Morgunblaðið - 17.09.1987, Side 45

Morgunblaðið - 17.09.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 45 Leikf élag Húsavík- ur fékk góðar mót- tökur í Danmörku Jónshúsi, Kaupmannahöfn. FÉLAGAR úr Leikfélagi Húsavíkur hafa verið í leikför í Dan- mörku og raunar með viðkomu i Reykjavík. Sýndu þeir Ofurefli eftir bandaríska höfundinn Michael Cristofer í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar tvö kvöld í Smedjen í Bagsværd og í Ronne Teater á Bomholm sunnudagskvöldið 6. september, Húsvíkingara- ir, sem vora alls 22 talsins, fengu frábærar undirtektir. Hingað kom hópurinn á vegum tveggja leikhúsa innan Dansk Amator Teater Samvirke, en fyrir nokkrum árum voru settir á fót leik- hringir með aðild áhugafélaga á öllum Norðurlöndum, Nordisk Amatar Reater Rád. Veittu þau samtök smástyrk til fararinnar. í Bagsværd skammt utan við Kaupmannahöfn tóku félagar í Bagsværd Amator Scene á móti þeim og bjuggu íslendingamir á heimilum þeirra. Rómuðu þau mjög allar móttökur og mikla gestrisni. Var þeim sýndur ýmis heiður og farið í skoðunar- og skógarferðir, m.a. í aðalstöðvar sjónvarpsins. Leikhúsið Smedjen, sem sýnt var í, er gömul jámsmiðja eins og nafn- ið gefur til kynna og var henni breytt í fyrsta leikhús í Bagsværd snemma á öldinni. Undmðust gest- gjafamir hversu auðvelt reyndist að troðfylla húsið bæði kvöldin og höfðu við orð, að líklega þyrfti að leika á íslenzku til að svo mætti verða. En ráðamenn Leikfélags Húsavíkur em forsjálir mjög. Einar Njálsson hafði samband við stjóm íslendingafélagsins í Kaupmanna- höfn og fékk aðstoð við að senda auglýsingar til félagsmanna, enda erfitt að ná til allra yfír sumartím- ann, er blað íslenzkufélaganna, Nýr Haftiarpóstur, kemur ekki út. Þenn- an myndarskap Húsvíkinganna kunnu landar hér vel að meta og fjölmenntu. Og sáu ekki eftir því, heldur vom afar hrifnir af leiknum og þeirri stemningu, sem tókst að skapa, þótt margir leikhúsgesta skildu ekki málið. í leikskrá vom útskýringar á persónunum og hug- arástandi þeirra á dönsku og skildu því danskir leikhúsgestir auðveld- lega framvindu leiksins. Ofurefli hefur verið sýnt áður í Danmörku, bæði á Odense Teater, sem var fmmsýning þess á Norður- löndum, og á Allé Scenen í Kaupmannahöfn. Leikritið hlaut mjög góða dóma eins og menn muna, er það var sýnt á Húsavík í apríl og fram til 5. maí. Ekki hvað sízt hlýtur leikstjórinn María Sig- urðardóttir mikið lof gagmýnenda og hefur henni tekizt að skapa sterka heildarmynd. Ofurefli var æft í vetur með leikförina í huga, en fyrra viðfangsefni leikfélagsins á leikárinu, Síldin kemur, gaf mikla peninga í sjóðinn og gerði allt auð- veldara um vik. En leikaramir 9, aðstoðarmenn og aðrir félagar nota auðvitað sumarleyfí sín til fararinn- ar. Á Borgundarhólmi tók áhuga- mannaleikfélagið Scene 2 á móti hópnum með miklum virktum. Léku íslendingamir í Ronne Teater, sem er elzta leikhús Danmerkur. Þá höfðu þau íslenzkt skemmtikvöld fyrir heimamenn með litskyggnu- sýningu og íslenzkum þjóðlögum, m.a. fluttu þau Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og var það hin bezta skemmtun, ekki hvað sízt fyrir hina fáu landa, sem búa þar. Ekki var síðra að skoða hina fögm „Sólskinseyju", eins og Borgundar- hólmur er kallaður, og eiga þar nokkra dvöl. — G.L.Ásg. Grænmetismarkaður til styrktar kristniboði Grænmetismarkaður verður haldinn í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík á föstudaginn, 18. september. Húsið verður opnað kl. 16 og verða ýmiss konar jarðafurðir á boðstólum. Ef eitthvað verður eftir óselt heldur markaðurinn áfram daginn eftir, laugardag, í kristniboðshúsinu Betaníu, Lauf- ásvegi 13, frá kl. 14. Allur ágóði af sölunni rennur til starfs Kristniboðssambandsins en fulltrúar þess hafa lengi unnið að boðun, fræðslu og líknarmálum í Eþíópíu og Kenýu í Afríku auk kynningarstarfs hér heima. Kostn- aður af kristniboðsstarfínu er allur greiddur með ftjálsum framlögum. Þeir sem vildu styrkja markaðinn með gjöfum sínum eru beðnir að koma með framlag sitt í féiags- húsið við Holtaveg fímmtudaginn 17. sept. kl. 18—20. Konumar sem standa fyrir markaðnum þiggja með þökkum alls kyns grænmeti, kart- öflur, gulrætur, rabarbara, ber, sultu og ávexti, einnig kæfu, kökur o.s.frv. (Fréttatilkynning) Skólaúlpur Ef þig vantar ódýrar skólaúlpur þá líttu við á Nýbýlavegi 12. Wang VS fJötekyMan hugsarfyrir framtióinm Hér eru tveir meðlimir úr WANG VS fjölskyldunni - tölvumar sem smíðaðar eru til að meðhöndla upplýsingar hraðar, betur og nákvæmar en eldri kynslóðirnar eða jafnaldrar þeirra meðal keppinautanna. Sömu útstöðvamar, sama stýrikerfið og sami hugbúnaðurinn á allar vélamar. Engin endurmenntun starfsfólks af einni vélinni til annarrar. - Eigum fyrirliggjandi hugbúnað fyrir fjárhags- viðskipta- og lagerbókhald. Þér er óhætt aö hefja kynnin viö Wang VS fjölskylduna í gegnum minnstu meðlimina. Þeir vaxa með fyrirtækinu og geta stöðugt bætt á sig jaðartækjum og auknum hugbúnaði. • VS5 - 16 útstöðvar, allar í notkun samtímis. • VS 6 - 24 útstöðvar og allar í notkun samtímis • 1,2 (VS 5) eða 4ra (VS 6) MB innra minni • Allt að 2,6 GB geymslurými. Reiknarðu með aukningu í framtíðinni? VS 65 er hugsanlega lausnin í dag þegar hugsað er fyrir framtíðinni. • 46 útstöðvar og allar í notkun samtímis • 1 til 4ra MB innra minni • Allt að 2,6 GB geymslurými • 8 MB aðgönguminni fyrir hverja útstöð WANG FJÖLSKYLDAN HORFIR FRAMMÁVIÐ MEÐ ÞÉR STRAX í DAG. WANG tSj) HeimHistaeKi hf 1 TÖLVUDEILD - SÆTUN 8 - SÍMh 691500 _ Láttu okkur í Nýjabæ sjá um matseldma á meðan þú verslar Nú getur þú fengið heitan og Ijúffengan heimilislegan mat handa allri fjöl- skyldunni þegar þú verslar í Nýjabæ við Eiðistorg. Þannig sparar þú tíma og fyrirhöfn, sem fylgir því að elda í hádeginu eða að loknum löngum og ströng- um vinnudegi. Betriþjónusta með lengri opnunartíma Við erum alltaf að auka þjónustuna og nú er opið hjá okkur frá kl. 9 til 19 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 20 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á laugardögum. G0TT FÓLK / SÍA VÖRUHÚSIÐ EIÐ/STORG/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.