Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Karl Th. Birgisaon. Morgunblaðið/Bjami Reifst stundum við Jón á MR-fundum - segir Karl Th. Birgisson, upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins Karl Th. Birgisson er nýráðinn upplýsinga fulltrúi fjármálaráðu- neytisins. Fólk í fréttum heimsótti Karl í skrifstofu hans í Arnarhvoli til að forvitnast um manninn og starf hans; en staða upplýsingafulltrúa er ný af nálinni, og stofnuð af núverandi fjár- málaráðherra, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Karl er aðeins 23 ára, og því fannst blaðamanni rétt að spyija hvort hann væri „ungur maður á uppleið" og stefndi á frama f stjómmálum. Karli var greinilega ekki vel við að vera stillt þannig upp við vegg, og sagði að sér leiddist allt „karrí- er“-tal. „Mér er meinilla við skipulagningu lífsins" sagði Karl, „Ég hyggst halda áfram mínu námi að einhveijum tíma liðnum, og það getur vel verið að ég verði búinn að fá nóg af pólitík um þrítugt." Karl sagði að starf upplýsinga- fulltrúa fælist í úrvinnslu og miðlun upplýsinga frá ráðuneyt- inu og stofhunum þess til fjöl- miðla, stjómkerfisins og almennings. Karl hefur líka á sinni könnu dagleg samskipti við fjölmiðla og þá sem til Ijármála- ráðuneytisins leita varðandi upplýsingar, auk þess sem hann sinnir ýmiskonar aðstoð við ráð- herra. Er þörf á þessarri nýju stöðu? Karl sagði að svo væri, ráðning sérstaks upplýsingafulltrúa væri liður f hugmyndum Alþýðuflokks- ins um að færa starfshætti stjóm- kerfisins í nútímalegra horf, og svo væri fjármálaráðuneytið und- irmannað miðað við mörg önnur ráðuneyti og stofnanir, þar sem mjög margir ættu erindi þangað. „Það ná meiri pólitísk veður hing- að inn en í flestar aðrar stofnanir, því hér höldum við um budduna" sagði Karl. „Ertu orðinn kerfiskarl?" spurði blaðamaður. „Vonandi ekki. Auð- vitað er ákveðin hætta á að detta inn í þann farveg sem fyrir er“ svaraði Karl, en benti síðan á að staðan fylgi ráðherranum, og því sé tryggður ákveðinn hreyfanleiki í kerfinu. Slíkur hreyfanleiki sé til góðs, því hann tryggi það að nýtt og áhugasamt fólk komi inn í stjómkerfíð, og fólk með reynslu af kerfinu fari aftur út í atvinn- ulífið. Karl bætti sfðan við að auðvitað sé líka nauðsynlegt að hafa menn sem eru ráðnir til langs tfma, og gjörþekkja starfsvenjur f viðkomandi stofnun. Karl sagðist hafa haft áhuga á stjómmálum frá því hann var unglingur, en ekki hafa orðið mjög virkur fyrr en hann byijaði að starfa með Bandalagi Jafnaðar- manna, en hann gekk svo til liðs við „endumýjaðan Alþýðuflokk". Þekkti hann Jón Báldvin áður? „Já, við rifumst stundum á mál- fundum í MR“, sagði Karl, en varla hefur það þó verið alvar- legt, a.m.k. kom þeim prýðilega saman þegar Karl var starfsmað- ur þingflokks Alþýðuflokksins. Nafn Karls hefiir sést í ijölmiðl- um upp á síðkastið í sambandi við deilur um mannaráðningar fjármálaráðherra og Útvegs- bankamálið. Blaðamaður spurði hvemig það sé að standa allt í einu í sviðsljósinu. „Mér satt að segja leiðist stundum þetta puður sem er í fjölmiðlum, yfirleitt að tilefnislausu," sagði Karl, „en þetta er hluti af því að starfa í stjómmálum, og ég tek það ekki nærri mér.“ Að lokum var Karl spurður hvort Jón Baldvin hefði farið eftir ábendingu hans, sem birtist í einu blaðanna fyrir skömmu, um að fá sér klippingu. „Ég hef nú bara gleymt að athuga það“ sagði Karl, og bætti við að það væri undarlegt fréttamat að gera svona mikið veður út af þessarri litla setningu, sem hefði frekar verið sögð í hálfkæringi, en hitt. Hvemig lítur nánasta framtíð út hjá Karli Th. Birgissyni? Karl sagði að hann stefndi að því að fara í framhaldsnám í stjóm- málafræði eða einhveiju tengdu því - en Karl nam heimspeki og stjómmálafræði í Indiana-fylki í Bandaríkjunum - „en fyrst ætla ég að fylgja úr hlaði því verki sem nú er að hafið í að endurskipu- leggja vinnubrögð í stjómkerf- Reuter Páfagaukurinn Louro, og eigandi hans, Perola. Orðljótur fugl Hann Louro ætti strangt til tekið ekki að fá umfjöllun hér í „Fólk í fréttum", þar sem hann er páfagaukur í borginni Sao Paulo í Brasilíu. En Louro hefur nú gerst sekur um einkar mannlegan breyskleika, sem er það að tala illa um náungann, og goggurinn hefiir komið honum í klandur. Nágranni Louros hefur nefnilega kært gauksa fyrir meiðyrði, og áttu réttarhöldin að hefjast nú á fimmtudaginn. Þetta höfum við eft- ir Reuter-fréttastofunni, svo að enginn haldi nú að við séum að skrökva þessu. Það fylgdi hins vegar ekki fréttinni hvað páfagaukurinn talandi átti að hafa sagt - kannski var það alls ekki prenthæft - og við höf- um enn ekki frétt hvort dómur hafi gengið í málinu. Varla er þó hægt að dæma Louro til að greiða fjársektir, og fangelsisvist væri eigin- lega tvíverknaður, því við getum ekki annað séð en að hann sé þegar á bak við rimlana. Louro lætur allt þetta fjaðrafok sér í léttu rúmi liggja, og ætlar sér alls ekki að halda goggi yfír þessarri atlögu að málfrelsinu, sem hann telur réttilega að séu grondvallargauksréttindi. Lið Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sem varð Norðurlandameist- ari í knattspymu. Islenskir slökkvi- liðsmenn sigursælir NORÐURLANDAMÓT flugvall- arslökkviliða í knattspyrnu sem haldið er árlega, var að þessu sinni haldið hér á landi. Keppt var á Iðavöllum í Keflavík þar sem Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli atti kappi við frændur vora, Norðmenn og Svía og báru sigur úr bítum. M Islensku knattspymukappamir sem voru áberandi úthaldsmeiri en gestimir, sigroðu Svía 3:1 og Norðmenn 12:2. Svíar tryggðu sér annað sætið á mótinu með auðveld- um sigri á þreyttum Norðmönnum, 8:2. Slökkviliðið varð því Norðurlanda- meistari í annað sinn, en liðið varð einnig Norðurlandameistari árið 1985. Finnar sem sigruðu á mótinu í fyrra og Danir voru hinsvegar ekki með að þessu sinni. Þess má geta að leikmenn Svía og Noregs dvöldu hér á landi í góðu yfirlæti í fimm daga áður en þeir héldu heim á leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.