Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 KNATTSPYRNA / NOREGUR Aukinn áhugi Norðmanna á knattspymu Fyrri hálfleikur var mjög vel leik- in af báðum liðum og sköpuðu liðin sér ijölmörg færi eftir vel út- færðar leikfléttur. Samvinna leikmanna beggja Frá liða var mjög góð - JóniÓttarri hraðar og fjörugar Karissyni sóknir og góð markvarsla. í síðari hálfleik sóttu Svíar lát- laust. Á 67. og 68. mínútu skoruðu Svíar, en bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu og þótti það vafasamur dómur að flestra áliti. Norski markvörðurinn, Erik Thorstvedt, varði ótrúlega vel, var besti leikmaðurinn á vellinum og geta Norðmenn þakkað honum fyr- ir jafnteflið. Af öðrum norskum leikmönnum má nefna Anders Giske og Egil Johansen. Hjá Svíum voru bestir Stefan Petersen, Mats Magnusson og varamaðurinn Andreas Limpar. Leikur liðanna var sá 95. í rÖðinni. Á meðal norskra knattspymu- áhugamanna er töluverður áhugi fyrir leik íslands og Norðmanna í Evrópukeppninni 9. og 23. septem- ber. Norðmenn munu gera allt til að lenda ekki í síðasta sæti í riðlin- um. Með sigrum í leikjunum gegn íslandi geta Norðmenn enn bjargað andlitinu - en vonandi tekst landan- um að gefa þeim á baukinn. NORÐMENN gerðu markalaust jafntefli við Svía á Ullevaal- leikvanginum í Óslo í blíðskap- arveðri, 20 stiga hita og logni í fyrra kvöld. Ahorfendur voru 22.237 (uppselt) og eru ár og dagar síðan svo margir áhorf- endur hafa sótt leiki norska landsliðsins. Fleiri þúsund manns urðu frá að hverfa og urðu því að fylgjast með leikn- um í sjónvarpi. Erik Thorstvedt 49 GOLF Hjóna- og parakeppni OPIN hjóna- og parakeppni í golfi verður haldin á golfvellin- um íVestmannaeyjum á laugardaginn og hefst kl. 14.00. Leiknar varða 18 holur með for- gjöf. Keppni verður þannig " háttað, að karlamir sjá um að koma kúlunni inn á grín en síðan sjá kon- umar um að koma henni niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 98-2363. Öldunga- mót í Leirunni OPIÐ öldungamót í golfi verður haldið á Hólmsvelli í Leiru á sunnudaginn og hefst það klukkan 10. Keppt verður í tveimur flokkum, 50-55 ára og 55 ára og eldri, og geta kepp- endur skráð sig í sfma 92-14100. HANDBOLTI Víkingur Aðalfundur handknattleiks- deildar Víkings fer fram í félagsheimilinu við Hæðgargarð fimmtudaginn 20. ágúst og hefst kl. 20.30. Stjómin. inn í Þýzkalandi (27/28. júní). „Það félli okkur vel ef samböndin gætu komizt að gagnkvæmu sam- komulagi." Athugasemd: Þetta telex gengur augljóslega lengra en telex IHF frá 30. apríl. Miður-maí: HSÍ fer þess á leit við HVÞ og IHF í símtali að báðir leikimir verði leiknir árla í september. IHF lýsir möguleika á að samþykkja það, með það í huga að HVÞ fal- list á þessa tillögu. 18. maí: Telex HVÞ til HSÍ HVÞ segist ekki geta leikið í sept- ember vegna þýzku deildakeppn- innar. ítrekar fyrra tilboð að leika heima á tímabilinu 26.-28. júní og tveimur dögum áður eða síðar á íslandi. 20. maí: Munnlegar upplýsingar berast frá HSÍ um að meirihluti stúlknanna í íslenzka stúlknaliðinu fari þenn- an dag til útlanda í skólaferðalag. 27. maí: Telex HVÞ til HSÍ HVÞ skýrir HSÍ aftur frá því að leikdagar í september gangi ekki. Endurtekur fyrra tilboð um leik- daga í lok júní. 9. júní: Telex HVÞ til IHF: HVÞ óskar eftir tafarlausri ákvörðun um leikdaga til þess að geta pantað íþróttasal og gistingu fyrir mótheijana, dómarana o.s. frv. 10. júní: Telex IHF til HSÍ: IHF fer fram á það við HSÍ að það svari því innan sólarhrings hvort sambandið samþykki að leika gegn Vestur-Þýzkalandi og á hvaða leikdögum. 12. júnf: Telex HSÍ tU IHF: HSÍ endurtekur að heimaleikur íslands hefði átt að fara fram á tímabilinu 16.-19. maí. Ennfrem- ur segist HSÍ ekki samþykkja að leika báða leikina 26.-28. júní, heldur skuli þeir leiknir í septem- ber. Athugasemd: Eins og áður er út- skýrt gat HVÞ ekki samþykkt að leikið yrði á tímbilinu 16.-19. maí (hefur það stuðning IHF, þar sem ekki er hægt að knýja lið til leiks strax eftir heimkomuna til Evrópu úr annarri heimsálfy). Auk þess er í þessu telexi HSÍ ekki hirt um þau tilmæli að telexi IHF frá 10. júní yrði svarað innan sólar- hrings, og ekki er minnst á neina leikdaga eins og beðið var um. 16. júni: Telefax IHF til HSÍ og HVÞ: Óskað er eftir því við bæði löndin að þau komist að samkomulagi um leikdaga og nú er þeim veittur 48 stunda frestur til þess (svo eðlilegur tími gefist til að und- irbúa leikina, útvega dómara o.s.frv.). Tekið var fram við báða aðila að ef gagnkvæmt samkomu- lag lægi ekki fyrir á hádegi þann 18. júní tæki gildi ákvörðun IHF um að liðin lékju í Vestur-Þýzkal- andi um helgina 27/28 júní og á íslandi 30.júní/l. júlí eða helgina 4/5. júlí. Þessi ákvörðun var tekin í ljósi allra málsatvika og með tilliti til samþykktar mótaþingsins í Dakar um leiktímabil fyrir undankeppn- ina. Hún var einnig byggð á ríkjandi venjum í málum af þessu tagi og regíum, sem kveða á um að setja beri leiki á síðasta dag þess tímabils, sem mótaþingið ákveður (þ.e. maí/júní). Báðir aðilar voru beðnir að ræðast við símleiðis. 16. júnf: Telex HVÞ til HSÍ og IHF: HVÞ samþykkir leikdag fyrir hei- maleik sinn 26. júní kl. 18:30 í Unna. 18. júnf: Ákvörðun IHF frá 16. júní um leikdaga tekur gildi þar sem HSÍ og HVÞ gátu ekki komið sér sam- an um þá. HSÍ hafði hvorki fyrir því að svara IHF eða HVÞ símleið- is (eins og beðið var um 16. júní) eða með bréfi hvort það ætlaði að mæta til leiks eður ei. Ekkert svar (beðið var um símhringingu) er ekki hægt að túlka sem sam- þykki fyrir því að leika. Af „baktjaldaviðræðum" var það hins vegar augljóst að ákvörðun um að mæta ekki til leiks hafði verið tekin nokkrum dögum áður - sjá 22. júní, Strassborg. 19. júnf: Telex HVÞ til IHF: Skírskotað til telefax frá IHF 16. júní um lokafrest HSÍ og HVÞ til að semja um leikdaga ekki seinna en 18. júní. Tilvitnun: „Af munn- legum svörum íslenzka hand- knattleikssambandsins er augljóst að ísland ætlar ekki að mæta til leiks.“ 22. júní: Telex IHF til HSÍ: Haft var samband við HSÍ kl. 08:30 og það beðið að staðfesta þáttöku ekki seinna en samdæg- urs klukkan 13:00 ella yrði íslenzka liðinu vísað úr keppni: „í samræmi við fyrri orðsendingu hafa leikdagar verið ákveðnir 27/28. júní Þýzkalandi og þremur dögum síðar á íslandi. Oskað er eftir staðfestingu yðar f dag, 22. júní, kl. 13:00 að svissneskum tíma. Sömu staðfestingu þurfið þið að gefa HVÞ. Hafi staðfesting ekki borist klukkan 13:00 verður liði ykkar vísað úr keppni." 22. júnf f Strassborg (á ráð- stefnu IHF): Til viðbótar telexi, sem sent var samdægurs, voru gerðar ítrekaðar en árangurslausar tilraunir af hálfu IHF til að ná símasambandi við HSÍ eða formann þess frá Strassborg. Af tilviljun heyrði þjálfari íslenzka liðsins [Hilmar Bjömsson], sem staddur var í Strassborg, um þessar tilraunir til að ná sambandi við HSÍ. Leiddi það til stuttra funda fulltrúa IHF með honum og til fundar hans með þjálfara vestur-þýzka stúlknaliðsins. Þjálfarinn, herra [Hilmar] Bjömcson, tók það skýrt fram við Bahrke, framkvæmda- stjóra IHF, -og einnig við Hoffmann, vestur-þýzka þjálfar- anum, að íslenzka liðið mundi ekki mæta til leiks um næstu helgi og að það drægi sig út úr keppni. Hann sagði að ekki væri hægt að tefla fram liði vegna sumamáms leikmanna í útlönd- um. Að hans sögn var þetta opinber ákvörðun HSÍ. Hann sagðist leiður yfir því hvemig komið væri. 22. júni kl.14:02: Telex HSÍ til HVÞ (afrit til IHF): Ekkert vitnað til ákvörðunar IHF (um leikdaga í lok júní) heldur fallist á að leika báða leikina í Vestur-Þýzkalandi helgina 4/5. júlí, gegn ákveðnum fjárhagsleg- um skilyrðum. Athugasemd: Þetta telex er ekki hið formlega svar sem IHF bað um heldur enn ein tilraun til að ná fram öðmm leikdögum. 22. júní: Telex HVÞ til IHF Upplýsingar um að lýstum fjárkr- öfum HSI (fyrir því að leika báða leikina í Vestur-Þýzkalandi) sé ekki hægt að ganga að. 23. júní: Telex HSÍ til HVÞ Endurtekin fyrri tillaga um leik- daga (sem HVÞ hefur þegar hafnað); ekkert vitnað til ákvörð- unar IHF um leikdaga; og HVÞ ásakað um að nota aðild Thiele að Mótanefnd IHF í eigin þágu. 23. júní: Mótanefndin ákveður að B. Thiele fjarstöddum að vísa íslenzka stúlknaliðinu úr keppni. Bæði HSÍ og HVÞ verði tilkynnt um niður- stöðuna. 26. júni: Telefax IHF til HSÍ (afrit HVÞ): Allar aðalástæðumar fyrir brottvísun íslands úr keppninni dregnar saman og ítrekaðar. Til- vitnun: „Það verður að segjast eina ferð- ina enn að Handknattleikssam- band íslands hafði að engu ákvörðun IHF um lokafrestinn 18. júní, sem tilkynnt var 16. júní, og svaraði hvorki (rétt og form- lega) telefaxi IHF 16. júní né telexi IHF 22. júní. Mótanefnd ákvað þess vegna, að nefndarmanni frá Vestur-Þýzkal- andi [B. Thiele] fjarstöddum og með samþykki evrópskra stjómar- manna í IHF, hinn 23. júní 1987 að breyta hvorki: ákvörðun IHF frá 18. júní né ákvörðun um brottvísun íslenzka liðsins úr keppni 22. júní.“ Þessi samþykkt var einnig byggð á þeirri staðreynd að HSIsvaraði ekki telexi IHF frá 10. júní með réttum hætti svo og á afdráttar- lausum yfiriýsingum þjálfara íslenzka liðsins, Hilmars Bjöms- sonar. 9. júli: Telex HSÍ tíl IHF: íslendingar tilkynna IHF að þeir samþykki ekki ákvörðun Móta- nefndarinnar um að vísa þeim úr keppni. Athugasemd: Lög IHF (grein 52 í Handbók IHF og ákvarðanir þingsins 1986 sem birtar em á bls. 14 í fréttabréfi IHF númer 151) gefa aðildarlöndum mögu- leika á að mótmæla ákvörðunum IHF. HSÍ notfærði sér hins vegar ekki þennan möguleika. Af þeim sökum var þetta telex aðeins ritað niður til minnis en málið ekki rætt frekar. 3. ágúst: Telex HSÍ til IHF: Meira stagl af hálfu HSÍ og rang- ar og samhengislausar tilvitnanir í framangreind telex. Tilvitnun: „Með því að svara ekki telexi IHF frá 16. júní var Hand- knattleikssamband íslands að samþykkja ákvörðun IHF [um leikdaga]. Þjálfara okkar var ætl- að að ræða við þýzka þjálfarann í Strassborg og reyna að komast að hentugri niðurstöðu." Athugasemd: Þetta er í algjörri mótsögn við telex HSÍ 23. júní um að fá að leika 4. og 5. júlí og athafnir íslenzka þjálfarans í Strassborg (kom þangað 19. júní, tók fyrst við sér 22. júní og þá af því að hann var fyrir tilviljun nærstaddur þegar fulltrúar IHF reyndu að ná símasambandi við HSÍ) og opinberar yfírlýsingar hans þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.