Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 63 FRJALSAR / HM I ROM * . . •*:' r \ »' * - jA: # * Símamynd/Reuter Torsten Voss sigraði I tugþraut á HM í Róm. Myndin er frá sleggjukastinu, en þar varð Voss annar, kastaði 43,96 metra. Torsten Voss sigraði í tugþraut Öruggt hjá Ingrid Kristiansen TORSTEN Voss stöðvaði sigur- göngu Daley Thompson í tugþraut á heimsmeistaramót- inu í Róm í gœr og reyndar varð Thompson að láta sór nœgja níunda sœtið í keppn- inni. Voss, sem er frá Austur-Þýska- landi, fékk samtals 8.680 stig. Siegfried Wentz frá Vestur-Þýska- landi hafnaði í öðru sæti með 8.461 stig og Pavel Tamovetsky, Sov- étríkjunum, varð þriðji með 8.375 stig. Thompson hefur verið ósigrandi í níu ár, en hann átti við nárameiðsli að stríða og var rúm- lega 700 stigum frá sínu besta, fékk 8.124 stig og lenti í níunda sæti. Ingrid Kristiansen frá Noregi sigr- aði glæsilega í 10.000 metra hlaupi. Hún hélt forystunni allan tímann og fékk tímann 31:5.18. Elena Zhupieva, Sovétríkjunum varð önn- ur á 31:09.40 og austur-þýska stúikan Kathrin Ullrich þriðja á 31:11.34. Af þrettán fyrstu stúlk- unum settu 11 persónulegt met. Jackie Joyner - Kersee frá Banda- ríkjunum bætti öðru gulli í safnið og sigraði í langstökki kvenna, en áður hafði hún sigrað í sjöþraut. Hún stökk 7.36 metra, en austur- þýska stúlkan Heike Drechsler, sem á heimsmetið með Jojmer, 7,45, hafnaði í þriðja sæti, stökk 7,13 m. Elena Belevskaya, Sovétríkjun- um, stökk einum sm lengra og varð í öðru sæti. Ginka Zagorcheva frá Búlgaríu sigraði í 110 metra grindahlaupi kvenna á 12,34. Gloria Uibel, Aust- ur-Þýskalandi, varð önnur og landa hennar Comelia Oschkenat þriðja. KNATTSPYRNA / NOREGUR Brann tapaði Frá JóniÓttari Kartssyni i Noregi hálfleik Amiðvikudaginn keppti Bjami Sigurðsson með liði sínu Brann gegn Mjöndalen f norsku 1. deildinni í knattspjmu. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Brann tapaði 12:11 í vítaspymu- keppni. Brann hafði yfírhöndina í fyrri og vom leikmennimir klaufar að skora ekki úr tveimur dauðafæmm. Brann náði samt að skora á 30. mínútu en Mjöndalen 1'afnaði snemma í seinni hálfleik. heildina var leikurinn frekar iila TENNIS Reykjavíkur- mótið Reykjavfkurmótið í tennis verð- ur haldið dagana 11. - 13. september næstkomandi á Víkings- völlunum f Fossvogi. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik karla, ein- liðaleik kvenna og í einliðaleik í unglingaflokki pilta og stúlkna. Þátttaka tilkynnist til TBR í síma 82266 fýrir klukkan 18 þriðjudag- inn 8. september. Mótaskrá mun liggja fyrir fímmtudaginn 10. sept- ember. UMSK-mótiA UMSK-mótið í tennis verður haldið dagana 11. -13. september á tenn- isvöllunum f Kópavogi. Keppt verður í sömu flokkum og á Reykjavíkurmótinu. Þátttaka til- kjmnist í sfma 45991 fyrir klukkan 18 á þriðjudaginn. leikinn. Bjami og Erik Soler voru þeir einu sem áttu góðan leik hjá Brann. Lofar frammistaða Bjama góðu fyrir landsleikinn gegn Noregi í næstu viku. Vítaspymukeppnin verður lengi í minnum höfð vegna fjölda víta- spyma, þar sem Mjöndalen sigraði 12:11. Bæði Bjami og markmaður Mjöndalen skoruðu í keppninni. KNATTSPYRNA / 1.DEILD ■ GUNNLAUGUR Grettisson, hástökkvarí í ÍR keppir á nokkmm mótum f Danmörku þesa dagana. í vikunni stökk hann 2,10 og átti góða tilraun við 1,14, en íslands- met Unnars Vilhjálmssonar er 2,12. Gunnlaugur bætti sitt per- sónulega met um tvo sentimetra og ætlar að setja íslandsmet í ferð- inni. ■ OLEG Blokhin leikur ekki með Sovétmönnum gegn Frökkum í Evrópukeppni landsliða á miðviku- daginn, en Valery Lobanovsky þjálfari Sovétmanna hefur gert Qór- ar breytingar á hópnum. Sovétmenn hafa fimm stiga foiystu í ríðlinum og geta því gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með jafntefli. Upp- selt er á leikinn, 100 þúsund miðar Verður leikið á malarvelli á Húsavík? í GÆR fengu mótanef nd KSÍ og knattspyrnudeild Fram skeyti frá Völsungi þess efnis að vegna mikillar úrkomu vœri óvíst hvort leikur Völsungs og Fram yrði leikinn á grasvellin- um á Húsavík í dag. Ami Grétar Gunnarsson, form- aður knattspymuráðs Völs- ungs, sagði við Morgunblaðið f gærkvöldi að grasvöllurinn á Húsavík væri ekki nógu góður og þyldi ekki leik í svona mikilli rign- ingu. „Völlurinn hefur rejmdar þomað töluvert og ef ekki rignir mikið meira verður leikið á honum, en annars á malarvellinum, sem er góður. Þetta veltur allt á veðráttunni og hefði þess vegna getað komið fyrir í júlí,“ sagði Ami Grétar og bætti við að þetta væri ekki með vilja gert; „við teljum okkur frekar vera graslið og því hentar grasvöllur okkur betur." Jóhann G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar Fram, sagði að Frömumm væri svo sem sama hvort þeir léku á grasi eða möl, en allir vissu að knatt- spyman væri ekki eins góð á malarvelli. í 1. deild er lögð áhersla á að leik- ir fari fram á grasvöllum. Áður en yfirstandandi keppnistímabil hófst fóm fulltrúar Völsungs, Þórs og KA fram á á fundi með mótanefnd að mótið hæfíst seinna en ákveðið var vegna þess að vellimir fyrir norðan væm ekki tilbúnir um miðj- an maí, en þeir gætu þess í stað leikið á grasi fram í október. Leikur Þórs og KA í dag verður á Akur- eyrarvelli. KNATTSPYRNA / LANDSLEIKURINN Forsab ámánu GLÆSILEGUR sigur íslenska ólympíuliðsins gegn Austur- Þjóðverjum gerir það að verkum að mikill áhugi er á leik íslands og Noregs f Evr- ópukeppni landsliða, sem fram fer á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn. 81 orðmenn bíða spenntir eftir IV leiknum og hjá þeim kemur ekkert nema sigur til greina, því ibyrjar idaginn þeir vilja forðast neðsta sæti riðils- ins sem heitan eldinn. Þeir koma hingað til að sigra og því má fast- lega gera ráð fyrir sóknarbolta á báða bóga. Forsala aðgöngumiða verður í Aust- urstræti á mánudag og þriðjudag frá klukkan 12 til 18 og á leikdag frá klukkan 12 til 17, en á miðviku- daginn verða miðar seldir í Laug- ardalnum frá hádegi. KVENNALANDSLEIKUR Þýsku stúlkumar mun betri Islenska kvennalandsliðið í knatt- spymu tapaði 5:0 fyrir liði Vestur-Þýskalands í Þýskalandi í gærkvöldi. Að sögn Aðalsteins Öm- ólfssonar, þjálfara liðsins, Iék það vel í 35 mínútur, en þýsku stúlkum- ar skomðu tvö glæsileg mörk fyrir hlé. Sigurlín Jónsdóttir meiddist í lok fyrri hálfleiks og eftir það var vamarleikurinn mun slakari. í seinni hálfleik fékk íslenska liðið þijú ódýr mörk á sig og tapið varð því stórt. Liðin léku tvo leiki hér á landi f fyrra og unnu þýsku stúlkumar þá 5:0 og 4:1. Annar leikur verður á morgun. hafa verið seldir, en leikið verður í Moskvu. ■ BRYAN Robson, fyrirliði Manchester United og enska lands- liðsins er enn meiddur. Hann leikur því hvorki með gegn Coventry í dag né gegn Vestur-Þjóðveijum á mið- vikudaginn í vináttulandsleik. ■ CHARLIE Nicholas fór skrif- lega fram á sölu frá Arsenal í gær, en honum var kennt um slæmt gengi liðsins í fyrstu leikjum yfír- standandi keppnistímabils. George Graham, framkvæmdastjóri Arse- nal, sagði að ákvörðun yrði tekin í málinu innan tveggja vikna. ■ ALAN Irvine, sem Liverpool kejrpti frá Falkirk í fyrra fyrir 100 þúsund pund komst aldrei í aðallið Liverpool og er farinn aftur til Skot- lands. Dundee United kejrpti þennan 24 ára miðheija fyrir sama verð. ■ MARK Proctor hefur verið keyptur frá Sunderland til Sheffield Wednesday fyir 260 þúsund pund. Proctor er 26 ára miðvallarleikmað- ur, byijaði 1978 hjá Middlesbrough, fór til Nottingham Forest 1981 og til Sunderland tveimur ámm síðar. ■ MATS Magnusson, sænski landsliðsmaðurinn og miðheiji Malmö undanfarin ár, gekk til liðs við Benfíca í Portúgal í vikunni. Magnusson hefur verið einn besti leikmaður Svíþjóðar, en hann gerði þriggja ára samning við Benfíca. ■ PAT Cash, sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis, féll úr opna bandaríska meistaramótinu í fyrstu umferð. Hann tapaði óvænt fyrir Svíanum Peter Lundgren. V.M. 86 Frábærir skór. Litur: Hvítt/blátt. Verð kr. 4.363,- Stærðir 3l/i—12 Handball Frábærir leðurskór. Litur hvítt/blátt. Verð kr. 2.595,- Stærðir 3‘/2—12 Volley-Pro Frábærir blakskór. Litur hvítt/blátt. Verð kr. 3.300,- Stærðir 5—11 Stenzor Unlversal Þrælsterkir leðurskór. Litur hvítt/svart. Verð kr. 2.412,- Stærðir 3l/i—6. Aeróbikkskór Úr sérstaklega mjúku leðri. Stærðir 36—42. Litir svart/ hvítt. Verð háir kr. 3.496,- Verð lágir kr. 3.114,- •Sendumí* PÓSTKRÖFU SPORTVÖMÆRSLUN JNGOUFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 40. á Hom KLApmsms 0G GRETTISGðTU S.117S3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.