Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Við höfum í tvígang eða þrígang gert samninga, þar sem ábyrgðin á fram- kvæmdinni hvíiir í grundvallar- atriðum á þremur aðilum, ríkisstjórn, atvinnurekendum og verkalýðshreyfingu. Það blasir við að aðeins einn aðili hefur staðið við sitt og það er verkalýðshreyfingin," sagði Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um tilboð vinnuveitenda á blaðamannafundi eftir fund aðila i gær. „Atvinnurekendur hafa velt út meiri kauphækkunum en ráð var fyrir gert og barma sér mjög yfir því núna. Ríkisvaldið hefur hvorki ráðið við fjárlagahallann eða haft stjóm á peningamálunum til þess að halda stöðugleika í efnahagslíf- inu. Við höfum ítrekað sagt að það stefni hér í óefni af þessum Morgunblaðið/Bjami Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, kemur tii fundarins í húsnæði ASÍ seinnipartinn í gær. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Aðems verkalýðs hreyfingin hef- ur staðið við sitt Viljum reyna að tryggja núverandi kaupmátt, segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri VSI sökum. Það hefur verið þannig í gegnum árin að það er eins og vekjaraklukkan hringi þegar kaupið á að fara að hækka, en enginn tekur eftir því þegar verð- bólgan ríður yfir," sagði Asmund- ur ennfremur. Hann sagðist í stöðunni ekki geta séð að að mikil hjálp væri í þessum tillögum vinnuveitenda. Sú blanda af krónutölu- og pró- sentuhækkun, sem lögð væri til 1. október hefði sína kosti, en hún hefði ekki átt upp á pallborðið hjá atvinnurekendum á liðnum árum og því fyndist honum þetta ekki trúverðugt. í tillögum vinnuveit- enda væri gert ráð fyrir að krónutölureglan skerti aldurs- hækkanir og bónusinn tæki mun minni hækkunum en grunnlaunin. Þá væri f þessum samningi gert ráð fyrir að binda samninga út næsta ár með þeim fyrirvörum að það verði tekið á þeim fast- launasamningum, sem ekki hafí verið staðið við að gera á liðnu samningstímabili. í sumar hefðu vinnuveitendur hins vegar gengist inn á að taka upp viðræður um almenna endurskoðun á samning- um, en ekki bara á þeim fast- launasamningum sem viðræður stóðu yfir um samkvæmt desemb- ersamningunum. Ástæðan hefði verið sú að misgengið væri það alvarlegt að óhjákvæmilegt hefði verið að skoða málið í víðara sam- hengi. Samkvæmt tillögu atvinnu- rekenda myndu t.a.m. samningar fiskvinnslufólks verða fastir til ársloka 1988. Engin kauptrygg- ingarákvæði væru í samningnum og hann gæti í fyrsta lagi verið laus í september á næsta ári. Viðbrögð Alþýðusam- bandsins vonbrigði „Viðbrögð Alþýðusambandsins eru mér vonbrigði. Við lögðum þetta fram í góðri trú og treystum því að þeir væru til viðræðna um að draga úr áhrifum þess að hækkunin 1. október gengi upp allan launastigann. Við álitum að við kæmum vel til móts við þá með því að fullar bætur kæmu á lægstu launin," sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ. Hann sagði að miðað við við- brögð ASÍ væri ólíklegt annað en fullar verðbætur kæmu á öll laun 1. október. Reynslan sýndi að slík hækkun færi út í verðlagið og allar þjónustugreinar myndu ör- ugglega hækka sitt verðlag í kjölfarið. Það væri hins vegar mismunandi hvað framleiðslu- greinamar gætu hækkað og þetta myndi til dæmis setja samkeppn- isiðnað í talsverðan vanda, sem og útflutningsgreinamar. Aðspurður um þau orð Ás- mundar að atvinnurekendur hefðu brugðist eftir kjarasamningana, eins og ríkisvaldið, sagði Gunnar: „Við álítum að í aðdraganda og í kjölfar kosninganna hafi margt farið hér úr böndunum. Við höfum treyst á mikið meiri stöðugleika í efnahagslífinu og í ríkisfjármál- um. Þegar ríkissjóður er rekinn með miklum halla, ég tala nú ekki um í svona góðæri, hlýtur það að auka á þensluna. Það að einstaka atvinnurekendur hafi þurft að láta undan þrýstingi um að auka kaupið umfram samninga helgast af spennunni á vinnu- markaði. Menn hafa séð sig tilneydda að koma til móts við kröfur einstakra launþega beinlín- is til þess að halda fólkinu og ekki dugað til, því öllum er kunn- ugt um að það vantar fólk í fjölda starfa." Tillagan frumhlaup „Þetta tilboð kom mér ákaflega mikið á óvart. Ég bjóst við að þeir vildu ræða um einhveija skerðingu á vísitölubótum 1. októ- ber. Þess í stað koma þeir með þessa hrikalegu tillögu um kjara- samninga fyrir næsta ár, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ í samtali við Morgunblaðið. „Hins vegar er tillaga þeirra um krónutöluhækkun 1. október ekki að öllu leyti forkastanleg, en það eru launanefndir hjá opin- berum starfsmönnum, háskóla- mönnum og bankamönnum. Hvað gera þær? A Alþýðusambandið að afsala sér einhveijum verðbótum og síðan neita hinir að afsala sér því sama? í annan stað hefur laun- amisrétti aukist gífurlega á þessu ári vegna þessa að miklar yfir- borganir hafa verið í einstökum greinum vegna þenslunnar. í öðr- um greinum hefur nær engin yfirborgun verið. Hvaða trygg- ingu getum við gefið fyrir því að þetta nái bara til þeirra sem ekki eru yfirborgaðir. Reynsla okkar á þessu ári er sú að það sé engu að treysta," sagði Guðmundur. Hann sagði það að sínu viti frumhlaup að koma með jafn viða- miklar tillögur, sem fælu í sér miklar efnislegar breytingar, til viðræðu án nokkurs fyrirvara. Aukning- kaupmáttar meiri en þekkist annars staðar „Það sem við vinnuveitendur gerðum í dag var að leggja fyrir Alþýðusambandið mat okkar á því hvað væri mögulegt. Við teljum að með samstilltu átaki sé mögu- legt á næsta ári að veija þann mikla kaupmáttarauka, sem orðið hefur í þessu þjóðfélagi á síðustu tveimur árum. Sá kaupmáttarauki er meiri en þekkist í nokkru öðru þjóðlandi, sem við höfum heyrt um bæði fyrr og síðar. Samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar framan af þessu ári og síðar samkvæmt launakönnunum Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, er allt sem bendir til þess að kaupmáttur um þessar mundir sé 34% hærri heldur en hann var í byijun árs 1986,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann sagði að ef vísitala yrði keyrð yfír allt kaugjald 1. októ- ber, þá væri ekki hægt að halda áfram á sömu braut. Vinnuveit- endur vildu nota það svigrúm sem væri fyrir hendi til þess að bæta stöðu lágtekjufólksins. Þeir vildu tryggja kaupmátt allra og þó sérs- taklega lágtekjufólksins. „Við komum ekki með neina úrslitakosti hingað. Við erum að lýsa því hvemig möguleikamir blasa við af okkar hálfu. Við ráð- um ekki gangverki efnahagslífs- ins. Þar koma margir þættir til. Það emm ekki við sem fellum gengið og það er ekki ríkisvaldið. Gengið fellur af sjálfu sér, þegar launa- og kostnaðarhækkanir hér innanlands verða miklu meiri en tekjumar erlendis gefa tilefni til. Það er mat okkar að þetta sé eina leiðin til þess að komast framhjá því,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að ASÍ væri þann- ig félagsskapur að það hefði ekki umboð til að semja um kaup og kjör nema stundum. „Það virðist vera reynslan hér í dag að Al- þýðusambandið hafi ekki umboð til þess að leita að skynsamlegri leið til þess að tryggja kaupmátt alls almennings í landinu,“ sagði Þórarinn. Krefst skaðabóta vegna alnæmis- smits eftír blóðgjöf KONA, sem smitaðist af alnæmi eftir blóðgjöf á sjúkrahúsi, hefur leitað til lögmanns með það fyrir augum að krefjast skaðabóta af ríkinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að engin bótakrafa hefði enn verið lögð fram enda gerði hann sér vonir um farsæla lausn þessa máls án þess að til málaferla kæmi. Guðjón Magnússon, sem gegnir embætti land- læknis í fjarveru Ólafs B. Ólafssonar, kvaðst ekki telja óeðlilegt að konunni yrðu greiddar bætur vegna þessa máls, enda væru fordæmi fyrir því erlendis. Forsaga málsins er sú, að kon- unni var gefið blóð á sjúkrahúsi seinni hluta ársins 1984, eins og áður hefur verið greint frá í fréttum. Reglulegar skimprófanir á blóði í Blóðbankanum hófust hins vegar ekki fyrr en f október 1985. Að sögn Ólafs Jenssonar, yfirlæknis í Blóð- bankanum, voru þá rannsökuð sýni nokkra mánuði aftur í tímann og í sýni frá því í maí 1985 kom fram jákvæð svörun með tilliti til alnæmis- mótefna. Þetta sýni hafði ekki verið notað í lækningaskyni, en þegar saga blóðgjafans var könnuð kom í ljós að hann hafði gefíð blóð árið 1983, og var það blóð notað í um- ræddu tilviki með þeim afleiðingum að konan smitaðist af alnæmisveir- unni. Eftir því sem næst verður komist mun konan ekki bera nein einkenni sjúkdómsins. Félagsmálaráðherra um húsnæðislán: Breytingar aðeins lauslega ræddar „ÞAÐ ER ljóst að við þurfum að hækka vexti af húsnæðislánum ef vaxtagreiðslur eiga að nýtast þeim sem þurfa á þeim að halda, það er svokölluðum forgangshópum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, þegar Morgunblaðið spurði hana álits á ummælum Friðriks Sophussonar, iðnaðarráðherra, á fundi hjá iðnrekendum í fyrradag, þess efnis að fyrir dyrum stæði veruleg hækkun vaxta af húsnæðislánum. Sagði Jóhanna að til forgangshópa teldi hún þá sem væru að kaupa íbúð í fyrsta sinn eða stækka við sig hóflega vegna fjölgunar í fjölskyldu eða af svipuðum ástæðum. Iðnaðarráðherra sagði þessa vaxtahækkun verða afturvirka og einnig ná til þeirra sem þegar hefðu fengið lánsloforð. Vaxtahækkanim- ar sagði hann væntanlega koma til framkvæmda í tengslum við breyt- ingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins sem nú stæðu fyrir dyrum. „Þetta mál hefur einungis verið lauslega rætt í ríkisstjóminni og engin ákvörðun eða afstaða verið tekin til þess og ekki hefur það heldur verið rætt í Húsnæðisstofn- un. Það var ekki hugmyndin að málið yrði kynnt með þessum hætti og það er auðvitað alvarlegt mál þegar ráðherra kynnir jafn við- kvæmt mál og vaxtamálin með þeim hætti sem hann gerði áður en þau hafa fengið umfjöllun í ríkisstjóm og afstaða verið tekin þar;“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Eg legg áherslu á að vextir muni ekki hækka hjá forgangshópum þannig að um breytilega vexti verður að ræða. Þetta er mjög flókið mál í fram- kvæmd og ljóst að ekki er hægt að koma á jafnvægi í húsnæðiskerfinu með því að hækka vexti af öllum lánum. Sem dæmi má nefna að þeg- ar verið er að skipta um eigendur að íbúðum lenda niðurgreiðslur vaxta af áhvílandi lánum oft hjá þeim sem ekki þurfa á þeim að halda og hafa jafnvel ekki lánsrétt- indi í húsnæðiskerfinu. Útreikningar sýna að innan ára- tugar mun Byggingarsjóður hafa til útlána um 60 milljarða króna af fé frá lífeýrisjóðunum og innan tveggja áratuga má áætla að 3A vaxtaniður- greiðslna lendi hjá öðmm en þeim sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. “ Polanski á kvikmynda- hátíðina ROMAN Polanski, kvikmynda- leikstjóri, kemur á kvikmynda- hátíð Listahátiðar í Reykjavík í næstu viku. Polanski hefur leikstýrt fjölmörgum þekktum kvikmyndum og verða tvær þeirra sýndar á hátiðinni, „Knife in the water“ og „Tess“. blaoB VBBKIPfyXMHNULÍF bladC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.