Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Lofsverð framtaks- semi Til Velvakanda Framtakssemi Laxalónsmanna undir foystu Ólafs Skúlasonar ríður ekki við einteyming. Þeir hafa kom- ið upp stórkostlegum golfvelli og stangaveiðilóni að Hvammi í Kjós. Er það á einhveijum fegursta stað í nágrenni Reykjavíkur, við Hvammsvík syðst í Hvalfirði. Á túnum að Hvammi hefur verið gerð- ur 9 hola golfvöllur. Reyndist hann skemmtilegur en allvillugjam golf- kúlunum, þegar þeir Ragnar S. Halldórsson og Brynjólfur Sandholt léku einn hring á honum sunnudag- inn 6. september. I lokaða sjávarlónið að Hvammi hefur verið sleppt nokkrum tugum af stórum regnbogasilungi og má veiða mest fimm fiska á stöng á dag. Þó að fiskur stykki út um allt tók það undirritaðan rúmlega 3 klukkutíma að veiða tvo þriggja- punda fiska þennan dag. Voru þeir afar kraftmiklir og rásuðu langt út í lónið. Ekki spillti það eftirleiknum að fiskar þessir reyndust mjög fal- legir og afbragðs ljúffengir til matar. Einar H. Ásgrímsson Réttum þeim hjálparhönd Ágæti Velvakandi. Mig langar vinsamlegast að vekja athygli á hjálparstarfi Sjö- unda dags aðventista meðal þurf- andi fólks í þróunarlöndunum og víðar í heiminum. í tímans rás hef- ur holdsveiki verið ein af plágum mannkyns en nú hafa menn samt fengið möguleika á að útrýma henni. En hljóti ekki holdsveiki- sjúklingur rétta meðhöndlun í tíma verður hann að færa miklar fómir. Holdsveikrasjúkrahúsið í Mas- anga í Sierra Leone er einn þeirra staða þar sem mikið er lagt af mörkum til að ráða bót á þessum sjúkdómi og öðrum álíka skelfileg- um. Skýrslur sýna að hundruð þúsunda manna lifa í dag vegna aðstoðar sem þeir hafa fengið frá þessu starfi í gegnum árin. Starfið heldur áfram. En milljón- ir manna, bama og fullorðinna, líða hungur eða fá ekki læknishjálp. Við megum ekki bregðast þeim. Hjálp mín og þín kemur þar að góðum notum. Við getum veitt þeim von. Réttum þeim hjálparhönd. Vilt þú, lesandi góður, gefa þér örlítinn tíma og lesa eftirfarandi frásögn? Hún höfðaði til mín. Hrópið er frá litlum flóttadreng, sem lyftir tómri hrísgijónaskálinni, um leið og hann lítur á andlit þess sem framhjá gengur. Með augum sem endurspegla all- ar hörmungar og þjáningar hungr- aðs, munaðarlauss flóttabarns, biður hann þig — ekki um sælgæti eða leikföng, eða nokkuð annað sem drengir og telpur biðja foreldra sína um í velmegandi löndum okkar, nei, hann biður bara um handfylli af hrísgijónum, svo að hann geti satt sárasta sultinn. Ó jú, hann myndi gjaman vilja fá sælgæti, ávexti, leikföng og svo margt annað, sem böm vilja svo gjaman eiga, en það er svo miklu hærra vonum hans svo hann biður bara um hrísgijón, svo að hann verði ekki hungurmorða. Milljónir bama og fullorðinna myndu taka með þökkum við því sem þú fleygir í ruslatunnuna. Minnstu þeirra, þegar þú borðar þinn eiginn mat og minnstu þeirra einnig þegar þér gefst kostur á því að styðja lfknarstarfið." Þessa dagana em aðventistar að dreifa blöðum sem útskýra þetta mannúðar kærleiksstarf og taka á móti fijálsum peningagjöfum til hjálparstarfsins. Jesús sagði: Hvað sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, hafið þér mér gjört. Jóhann Á. Kristjánsson Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. * Ast er... ... töfrandi TM R©fl. U.S. Pat Otf.—aH righta raaarved • 1987 Lo» Angala* Timaa SyncKcate írra1 Konan mín hermir ótrúlega vel eftir fuglum. Taktu eftir. Bráó- lega mun hún demba sér yfir mig eins og gammur..! Með morgunkaffínu HÖGNIHREKKVÍSI Yíkverji skrifar Farið er að hausta eftir gott og gjöfult sumar. Slátrun er hafín víða um land og væntanlega kemur fé vænt af fjalli — kannski of feitt til þess að teljast fyrsta flokks vara. í fréttum Morgunblaðsins segir að lengsti ársproti í Skorradal hafi mælzt hvorki meira né minna en 87 sentímetrar, sem mun vera með því bezta, sem gerzt hefdr. Ailt lofar þetta sumarið, sem er að líða, en næsta sumar má einnig búast við mjög góðum tijávexti, því að ársprotinn og lengd hans mark- ast aðallega af veðráttu ársins á undan. Verði svo sumarið 1988 gott má jafnvel búast við að lengd- armet skógræktarmanna í tijávexti, sem sett voru í sumar, verði slegin að ári. Þessi árangur ætti að vera íslendingum hvatning til þess að efla skógrækt í landinu og auka tijágróður í byggð. íðastliðin þijú ár hafa verið óvenju- góð veðurfarslega miðað við árin þar á undan. Sagt er, að hver öld skiptist í hlýviðris- og kuldaskeið og eitt er víst að mikið votviðra- og kuldaskeið gekk yfír ísland og íslendinga um 1960 og lauk því fyrir þremur árum. Fullyrðing þessi er þó ekki byggð á neinum vísinda- legum rannsóknum, heldur er þetta tilfínning Víkvetja, sem raunar get- ur verið að standist ekki. Hins vegar er það von Víkveija að nú fari í hönd hlýðviðrisskeið hérlendis, a. m.k. virðast síðastliðin þijú ár benda til þess. Þau hafa fært mönn- um hlý sumur og snjóalausa vetur, a.m.k. á Suðvesturlandi. XXX Og nú segir Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna að nýr leiðtogafundur sé nauðsyn- legur og Ronald Reagan Banda- ríkjarforseti minnist á leiðtogafund í ræðu. Allt virðist sem sagt stefna í að mennimir vilji koma saman til skrafs og ráðagerða á ný, enda nær ár síðan þeir hittust í Höfða. Spum- ingin er nú, hvort þeir komi á ný til Reykjavíkur, eða hvort þeir fari annað, t.d. til Sviss. Ríkisstjórn Is- lands ætti nú að eiga frumkvæði að því að bjóða til fundarins. Síðast voru það leiðtogar stórveldanna, sem föluðust eftir Reykjavík, sem fundarstað og íslenzk stjómvöld bmgðust vel við og leystu gest- gjafahlutverkið vel að hendi að mati gestanna. Því kann að að verða harla erfítt fyrir leiðtogana að hafna boði um Reykjavík sem fund- arstað, nú er það kæmi frá gestgjöf- unum og mennimir á annað borð staðráðnir í að hittast. „ HAKlN PÁPI þ»MN ESZ 5LYN6UR l' PÓKE-fZ!*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.