Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 59 Óviðeig- andi frétta- flutningur Ágæti Velvakandi. Á baksíðu Morgunblaðsins hinn 26. ágúst segir frá manni nokkrum, sem hafði sálgað mink með malar- skóflu í matartímanum. Með fylgir mynd af manninum, ásamt veiði- dýri og vopni. Góðir Akureyrarþættir Mér fínnst nú heldur ógeðfellt að svona aðforum sé flaggað. Vissu- lega er minkurinn skaðræðiskvik- indi og á sjálfsagt ekkert gott skilið. Það er snaggaralega gert að ná að króa af mink og vinna á honum. En er þetta það fréttnæmt að heima eigi á útsíðu stærsta dagblaðs landsins? Mörður Til Velvakanda Mánudagur 31. ágúst. Ég lá fyrir og las í hinu ágæta riti að norðan Heima er best. í þetta sinn átti ég erfítt með að festa hugann við efnið það var eitthvað sérstakt sem stóð í vegi fyrir því. Allt í einu rofaði til eins og gluggi væri opnaður. í gærkvöldi hafði ég ásett mér að hringja í Velvakanda og biðja hann að birta fyrir mig þakklætiskveðjur til Sigrúnar Stefánsdóttur fyrir hina prýðilegu þætti frá Akureyri. Það verður enginn svikinn af því að eyða kvöldstund fyrir framan skjá- inn þegar hún er veitandinn. Kærar þakkir Sigrún, val efnis og fram- setningin var bæði augna og eymayndi. Filippía Kristjánsdóttir Þessir hringdu . . . Góðir g’olfþættir á Stöð2 Valur Hrannar hringdi: „Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Stöðvar 2 fyrir öldungis frábæra golfþætti og góðar mynd- ir frá spennandi mótum. Þulurinn er frábær og veit hvað hann er að segja og gefur það þáttunum aukið gildi. Aðeins eitt vil ég minnast á, sem fer svolítið illa í mig, en það er „potið“. Það er alls ekki um neitt pot að ræða — við skulum pútta áfram í golfínu, en pota annars staðar. Bestu þakkir fyrir mig.“ Gullúr Gullúr fannst á Barónstíg fyrir skömmu. Eigandi þess getur hringt í Lindu í síma 99-3310. Hreinsiefnið Magic Kona hafði samband við Vel- vakanda og spurðist fyrir um hvort heinsiefnið Magic væri fá- anlegt einhvers staðar. Sagði hún að Sambandið hefði flutt þetta efni inn á sínum tíma og bæri það af öðrum blettahreinsiefnum. Þessari fyrirspum er hér með komið á framfæri. Þakkir til hreinsunar- deildar Húsráðandi við Njörfasund - hringdi: „Eg vil færa starfsmönnum hreinsunardeildar borgarinnar þakkir. í þrjátíu ár hef ég þegið þjónustu þeirra sem ætíð hefur verið ynnt af hendi af háttvísi og greiðvikni. Því vil ég koma kveðju þessari til skila." Ljósgrábröndóttur köttur Ljósgrábröndóttur högni, líklega um fjögura mánaða gam- all, fannst við Hamraborg í Kópavogi fyrir nokkm. Eigandinn er beðinn að hringja í síma 45093. Gleraugu Gleraugu með dökkri umgerð í brúnu leðurhulstri töpuðust í Álf- heimum eða við Vogaskóla. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Hallgrím í síma 681702. Grábröndóttur fres- köttur Grábröndóttur og hvítur fres- köttur hefur undanfama daga verið í óskilum í Háaleitishverfí. Honum hefur verið komið fyrir í gæslu á Dýraspítalanum. Kattar- eigendur. Merkið ketti ykkar, þá er á auðveldan hátt hægt að koma þeim til skila, annars eiga þeir á hættu að vera aflífaðir eða það sem verra er, að verða svangir og hraktir útigangskettir. HEILRÆÐI Ferðafólk Farið varlega í óbyggðum og fjallaferðum eftir að hausta tekur, hafið með ykkur ljós og merkjabúnað. Fylgist vel með veðri og farið ekkert án þess að láta aðra vita um ferðir ykkar. Að þýða frá orði til orðs Til Velvakanda Oft hefur verið ritað og rætt um þýðingar kvikmynda fyrir sjónvarp. Margir telja þær fyrir neðan allar hellur, en aðrir taka upp hanskann fyrir þýðendur. Það vil ég gjaman gera í stuttu máli nú, því í Helgar- póstinum 27. ágúst sl. finnst mér ómaklega vegið að einum þýðanda. Sjálfur fékkst ég eitt sinn lítillega við slíkar þýðingar og skil því vanda þýðandans. í stuttum pistli blaðamanns HP er fjallað um þættina um Harvey Moon, sem sýndir em á Stöð 2. Þar segir réttilega að þættimir séu hin- ir vönduðustu. Hins vegar hefur blaðamaðurinn fundið hjá sér þörf til að fetta fíngur út í þýðinguna. Þar sem ég horfí gjaman á þessa vönduðu þætti get ég ekki stillt mig um að mótmæla blaðamannin- um. Hann telur upp nokkur dæmi sem honum þykir sanna að þýðand- inn sé ófær um að sinna starfi sínu. Flest atriðin lýsa smámunasemi og skilningsskorti á starfí þýðandans. Sem dæmi má nefna að blaðamað- urinn vill að setningin „Go back to your fancy-piece“ sé þýdd „Farðu aftur til drósarinnar þinnar", sem er öldungis rétt þýðing. Þýðandi þáttanna skrifaði hins vegar: „Farðu aftur að skemmta þér“, sem breytir merkingunni ekki neitt, nema setningin sé slitin úr sam- hengi. Þýðingar verða að vera stuttar, því sjónvarpsskjárinn býður ekki upp á annað. í þessu tilfelli munar 8 bókstöfum á iengd setn- inganna. Annað dæmi, sem blaðamaðurinn telur lýsa slæmri þýðingu: „I hope you haven’t started to gamble aga- in“, sem blaðamaður vill að sé þýtt: „Ég vona að þú sért ekki byijaður á fjárhættuspilamennskunni aftur". Þetta er vissulega rétt þýðing, en í þessu tilfelli breyttist merking ekki neitt þó þýtt væri: „Ég vona að þú farir ekki í sömu gömlu klíkuna" Og hvort ætli fari betur á skjánum? Mér telst svo til að þama muni 20 bókstöfum. Flest eru dæmi blaðamanns af svipuðum toga. Við ættum að einbeita okkur að því efni sem er illa þýtt, því af nógu er að taka, en ekki láta smá- muni gera okkur gramt í geði. Það er bara til að eyðileggja fyrir okkur ánægjuna af jafn ágætum þætti og Harvey Moon. Sjónvarpsáhorfandi. markviss þjálfun Strákar — Stelpur! Konur — Menn! JA22 SPORfÐ HVERFISGATA 105 SIMI 13880 JAZZ SPOR/Ð Vönduð kennsla — markviss þjálfun Viltu verða dansari eða dansa þér til ánægju? Jazz-ballett Jazz-dans Nýtt! Skólakort: Jazz-ballett.klassísk tækni.stepp.danstími.Aerobic Innritun í s: 13880, 84758, 13512. ÞITT EIGIÐ HUS A SPANI Komið í sólina og hitann í Ciudad Quesada (Alicante) á Costa Blancaströndinni. Hefur þú hugleitt möguleik- ann á að eignast þitt eigið hús á Spáni? RAÐHÚSFRÁ .................ÍSL.KR. 879.120,- SÉRSTAKT TILBOÐ í HAUST: EINBÝLISHÚS M/BÍLSKÚR.....ÍSL.KR. 1.566.000,- Ciudad Quesada er íbúðarhverfi sem liggur í litlum vogi með stórfenglegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Hverf- ið er fyrsta flokks staður með alþjóðlegu yfirbragði. Þar búa margir allt árið. Quesada er gróið svæði og fékk 2. verðlaun í samkeppni sem haldin var meðal 350 slíkra staða á Costa Blancaströndinni. Þar voru hafðir til viðmiðunar verðleikarnir: Gæði, næði, viðmót og umhverfi. Þjónusta sem opin er alla daga: 3 stórmarkaðir, 10 sérverslanir, margir veitingastaðir og barir. Jafnframt eru margar sundlaugar og vatnagarður, 2 diskótek, 10 tennisvellir, 18 holu golfvöllur, stór heilsugæslustöð, læknir og apótek. Við skipuleggjum sýningarferðir á fimmtudögum með heimkomu á mánudögum. Verð ferðarinnar dregst frá við kaupsamning. KOMIÐ Á KYNNINGU OKKAR SEM HALDIN VERÐUR Á HÓTEL SÖGU LAUGARDAGINN 5. OG SUNNUDAG- INN 6. SEPTEMBER, BÁÐA DAGANA FRÁ KL. 11.00 TIL 19.00. AÐALUMBOÐSMENN FYRIR NORÐURLÖND, BODIL & ERLING B0E LANGER0D 3157 BARKÁKER NORGE SÍMI: (47-33) 80162 - 62679.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.