Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Minning: Magnús Gunnlaugs- son hreppsljóri Fæddur 28. febrúar 1908 Dáinn 10. september 1987 „Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, 9g enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar iíf og frið. í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjömur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk." (D.Stef.) Ekkert sannar betur þann dýrð- arljóma og himin, sem skáldið skynjar að baki þessu ljóði en kynni við menn eins og Magnús Gunn- laugsson, bónda og hreppstjóra á Ósi í Strandasýslu, sem hér skal minnzt í vinarkveðju nokkrum orð- um. í fomum skáldamálum er spurt: „Hvemig skal manninn kenna?" „Hann skal kenna við verk sín, það er hann veitir, það er hann þiggur, eða gerir." „Hann má og kenna til eignar sinnar, þeirr- ar er hann á, og svo, ef hann gaf, svo og við ættir þær, er hann kom af, svo og þær, er frá honum komu.“ Sé horft til baka um öxl og litið til áa Magnúsar Gunnlaugssonar og ætta, sést í baksýn traustur og rismikill frændgarður. í þeim hópi birtast bændahöfðingjar og búhöld- ar miklir og afrekskonur í hús- freyjustétt. Þar eru einnig vígðir menn við kirkjuleg störf. Þar eru einnig skáldmenni, tón- fróðir menn og sönggæfir, lögfróðir menn og dómarar, orðfærir menn og stílhagir, byggingarmenn og prentarar. Fátt mun fínnast kalviða eða lit- lausra greina á þeim mikla ættar- meiði. Þar skyldi ekki gleyma orðum hins snjalla ljóðasmiðs, sem sagði: „Engin mannshönd eða ráð erfðahlekkinn brýtur.“ En það er fleira en ætt og upp- runi, sem bregður ljóma um ævibraut Magnúsar frá Ósi, þar má einnig benda á störf hans um áratugi, þar sem hann birtist sem hinn snjallasti fulltrúi sinnar sveit- Minning: Aðalgeir Þorgríms son - Baughóli Fæddur 9. febrúar 1923 Dáinn 22. ágúst 1987 Fölnar gras. Fáir vinir týnast einn og einn. Auðn er mér í huga. Auðn í dölum. Næðir stormur um storð. (SF) Já — nú er hann horfínn, hann Alli, eins og hann var kallaður meðal þeirra sem þekktu hann best. Og það er eins og sé komin eyða í vinahópinn sem ekki verður fyllt. Hann var svo brosmildur og góður félagi hann Alli. Og því er það kannski erfiðara að trúa því, að lífssól hans sé öll. En það er eigi að síður staðreynd. Aðalgeir Þorgrímsson fæddist 9. febrúar 1923 að Syðriskál í Kalda- kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. For- eldrar hans voru þau Þorgrímur Halldórsson frá Hraunkoti í Aðaldal og Auður Friðbjamardóttir frá Naustavík við Skjálfanda. Það var ekki ríkidæmi fyrir að fara hjá foreldrum Aðalgeirs, sem og víðar í Þingeyjarsýslu, enda þótt hún væri allmjög að rétta úr kútn- um í efnalegu og menningarlegu tilliti. Og ég sem þetta skrifa, átti heima í næstu sveit við Aðaidalinn og heyrði vissulega á foreldra Aðal- geirs minnst og einnig bróður hans, sem var eldri bróðir í fjölskyldunni. Þegar Aðalgeir var tíu ára að aldri lést faðir hans, langt um aldur fram. En þegar það gerðist hafði Þorgrímur verið Qármeistari á því kunna höfuðbóli Laxamýri. Það lætur að líkum að það hafi orðið mikil breyting á lífshögum fjöl- skyldunnar og hinnar harðduglegu húsmóður, Auði, sem.nú stóð ein með syni sína. Þegar Alli var á fermingaraldri fór hann í vist til Leiðréttíng Tvær línur féllu niður í minning- argreinum um Einar Vemharðsson hér í blaðinu í gær. Hann var fædd- ur 9. febrúar 1909 og lést 2. september síðastliðinn. Beðist er velvirðingar á mistökunum. skáldbóndans Guðmundar á Sandi og var þar í nokkur ár. Löngu seinna minntist hann á þessa tíma við mig, af mikilli hlýju. En það var nú svo, að við Aðal- geir sáumst lítið árin sem við vorum sýslungar. Á íþróttamóti sá ég hann fyrst í hópi þáverandi sveitunga sinna. Við töluðum ekki mikið sam- an að mig minnir í það sinn. Og í rauninni má segja, að kynni okkar hafi ekki hafíst, fyrr en eftir tveggja ára vem mína í Reykjavík, og þá var Aðalgeir í atvinnuleit, eins og orðað var í þann tíð. Breskur her var í landi, er þarfnaðist vinnandi handa sem lítt höfðu verið nothæfar vegna kreppu og óstjómar f höfuð- borginni. Heimsstríðið þurrkaði út örbirgðina með gerð fiugvalla og annarra hemaðarmannvirkja. En Aðalgeir Þorgrímsson vildi ekki hemámsvinnu og réði sig hjá ríkis- búinu að Kleppi. Forstjóri þessi bús var Tryggvi Guðmundsson frá Grímshúsum í Aðaldal, merkur ágætismaður. kona hans var Valgerður Guð- mundsdóttir frá Sandeyri á Snæ- fjallaströnd, merk kona og góð. Hún var fyrmrn yfirhjúkmnarkona á Vífílsstöðum. Og vissulega varð það mikil gæfa fyrir Alla að ráðast til slíkra hjóna. Á heimili þeirra, þessu stóra búi, var glaðværð og félags- lyndi í öndvegi, og til vom menn sem helst vildu ekki fara þaðan, ef ekki kom eitthvað annað til. Aðalgeir var á búinu í fjögur ár, og á þeim tíma jukust kynni okkar að mun. Hann kom oft á heimili okkar hjóna og var alltaf góður gestur. Og ekki var glaðværð Alla minni fyrir það að á þessum ámm kynntist hann stúlkunni er varð kona hans. Hún heitir Ásta Frímannsdóttir frá Efstalandi í Öxnadal, mikii rausnarkona. Vorið 1946 fóm þau Alli og Ásta norður yfír fjöllin til Húsavíkur. Og hið sama ár — í desember — giftu þau sig. Þau vom fyrstu árin í sam- býli við Auði, móður Alla, og eidri son hennar Halldór. En ekki leið á iöngu, að þau byggðu sitt eigið hús, Baughól 11. Það vom upp- gangstímar á Húsavík um þessar mundir, og gladdi allt vinnandi fólk. því litu þau björtum augum á fram- tíðina þessi ungu hjón á Baughóli. Aðalgeir Þorgrímsson kom vissu- lega nærri verkalýðsmálum, en var aldrei í stjóm verkamannafélagsins á staðnum, vegna þess að hann varð verkstjóri hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur árið 1953. Hann hlaut fleiri embætti. Hann var í kjörstjóm um árabil. Þetta sannar það, hve vinsæll hann var. Ekki varð neinn fyrir vonbrigðum að heimsækja fólkið á Baughóli. Það er eiginlega kapítuli út af fyrir sig, sú mikla gestrisni samfara hinu góða and- rúmslofti, sem þar ríkti. Enda bar þar að garði forastumenn úr ýmsum stærri verkalýðsfélögum á landinu. og oft ók Alli fólki um næsta ná- grenni Húsavíkur, einkum fulltrúa verkalýðsfélaga langt að. Það er líka fallegt á þessum slóðum. Há fjöll blasa við í vestri og Skjálfanda- flóinn blár, er sólin skín. En nú ekur Alli vinur okkar ekki lengur um nágrennið. Hann lést 22. ágúst sl. eftir tíu ára baráttu við þann sjúkdóm sem erfitt er að lækna. En þeir sem fylgdust með honum sjúkdómsárin, og fundu hetjulund hans og æðmleysi, hljóta að verða betri menn á eftir. Aðalgeir Þorgrímsson var jarðs- unginn frá Húsavíkurkirkju þann 29. ágúst, að viðstöddu slíku Qöl- menni, að presturinn hafði orð á. Ástu konu Alla og bömum þeirra, Valborgu og Þorgrími, svo og fjór- um bamabömum og móður Álla, sem lifír son sinn á tíræðisaldri, óska ég og fjölskylda mín velfamað- ar á komandi áram. Gísli T. Guðmundsson ar, jafnt utan sem innan takmarka héraðsins. Þar hefur hann ráðið málefnum sveitar sinnar og sam- félags til úrslita á hinn virðulegasta hátt með sanngirni og drengskap. Má hann því teljast sannur höfðingi síns byggðarlags. Hann er og hefur verið fjárafla- maður méð heiðri og sæmd, en um leið gjöfull höfðingi, góðviljaður og hjálpfús, gestrisinn og góðgerðar- samur. Hann ann jafnan öðmm réttlætis á við sjálfan sig. Virðing hans og vinsældir em honum gjafir af Guði veittar. Vel mætti nefna nokkur við- fangsefna hans til að sanna að hér er ekki of mikið sagt: Oddviti, hreppsstjóri, kaupfé- lagsformaður í Kaupfélagi Steingrímsíjarðar, Hólmavík, full- trúi Branabótafélags íslands og safnaðar síns um áratugi. Fleira þarf ekki um þessi við- fangsefni að segja. Um slíkan persónuleika hljómar vel vitnisburður skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, þegar hann lýsir í ljóði homsteinum íslenzkrar menn- ingar: „Traustir skulu homsteinar hárra sala. í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Því skal hann virður vel.“ En ógleymanlegastur er hann samt sem góður, traustur og ein- lægur vinur og gestgjafi á sínu höfðingjasetri að Osi. Hver gæti gleymt heimsókn þar í angan gróandans að vori eða þús- undlitum hausts. Allt brosir við af unaði og friði, aldrei gætt meira lífskrafti en þegar allt er að vakna eftir langan vetur norður stranda. Moldin og döggin mælast við töfraorðum, jörð og himinn fallast í faðma. Þar nýtur Guðstrú hans sín bezt sem í Eden væri. En lítum svo aðeins í leiftursýn til baka langan æviveg hans, og samband upphafs og samfélags. Magnús Guðmundur Gunnlaugs- son fæddist 28. febrúar 1908 að ______________________________49 Ósi í Hrófbergshreppi í Stranda- sýslu. Foreldrar hans vom heiðurs- hjónin Gunnlaugur Magnússon bóndi á Ósi og kona hans, Marta Guðrún Magnúsdóttir. Hjá þeim ólst hann upp við faðm og störf íslenzkrar sveitar í orðsins fyllstu merkingu. í æsku naut hann menntunar í Núpsskóla hjá séra Sigtryggi og Bimi Guðmundssyni. Einnig var hann einn vetur á íþróttaskóla í Reykjavík og var einn þeirra ungu manna, sem valdir vom til þess að sýna íþróttir á Þjóðahátíðinni á Þingvöllum 1930. Hann kvæntist ungur hinni ágætustu konu, Aðalheiði Þórarins- dóttur, alþingismanns á Hjalta- bakka Jónssonar. Böm þeirra em: Sigríður Þóra, Marta Gunnlaug, Nanna og Þórar- inn. Öll hinir ágætustu þegnar sinnar samtíðar. Magnús hóf ævistarf sítt sem íslenzkur bóndi að Stað í Steingrímsfirði 1934—38. En hefur síðan búið að Ósi frá 1938 til 1980. Öllum, sem notið hafa gestrisni þeirra hjóna að Ósi verður koman þangað og dvöl þar ógleymanleg. Allt er umvafið friði og fegurð gró- andi þjóðlífs. Trú þeirra á sigur lífsins í einu og öllu, vitsmunir þeirra, drengskapur og höfðings- lund gefur þar öllu gildi. Vinátta Magnúsar og þeirra hjóna er mér góð gjöf, sem ég hef notið um áratugi og aldrei borið skugga á. Það á ég engin orð til að þakka, það er ofar öllum orðum, sem ég kann. Og nú, þegar komið ei að hinztu kveðjustund, bið ég öllum vinum hans og ástvinum huggunar og styrks af hæðum, og tek mér í munn orð listaskáldsins góða, Jón- asar Hallgrímssonar, í fullri lífs- og starfstrú hins sanna íslendings: Flýt þér vinur i fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans. Fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Sigmundur Jónsson KAUPI ÍBÚASKRÁR Reykjavíkur og annarra baeja, sýslna eða hreppa á landinu (frá hvaða ári sem er), ÞJÓÐSKRÁR (nafn- númeraskrá og fæðingarskrár), ÚTSVARSSKRÁR (niður- jöfnunarskrár/Bæjarskrár, í Rvík eða öðrum sveitarfélög- um), gamlar SÍMASKRÁR og alls kyns ÆTTFRÆÐIRIT ekki síst fjölrit, sérprent og handrit. Upplýsingar í síma 27101 alla daga (spyrjið um Jón). IÐNTÆKNISTOFNUN STOFNUN OG REKSTUR FYRIRTÆKJA GRUNN NÁMSKEIÐ Fyrir hverja: Karla og konur sem standa í eigin atvinnu- rekstri, þá sem hafa áhuga á rekstri fyrirtækja, þá sem vinna við stjórnun og rekstur og þá sem eru að velta fyrir sér stofnun eigin fyrirtæk- is. Ekki er miðað við að fólk hafi sérstaka menntun í rekstri fyrirtækja. Tími: Dagana 21 .-26. sept. kl. 19.00-22.00 (frí föstud). og kl. 9.00-12.00 á laugardag. Staður: Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, kennslu- sal A. Kostnaður: Kr. 6800 á mann með námsgögnum og veitingum. Námsefni: Markaðsmál, fjármál, skattamál, form fyrir- tækja, stofnáætlun o.fl. Þetta er 16. námskeiðið. Námskeiðið hefur mælst vel fyrir og þótt gefa þátttakendum góða innsýn i hvernig haga á rekstri svo vel fari. REKSTRARTÆKNIDEILD ITÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.