Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 41 Forstjórinn Don Johnson í tvíhnepptum jakkafötum, með bindi og meira að segja í sokk- um samkvæmt traustum heim- ildum. Don ábyrgðarfulli Johnson Don Johnson er eins og menn þekkja leikari og kyntákn í lögregluþát.tunum Undirheimar Miami, sem sýndir eru á Stöð 2. Hann hefur nú stofnað eigið fyrir- tæki. Það heitir að sjálfsögðu Don Johnson Co. og á að vinna verkefni fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Don efndi til mikillar veislu í tilefni þess- ara tímamóta. í stað venjulegs skara að allskyns stjörnum úr kvik- myndum og sjónvarpi voru hand- ritahöfundar og fagfólk ýmiskonar mest áberandi í samkvæmi þessu. Þykir það benda til að Don sé ein- hver alvara með þessu nýja fýrir- tæki sínu. Því til frekari sönnunar sagði talsmaður hans, að Don hefði mætt til veislunnar með bindi - og í sokkum. Mikill alvörumaður, Don Johnson. Atján ára íslandsmeistari Morgunblaðið Ulfar Jónsson, 18 ára íslandsmeistari í golfi, gaumgæfir stöðuna. Ulfar Jónsson varð í fyrra yngsti íslandsmeistari í golfi fyrr og síðar, aðeins 17 ára gam- all. Sigur hans kom eðlilega mörgum á óvart. Nú varð aftur á móti enginn hlessa, þegar hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á landsmótinu annað árið í röð á Jaðarsvelli á Akureyri með nokkr- um yfirburðum um daginn . En sigrinum voru gerð góð skil í frétt- um. Þar kom fram að Úlfar væri á leið til Bandaríkjanna í nám í markaðsfræði við háskólann í Houston í Texas. Fólki í fréttum fannst 18 ára aldur vera óvenju- lágur til að hefja háskólanám og spurði Úlfar hvort hann væri stúd- ent. „Nei ég er það ekki,“ svaraði hann. „Ég á eftir eitt ár í stúd- ent. Það þýðir að námið hjá mér tekur fjögur ár til BA-prófs í markaðsfræði í staðinn fyrir þrjú.“ Úlfar hefur fram að þessu numið við Flensborgarskóla í Hafnarfirði þar sem hann á heima, en heldur út í bytjun sept- ember. Tækifæri sem ég get einfaldlega ekki sleppt Hann fær mjög góðan styrk frá háskólanum út á hæfni sína í golfiþróttinni. Hann var spurður hvernig þessi styrkur hefði komið til. „Ég keppti í fyrra á unglinga- móti í Skotlandi og stóð mig nokkuð vel. Þar var staddur Doug Saunders, sem var með bestu kylfingum heims fyrir svona fimmtán árum, býr í Houston og hefur þar talsverð sambönd í golf- heiminum. Hann sá mig leika þama og spurði mig hvort ég hefði hug á að koma út. Ég var til í það og hann talaði við þjálfarann í golfí hjá háskólanum og sagði honum að ég væri góður í skólalið- ið. Þjálfarinn útvegaði mér síðan styrk sem felur í sér niðurfellingu skólagjalda og allt uppihald nema matinn. Þetta er tækifæri sem ég get einfaldlega ekki sleppt." - Er Texas meira golffylki en önnur í Bandaríkjunum? „Ja, mjög margir af frægustu golfurum heims koma frá Texas, til dæmis Ben Hogan og Lee Trev- ino.“ Byrjaði sem kylfu- sveinn hjá pabba í fréttum Morgunblaðsins kom fram að Úlfar æfír á hveijum degi fjóra til fimm tíma, aðeins við að slá bolta, en tekur auk þess reglulega hringi um völlinn þannig að hann æfír í raun tals- vert lengur. Aðspurður hvernig hann gæti þetta sagðist Úlfar ekki vera í neinni sumarvinnu. Og þegar enn frekar var spurt hvernig hann gæti það, sagðist hann hljóta stuðning frá vissum mönnum, sem hann þó vildi ekki nefna. Þrátt fyrir þennan mikla æfíngatíma sagðist Úlfar hafa nógan tíma fyrir aðra hluti. Að- spurður hvort hann stundaði einhveijar aðrar íþróttir, sagði hann: „Ég stunda ekki aðrar íþróttir á sumrin, en á veturna spila ég til dæmis körfubolta svona tvisvar í viku til að halda mér við.“ - Hvenær byijaðir þú að spila golf, Úlfar? „Ég byijaði sem kylfusveinn hjá pabba. Þegar ég var um átta eða níu ára fékk ég svo að prófa sjálfur, fékk mínar eigin kylfur og hef haft ódrepandi áhuga á golfi síðan.“ Úlfar var að lokum spurður hvort Texas væri lykill að atvinnu- mennsku hans í framtíðinni. „Það verður að koma í ljós eft- ir fjögur ár,“ sagði hann. „Námið gengur fyrir. Maður verður að sjá hvað maður verður orðinn góður eftir þennan tíma. Framhaldið ræðst af því.“ A •5-.W Fimm ættliðir Þessi mynd var tekin 4. júní sl. í tilefni af 70 ára afmæli Vil- hjálms Magnússonar frá Hrollaugsstöðum Lauganesi. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Vilhjálmur Magnússon 70 ára nú til heimilis að Grundargarði 5 á Húsavik, Hólmfríður Sveinbjörns- dóttir 98 ára til heimilis á Elliheimilinu á Húsavík, Alexandra Daníelsdóttir 2 ára Óðinsgötu 19 í Reykjavík, Magnús Vilhjálms- son 41 árs Suður-Hvoli V-Skaftafellssýslu og Sigríður Magnús- dóttir 21 árs Óðinsgötu 19 í Reykjavík. COSPER — Ef ég verð ekki vakinn strax kem ég of seint í skólann. Veitingahúsið Nýbýlavegi 26 &F/o 4-60-80 Kópavogi Helgarmatseðill Við bjóðum upp á þríréttaða máltíð helgina 14.08-16.08 frákl. 18.00-22.00. Krabbasúpa m/rjómatopp og dilli eða sniglar í hvítlaukssmjöri m/ristuðu brauði Heilsteiktur lambavöðvi m/léttsoðnum gulrótum, bakaðri kart- öflu og piparsveppasósu. eða lambabuffsteik íTímian m/djúpristuðum kartöflum og gul- rótum Vanilluís m/bananalíkjör og ristuðum kókos eða fersk jarðarber m/ávaxtahlaupi og rjóma Allt þetta á aðeins kr. 1.150,- pr. mann og að sjálfsögðu fá börn undir 12 ára aldri f rítt. Verið velkomin í gott umhverfi LAMB OG FISKUR Óvæntur glaðningur fyrir frúna. Visa, Eurocard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.