Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 23 Albanía: Sautján flýjatil Júgóslavíu Belgrað, Reuter. Sautján Albanir flúðu yfír til Júgóslavíu á mánudagsnótt og óskuðu hælis. Þar á meðal voru nokkur böm, móðir með reifa- bam og einkennisklæddur hermaður. Hið hálfopinbera dagblað Politika sagði að fólkið hefði lagt upp í háskafulla og erfíða næturför sína jrfír Bidje-fjöll og inn í Svartfjallaland eftir mikinn undirbúning. Blaðið hafði eftir fólkinu að það hefði flúið vegna „bágra lífskjara, pyndinga og ofsókna" af hálfu kommúnista- stjómarinnar. Albania er eina landið þar sem stalínismi er enn opinber- lega í hávegum hafður. Að undanfömu hefur gætt alvar- legs matvælaskorts í landinu svo jaðrar við hungursneyð sums staðar. Malasía: 50 bíða dauða- dóms vegna ftkniefnabrota í júní einum Kuala Lumpur, Reuter. Fimmtíu þeirra 489, sem handteknir vom fyrir fíkniefna- brot í Malasíu í júní einum, eiga á dauða sínum von verði þeir fundnir sekir. Samkvæmt mal- æskum lögum skal dæma hvem þann til dauða, sem á fínnast meira en 15 g af heróíni eða 200 g af hassi. Á fyrra misseri þessa árs vom alls 5.450 manns handteknir fyrir fíkniefnabrot, en af þeim verða 275 kærðir fyrir brot, sem skylda er að refsa fyrir með dauðadómi, sé sakbomingurinn sekur fundinn. Kína: Everest enn hæst fjalla Peking, Reuter. Kínveijar héldu því í gær fram að Everest-fjall væri enn fjalla hæst, þrátt fyrir fullyrð- ingar bandarískra fjallgöngu- garpa fyrr á árinu um að það væri aðeins í öðm sæti. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því í gær að kínverskum kortagerðarmönnum teldist svo til að Everest-fjall væri 8.848,13 m á hæð, eða um 200 m hærra en Gogir-fjall í Karakorum-fjall- garðinum á landamæmm Pakistans og Kína. Brazilía: Hagspá lofar góðu fyrir 2000 Sao Paulo, Reuter. Brazilía verður komin í hóp þjóða fyrsta heimsins fyrir alda- mót samkvæmt hagspá eins stærsta banka landsins. Þar er því spáð að með núver- andi hagvexti og öðmm þáttum hagþróunar muni þjóðarfram- leiðslan vera orðin um 700 milljarða dala virði, sé miðað við gengi 1986. í dag nemur þjóðar- framleiðslan aðeins um 268 milljörðum dala. Samkvæmt þessum tölum yrði þjóðarfram- leiðsla á nef hvert um 4.000 dalir, sem er svipað og á Spáni nú. Sovétríkin: Úrfelli vegna kjarna sprengju- tilraunar Washington, Reuter. TALSMAÐUR bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, Charles Redman, frá þvi að mælst hefði geislavirkni í andrúmsloftinu utan Sovétríkjanna eftir so- véska kjarnorkutilraun í byrjun ágúst. Bandaríkjamenn sprengdu í gær kjarnasprengju í tilraunaskyni í Nevada-eyði- mörkinni. Fornleifafræðingur við 1300 ára gamla gröf. Tölvumynd af hinum látna. Tölvu- draugur Breskir fomleifafræðingar hafa nú fengið til liðsinnis tölvu sem magnar upp 1300 ára gamlar líkamsleifar. Eftir svo langa legu eru einu menjar hins dauða litabreytingar og mis- hæðir í jarðveginum. Tölvu- skynjurum er komið fyrir í beðnum og birtist þá mynd af likinu á skjánum. Fomleifa- fræðingamir vonast jafnvel til að af uppvakningnum megi greina dánarorsökina. Talsmaður fnalsra Sovéska tilraunin var gerð á eyjunni Novaya Zemlya sem er í Norður-íshafínu en þar hafa Sov- étmenn oft sprengt tilrauna- sprengjur sínar. Redman sagðist ekki mega segja nákvæmlega frá því hvemig Bandaríkjamenn hefðu mælt geislavirka úrfellið frá sprengingunni en vakti athygli á því að Svíar hefðu nýlega mælt aukna geislavirkni í Lapplandi. Hann sagði að virknin hefði ekki verið nægilega mikil til að geta valdið heilsutjóni eða umhverfíssk- aða. í fyrradag sprengdu Sovétmenn tilraunasprengju í Síberíu „í þágu efnahagslegra hagsmuna“ eins og það var orðað í frásögn sovésku fréttastofunnar TASS. Sovéskir embættismenn skýrðu frá því í apríl að sprengdar hefðu verið tvær kjamasprengjur í Úral-fjöliunum til að auka rennsli úr olíulindum. Reuter William Verity yngri. ins, sem samanstendur af nokkur hundruð bandarískum einkafyrir- tækjum annars vegar og viðskipta- aðilum sovéska ríkisvaldsins hins vegar, lét Verity berlega í ljós gagn- rýni sína á það, „hvemig Banda- ríkjamenn hnjóta ítrekað um eigin skóþveng." Þar á hann við útflutn- ingseftirlit og viðskiptahömlur gagnvart kommúnistaríkjum, sem hann telur að skaði fyrst og fremst bandaríska viðskiptahagsmuni. „Næstum allar verslunarþjóðir líta öðru vfsi á málin en Bandaríkja- menn," sagði Verity í viðtali við bandarískt tímarit fyrir nokkm. „Við höfum blandað stjómmálum og viðskiptum saman í svo miklum mæli, að það er farið að gera banda- rískum fyrirtækjum erfítt fyrir um viðskipti erlendis. Það verður að leggja þama grundvallarreglur." Á fréttamannaráðstefnu fyrir þremur ámm lét Verity í ljós þá skoðun, sem nú gerist æ algengari meðal bandarískra kaupsýslu- manna, að í flestum tilfellum væri tilgangslaust að banna banda- rískum fyrirtækjum að selja Sovét- mönnum tæknibúnað. Þeir gætu yfirleitt komist yfír hann annars staðar og bandarísk fyrirtæki töp- uðu aðeins viðskiptum. Árið 1979 gagnrýndi hinn verð- andi ráðherra einnig harðlega þá ákvörðun Carter-stjómarinnar að taka upp nánara viðskiptasamband við Kína án þess að gera nokkra breytingu á viðskiptaháttum sínum við Sovétmenn. Viðskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna takmark- ast af lögum frá 1974, þar sem innflutningur frá kommúnistaríkj- um er takmörkunum háður nema forsetinn staðfesti að brottflutn- ingsleyfí fólks frá viðkomandi löndum hafí verið gefinn ftjáls. Heimild: New York Times utanríkisviðskipta Verity, verðandi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, í svipmynd WILLLAM Verity yngri, sem Re- agan forseti tilnefndi í embætti viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna á dögunum í stað Malcolms Baldrige, er talinn mjög hæfur maður og í miklu áliti hjá forsetanum. Það mun einkum tilkomið vegna starfa Veritys sem formaður nefndar, sem hafði það verkefni að afla stuðnings einkaaðila við félags- leg verkefni. Verity var einnig varaformaður sovésk-banda- ríska verslunarráðsins og hefur getið sér gott orð fyrir störf sín á þeim vettvangi, þar .sem hann hefur iagt mikla áherslu á fijáls utanríkisviðskipti. Verity er sjötugur að aldri og fyrrum stjómarformaður stórfyrir- tækisins Armco. Reagan hefur borið á hann mikið lof fyrir góðan árangur í því að fá einkafyrirtæki, stofnanir, trúarhópa og einstakl- inga til þess að taka þátt í barátt- unni við meiriháttar félagsleg vandamál á sama tíma og opinber útgjöld til félagsmála voru skorin niður. „Þú hefur vakið Bandáríkin til vitundar á ný um að það er hægt að fínna svör við félagslegum vandamálum hjá einkaaðilum," sagði Reagan í ávarpi til Veritys árið 1982. í starfí sínu sem varaformaður sovésk-bandaríska viðskiptaráðs- Bandaríkjaforseti vill beina sjónum fram á við: Reagan fínnst nóg komið af vopnasöluhneykslinu Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- Reuter Ronald Reagan Bandaríkjaforseti flutti á miðvikudagskvöld sjón- varpsávarp. Áður sat hann fyrir og tóku blaðaljósmyndarar myndir. Forsetinn kvaðst oft hafa verið æfur af bræði vegna vopnasölumáls- ins. forseti helt í gær ræðu í fylkinu Nebraska á leið sinni í sumar- ieyfi í Kaliforníu og gerði þar harða hrið að bandaríska þing- inu. Beindi hann sjónum sínum að framtíðinni, reifaði stefnu sína í efnahagsmálum og minnt- ist hvergi á vopnasöluna til írana og greiðslur, sem runnu í vasa skæruliða í Nicaragua. Reagan ávarpaði bandarísku þjóðina í sjónvarpi á miðvikudags- kvöld og kvaðst hafa gert mistök er hann þráaðist við að selja írönum vopn á laun. Ávarp Reagans miðað- ist að því að skilja vopnasölu- hneykslið, sem legið hefur á stjóm hans eins og mara í níu mánuði, að baki. Reagan tók öll tvímæli af um það í ræðu sinni í Nebraska að í hans huga væri vopnasölumálinu lokið, þótt mörgum spumingum væri enn ósvarað eftir ellefu vikna vitna- leiðslur rannsóknamefndar Banda- ríkjaþings. I ræðunni kvað við annan tón en í sjónvarpsávarpinu, þar sem forset- inn sagði að endurvekja þyrfti traust milli þingsins og stjómarinn- ar. „Þingið vill eyða fyrst og borga síðar," sagði Reagan í ræðu sinni í gær. Hann réðst einnig að þeim, sem aðhyllast vemdarhyggju í við- skiptum og sagði að þeir vildu draga úr viðskiptahalla með því að setja á hömlur og höft. Átti forsetinn þar við lagafrumvarp, sem hann vill að verði breytt fyrir afgreiðslu á þingi og hótar að beita neitunarvaldi ella. Reagan var harðorður um þátt Johns Poindexter, aðmiráls og fyrr- um öryggisráðgjafa, í sjónvarps- ávarpi sínu. Poindexter sagði í vitnaleiðslum þingnefndarinnar um vopnasölumálið að hann hefði hald- ið greiðslum til skæruliða í Nic- aragua leyndum til að hlífa forsetanum. Sagði Reagan að Poindexter hefði farið út fyrir valdsvið sitt og endanleg ábyrgð gagnvart banda- rísku þjóðinni væri sín: „Aðmiráll- inn bar því vitni að hann hefði viljað hlífa mér; aftur á móti á aldrei að hlífa forsetanum við sannleikanum. Engin aðgerð er það leynileg að æðsti ráðamaður þjóðarinnar eigi ekkert að fá að vita. Mér bar skylda til að neyta réttar míns og taka sjálfur ákvörðun um málið," sagði Reagan. George Mitchell, öldungadeildar- þingmaður demókrata, sem sat í rannsóknamefndinni, sagði eftir ávarpið að forsetinn ætti alla sök á vopnasölumálinu: „Mistökin voru ekki aðeins fólgin í því hvemig stefnunni var framfylgt, heldur stefnunni sjálfri og hún var forset- ans.“ Mitchell sagði að forsetanum hefðu meðal annars orðið á þau mistök að leggja^ blessun sína yfír vopnasöluna til írans: „Þetta eru svo alvarleg mistök að Bandaríkja- menn, sem nú leggja lff sitt að veði [á Persflóa], eiga á hættu að ráðist verði á þá með bandarískum vopn- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.