Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG.UR 17. SEPTEMBER 1987 Utanríkismálanefnd Alþingis: Hart g*egn hörðu 1 við- ræðum um sjávarútveg Brussel, frá Önnu Bjamadóttur, fréttarit CARDOSO E. Cunha, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins, sá sér ekki fært að hitta utanríkismálanefnd Alþingis í Strassborg í gær. Nefndin átti þess í stað harðar viðræður við Eamon Gallagher, yfirmann sjávarútvegsmáladeildar. Hann hélt fram gamalli, eindreginni skoðun sinni að íslendingar ættu að veita EB veiðiréttindi í íslenskri landhelgi í skiptum fyrir fríverslun með fiskafurð- ir. Utanríkismálanefnd harð- neitaði því og lét hart mæta hörðu á fundinum, eins og einn nefndarmanna komst að orði. Morgiinblaðsins. Gallagher nefndi þá hugmynd að EB myndi veiða hluta af Græn- landskarfakvóta sínum á íslands- miðum, en fékk engar undirtektir hjá nefndinni. íslensku þingmenn- imir vom þó sammála um að fundimir hefðu verið gagnlegir. Kristín Einarsdóttir sagði að fundurinn með Gallagher hefði verið sérstaklega fróðlegur. „Það kom ekkert nýtt fram á fundinum, en eftir að hitta þennan mann skilur maður betur okkar stöðu í samskiptunum við EB,“ sagði hún. Kristín notaði tækifærið í Strassborg til að tala við þingmenn í kvenréttindanefnd Evrópuþings- ins. Þeim þótti svo fróðlegt að heyra um Kvennalistann á íslandi að henni var sérstaklega boðið í heimsókn til nefndarinnar seinna í vetur. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður nefndarinnar, sagðist vera mjög ánægður með ferðina til Strassborgar, en nefndin kom til Bmssel I gærkvöldi. Hún átti fund með Willy De Clerq, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm- inni, í gær og hann var minntur á að hann átti hugmyndina að þessari fyrstu utanlandsferð ut- anríkismálanefndar. Hún heim- sækir höfuðstöðvar EB og Atlantshafsbandalagsins í dag. VEÐURHORFUR í DAG, 17.09.87 YFIRLIT á hádegi I gær: Hæð yfir Grænlandi, en lægfi fyrir austan land á leifi austur. Onnur nálgast úr suðvestri á laugardag. SPÁ: í dag veröur norðlæg átt um allt land, víöast kaldi eða stinn- ingskaldi. Rigning á N- og A-landi, en smáskúrir á stöku stað syrða. Hiti 2—5 stig Noröanlands, en 5—9 stig sunnan til á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAGUR: Nokkuð hvöss norðanátt með skúrum eða slyddu- éljum Norðanlands, en þurrara veður syðra. LAUGARDAGUR: Lítur út fyrir hæga breytilega eða norðaustlæga- átt og að mestu þurrt veöur. Undir kvöld fer þó vindur að vaxa af austri sunnan til á landinu. Fremur svalt báða dagana. TÁKN: O Heiðskirt <4k & Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hHI v«ftur Akureyri 4 rlgnlng Revklavik 8 akýjað Bergen 12 léttskýjsð Helslnki 8 alskýjað Jan Mayen 1 snjókoma Kaupmannah. 13 skýjað Narssarssuaq 2 helðskfrt Nuuk 1 þokafgrennd Osló 13 léttskýjað Stokkhólmur 12 ský|að Þórahðfn 12 skýjað Atgarve 27 skýjað Amsterdam 17 mlstur Aþena 37 helðskfrt Barcelona 27 mistur Borlfn 16 skýjað Chicago 20 alskýjað Feneyjar 27 þokumóða Frankfurt 20 skýjaö Glasgow 14 skýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas 27 léttskýjað London 17 rlgnlng LosAngales 18 alskýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Madrld 30 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 34 heiðskfrt Montreal 16 skýjað NewYork 18 léttskýjað Parfs 22 léttskýjað Róm 30 þokumóða Vln 21 léttskýjað Washlngton 20 þokumóða Winnipeg 14 alskýjað Morgunblaðið/RAX í fremri röð sitja börn Péturs Ólafssonar. Talið frá vinstri eru Magnús Pétursson, Soffía Pétursdóttir, Borghildur Pétursdóttir og Pétur Björn Pétursson. Ólaf Pétursson vantar á myndina en hann er búsettur erlendis. í aftari röð er svo stjórn Móðurmáls- sjóðs Bjöms Jónssonar. Talið frá vinstri em Kristján Karlsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, formaður, og Atli Magnússon. Einn stjóraarmann, Höskuld Þráinsson, vantar á myndina, en hann var fjarverandi vegna rannsóknastarfa við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum. Börn Péturs Olafssonar og Þórunnar Kjaran: Móðurmálssjóði Bjöms Jónssonar af- hentar 145.000 kr. STJÓRN Móðurmálssjóðs Björas Jónssonar var í gær afhent peningagjöf að upphæð 145.000 krónur. Það voru böra Péturs Olafssonar og Þórunnar Kjaran sem styrktu sjóðinn með þess- ari peningagjöf í minningu foreldra sinna. Pétur Ólafsson lést í febrúar á þessu ári en hann var einn af stofnendum sjóðsins og átti sæti í stjórn, sem fulltrúi niðja Björns, alla tíð. Stjóra sjóðsins tilkynnti við þetta tækifæri að hún hefði orðið sammála um að velja Pétur Björa Pétursson til setu í stjóminni í stað Péturs Ólafssonar. Móðurmálssjóðurinn var stofn- aður í janúar 1945 í minningu Bjöms Jónssonar, stofnanda ísa- foldar. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna menn sem hafa aðal- störf við blöð eða tímarit og hafa að dómi sjóðsstjómar undanfarin ár ritað svo góðan stfl og vandað íslenskt mál að sérstakrar viður- kenningar sé vert. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum árið 1946 og hlaut þá viðurkenn- ingu Karl ísfeld. Aðrir sem fengið hafa úthlutun úr sjóðnum eru Loftur Guðmundsson (1949), Helgi Sæmundsson (1956), Bjami Benediktsson (1957), Matthías Johannessen (1960), Indriði G. Þorsteinsson (1961), Skúli Skúla- son (1965), Magnús Kjartansson (1967), Eiður Guðnason (1974) og Guðjón Friðriksson (1985). Böm Péturs Ólafssonar og Þór- unnar Kjaran héldu stjóm sjóðsins boð á Hótel Loftleiðum í gær en 16. september er afmælisdagur Þórunnar. Afhentu þau sjóðnum að gjöf 1000 krónur fyrir hvert æviár foreldra sinna en þau hefðu samtals orðið 145 ára á þessu ári. Sveinn Skorri Höskuldsson, formaður stjómar sjóðsins, tók við gjöfínni af Magnúsi Péturssyni, sem er elstur þeirra bama, og þakkaði hann þessa rausnarlegu gjöf. Deilt um gullkortin DEILA er nú risin milli greiðslukortafyrirtækjanna Visa ísland og Kreditkorta hf. um notkun á heitinu „gullkort“. Kreditkort hefur afhent fyrstu „guUkortin“ frá fyrirtækinu, en Visa ísland skráði það heiti sem vörumerki í lok ágúst og halda forsvars- menn fyrirtækisins þvi fram að Kreditkortum sé óheimilt að nota það. Visa ísland sendi í gær bréf til Kreditkorta, þar sem þessi skoðun kemur fram. Þar er þess krafist, að fyrirtækið láti þegar í stað af notkun heitisins „gullkort" í sam- bandi við kynningu Kreditkorta á hinu nýja greiðslukorti. Þá er þess einnig krafíst að fyrirtækið láti innkalla alla sölubæklinga sem dreift hefur verið með þessu heiti og hugsanleg birting auglýsinga þar sem heitið komi fyrir, verði stöðvuð. Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta, sagði að hann hefði ekki enn séð bréfið frá Visa ísland og því hefði engin ákvörðun verið tekið um hvemig brugðist yrði við. „Það er meira en ár siðan við ákváðum að setja þetta kort á markað hérlendis og við töldum okkur ekki þurfa neitt leyfí fyrir nafngiftinni," sagði Gunnar. „Það væri svona álíka og að fá einkaleyfí á að nota orð- ið „ávísun“. Þá má benda á að Visa gefur ekki út gullkort annars staðar en hér á landi, en Euroc- ard-fyrirtækið hefur alls staðar þann háttinn á. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum heita kortin „Golden Mastercard", svo okkar nafngift er bara þýðing á því.“ Borgarráð: Afgreiðslutími frákl. 7-22 Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag var lögð fram breytingartillaga við tillögu um afgreiðslutima verslana í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að afgreiðslutími versl- ana í Reykjavík verði frá kl. 7 að morgni tíl kl. 22 alla daga nema sunnudaga. Tillögunni var visað til borgarstjórnar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að í fyrri tillögum hafi verið gert ráð fyrir að almennar verslanir yrðu einn- ig opnar á sunnudögum en brejrting- artillagan gerir ráð fyrir að sækja þurfí um sérstakt leyfí til þess hveiju sinni. „Ég á frekar von á að tillagan um breyttan afgreiðslutima verslana verði samþykkt á fundi borgarstjóm- ar í vikunni," sagði Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.