Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 19 Umfangsmesta peningafölsun sem um getur í Svíþjóð afhjúpuð Glæpaf lokkur hreiðraði um sig á bóndabæ í nágrenni Lundar eftirPétur Pétursson Nýlega komst upp um pen- ingafalsara sem höfðu komið sér fyrir á bóndabæ einum hér nálægt Lundi og prentað a.m.k. 600 10.000 krónu seðla, sem sennilega eru komnir í umferð þar sem engin leið er að finna þá nema með sér- stökum aðferðum. Þetta er viðamesta peningafölsun, sem um getur í seinni tíð, að sögn bankastjóra Seðlabankans. Aður höfðu sænskir peninga- falsarar verið afhjúpaðir í Þýskalandi eftir að hafa prentað eitthvað af 100 krónu seðlum, án þess þó að nokkuð umtalsvert magn hafi verið komið í umferð. Fölsunin var svo vel gerð, að ekki var nokkur leið, fyrir venjulegt afgreiðslufólk, að sjá að um eftirlík- ingu var að ræða. Lögreglan prófaði sjálf að láta nota þessa fölsku seðla í tilraunaskyni og hvergi hafði af- greiðslufólk neitt að athuga við seðlana. Komst upp af misgáningi Lögreglan fór að hafa áhuga á því sem fram fór á bóndabænum, sem um nokkurt skeið hefur verið í eyði, eftir að sá sem hafði hann á leigu framdi sjálfsmorð. Við at- hugun á staðnum kom ýmislegt í ljós sem vakti grun lögreglunnar. Eiginkona hins látna vissi um starf- semina en við yfírheyrslur hefur komið fram að hún hafði ekki þorað að hafa samband við lögregluna af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu höfuðpaursins. Þá hafði einnig ver- ið brotist inn í bæinn og eitthvað af peningum stolið, sem reynt var að koma í umferð þrátt fyrir það að þeir væru ekki fullkomin eftirlík- ing og sennilega hefur glæpaflokk- urinn aldrei ætlað að setja þá peningaseðla á „markaðinn". Lög- reglan fann síðar mikið magn af prentuðum peningaseðlum, sem hafa verið prufur, því að þeir voru gallaðir, en eitthvað af þeim hefur samt komist í umferð og átt sinn þátt í því, að allt komst upp. Falsar- amir grófu þetta niður skammt frá bænum með hjálp nágranna sem á og rekur gröfu. Hann sá ekki hvað um var að ræða, en honum var sagt að þetta væri drasl af háa- lofti. Þegar lögreglan hafði sam- band við hann, og bað hann að grafa upp peningana, hélt hann fyrst að um gabb væri að ræða. Að tilvísan hans fundust prufu- prentanir og ýmiss útbúnaður, sem notaður var við framleiðsluna. Höfuðpaurinn, sem er 29 ára gamall útlendingur, var búinn að forða sér úr landi, þegar falsið komst upp. Við yfírheyrslur hefur komið fram að hann hafði það mik- ið tangarhald á öðrum, sem vom í vitorði og þeim, sem tengdust þessu á einn eða annan hátt, að enginn þorði af ótta við hann, að hafa sam- band við lögregluna og segja frá. Þessi maður virðist vera meiriháttar glæpamaður með ýmislegt á sinni könnu, svo sem skipulögð rán í verslunum og lagerum. Virðist hann einnig hafa aðgang að flutninga- kerfí, sem kemur þýfínu í verð, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Nýjustu fréttir herma að það sé búið að taka hann fastan í Júgóslavíu. Allt í gamni Prentarinn, sem sá um tæknilegu hliðina, hefur ekki komið áður við sögu hjá lögreglunni. Hann hefur fasta atvinnu í Malmö og segist í raun aldrei hafa komið nálægt sjálfri prentuninni, heldur aðeins gert mótin og síðan gefíð ráðlegg- ingar. Hann segist aldrei hafa trúað á fyrirtækið og tók þátt í þessu meira af gamni en alvöru í byijun. Hann segist aldrei mundu hafa tek- Komist hefur upp um umfangsmestu peningafölsun sem um getur í seinni tíð í Svíþjóð á bóndabæ nálægt Lundi. ið þátt í þessu ef hann hefði vitað að þetta væri framkvæmanlegt. Þegar hjólin voru svo farin að snú- ast var of seint fyrir hann að draga sig út úr félagsskapnum. Falsið er svo fagmannlega gert að lögregla og bankamenn eru yfír sig undr- andi. Hópurinn prentaði ekki aðeins seðla heldur einnig fölsk ökuskír- teini, sem átti m.a. að nota til að ná út peningum af reikningum í bönkum. Jafn vel gerðar eftirlíking- ar af ökuskírteinum hafa aldrei áður sést hér, enda svo um hnútana búið að erfitt, ef ekki ógemingur, á að vera að gera nákvæmar eft- irlíkingar. Vitað er að höfuðpaurinn reyndi að komast í samband við bankastarfsfólk til þess að fá það til að skipta fyrir sig fölskum seðla- búntum í einu lagi yfir í öruggan gjaldmiðil, en það hafði ekki tekist áður en allt komst upp. Höfundur er fréttaritari Mbl. í Lundi ÍSvíþjóð. EINMITT NUNA ER RÉTTITÍMINN #*. % Hitastig lofts og sjávar eins og við Norðurlandabúar viljum hafa það - með nægu sólskini fyrir alla. Aðstaða til íþróttaiðkana á sjó og landi eins og amerískir atvinnumenn vilja hafa hana - á heimsvísu. Skemmtistaðir og listviðburðir þar sem allir finna eitthvað fyrir sig - að sjálfsögðu. En! Florida býður upp á fleira en baðstrendur og skemmtanalíf. Farið ekki á mis við DISNEY WORLD - SEA WORLD - CYPRESS GARDENS og CAPE CANAVERAL. ATHUGIÐ: í fyrra seldist upp í fyrstu ferðirnar á örfáum dögum. Ef við lítum á verðið mætti ætla að það sama gerðist nú. Lítum á tvö dæmi: A. 11 DAGAR: Quality Inn, Orlando í 3 nætur og Colonial Gateway Inn, St. Pete Beach í 7 nætur. Verð: 22.010 kr.* B. 21 DAGAR: Quality Inn, Orlando í 6 nætur og Colonial Gateway Inn, St. Pete Beach í 14 nætur. Verð: 26.530 kr.* * Verðið er meðalverð fyrir tvo fullorðna og tvö böm (2-11 ára) saman í herbergi og tekur gildi 15. sept. Boðið er upp á fríar áætlunarferðir frá flugvelli og til St. Pete Beach. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlurmi. V Æ FLUGLEIÐIR Metsölubladá hverjutn degi! Uppiýsingasími 25100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.