Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 50
5a MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 t BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hamraborg 26, Kópavogi, lést ó heimili sínu fimmtudaginn 10. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tómas Oddsson, Hafsteinn Tómasson, Valdls Tómasdóttir, Erlingur Tómasson, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, EIRÍKUR ERLENDSSON, Leirubakka 12, Reykjavfk, andaöist í Vífilsstaöaspítala miðvikudaginn 16. september. Útförin auglýst síðar. Björg Jónsdóttir. Minning: Sigurlaug Friðriks- dóttir á Brekkulæk Fædd 22. júní 1921 Dáin 1. september 1987 Við landtöku á Seyðisfírði, eftir margra vikna ferðalag erlendis, biðu mín þær fréttir, að tengdamóð- ir mfn, frú Sigurlaug Friðriksdóttir, Brekkulæk í Miðfirði, kölluð Lalla sé látin. Þegar ég kynntist Löllu fyrst veturinn 1978/79 var hún þrátt fyrir veikindi og fötlun enn dugmik- il húsmóðir. Sumarið þar á eftir kynntist ég gestrisni og hjálpsemi hennar. Það virtist aldrei skipta máli hve margir settust þar að borð- um, og hvort það væru nágrannar eða sumarstarfsfólk, borðið var aldrei of lítið. Það var einfaldlega setið þéttar. Lalla var ekki aðeins hjálpsöm, heldur einnig góður skipuleggjandi. Á svipstundu fann hún símleiðis far milli landshluta, atvinnu, lopapeysur fyrir fjölskyldu mína í Þýskalandi eða eitthvað enn annað. Þá fór ekki fram hjá nein- um, að hún var vel þekkt og virt innan sinnar sveitar, þótt sjúk- dómur hennar gerði henni þá þegar erfítt fyrir og neyddi hana að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum. Lalla þekkti takmörk, en ekki sín eigin. Lífslöngum og dugnaður hennar var mikilu meiri en líkamlegt þrek gaf til kynna. Það að miðla öðrum, þeg- ar hún sjálf átti í erfíðleikum, gaf henni sálarstyrk. Hún andaðist úr hjartabilun, þar sem hún var við heimilisstörfín. Fyrir þá góðu umönnun, sem Lalla fékk á Reykjalundi, öðrum sjúkrahúsum og síðast heima, þar sem hún allra helst vildi vera, skal þakkað hér. Það er ánægjulegt til þess að vita, að Lalla gat verið heima með Qölskyldunni síðustu mánuðina, og tekið þátt í heimilisstörfum. Ifyrir það ber að þakka ráðskonunni Christel svo og hjúkrunarfólki á Hvammstanga. Ég þakka Löllu fyrir hlýhug og stuðning í minn garð fyrstu níu árin min á íslandi. Þakkir skulu einnig færðar frá dóttur minni, Maike, sem leit á Löllu sem elsku- lega fósturömmu. Gudrun Marie Hanneck-Kloes. t Móðir mín, ÖGN JÓNÍNA GUNNLAUGSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á lllugastöAum á Vatnsnesi, andaðist í sjúkrahúsinu ó Hvammstanga 13. september. Auðbjörg Guðmundsdóttir. t Sonur okkur, SIGURÐUR HARALD, lést af slysförum föstudaginn 11. september. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 18. september kl. 14.00. Slgrún Slgurðardóttlr, Ólafur Jóhannsson. t MAGNÚS GUNNLAUGSSON fv. bóndl og hreppstjóri frá Ytra-Ósi við Steingrímsfjörð, Blöndubakka 18, Reykjavfk, sem andaðist í Landspitalanum 10. sept. sl., verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, fimmtudaginn 17. september, kl. 13.30. Aðalhelður Þórarlnsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Rfkharður Jónatansson, Marta Magnúsdóttir, Svavar Jónatansson, Nanna Magnúsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Þórarinn Magnússon, Sigrfður Austmann Jóhanns- dóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐÞJÓFUR BALDUR GUÐMUNDSSON útvegsbóndi á Rifi, verður jarðsunginn laugardaginn 19. september kl. 14.00 frá Ingjaldshólskirkju. Bílferð verður kl. 8.00 að morgni frá Umferöarmiöstööinni. Ester Friöþjófsdóttir, Sœvar Friðþjófsson, Svanheiður Friðþjófsdóttir, Kristinn J. Friðþjófsson, Sœmundur Kristjánsson, Hafsteinn Björnsson, Halldóra Kristleifsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Jóhann Lárusson, Þorbjörg Alexandersdóttir, Auður Grfmsdóttir, Steinunn Júlfusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, EINAR EGGERTSSON kafari, Álftamýri 48, verður jarösunginn föstudaginn 18. sept. kl. 13.30 frá Fossvogs- kapellu. Sveinbjörg Árnadóttir, Helga Einarsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sigrfður Halla Elnarsdóttir, Ingvar Jóhannsson, Hilmar Einarsson, Berglind Pálmadóttir, Margrót Einarsdóttlr, Ásmundur Kornelfus, Guðmundur Elnarsson, Kristjana Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Þórarinn Jónsson kirkjuvörður Þegar líður að jólum tóna prestar á íslandi „Sjá hann stendur við dymar og knýr á“. Og allir vita við hvem er átt. Lengi prestskapar míns og þar til ég lét af því emb- ætti, leit ég sama manninn standa innan við kirkjudymar þegar ég tónaði þessi orð. Hann var þó ekki sá sem um er talað í hinu tónaða orði. Það vissi ég fullvel eins og aðrir. En hann stóð þama sem full- trúi hans, bauð gesti velkomna og var dyravörður kirkjunnar. Hann hét Þórarinn Jónsson verkamaður að atvinnu og átti heima í Gnoðar- vogi 28 hér í borg, ásamt Guðrúnu Siguijónsdóttur eiginkonu sinni, og þar ólu þau upp böm sín. Þórarinn lést fyrr í sumar og dregist hefír fyrir mér að birta þessar línur. En minningu þessa vinar og samstarfs- manns gejmium við hjónin. Þessi lærisveinn meistarans, sem stendur við dymar og knýr á er í rauninni ógleymanlegur í sínu hlut- verki; kjörinn í það ár eftir ár. Samt í rauninni sjálfkjörinn vegna þeirrar góðvildar og hjálpsemi sem hann auðsýndi öllum. Hann var hið rétta andlit kirkju sem kennir sig við Jesúm Krist. Að mæta honum fyrst- um í kirkjudyrum var að fínna strax hinn rétta andblæ, hinn rétta tón. Á bak við hann stóð sá ósýnilegur sem hann þjónaði. Allir nánir samstarfsmenn mínir við Kirlq’u óháða safnaðarins og flestir hinna líka, kalla fram svipað- ar minningar í huga mér. Ég stilli míg ekki um að segja það í þessu sambandi. En nú er Þórarinn vinur minn Jónsson mér efst í huga og hefir verið lengi. Dýrmætustu laun gam- als prests era að hafa kynnst góðu fólki. Ég kenndi því með orðum, það kenndi mér með viðmóti sínu og verkum. Og stundum vora þeir einna orðfæstir sem kenndu best í verki. Þórarinn var einn af þeim. Hann var aldrei orðmargur en svip- ur hans og handtak bára slíkri manngæsku vitni að orð vora óþörf. Ekki svo að skilja að hann gæti ekki komið vel fyrir sig orði eða hlýja hugarfarsins skini ekki í gegn- um það, sem hann sagði. En hann var umfram allt orðvar og umtals- frómur, heyrðist aldrei mæla misjafnt orð um nokkum mann en lagði gott til allra mála. „Það var einna líkast því að mæta fjalli," ritar maður nokkur um áhrif þess að mæta öðram manni með mikla útgeislun. Svo mjög orkaði það á hann. Að mæta Þórami og vera í ná- lægð hans svipaði einmitt til áhrifa frá fjalli og fjallakyrrð. „Traust í björgum" kveður eitt skáldanna. Annað ritar um kirkju á fjalli. Og frelsarinn sjálfur grandvallaði kirkju sína á kletti og frægasta ræða hans er kennd við fjall. Því var Þórarinn Jónsson réttur maður á réttum stað í kirkjudyram, að frá honum stafaði þeirri óbifan- legu staðfestu og ró og sterka aðdráttarafli, sem helg fjöll hafa. Slíkt aðdráttarafl fylgir þeim sem það nær tökum á, svo lengi sem þeir lifa. Við Álfheiður vottum eiginkonu hins látna vinar okkar og bömum þeirra, dýpstu samúð og þökkum vináttu og samstarf. Þórarins Jónssonar hljótum við að minnast hvenær sem við heyram góðs manns getið. Emil Björnsson t Útför eiginkonu minnar, RAGNHEIÐAR GRÓU VORMSDÓTTUR, Ægisgötu 43, Vogum, fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 19. september kl. 10.00 árdegis. Jóhann Óskar Guðjónsson. t Kona mín, systir, móðir, tengdamóðir og amma, ALMA HELENE HJARTARSON, FÆDD KUMMER, Hólmgarði 33, verður jarðsungin föstudaginn 18. september frá Bústaöakirkju kl. 15.00. Oddgeir Hjartarson, Anne Kummer, Lilja Oddgeirsdóttir, Markúsfna Guðnadóttir, Paul Oddgeirsson, Kristjana Herbertsdóttir og barnabörn. t Bróðir okkar, BALDUR BJARNASON maglster, verður jarðsunginn föstudaginn 18. september frá Kirkjugarðs- kapellunni í Hafnarfirði kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Unnur Bjarnadóttir. t Bróðir okkar, ÍSLEIFUR JÓHANNSSON frá Sæbóll f Aðalvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. september kl. 15.00. Ingibjörg Sturludóttir, Sigurður Sturluson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.