Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 51 KNATTSPYRNA / UNDANÚRSLIT MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ Davíð sigraði Golíat Víðir sló Valsmenn út í Garðinum og leikur til úrslita í fyrsta skipti VÍÐISMENN gerðu sér lítið fyr- ir og unnu Valsmenn 1:0 í undanúrslitum mjólkurbikar- keppni KSÍ í Garðinum í gærkvöldi. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal heimamanna, þegar úrslitin lágu fyrir og þeir fögnuðu hetjum sínum lengi og innilega. Valsmenn, sem taldir voru mun sigurstrang- legri, gengu hins vegar niður- lútir af leikvelli. Mark Víðis var gott. Bjöm Vilhelmsson náði boltanum eftir vamarmistök Vals, lék aðeins áfram og sendi laglega á Vilberg Þorvaldsson, sem komst á auðan sjó og skoraði með hnit- miðuðu skoti í bláhomið án þess að Guðmundur Baldursson, markvörð- ur Vals, kæmi nokkmm vömum við. „Það var þægileg tilfinning að sjá á eftir boltanum í markið. Maður hugsar ekki mikið á svona stundu, aðeins að gera sitt besta. Valsvöm- in er sterk og ekki auðveld viður- eignar," sagði Vilberg eftir leikinn. VíðismÖnnum hefur gengið vel gegn Valsmönnum í sumar og er engu líkara en þeir hafí ákveðið tak á þeim. Liðin hafa leikið tvo leiki í deildinni í sumar, sem báðum lauk með jafntefli. Það var greinilegt að Valsarar vildu taka sem minnsta áhættu að þessu sinni og fyrir bragðið náðu þeir aldr- ei upp beittum leik. Þeir vom að vísu meira með boltann, en Víðis- menn áttu oftast í litlum erfiðleik- um með að stöðva sóknir þeirra. Heimamenn byggðu leik sinn hins vegar á þéttri vöm og snörpum sóknum. Þær vom vel útfærðar og settu oft hina sterku Valsvöm i mikinn vanda. Lítið var um hættuleg marktæki- færi í fyrri hálfleik, Jón Grétar átti þó ágætt færi á upphafs mínútun- um, en Jón Örvar, sem varði mark Víðis í þessum leik, bjargaði vel. Víðismenn áttu tvö færi; fyrst komst Svanur í gegn, en laust skot Þægileg tHfinning etta er ákaflega þægileg til- finning að vera kominn í úrslit, en það sem við þurfum að gera núna er að koma okkur niður á jörðina sem fyrst, því við eigum mikilvægan leik í deildinn fyrir höndum á sunnudaginn. Þá fáum við Völsung í heimsókn. Við settum upp ákveðna leikaðferð gegn Valsmönnum og hún gekk upp. Eg get því varla verið annað en ánægður með þessi úrslit, sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis eftir leikinn. lan Ross: „Við komum hingað til að sigra og það er alltaf sárt að tapa. Liðið lék ekki eins og það á að sér, það var einhver deyfð yfir strákunum, þeir geta miklu meira en þeir sýndu í þessum leik. Víðismenn voru góðir og ég óska þeim til hamingju með sigurinn". GuAni Bergsson Val: „Leikur okkar var herfilega lélegur. Við vissum að þeir yrðu erfiðir, en ég kann ekki neina skýringu á slakri frammistöðu okkar í þessum leik.“ Frá Bimi Blöndal i Garði Morgunblaöiö/KGA Snidglíma á lofti! Hvað ertu að gera, maður gæti Svanur Þorsteinsson verið að segja við félaga sinn Sævar Leifsson, sem tekur hér óvenjulega á Vali Valssyni. Sviss ÚRSLIT f 1. deild svissnesku knattspyrnunnar í gærkvöldi voru sem hér segir: Basle-Lausanne 1:2 Luzme-Aarau 0:2 St. Gallen-Bellinzona 2:0 Servette-Sion 1:1 Young Boys-Grasshopper 2:2 Ziirich-Xamax 0:2 m Morgunblaöiö/KGA í úrslit Víðismennimir Guðjón Guðmundsson, Sævar Leifsson og Ólafur Róbertsson höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna í leikslok í gærkvöldi. Valsmaðurinn Antony Karl Gregory'er að vonum ekki eins glaður. hans var hættulaust, og síðan komst hinn knái miðvallarleikmaður Guðjón Guðmundsson inn fyrir vörn Valsmanna, en þeim tókst að bjarga á síðustu stundu. Mark Víðismanna kom síðan fljót- lega í síðari hálfleik og var það sem köld vatnsgusa framan í Valsara. Eftir markið settu þeir Guðna Bergsson í sóknina, en þrátt fyrir nokkra pressu það sem eftir lifði leiksins, tókst þeim ekki að skora. Víðismenn slökuðu á um tíma eftir markið, en fóru að sækja aftur í lokin og áttu þá nokkur ógnandi upphlaup. Víðismenn léku vel, leikur þeirra var markviss allan tímann og þeir virtust vita sín takmörk. Allir leik- menn léku vel og þeir sigruðu fyrst og fremst vegna góðrar liðsheildar. Valsmenn voru ótrúlega rólegir og fóru aldrei í gang. Þeir náðu góðum samleik úti á vellinum en gekk illa að finna smugu í Víðisvöminni og náðu aldrei sama ákafa og heima- menn. Eysteinn Guðmundsson dæmdi vel. Víðir-Valur 1 : 0 Garösvöllur, undanúrslit mjólkur- bikarkeppni KSÍ, fimmtudaginn 13. ágúat 1987. Mark Víðis: Vilberg Þorvaldsson (59.). Gult spjald: Gnginn. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eysteinn Guðmundsson. Áhorfendur: 1050. Lið Víðis: Jón örvar Arason, Bjöm Vilhelmsson, Vilhjálmur Einarsson, ólafur Róbertsson, Daníel Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Vilberg Þor- valdsson, Svanur Þorsteinsson ( Klemenz Sæmundsson vm. á 75. ), Grétar Einarsson, Gísli Eyjólfsson, Sævar Leifsson. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj- ánsson, Magni Blöndal Pétursson ( Njáll Eiðsson vm. á 75. ), Jón Grétar Jónsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergs- son, Hilmar Sighvatsson, Valur Vals- son ( Antony Karl Gregonr vm. á 75. ), Ingvar Guðmundsson, Amundi Sig- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.