bara á þessu ári hefur starfsemi okkar aukist stórlega," sagði Snorri Kristjánsson, en hann er eigandi fyrirtækisins ásamt son- um sínum. Hið nýja húsnæði er á tveimur hæðum, 100 fermetrar að grunn- fleti, og verða skrifstofur á efri hæðinni, en á þeirri neðri verður svonefnt konditorí, en það felur í sér að viðskiptavinir geta notið þess sem á boðstólum er þar inni. Það var Jón Haraldsson, arki- tekt, sem teiknaði viðbvgginguna, sem mörgum hefur eflaust orðið starsýnt á vegna fremur óvenjulegs útlits. Morgunblaðið/KJ S Blásarasveitin æfirfyrirafmælið Blásarasveit Tónlistarskól- ans á Akureyri gerði sér lítið fyrir síðdegis í gær og marser- aði um göngugötuna, mörgum vegfarandanum tii mikillar ánægju, og spilaði nokkur vel valin lög. Blásarasveit Tónlistarskól- ans verður i stóru hlutverki á afmælisdegi bæjarins 29. ágúst, og þvi gildir ekkert annað en að vera í góðri æfingu þegar þar að kemur. Meðlimir sveitar- innar eru 53 talsins, þó ekki hafi þeir allir verið þátttakend- ur í hljóðfæraleiknum á göngugötunni í gær. Hitaveitan yfirtekur raf hitamarkaðinn: Bæjarsljórn samþykkir tillögur veitustjórnar TILLÖGUR veitustjómar Akur- eyrar um yfirtöku hitaveitunnar á rafhitamarkaði í bænum voru samþykktar nær óbreyttar f bæj- arstjórn á þriðjudaginn. í tillögunum segir að stefnt sé að því að öll rafhituð hús utan Gerðahverfís II og Furulundar verði tengd hitaveitunni fyrir árslok árið 1990 og að þessar aðgerðir komi til framkvæmda í framhaldi þeirrar orkuverðslækkunar sem ákveðin hefur verið. í tillögum veitustjómar voru eftir- farandi atriði lögð til grundvallar í því tilboði sem bjóða á þeim sem enn kynda hús sín með raforku: Daghitun með rafhituðu vatni og næturhitun: Tengigjald falli niður en mæla- grindargjald greiðist. Frá 1. janúar 1989 verði þessum aðilum ekki gefínn kostur á að kaupa raforku samakvæmt orkutaxta C1 og C2 hjá Rafveitu Akureyrar. Rafmagnsþilofnar og neyslu- vatn frá Hitaveitu Akureyrar: Stofngjald hefur þegar verið greitt. Afsláttur af orkugjaldi verði 35% til ársloka 1992. Frá 1. janúar verði þessum aðilum ekki gefínn kostur á að kaupa raforku sam- kvæmt orkutaxta C1 hjá Rafveitu Akureyrar. Rafmagnsþilofnar og rafhitað neysluvatn: Tengigjöld fyrir íbúðarhúsnæði. Fyrir hveija grind greiðast 20. þús- und krónur. Afsláttur á orkugjaldi verði 35% til ársloka 1992. Frá 1. janúar verði þessum aðilum ekki gefinn kostur á að kaupa raforku samkvæmt orkutaxta C1 hjá Rafveitu Akur- eyrar. Notendur með blandaða notk- un. Frá 1. janúar 1989 verði þessum aðilum ekki gefínn kostur á að kaupa raforku samkvæmt C1 og C2 hjá Rafveitu Akureyrar. Auk þess býðst þeim sem breyta um kyndingarkerfí Iánafyrir- greiðsla frá Húsnæðismálastofnun og að sögn Sigurðar J. Sigurðsson- ar, stjómarformanns í stjóm veitu- FIÐLARAMÓTIÐ í seglbretta- siglingum og siglingu á optimist-bátum hefst í dag klukkan 15.00 og stendur fram á sunnudag. Þetta er i annað sinn sem veitingahúsið Fiðlar- inn stendur fyrir keppni af þessu tagi. Tuttugu keppendur hafa þegar skráð sig til keppni á seglbrettum en á optimist-bátunum verða sjö keppendur, allir undir 15 ára aldri. Flestir sem skráðir eru til keppni eru frá Reykjavík, en auk keppenda héðan verða keppendur frá Egilsstöðum. Dagskrá keppninnar hefst með keppni á seglbrettum, en sex umferðir verða í þeirri keppni á sex mismunandi brautum. Þrjár umferðir verða í keppni á optim- ist-bátum og hefst hún á laugar- dag klukkan 10.30 um morguninn. Keppni lýkur svo á sunnudag- inn eftir hádegið, en þá heijast síðustu umferðimar; keppni í seglbrettasiglingum verður stofnana, verða þau lán á bilinu 100-150 þúsund krónur og eiga þau að greiðast á 8 árum, en eru af- borgunarlaus fyrstu tvö árin. klukkan 14.00 og 16.00, og klukkan 15.00 verður síðasta umferðin í siglingu optimist- bátanna. Um kvöldið verður svo lokahóf fyrir keppendur á Fiðlaranum. Rafveita Akureyrar: Gjaldtaxtar hækka um 7,1% GJALDTAXTAR Rafveitu Akur- eyrar hækka 1. september um 7,1%, en frá og með 1. ágúst hækkuðu taxtar Landsvirkjunar um 9,5%. Veitustjóm lagði fram tillögur í bæjarstjóm um þessa hækkun á þriðjudaginn og til þess að mæta þessum auknu útgjöldum vegna orkukaupa var þessi hækkun sam- þykkt. Fiðlaramótið hefst í dag: Keppt í siglingu á seglbrettum og optimist-bátum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.