Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 3 Þýzkaland: Nær enginn útflutningur á gámafiski í ágúst Opið laugardag frá kl. 10-16 VERULEGUR samdráttur hefur orðið á útflutningi á ferskum fiski til Þýskalands í kjölfar um- ræðunnar um orm í fiski í lok júli. Jafnframt hefur verð fallið mikið miðað við sama tíma f fyrra. Samdrátturinn er lang- mestur í útflutningi á fiski f gámum og verð hefur fallið um nálægt fjórðungi. Frá fyrsta ágúst síðstliðnum til 14. þessa mánaðar hafa fiskiskipin siglt með 992 lestir af ferskum físki til Þýzkalands en 1.220 á sama tíma- bili í fyrra. Meðalverð í fyrra miðað við gengi dagsins í dag var 45,47 krónur á hvert kíló, en nú hefur það verið 34,09, um 10 krónum lægra. í ágúst í fyrra voru fluttar utan í gámum 709 lestir í ágúst en nú innan við 250. í september í fyrra nam útflutningur með þessum hætti 2.000 lestum í september, en nú hefur þessi útflutningur verið hverf- andi. Til miðs mánaðar frá upphafi ágúst er áætlað að útflutningur á gámafiski til Þýzkalands verði innan við 400 lestir og báða mánuðina inn- an við 600 lestir. Nú er meðalverðið 33,49 en var í ágúst í fyrra 42,67 og 46,26 í september. Verð hefur hins vegar hækkað verulega nú síðustu daga og hefur það í þessari viku farið yfir 60 krón- ur á kfló. Tómas Kristjánsson, starfsmaður LÍÚ, segir það fyrst og fremst stafa af takmörkuðu fram- boði miðað við eftirspum og að umræðan um ormafískinn sé eitthvað farin að dvína. Hann sagði S samtali við Morgunblaðið, að þó verð væri hátt núna, yrðu menn að gæta þess vandlega, að ofbjóða ekki markaðn- um eins og komið hefði fyrir af og til á þessu ári. Það þýddi einungis tféfðfálT áð ‘Wýjlir................ W KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ Frá fundinum um kvótamálin í gærmorgun. Morgunblaðið/Þorkell Stefnt að því að leggja það fyrir Al- þingi í lok október Kvótanefndin svokallaða kom saman á sinn fyrsta fund í gær og voru þar lögð fram ýmis gögn, meðal annars skýrsla Hafrann- sóknastofnunar um ástand nytjastofna og aflahorfur. Stefnt er að því að fullbúið frumvarp um stjórnun fiskveiða liggi fyrir Alþingi eigi síðar en í lok októ- ber. í kvótanefndinn eiga sæti fulltrú- ar allra helztu hagsmunasamtaka í sjávarútvegi auk fulltrúa frá Þjóð- hagsstofnun, Fiskifélaginu, Haf- rannsóknastofnun og fulltrúa allra þingflokkanna. Formaður nefndar- innar er Ámi Kolbeinsson, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyt- mu. Núgildandi lög um stjómun fisk- veiða renna út um áramót. Því segir á þá leið í skipunarbréfi nefndarinn- ar, að hún skuli skila af sér tillögum um stjómun veiðanna það tíman- Nýtt álver í Straumsvík: Evrópubandalag- ið tekur þátt í hag- kvæmniathugun Frumvarp um stjómun fiskveiða undirbúið lega, að unnt verði að leggja full- búið frumvarp til laga fyrir Alþingi eigi síðar en í lok október. Hlutverk nefndarinnar er að skila tillögum um stjómun veiðanna til sjávarút- vegsráðuneytisins. FORATHUGUN á hagkvæmni nýs álvers við Straumsvík sem nú er að hefjast verður styrkt af Evrópubandalaginu. Kom þetta fram i erindi sem Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, flutti á fundi með iðnrekendum í fyrradag. Iðnaðarráðuneytið hefur undan- farið átt í viðræðum við helstu álframleiðendur Evrópu um hugs- anlega byggingu 200.000 tonna álvers við Straumsvík. Forathugun á hagkvæmni slíks álvers verður að sögn iðnaðarráð- herra unnin í samvinnu við Evrópu- bandalagið með það í huga að stofnað verði undirbúningsfélag með þátttöku íslands og evrópskra aðila. Ef af byggingu álversins verður yrði það alfarið í eigu evrópskra fyrirtækja og rekið óháð ÍSAL þó fyrirtækin myndu samnýta P E Y S U P E Y S U OG AFTUR P E Y S U margt margt fleira þá aðstöðu sem þegar er til staðar í Straumsvík. Dagskrá bók- menntahátíð- ar í dag DAGSKRÁ bókmenntahátíðar í dag verður í Gamla bíói og hefst klukkan 20.30. Þar lesa upp úr verkum sínum þau Karl—Erik Bergman frá Álandseyjum, Andre Bitov, Sov- étrflgunum, Guðbergur Bergsson, íslandi, Alaein Robbe—Grillet, Frakklandi og Luise Rinser frá Vestur Þýskalandi. Þess ber að geta að þýðingar verða lesnar á verkum þeirra höfunda sem ekki eru frá Norðurlöndunum. Sjá nánar á miðopnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.