Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Sjálfala böm eftir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur Nú stendur yfir í Borgarstjóm Reykjavíkur og í fjölmiðlum árviss umræða um skort á starfsfólki á dagvistarheimilum borgarinnar. Þó þessi umræða eigi sér ævinlega stað á haustin, þegar ráðningar standa yfir eftir sumarleyfi, þá er þama um viðvarandi vanda að ræða allan ársins hring. Aldrei hefur hann þó verið eins alvarlegur og núna. Hægt er að segja margar sögur af þeim vanda sem við er að etja á einstökum dagvistunarheimilum borgarinnar en það verður látið ógert hér. Aðeins til að gefa örlítinn nasaþef af ástandinu má þó nefna að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hætti nær fjórðungur alls starfs- fólks heimilanna og í haust þurfti að ráða í um 200 stöður. Til þess að reyna að ná inn fólki hefur ver- ið auglýst grimmt og auglýsinga- kostnaður vegna dagvistarheimil- anna á fyrstu 9 mánuðum þessa árs nálgast að vera sá sami og allt árið í fyrra. í tölum er kostnaðurinn nú orðinn um 1,1 milljón króna. Vandinn er þó óleystur og enn á mikið eftir að auglýsa. Þó þessar tölur tali sínu máli þá segja þær þó ekkert um það hvem- ig manneklan kemur niður á því uppeldisstarfi sem fram á að fara á dagvistarheimilunum. Það er þó alvarlegasta hliðin á þessu máli og efni í meiri umfjöllun en hér er á ferðinni. Út á gnð og gaddinn Ýmsar ástæður em fyrir þeim vanda sem hér er lýst. Ein þeirra er sú gífurlega þensla sem nú ríkir á vinnumarkaðnum. Hún leiðir m.a. í Ijós, það sem margir vissu reyndar fyrir, að borgin er ekki samkeppnis- hæf um vinnuaflið vegna þeirra lágu launa sem hún greiðir. Onnur ástæða, og sú sem mestu máli skipt- ir þegar til lengri tíma er litið, er rótgróið vanmat á öllum þeim störf- um sem áður fyrr vom unnin af konum inni á heimilunum, s.s. upp- eldi og umönnun bama, sjúkra og aldraðra. í orði kveðnu em þessi störf prísuð, kannski eins og hver önnur líknarstörf, en þegar kemur að því að meta þau til launa em þau langt undir því sem eðlilegt getur talist, bæði miðað við þörf og mikilvægi. Hingað til hefur maður þó haldið því fram að þorri fólks teldi þessi störf innihaldsríkari og meira gef- andi en störf við vélar, tölvur og pappír. Það em hins vegar ýmis teikn á lofti um að nútíminn sé annarar skoðunar — tæki og tól hafi meira aðdráttarafl en t.d. böm. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég telji nútímann eitthvað verri tíma en aðra tíma, heldur vegna þess að mér er ljóst að vitund fólks lag- ar sig að aðstæðum. Það sem er vanmetið þykir ekki fínt og er þ.a. 1. ekki eftirsóknarvert — ekki nema þá fyrir hallærislegt hugsjónafólk. Brenglað verðmætamat samfélags- ins hefur einfaldlega leitt til þessarar niðurstöðu. Lýsandi dæmi um verðmætamat- ið er að nú í sumar og haust hefur fjölda deilda verið lokað á sjúkra- húsum og dagvistunarheimilum og sjúklingum og bömum verið vísað á guð, gaddinn og ráðþrota að- standendur. Á sama tíma opnaði ný 70 deilda verslunarsamstæða í Kringlunni og glæsileikinn þar er slíkiur að menn hafa jsjaldan barið annað eins augum. Á sama tíma og ýmsar deildir dagheimilanna stytta daglegan opnunartíma sinn vegna manneklu er unnið að því í Borgarstjóm Reykjavíkur að lengja opnunartíma verslana þannig að fólk geti verslað sem oftast, víðast, lengst og mest. Hvar böm af- greiðslufólks eiga að vera á meðan er annar handleggur. Fáránleiki íslensks samfélags felst ekki síst í því að það er nóg framboð af vinnu og neysluvamingi en þeim mun minna af ýmiss konar þjónustu sem telst til lífsgæða s.s. góðri dagvist- arþjónustu við böm. Uppeldisskortur og- afskiptaleysi Ástandið hér á landi minnir mig að ýmsu leyti á evrópsk samfélög á tímum iðnbyltingarinnar, þ.e. þegar vélaraflið hélt innreið sína í atvinnulífíð. Þá voru konur og böm mjög eftisótt vinnuafl vegna þess að það var ódýrt og lipurt. Konur unnu myrkranna á milli og böm eins og þau höfðu framast getu til. Allt sem heitir uppeldi varð að sitja á hakanum. Ungt fólk óx úr grasi félagslega vanþroska og illa í stakk búið til að hugsa um sig og sína. Samfélagið gat auðvitað ekki stað- ist á þennan máta til lengdar og víða voru því sett lög sem takmörk- uðu vinnu kvenna og bama. Konumar voru að hluta til sendar heim til að sinna uppeldinu enda enginn annar fær um það á þeim tíma. _ Á íslandi í dag vinna allir sem vettlingi geta valdið hvenær sem því verður við komið, karlar, konur, unglingar og jafnvel böm. Kæmi ekki á óvart þó tölur sýndu að at- vinnuþátttaka á hveija fjölskyldu hefði sjaldan verið meiri en hún er núna. Og nú, rétt eins og á tímum iðnbyltingarinnar situr bamaupp- eldið á hakanum. Það er nöturlegt að segja það en satt engu að síður að stór hluti bama hefur afskaplega lítið uppeldi fengið — er illa upp alinn eins og það hefur hingað til verið kallað. Þessi uppeldisskortur lýsir sér t.d. í því að böm og unglingar eru eirð- arlaus og uppspennt og bera lítið sem ekkert traust til hinna fuli- orðnu. Um helgar er miðbærinn á valdi unglinganna fram á miðjar nætur og ráðvilltur, vansæll og dauðadrukkinn krakki er ekki óalgeng sjón — því miður. Og þó foreldrar beri auðvitað ákveðna ábyrgð á bömum sínum þá er ekki hægt að velta allri sök yfir á þá. Uppeldisskortur og afskiptaleysi gagnvart bömum og unglingum virðist hluti af menningu okkar. Þetta menningarfyrirbæri á m.a. rót sína að rekja til þess að fólk þarf að leggja á sig mikla vinnu til að hafa fyrir því sem talið er nauð- synlegt í nútímasamfélagi, t.d. þak yfir höfuðið, og til þess að skapa þau verðmæti sem þarf til að halda samfélaginu gangandi. En meðan foreldramir leggja vinnuafl sitt fram er bömum þeirra ekki lagt neitt til í staðinn. Börn geta ekki gengið sjálfala og þau þurfa ekki á pössun að halda heldur uppeldi. Uppeldi er mikil vinna og þ.a.l. er foreldri sem þegar hefur skilað 8 tímum eða meira á vinnumarkaði ekki góður uppalandi fremur en það er gott vinnuafl. Þetta vita allir sem eiga böm eða ættu a.m.k. að vita. Breyttir tímar Að mínu viti snýst uppeldi um það að koma bömum til vits og þroska, kenna þeim að virða sig og aðra og lifa í sátt við annað fólk. Uppeldi einstaklinganna hefur auð- vitað alltaf gengið misvel en uppeldi hverrar kynslóðar hefur yfírleitt verið í sæmilega föstum skorðum. í gamla bændasamfélaginu öðluð- ust böm vit og þroska á því að alast upp í stórum systkinahópi og vera stöðugum samvistum við og ganga til allra verka með fullorðnu fólki. Í Reykjavík á árum áður lærðu böm þetta af því að alast upp með fleiri systkinum í barnmörgum hverfum, undir handatjaðri heima- vinnandi mömmu og sæmilega ömgg utandyra vegna takmarkaðr- ar bílaumferðar. Nútíma borgarsamfélag er allt öðm vísi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Barnsfæðingum hefur fækkað og mjög mörg böm em því sem næst einbimi, langflest- ar mæður em á vinnumarkaði rétt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Það sem ég hef verið að reyna að færa rök fyrir hér á undan er, að dagvistarheimili séu orðin ómissandi liður í uppeldi barna. Einhver pössun einhvers staðar kemur ekki í staðinn fyrir þessi heimili.“ eins og feður og frelsi barna utan- dyra er mjög takmarkað af stöðugt vaxandi bílaumferð. Þau hafa ekki sömu tækifæri til að vera samvist- um við önnur böm né heldur til að rannsaka heiminn upp á eigin spýt- ur. Við þessar aðstæður þurfa öll böm sem komin em á ákveðinn aldur á dagvistarheimili að halda einhvem hluta dagsins. Sú lausn, sem fávísum mönnum dettur stund- um í hug, þ.e. að senda konur heim aftur til að sinna uppeldinu; er ekki einu sinni fyrir hendi á Islandi í dag. Vinnuafl kvenna er ómissandi bæði vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þær búa yfir og eins vegna þenslunnar á vinnumarkaðn- um. Dagvistaruppeldi ómissandi Það sem ég hef verið að reyna að færa rök fyrir hér á undan er, að dagvistarheimili séu orðin ómiss- andi liður í uppeldi bama. Einhver pössun einhvers staðar kemur ekki í staðinn fyrir þessi heimili. Eina ..trygKÍngin" sem foreldrar geta svo fengið fyrir því að börn þeirra hljóti skaplegt uppeldi á þessum heimilum er að til þeirra sé ráðið fólk með áhuga og þekkingu á uppeldi. Og þá er ég aftur komin að upphafi þessarar greinar, þ.e. við fáum hvorki gott og áhugasamt fólk til að mennta sig í uppeldismálum né heldur til að vinna við þessi störf meðan þau eru eins vanmetin og raun ber vitni. Þess vegna er það brýnt hagsmunamál samfélagsins alls að gagngert endurmat eigi sér stað á öllum þeim störfum sem lúta að uppeldi og umönnun. Margir foreldrar gera sér þetta mjög vel ljóst og hafa að undan- fömu skorað á borgaryfírvöld að bæta launakjör starfsfólks dagvist- arheimilanna. Borgarstjórn getur í sjálfu sér bæði hækkað laun þess- ara kvenna og búið þeim betri starfsaðstæður. Það eitt myndi strax bæta úr sárustu mannekl- unni. Ein og sér breytir hún hins vegar ekki því gildismati sem ríkir í samfélaginu. Gildismati sem setur allt sem lítur beint að hagsmunum atvinnulífsins í forgang en hitt sem lítur að lífí barna í afgang. Dagvistunarmál eru kjaramál Eins og staðan er í dag þolir það enga bið að atvinnurekendum og verkalýðshreyfingu verði gert ljóst að bamauppeldi er ekki einkamál foreldra. Verkalýðshreyfingin verð- ur að vera tilbúin til að nota afl sitt annars vegar til þess að beijast fyrir bættum kjömm þess fólks sem sinnir uppeldi og hins vegar til þess að knýja fram mun hraðari upp- byggingu dagvistarheimila en verið hefur. Atvinnurekendur verða svo að axla sinn hluta ábyrgðarinnar, taka þátt í kostnaðinum við uppeldi bamanna og skapa foreldmm að- stæður til að vera með bömum sínum þegar þau þurfa á þeim að halda. Hinir sk. aðilar vinnumark- aðarins hafa hingað til samið um ýmis mál, s.s. uppbyggingu og fjár- mögnun húsnæðiskerfisins, tolla- lækkanir á bílum (sem aldrei skyldi verið hafa) og margt fleira og nú er löngu tímabært að þeir semji um dagvistarmálin. Ekki með sýndar- samningum þar sem látið er nægja að stefna að hinu og þessu án þess að bent sé á lausnir eða fjármagn. Þeir geta samið um það hvemig fjármagna eigi uppbyggingu dag- vistarkerfisins og um frí til handa foreldrum svo þeir geti lagt eitthvað af mörkum inni á dagvistarheimil- unum. Ef allir foreldrar eyddu nokkrum klukkustundum í hveijum mánuði á dagvistarheimili barnsins síns gæti það bætt úr verstu mann- eklunni og komið á auknum tengls- um og samvinnu milli þeirra og starfsfólks heimilanna. Þó vandi dagvistarheimilanna sé mikill núna, þá er hann alls ekki óleysanlegur. Það sem máli skiptir í þessu sambandi er ekki síst að ríki, sveitarfélög, atvinnurekendur og verkalýðshreyfing geri sér grein fyrir þeim skyldum sem þau hafa að gegna gagnvart uppvaxandi kynslóð. Það er ekki hægt að gera foreldra og starfsfólk dagvistar- heimila ábyrg fyrir uppeldi við vonlausar aðstæður. Höfundur er borgnrfulltrúi Kvennalistans. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Um 200 nýnemar ,,busaðir“ V ofln v/íLr ^ NÝNEMAR í Fjölbrautaskóla hjá eldri nemendum föstudag- Suðurnesja fengu sína eldskírn inn 11. september. Nýnemarnir Tómatsósu, sinnepi og remolaði var sfðan ausið og sprautað yfir nýnemana. sem kallaðir eru „busar“ þar til þeir hafa verið „busaðir“ eru um 200 f ár og eru það nokkru fleiri nemendur en í fyrra. Athöfnin gekk fljótt fyrir sig, var stutt og markviss. „Busunum" var safnað saman og þeir síðan leiddir fram einn af öðrum til vígslunnar. Þir urðu að beygja sig fyrir svínshausi, sprautað var lýsi upp í þá, þeim síðan dýft ofan í grútarker, yfír þá var sprautað og skvett sinnepi, tómatsósu, remol- aði og hveiti. Að því búnu urðu busamir að skríða eftir rimlabúri og voru um leið smúlaðir með vatni. Nokkur mannfjöldi safnaðist saman við skólann til að fylgjast með vígslu busanna og þótti mörg- um nóg um aðfarimar. Busavígsl- an í ár taldist þó barnaleikur einn í samanburði við fyrri vígslur. -BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Allir urðu að innbyrða góðan skammt af lýsi. Loks urðu þeir svo að skrfða á fjórum fótum eftir rimlabúri og um leið smúlaðir með vatni úr næsta brunahana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.