Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 Landbúnaðarsýningin Bú ’87 opnuð í dag: Gínur í engjakaffí o g fuglabjarg úr frauðplasti FORSETI íslands Vigdís Finn- bogadóttir opnar landbúnaðar- sýninguna Bú '87 í Reiðhöllinni í Víðidal I dag klukkan 16.40. Áður flytja Jónas Jónsson bún- aðarmálastjóri og formaður sýningarstjórnar og Jón Helga- son landbúnaðarráðherra ávörp. Við athöfnina syngja söngflokkurinn Lóuþrælar úr Húnavatssýslu og sögnflokkur bænda úr Kjalarnesþingi og hornaflokkur leikur í anddyri. Sýning verður opnuð almenn- ingi klukkan 18.00. í kvöld kl. 20.30 hefst svo héraðsvaka Vestur-Húnvetninga. Þar syngja Lóuþrælar, fluttur verð- ur stuttur leikþáttur og Aðal- björn Benediktsson ráðunautur flytur gamanmál. Undirbúningur við landbúnað- arsýninguna var í fullum gangi, þegar Morgunblaðsmenn litu inn í Reiðhöllina í Víðidal. Við hittum fyrir Melkorku Ól- afsdóttur þar sem hún var í óða önn að mála stærðarinnar fugla- bjarg, sem reyndar er gert úr frauðplasti, en bjargið er hluti af hlunnindadeild sýningarinnar. Melkorka fræddi okkur á því að í básnum ætti síðan að koma fyr- ir uppstoppuðum sjófuglum og eggjum þeirra, ásamt sel, rekavið Morgunblaðið/Þorkell Melkorka Ólafsdóttir við frumraun sfna við að mála fuglabjarg. Eldfjall þeirra Landgræðslumanna i smíðum. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Magnús Sigsteinsson, framkvæmdastjóri landbúnaðarsýningar- innar, og Gunnar Bjarnason, aðalhönnuður, með likan af sýning- unni á milli sín. og öðru sem til hlunninda gæti talist. Melkorka er nýbúin að tyrfa básinn við hliðina, en þar á að bregða upp mynd af landbúnaði á íslandi eins og hann var fyrir 150 árum, eða í þann mund sem fyrstu búnaðarsamtökin voru stofnuð. Þar munu gínur sitja og standa í hlutverki vinnufólks í heyvinnu - rejmdar hittist svo á að þær eru í engjakaffi á meðan á sýningunni stendur, eins og Gunnar Bjamason, yfirhönnuður, sýndi okkur á líkani af uppsetn- ingu sýningarinnar. Aðrar gínur sitja síðan inni í nákvæmri eft- irlíkingu af gamalli baðstofu þar við hliðina. Áhugamenn um lif- andi fólk fá einnig eitthvað fyrir snúð sinn á sýningunni, því að meðlimir í Heimilisiðnaðarfélagi íslands munu sýna vinnubrögð sem tíðkuðust í baðstofum hér á öldum áður. Á útisvæðinu var verið að leggja lokahönd á manngert eld- fyall, sem verður hluti af sýningu Landgræðslunnar. Eldfjallið á að vera fulltrúi eyðingarafla náttú- runnar, en við fjallsfótinn eru melgresisklæddir foksandshólar sem minna á að það er hægt að klæða landið þrátt fyrir ógnar- mátt eldsumbrota, sem sýningar- gestir munu fá nasasjón af með hjálp ljósa, gufu og segulbands- tækis. Bókasöfn: Mest dregið úr útiánum á þýddum skáldsögum TÖLUVERT hefur dregið úr útlánum bóka hjá bókasöfnum víða um land. Svo virðist sem mestur samdráttur eigi sér stað í útlánum á þýddum skáldsögum. Anna Torfadóttir deildarstjóri í að kaupa færri eintök af hveijum aðalsafni Borgarbókasafnsins í bókatitli og leyfa aðeins svo kölluð Reykjavík sagði í samtali við skammtímalán á nýjum bókum. Morgunblaðið að frekar erfitt Þannig gefst fleirum kostur á að væri að fylgjast með útlánum fá nýjar bækur lánaðar á skemmri vegna þess að safnið hefði ekki tíma en áður“. enn verið tölvuvætt. Anna sagði að lokum að fjár- „Það liggja engar tölfræðilegar upplýsingar fyrir en við gerum okkar besta og reynum að fylgj- ast með því sem er að gerast. Eg hef það sterklega á tilfinningunni að mest hafí dregið úr útlánum á afþreyingarefni. Þá er ég aðallega að tala um þýddar skáldsögur og ástarsögur og fínnst mér ekki ólíklegt að það fólk sem sótti í þær bækur sæki nú sína afþrey- inga til sjónvarps og myndbanda “ sagði Anna. Hún bætti því við að hún hefði það jafnframt á tilfínningunni að eftirspum eftir vönduðum bókum hefði jafnvel aukist frekar en hitt. Að sögn Önnu hefur dregið verulega úr Qárveitingum til bókasafna í Reykjavík undanfarin ár. „Eftir að nýr meirihluti tók við stjóm borgarinnar minnkaði fjár- framlag til bókasafna um helm- ing. Reyndar hefur það skánað núna með opnun útibúsins í Gerðubergi. Við höfum reynt að mæta þessum niðurskurði með því veitingin . fyrir árið 1987 hefði klárast núna í júní og yrði safnið að fá bækur út á krít þangað til næsta fjárveiting fengist. Morgunblaðið hafði samband við Hjalta Pálsson bókavörð á bókasafninu á Sauðárkróki og spurði hann hvort hann hefði orð- ið var við að dregið hefði úr útlánum bóka á þessu ári. „Mér sýnast útlán aðeins hafa dregist saman á þessu ári miðað við 1. ágúst í fyrra. Mesti sam- drátturinn átti sér hins vegar stað milli áranna 1985 og 1986 en þá drógust útlán saman um rúm 10%“. „Ég tel að fjölmiðlafarganið allt eigi stóran þátt í þessu. Þá ályktun dreg ég af því að mér sýnist mest hafa dregið úr útlán- um á þýddum skáldsögum en svo virðist sem það fólk sem las af- þreyingarbókmenntir af því tagi hafi leitað afþreyingarinnar hjá öðrum fjölmiðlum" sagði Hjalti. Hjalti sagði einnig að útlán væru yfirleitt í lágmarki yfír sum- artímann og það væri mikið til sama fólkið sem kæmi á safnið til þess að fá lánaðar bækur. Á ísafirði hefur ekki dregið úr útlánum á þessu ári en að sögn Jóhanns Hinrikssonar_ forstöðu- manns bókasafnsins á ísafírði dró verulega úr útlánum fyrir u.þ.b. þremur árum. Hann sagði að yfírleitt gengi vel að fá fé til bókakaupa en aðal vandamál safnsins í dag væri húsnæðisleysi. „Við fáum engan styrk úr ríkis- sjóði og bæjarstjómin tekur sínar ákvarðanir um framkvæmdir f samræmi við þann styrk sem fæst frá ríkinu. Nú höfum við einungis pláss fyrir einn þriðja hluta safns- ins en tveir þriðju hlutar þess eru í kössum í fokheldu húsnæði úti í bæ“. „Við erum að reyna að fá gamla sjúkrahúsið til afnota en það hefur einnig verið talað um að gera það að elliheimili. Þetta kemst allt á hreint með haustinu" sagði Jóhann. Að lokum sagðist Jóhann vera frekar óhress með ástandið í bóka- safnsmálum á íslandi í dag. Hann sagðist ekki vita til þess að byggt hefði verið nýtt bókasafn á landinu undanfarin 10-20 ár fyrir utan bókasafnið í Gerðubergi sem Reykvíkingar fengu að gjöf frá ríkinu. Morgunblafltö/Sverrir Sveit Seljaskóla ásamt öðrum fararstjóra sínum. Sveitina skipa: Þröstur Árnason, sem teflir á 1. borði, Sigurður Daði Sigfússon, sem teflir á 2. borði, Sæberg Sigurðsson, sem teflir á 3. borði, Snorri Karlsson, sem teflir á 4. borði, Kristinn Friðriksson, varamaður. Ólafur H. Ólafsson, fararstjóri er lengst til hægri, en hinn fararstjó- rann, Guðmund Guðjónsson, vantar á myndina. Norðurlandamót grunnskólasveita í skák: Island hefur unn- ið mótið undan- farin fjögur ár SVEIT Seljaskóla tekur þátt í Norðurlandamóti skólasveita í skák, sem haldið ert í Finnlandi dagana 14.-16. ágúst. Sveitin vann Norðurlandamótið, sem haldið var hér á landi á siðasta ári, og sigraði einnig á íslands- móti grunnskólasveita, sem haldið var í vor. íslenskar skáksveitir grunnskól- anna hafa unnið Norðurlandamótið undanfarin fjögur ár, Seljaskóli á síðasta ári og Hvassaleitisskóli árin þijú þar á undan. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1964, en íslending- ar hófu þátttöku í því árið 1977 og Álftamýrarskóli vann mótið 1978 og 1979, þannig að undanfar- in tíu ár hafa íslenskar skáksveitir unnið mótið sex sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.