Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 25 Sovézki sjávarútvegs- ráðherrann í Noregi Osló, frá fréttaritara Morgfunblaðsins, J. E. „BROTTVÍSUN sovézkra og norskra sendistarfsmanna fyrir skömmu hefur ekki haft nein áhrif á viðræður þær, sem ég hef átt við sovézka sjávarút- vegsráðherrann, Nikolaj Kotlj- ar,“ sagði Bjarne Mork Eydem, sjávarútvegsráðherra Noregs í Lauré. fyrradag. Kotljar kom þá ásamt 7 manna sovézkri sendinefnd í fimm daga opinbera heimsókn til Noregs. Kotljar og Eidem rædddust við í fyrradag. Kvaðst sá síðamefndi hafa vakið máls á því, sem gerðist við Bjamarey í síðustu viku, en Kína: Hreinsanir í flokknum Peking, Reuter. ÞREMUR menntamönnum, sem þekktir eru fyrir fijálslyndi, hef- ur verið vísað úr kínverska kommúnistaflokknum og er þetta liður í herferð gegn vestrænum hugmyndum að sögn kínverskra heim- ildamanna. Fyrr á árinu færðist herferð gegn „borgaralegu fijálslyndi" mjög í aukana eftir mótmælaaðgerðir stúdenta sem kröfðust aukins lýðræðis. Talið var að síðastnefnda her- ferðin hefði að mestu lognast út af í maí. Mennimir þrír, sem nú vom reknir, em Su Shaozhi, for- stjóri rannsóknunarstofnunar Marx-leninismans Mao Ze Dong- hugsunarinnar, leikritahöfundur- inn Wu Zuguang og Wang Ruoshui, fyrmm aðstoðarritstjóri flokksmálgagnsins, Dagblaðs al- þýðunnar. Að sögn heimildamanns er hreinsunum af þessu tagi alls ekki lokið og má búast við því að fleiri §úki fljótlega. Vestrænir stjómar- erindrekar vom undrandi á brott- rekstri Su Shaozhis sem talinn hefur verið náinn stuðningsmaður Zhao Ziyangs, aðalritara kom- múnistaflokksins, og ákafur talsmaður lýðræðisumbóta og að- skilnaðar valdþáttanna í kínversku stjómkerfi. Embættismaður hjá Félagsvísindaakademíunni skýrði frá því að Su væri enn við stjóm- völinn hjá Rannsóknastöðinni áðumefndu. Kínverskir heimilda- menn töldu mögulegt að Su hefði verið rekinn til að friða íhaldsöm öfl í flokknum. Valdamesti maður Kína, Deng Xiaoping, hefur lýst því yfir að pólitískar umbætur verði megin- viðfangsefnið á aðalfundi kom- múnistaflokks landsins í október næstkomandi. þá vom þar 34 sovézkir togarar að ólöglegum veiðum. Sovétmenn neita að viðurkenna lögsögu Norð- manna á svæðinu við Bjamarey, en hafa að mestu leyti fallizt á eftirlit þeirra þar. Eydem sagðist ekki hafa annað um málið að segja að svo komnu, en að hann hefði gert grein fyrir sjónarmiðum Norðmanna í málinu. Annað helzta umræðuefni sjáv- arútvegsráðherranna tveggja verður möskvastærðin við veiðar við Bjamarey. í gær átti sovézka sendinefndin að ræða við norska útflutningsráð- ið og frammámenn í fiskvinnslu og veiðarfæraframleiðslu. Þá átti Kotljar ennfremur að snæða hádegisverð með Gro Har- lem Bmndtland, forsætisráðherra Noregs. Síðan var áformað, að hann héldi til Þrándheims, þar sem hann yrði viðstaddur opnun sjávar- útvegssýningar. Hlutabréfaviðskipti hafa aldrei verið meiri í Wall Street en siðustu daga. Mynd þessi var tekin í kauphöUinni í New York undir lokun á þriðjudag. Þann dag skiptu fleiri hlutabréf um hendur en nokkru sinni áður á einum degi í Wall Street. Metdaorur í Wall Street New York. Reuter ^ J New York, Reuter HLUTABRÉF hækkuðu mjög í Wall Street á þriðjudag og kom- ust þá hærra en nokkru sinni áður. Alls vom þá seld rúml. 278 millj. hlutabréf og salan því ein sú mesta á einum degi í sögunni. Hækkun á hlutabréfum, sem Dow Jones nær til, nam 44,64 stigum og komust þau upp í 2.680,48 stig og því hærra en nokkm sinni. Eftirspum eftir öðram verðbréfum en hlutabréfum var einnig mjög mikil, ekki hvað sízt erlendis frá. „Þetta kann að vera vísbending um það, að ástandið í efnahagslífmu sé betra en við héldum," var haft eftir Jerome Hinkle, kunnum verð- bréfasala í Wall Street. Benti hann á fram komnar upplýsingar í síðustu viku um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum og góða afkomu margra stórfyrirtækja á öðmm fjórðungi þessa árs. VÖRN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með réttum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. (slenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna. SILPPFEIAGIÐ Dugguvogi4 104 Reykjavik 91-842 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.