Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 64
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $SUZUKI FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. ASI hafnar tillögri VSI um kjarasamning fyrir næsta ár: Krónutöluhækkiui 1. okt- óber kemur til greina - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ ALÞÝÐU S AMB AND íslands hafnaði í gær tillögu Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna að kjarasamningi fyrir næsta ár og Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ kvað hana þannig úr garði gerða að hún gæti ekki orðið grundvöllur að viðræðum aðila. Hann sagði Alþýðusam- bandið ekki hafa umboð frá landssamböndum ASÍ til við- ræðna um kjarasamning og tilboð VSÍ og VMS gæfi ekki ástæðu til þess að leita eftir slíku umboði. Hann byggist við að viðræður um kjarasamning fyrir næsta ár yrðu i höndum landssambanda ASÍ. Hins vegar sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, að hann vildi ekki fyrirfram úti- loka að einhverskonar krónutölu- hækkun á laun í stað sömu A^rósentuhækkunar á öll laun, '“kæmi til greina varðandi ákvörð- un Launanefndar um visitölubæt- ur 1. október. Tillögur VSÍ og VMS fela í sér meðal annars að öll laun hækki um 1,5% 1. október, eins og samningur- inn í desember kveður á um. Til viðbótar hækki mánaðarlaun fyrir dagvinnu að viðbættum álögum um 1.600 krónur. Sú hækkun kemur í stað 5,65% verðbóta, sem er í verka- hring Launanefndar aðila að taka ákvörðun um. Grunntölur afkasta- hvetjandi launakerfa hækki um 3,25% í stað fyrrgreindra hækkana. Lágmarkslaun ófaglærðra verði 30 þúsund krónur frá 1. október og faglærðra 38.900 krónur. Þá hækki —-Aaun 1. janúar um 3%, 1. apríl um 2%, 1. júlí um 1,5% og 1. október um 1,5%. Þá skal lokið gerð fast- launasamninga, sem gera skyldi samkvæmt ákvæðum desember samninganna, fyrir 1. nóvember næstkomandi. Hækki vísitala fram- færslukostnaðar umfram 10% á tímabilinu frá október í ár til júlí 1988 getur ASÍ krafist endurskoð- unar. Takist ekki samkomulag getur hvor aðila sagt launalið samningsins lausum með mánaðar fyrirvara, þannig að hann verði laus 1. septem- ber. „Við lögðum fram þessar tillögur sem umræðugrundvöll, af ótta við að verði ekkert að gert stefni verð- ^Mfcbólgan í 30% og upp á við um áramót. Tillögur okkar miða hins vegar að því að verðbólgan verði Maður misstí handlegg í múrdælu VINNUSLYS varð í Selásdal, við Vallarás, um klukkan 17.00 í ^jærdag. Maður, sem var að vinna ^þar við byggingu fjölbýlishúss, missti handlegg er hann féll í dælu sem notuð er við múrhúðun. Talsverðum erfiðleikum var bundið að ná manninum úr dælunni og þurfti að logskera dæluna í sund- ur til að losa hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hans og mun líðan hans vera eftir atvikum. komin niður í 12% eftir 12 mánuði og stefni niður á við,“ sagði punnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, þegar tillögur VSÍ og VMS voru kynntar. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasijóri VSÍ, hafa verið skipaðir í Launanefnd aðila fyrir Bjöm Bjömsson og Vilhjálm Egils- son, sem hafa horfíð til annarra starfa. Launanefnd _ kemur saman síðar í þessarí viku. Ásmundur Stef- ánsson kvaðst ekki sjá neinar forsendur til annars en fullar vísi- tölubætur kæmu á laun 1. október. Sjá ummæli forystumanna ASl, VMSÍ og VSÍ á bls. 2. og for- ystugrein á miðopnu. Dregið fyrir í Þverá Um 30 punda hængur náðist í Drangshyl í Þverá þegar starfsmenn frá laxeldisfé- laginu Laxeyri í Borgarfirði drógu þar fyrir lax til undan- eldis. Fjórmenningarnir á myndinni halda glaðbeittir á tveimur 20 punda fiskum, sem náðust í Klapparfljóti. Ef til vill eru þarna komnir kunningjar einhverra veiði- manna frá síðasta sumri. Aðalfundur Arnarflugs hefst á morgun; Morgunblaðið/Bjöm Guðmundason Tapið 1986 nemur tæp- um 170 milljónum króna Reiknum með að verða réttu megin við strikið í ár - segir Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri TAP Arnarflugs árið 1986 nemur tæpum 170 milljónum króna, að því er Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, en aðalfundur félagsins hefst á Hótel Sögu á morgun klukkan 17.00. Samkvæmt lögum félagsins er gert ráð fyr- ir að aðalfundur skuli haldinn fyrir lok júnímánaðar ár hvert, en að sögn Kristins var ákveðið að fresta honum þar til bráðabirgðaupp- gjör fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs Iægi fyrir. ,Við erum svolítið á eftir áætlun miðað við samþykktir félagsins og ástæðan er ekkert leyndarmál," sagði Kristinn. „Árið í fyrra var afar slæmt og menn höfðu heyrt ávæning af því. Við vildum sjá hvemig þróunin yrði á þessu ári áður en við héldum þennan fund í trausti þess að geta lagt fram ein- hvetjar jákvæðar upplýsingar í leiðinni og samkvæmt uppgjöri fyrstu 6 mánuði þessa árs höfum við staðist okkar áætlanir. Að vísu er alltaf tap á þessum tíma en aðal- atriðið er að áætlanir standist og hagnaðurinn kemur allur á sumar- mánuðunum, júlí og ágúst. Rekstur- inn nú í ár stefnir í að verða mjög nálægt áætlun, sem gerir ráð fyrir að við verðum heldur fyrir ofan strikið. Við þylqumst sjá það núna, að við séum á þeim vendipunkti sem ætlast var til, þótt skellurinn 1986 hafí orðið mun meiri en menn reikn- uðu með. Við vonumst því til að geta farið að sjá eitthvað jákvæðara strax á næsta ári.“ Kristinn sagði að helsta skýring- in á tapinu 1986 væri að félagið hefði verið í verkefnum sem það réði ekki við, hvorki fjármálalega né stjómunarlega, það er erlendu leiguverkefnin, einkum pflagríma- flugið. Hann kvaðst hafa gert 9 mánaða uppgjör þegar hann kom til Amarflugs síðastliðið haust, og hefði það leitt í ljós að tapið yrði mun meira, en menn höfðu reiknað með. „Menn höfðu reiknað með að árið 1986 yrði með 60 til 70 milljón króna tapi. Þetta uppgjör leiddi hins vegar í ljós að tapið yrði yfír 100 milljónir. Mér reiknaðist til, miðað við áætlun fyrir síðasta ársfjórð- unginn, að tapið yrði 120 til 130 milljónir króna. Þegar öll kurl komu til grafar reyndist það hins vegar vera 155 milljónir og síðan ákváðum við að afskrifa, eða taka til hliðar fyrir hugsanlegu tapi á viðskipta- kröfum, tæpar 14 milljónir króna. Það liggur ekki fyrir að neitt af þessum 14 milljónum sé tapað fé, heldur er þetta bara tala sem við tökum til hliðar vegna óvissunnar. Á það ber að líta í þessu sam- bandi, að þegar hætt er í svona rekstri, eins og DC-8 rekstrinum, kemur kostnaður í ljós sem hefði ekki orðið ef við hefðum haldið áfram í sömu verkefnum," sagði Kristinn. Á fyrri hluta þessa árs var ákveð- ið að auka hlutafé í Amarflugi um 130 milljónir. Að sögn Kristins er söfnun þess hlutafjár langt komin, en um 113 milljónir hafa nú safn- ast í auknu hlutafé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.