Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Hér, á þessari viðarstjörnu, undir stjörnunni frá Flórens, áttu að ákveða í hvaða átt þú ætlar. Hvort þú ætlar í átt að peysunum, buxunum, skyrtunum, jakkafötunum eða bindunum.“ Það er ítalski innanhússarkitektinn Michele Bönan sem hefur orðið. Þessi þrítugi og skemmtilega sérkennilegi maður hefur þegar öðlast alþjóðlegan frama í sinni grein, þó ekki séu nema tíu ár liðin frá þvi hann hóf að vinna sem innanhússarkitekt. „Ég var svo heppinn,“ segir hann, „því eitt af mínum fyrstu verkefnum var tekið fyrir í tíu blaðsíðna umfjöllun í Architectual Design, sem er mjög útbreitt og virt ítalskt timarit um hús og híbýli“. Stjörnumar sem Michele Bönan talar um eru í versl- un Sævars Karls Ólasonar í Kringlunni, nánar tiltekið í inngangi verslunarinnar. „Stjömumar eiga að vísa þér veg- inn,“ útskýrir arkitektinn. „Hér em þrír stórir útstillingargluggar og fjór- ir minni. Þar verða sýnishom af þeim fatnaði sem verslunin hefur uppá að bjóða og eftir að fólk hefur skoðað þau ætti það að geta gengið frá þess- ari stjömu beint að því sem það vill.“ Blaðamaður virðir fýrir sér dökku viðarstjömuna í ljósu parketgólfinu sem blasir við er gengið er inn í verslunina. Stjömulaga ljósakrónan frá Flórens, sem hangir í loftinu, lýsir upp innganginn (og viðarstjöm- una) á skemmtilegan hátt. „Lýsingin hefur mikið að segja og ég legg mikla áherslu á hana,“ ségir Italinn ákafur og heldur áfram: „Ég þoli ekki eina allsherjar lýsingu með einni ljósakrónu í loftinu. Ég vil lýsa upp þá hluti sem verslunin leggur áherslu á og nota að mestu leyti litla kast- ara til þess.“ Michele Bönan lærði innanhúss- arkitektúr í háskóla í Flórens og frá tvítugsaldri hefur hann unnið um alla Italíu og annars staðar í heimin- um hjá virtum verslunum og ein- staklingum. „Happaverkefnið mitt var húsið hans Adriano Panatta, tennisleikara og æskuvinar míns. Hann keypti sér hús á Forte dei Marmi, sem er ákaflega fallegur staður á ítölsku riviemnni, og fékk mig til að innrétta það fyrir sig. Húsið vakti mikla athygli meðal arki- tekta og blaðamanna. Greinar með myndum voru birtar í mörgum blöð- um og tímaritum og síðan hef ég alltaf haft nóg að gera. Ég átti alls ekki von á allri þessari athygli, en tók henni vel og notfærði mér hana.“ náttúrunnar. Ef við ímyndum okkur að verslunin eigi að minna á hús í sveit, sér maður ámar, fiskinn, hús- dýr og mikið gras fyrir sér. Þess vegna vil ég að hér verði munir sem minna á þetta. Það má segja að andstæðumar í náttúrunni komi fram í því að á gólfinu og lágvegg er viður, marmari og íslenskur grá- steinn. í tveimur útstillingargluggum og á veggjum er mjög fallegt fléttað veggfóður úr basti frá Kína. Köflótt skoskt efni er hins vegar í öðrum gluggum og afgreiðsluborðinu, og eru lampaskermar í versluninni úr sama efni.“ Hef ekki ástœðu tii að yera hæverskur „Ég kann ekki við búðir Valentin- os, Versaces og fleiri hönnuða, sem selja eingöngu eigin fatnað. Mér finnast þær búðir einhæfar og kulda- legar. Ég kann hins vegar vel að meta búðir með dýran og fínan fatn- að frá mismunandi fyrirtækjum. Ég hugsa sjálfur mikið um klæðaburð og geng aðeins í góðum, klassískum fötum. Samt er ég ekki klassískur í mér . . .“ Hann hagræðir silkivasa- klútnum í vasanum á smáköflótta kasmíijakkanum sínum um leið og hann segir þetta, rennir fingrunum í gegnum hárið og segir: „Mér finnst ég ekki snobbaður, en ég kann að meta fallega hluti og er mikið fyrir þægindi. Eg neita því ekki að starf mitt er ábatasamt. Það er dýrt að fá hjá mér innréttingar og mér fínnst það sjálfsagt. Ég vinn mína vinnu vel og er þekktur fyrir það sem ég hef gert. Núna í júní var til dæmis umfjöllun í Architectual Design um hús ítölsku leikkonunnar Dajilu Di Lazzaro, sem ég innréttaði. Ég hef engan ákveðinn stíl eins og svo marg- ir arkitektar hafa. Það er nóg að líta á það sem sumir hafa gert til að sjá hver hefur verið þar að verki. Mínar innréttingar þekkjast á því að þær eru fallegar." Að þessu mæltu stynur blaðamaður því út úr sér að ekki sé hægt að segja að hæverskan sitji í fyrirrúmi á þessum bæ. „Nei, það er alveg satt,“ segir hann brosandi. „Ég hef enga ástæðu til að vera hæverskur. Eg er ánægður með það sem ég geri. Þannig á það að vera. Mér finnst gaman að fólk skuli kunna að meta hugmyndir mínar og hafa sama smekk og ég. En ef ég væri ekki ánægður með það sem ég geri, væri ég þá ekki bara hræsnari að telja fólki trú um að eitthvað væri fallegt, sem mér fínnst ekki sjálfum fallegt?" ítalski innanhússarkitekt- inn og heimsmaðurinn Michele Bönan fékk í fyrstu ekkert svar við þessari spumingu á þeirri forsendu að það væri hann sem væri í við- tali. Að loknu samtalinu fylgdi hann komumanni til dyra eins og sönnum herramanni sæmir. Á viðarstjömunni dökku, undir stjömunni frá Flórens í anddyrinu, komst ég ekki hjá því að svara spumingu hans: Sennilega hefurðu rétt fyrir þér. Versmr $ yt Michele Bönan framan viö stóran skeifulaga spegil í verslunlnnl sem hann hefur innróttað í Krlnglunni. „Ég hef engan stfl, og um lelö sérstakan stfl, sem Innan- hússarkltekt." í Egyptalandi f tvö ór Eg vann að mjög skemmtilegu verkefni í Egyptalandi fyrir skömmu. Þar hannaði ég innréttingar fyrir egypskan milljónamæring í tvö þús- und fermetra húsi sem hann keypti í Kaíró. Ég var ekki eingöngu í Egyptalandi meðan á verkinu stóð, heldur fór ótal ferðir þangað. Ég verð að geta fylgst með því að hug- myndir mínar séu útfærðar á réttan hátt. Annars hef ég alltaf sömu mennina í vinnu hjá mér, sem em sérfræðingar í sínu fagi og vita hvemig ég vil vinna. Það er ekki hægt að ætlast til að hvaða iðnaðar- maður sem er viti hvemig ég vil að hlutimir séu. Ég get ekki staðið yfir þeim og ég verð að geta treyst þeim. Þess vegna sendi ég mína menn hing- að til íslands til að vinna að innrétt- ingunni í versluninni í Kringlunni." — Hvemig stóð á því að þú tókst að þér verkefni hér á íslandi? „Fyrir nokkm setti ég upp vemlun- ina Lord Bmmmell í Flórens. Ég er mjög ánægður með þá búð, sem er í glæsilegum enskum sveitastíl með ballskákarborði frá 19. öld á neðstu hæðinni og fleiri munum sem minna á lord Brummel, en hugmyndin var að gera búð sem minnti á sveitasetur hans. Sævar Karl sá búðina er hann var í Flórens og þegar hann ákvað að opna nýja verslun í Kringlunni, hafði hann samband við mig og bað mig að taka verkið að mér. Mér þótti spennandi að vinna á íslandi og kynnast aðeins nánar þessari eyju, sem mér þótti svo fjarlæg áður. Það kann að hljóma undarlega, en mér finnst gott _að vinna svona út um allan heim. Ég held að ég skipuleggi vinnuna betur þannig, ég þarf að Michele Bönan ásamt elganda verslunarlnnar, Sævari Karll Ólasynl, vlö afgrelösluborðlö. senda iðnaðarmenn á staðinn og þeir verða að sjá um að ljúka verkinu á ákveðnum tíma. Þegar vinnan er komin á skrið, kem ég á staðinn og set punktinn yfir i-ið. Nú hef ég til dæmis verið að prófa lýsinguna hér og fylgjast með því að allt sé á sínum stað. Eg verð hér aðeins í eina viku og kem svo til með að vera viðstadd- ur er búðin verður opnuð. Ég er þeirrar skoðunar að verslun eigi að vera eins og heimili. Hún á að bjóða viðskiptavininn velkominn og honum á að líða vel þegar hann kemur inn í verslunina. Eini munurinn er sá að hann fer í átt að peysunum, buxunum eða einhveiju öðru í stað þess að fara í eldhúsið, stofuna eða bað- herbergið." Einkanni landslns veröa aö koma fram í vorslunlnnl „Þegar ég fékk teikningar af hús- næðinu var ég lengi að hugsa um hvernig ég gæti gert það sem mest aðlaðandi. Þetta var einn stór geimur og burðarsúla hægra megin við inn- g.inginn. Ég var að vísu ákveðinn í að nota mikinn við, því viðurinn er lifandi, hlýlegur og fallegur efnivið- ur, sem einnig er mjög gott að vinna með. Burðarsúlan gerði mér svolítið gramt í geði til að byija með, en síðan ákvað ég að viðarklæða hana, setja aðra súlu vinstra megin og gera bogadregið hvolf yfir inngang- inn. Þá skipti ég þessu stóra herbergi niður í smærri einingar og er mjög ánægður með útkomuna. Ég vona að íslendingum komi til með að líka eins vel við hana og mér. Ég nota kýprusvið í innréttingamar, en það er afar fallegur og ilmandi viður. í gamla daga var hann notaður í skápa og skúffur þar sem undirfatnaður var geymdur, því ilmurinn færist yfir á fatnaðinn og það þótti afar fint að hafa undirfatnaðinn ilmandi af kýprusviði. Að auki er þetta harð- ur viður sem mölur og önnur kvikindi vinna ekki á. Ég hef engan stíl, og um leið sér- stakan stíl, sem innanhússarkitekt. Ég blanda saman klassískum glæsi- leika og hlýlegri sveitamennsku. Áhrif landsins verða að koma fram í þessari verslun. Hér eru miklar andstæður; eldur og ís, sem eru án efa stórfenglegustu andstæður — rættvið ítalska innanhúss- arkitektinn Michele Bönan Frá Lord Brummall-versluninnl I Flórens, sem Michele Bönan innréttaöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.