Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 ftotfgp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Tilboð vinnuveitenda Fjörugar umræður á Bókmenntahátíð: „Haldiði kjafti og fariði heim!“ — sagði Guðbergnr Bergsson við skandinavísku þátttakendurna Vinnuveitendasamband ís- lands og Vinnumálasam- band samvinnufélaganna gerðu í gær tilraun til þess að losa um þá sjálfheldu, sem hefur verið að skapast í launa- málum. Eins og kunnugt er blasir við að kaupgjald getur hækkað um 7,25% um næstu mánaðamót, ef ekki verður að gert. Hluti þeirrar hækkunar eða 1,5% er umsamin launa- hækkun en að öðru leyti er þessi hækkun tilkomin vegna þess að framfærslukostnaður hefur hækkað meir en gert var ráð fyrir í síðustu kjara- samningum. Fram að þessu hefur verið samstaða milli verkalýðssam- taka og vinnuveitenda um hækkun launa til þess að bæta umframhækkun vísitölu. Nú eru þessir aðilar hins vegar ósammála. Vinnuveitendur telja, að kaupmáttur launa hafi hækkað mun meir en ráð var fyrir gert. Þess vegna sé ekki ástæða til að láta þessa umframhækkun ganga út yfir allt launakerfíð. Verkalýðs- samtökin hafa sagt á móti, að þessi kaupmáttaraukning hafí ekki komið öllum til góða þ.á m. ekki hinum lægstlaun- uðu. Verkalýðssamtökin hafa úrskurðarvald í launanefnd aðila og geta því einhliða ákveðið að kaup hækki um 7,25% hinn 1. október nk. Nú hafa vinnuveitendur tekið frumkvæði um að bjóða verkalýðssamtökunum nýjan kjarasamning sem gildi til loka næsta árs. Kjami þess tilboðs er að í stað þess að laun hækki um 7,25% um næstu mánaða- mót hækki þau um 1,5% eins og umsamið er. Síðan komi 1600 krónu hækkun á öll laun, sem þýðir, að hinir lægstlaun- uðu fá fullar bætur fyrir umframhækkun vísitölu, aðrir ekki. Með þessu tilboði hafa vinnuveitendur því komið til móts við þá meginröksemd verkalýðssamtakanna, að kaupmáttaraukningin hafí ekki komið hinum lægstlaun- uðu til góða. Nú eru auðvitað ýmsar hlið- ar á þessu tilboði vinnuveit- enda. Á undanfömum árum og áratugum hafa nokkrum sinnum verið gerðir kjara- samningar, sem hafa byggzt á krónutöluhækkun launa, eins og nú er lagt til. Rejmsla vinnuveitenda sjálfra af slíkum samningum er ekki góð. Hún er sú, að í kjölfar slíkra kjarasamninga komi starfsmenn þeirra, sem hærra em launaðir, og segi einfald- lega, að þeir sætti sig ekki við krónutölu og krefjast sömu prósentuhækkunar og lægst- launaða fólkið. í því atvinnu- ástandi, sem nú ríkir, þar sem barizt er í raun um hvem starfsmann má búast við að slík kröfugerð eftir á verði almenn. Þetta er vandamál, sem vinnuveitendur hafa vafalaust rætt í sínum hópi, þegar þetta tilboð var undirbúið og sem þeir verða auðvitað að kljást við. Það, sem að verkalýðs- samtökunum snýr, er einfald- lega það, að þau hafa fengið tilboð, sem tekur fullt tillit til óska þeirra um hækkun lægstu launa. Það er erfítt að sjá nokkur rök fyrir því, að verkalýðssamtökin hafni slíku boði. Geri þau það hins vegar er ljóst, að fullyrðingar þeirra um að þau hugsi fyrst og fremst um hag þeirra sem verst em settir standast ekki. Morgunblaðið vill ekki ætla forystumönnum verkalýðs- samtakanna annað en það, að þeir séu einlægir í tali sínu um láglaunafólkið. Þess vegna má búast við því að tilboð vinnuveitenda verði mikilvæg- ur þáttur í lausn kjaramála nú um mánaðamótin og stuðli að því að hemja þá verðbólgu- öldu, sem ella mundi skella yfír. Innan verkalýðshreyfíngar- innar hafa menn haft áhyggj- ur af því, sem gerast mundi í efnahagsmálum hér, ef svo mikil launahækkun flæddi út yfír þjóðfélagið, sem stefnt hefur að. Sú tíð er liðin, að verkalýðssamtökin leggi áherzlu á stórfellda hækkun kaupgjalds. Forystumenn verkalýðsfélaganna em reynslunni ríkari eftir áratug óðaverðbólgu, sem ekki tókst að hemja fyrr en á allra síðustu ámm. Eftir að vinnu- veitendur hafa rétt fram sáttahönd hljóta menn að gera sér vonir um jákvæða niður- stöðu. Fjörugar umræður urðu á Bók- menntahátíð í gær, þegar sex rithöfundar frá jafn mörgum löndum ræddu stöðu skáldsög- unnar undir stjórn Thors Vil- hjálmssonar. Vitaskuld bar margt á góma en gestir tóku hvað best við sér þegar íslenski þátttakand- inn, Guðbergur Bergsson, tók til máls, og sagði það fráleitt að umræðurnar færu fram á ensku. Taldi Guðbergur að þing sem þetta væri ekkert annað en borg- araleg snobbhátíð; íslensk alþýða ætti þess engan kost að fylgjast með umræðunum bæði vegna vinnuþrælkunar og hins að allar umræður færu fram á erlendum tungumálum. Það væri til marks um nýlendustefnu annarra þjóða að íslendingar skyldu neyddir til að tjá sig á erlendum tungum. Því næst beindi Guðbergur spjót- um sínum að skandinavísku þátttakendunum og klykkti út með því að segja þeim að „halda kjafti og fara heim“. Það var P.C. Jersild frá Svíþjóð sem hóf umræðumar og sagði hann að hlutskipti rithöfundar í litlu landi eins og Svíþjóð væri svipað því að vinna á skiptiborði þar sem allir símar hringdu í einu. „Maður fær símtal frá New York þar sem manni er sagt að symbólisminn sé nú loks- ins dauður; næst hringir Mexíkó og upplýsir að töfraraunsæið sé enn í fullu fjöri; svo er hringt frá París og manni er sagt eitthvað allt ann- að,“ sagði Jersild. „Stundum reynir maður að tengja allar þessar línur saman til að fá einhvem botn í það um hvað nútímaskáldsagan snýst en það þýðir lítið. Eg hallast að því að nútímaskáldsagan sé eins og klukka með mörgum vísum. Þegar vísir só- síalrealismans er yfír Moskvu er symbólisminn yfir Sidney í Ástralíu. Það er engin leið að vita hvað klukk- an slær næst og þess vegna get ég ekki með nokkru móti tjáð mig hér og nú um nútímaskáldsöguna; ég get aðeins sagt ykkur í örfáum orð- um frá stöðu mála í mínu heimal- andi.“ „Það er ekkert að gerast í bókmenntum“ Jersild sagði að fram undir 1980 hefði raunsæisstefnan verið mjög áberandi í sænskum bókmenntum; raunsæi með sterkum þjóðfélagsleg- um keim. „Undir lokin voru skáld- sögur í þessum dúr orðnar mjög sjálfhverfar og báru svip af játning- um, ekki síst fyrir áhrif frá kvennji- bókmenntunum þar sem játning- astíllinn var áberandi. Einnig var töluvert um sögulegar skáldsögur þar sem höfundamir lýstu ástandinu í Svíþjóð í upphafí aldarinnar, áður en landið varð velferðarríki. Um 1980 fór hins vegar að losna mjög um allar stefnur og nú ríkir sannkall- að fjölræði í sænskum bókmenntum. Það er að sumu leyti gott; menn telja sig geta og gera allt miili him- ins og jarðar, en á móti kemur visst kæruleysi, allt er leyfílegt og höf- undar hafa nú hvorki hindranir til að yfírstíga né hreyfíngar til að taka þátt í. Sumir kaldhæðnir kollegar mínir hafa sagt að það sem við þurf- um nú helst af öllu sé einhver sameiginlegur óvinur, eins og rit- skoðunin _er til dæmis í Austur- Evrópu. Ástandinu fylgir líka að bókmenntagagnrýni er afskaplega slöpp um þessar mundir og lítil skoð- anaskipti milli gagnrýnenda og rithöfunda. Gagnrýnendumir eru nú aðallega í því að rýna djúpt í texta og forsendur hans en það sem við þörfnumst mest er innsæi, ákefð, ástríða. Á meðan þessu fer fram hefur bókmenntaáhuga hrakað svo í Svíþjóð að fólk les nú helst ekki annað en eitthvert hálfklám eftir elliæra vitleysinga úr Hollywood!" Gerhardt Kopf frá Vestur-Þýska- landi var stuttorður og sagðist ekki í stakk búinn til að tjá sig af neinu viti um þýskar bókmenntir. „Um hvaða þýsku bókmenntir ætti ég að tala? Vestur-þýskar eða austur- þýskar? Kannski um bókmenntir á þýsku sem skrifaðar eru í Sviss eða Austurríki eða jafnvel Rúmeníu? Ég hallast að því að allir séu eyland og vil vitna til orða George Bemard Shaw sem sagði: „Sá sem getur, gerir. Sá sem ekki getur, kennir. Og sá sem ekki getur kennt, hann kennir kennumnum." Að lokum: „Allir þeir sem eiga tvennar buxur ættu að selja aðrar og kaupa bók eftir mig!“ Áð þessu sögðu tók Ger- hardt Kopf ekki að ráði frekari þátt í umræðunum. Þá tók Guðbergur Bergsson til máls og talaði íslensku til að byija með. Hann sagði að rithöfundar ættu jafnan erfitt með að tjá sig á talmáli, þeirra mál væri ritmálið, og þar að auki væru rithöfundar feimn- ir og kynnu best við sig í helli sínum. Því væm þing af þessu tagi lítils virði. „Á þeim em oftast litlir rithöf- undar en góðir kjaftaskar," sagði Guðbergur. „Auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að inn á þau slæðist góðir rithöfundar og ágætir kjafta- skar en flestir em þeir á niðurleið og sumir komnir alveg á botninn." Þá sagði Guðbergur að því væri fljót- svarað hvað væri að gerast í bókmenntum samtímans. „Það er alls ekki neitt. Fólk er eitthvað að þvaðra um spænskar og suður- amerískar bókmenntir en ég hef þýtt rúmlega tuttugu slíkar bækur og nenni því þess vegna ekki. Að svo mæltu vil ég taka undir með dægurlagasöngkonunni sem sagði þegar hún var spurð hvers vegna hún syngi á ensku: „Það er miklu auðveldara að bulla á ensku en íslensku.“ Það ætla ég nú að gera.“ Guðbergur mælti síðan á enska tungu og sagði að umræður á svona þingum snemst yfírleitt síst um bók- menntir en fremur um það hversu mörg eintök hver höfundur hefði selt og hvað hann hefði grætt mikið af peningum. Þetta þing væri snobb- hátíð fyrir borgarastéttina en fráleitt fyrir alþýðuna sem ynni sextán tíma á dag og hefði engan tíma til að sækja svona samkomur, sem þar að auki fæm fram á erlendum tungu- málum. Slíkt skipulag væri lágþróað og bæri svip af nýlendustefnu stærri þjóða. „í gærkvöldi (þriðjudags- kvöld) var upplestur í Gamla bíói og þar las einhver sænskur höfundur sögu eftir sig á fmmmálinu af því hann hefur sjálfsagt ímyndað sér að allir skildu sænsku. En viti menn; síðan var lesin upp íslensk þýðing á þessari sögu! Sama gerði einhver Norðmaður og aftur var saga hans þýdd eftir að hann hafði fengið að röfla tímunum saman. íslendingar em ákaflega kurteis þjóð; þeir vom undir Dönum í 700 ár og mótmæltu ekki svo þeir létu sér þetta lynda. Þrátt fyrir þessa kurteisi held ég að íslendingar séu orðnir hundleiðir (sick and tired) á öllum þessum Skandinövum sem aldrei hafa haft neinn áhuga á íslandi, nema kannski einhveiju blaðri um „sögueyna". Ég segi: Haldiði kjafti og fariði heim!“ Þessi hómilía Guðbergs vakti mikla kátinu flestra samkomugesta en rithöfundum brá sumum nokkuð við og kom til nokkurra orðaskipta um tungumálanotkun á þingum sem þessum. Thor Vilhjálmsson, stjóm- andi umræðnanna, reyndi að draga broddinn úr ummælum Guðbergs en þá stóð upp Kaari Utrio frá Finnl- andi og hélt skelegga ræðu á fínnsku. Hlaut sú ræða góðar undir- tektir þeirra sem mæltir voru á fínnska tungu. „Eg er sammála Hitler, Mussolini og Stalín“ En á pallborðinu tók næstur til máls Kurt Vonnegut frá Banda- ríkjunum og spurði fyrst glottuleitur hvort það væri í lagi fyrir sig að tala ensku. Þegar hann hafði verið fullvissaður um það tók hann að ræða um ástand bókmennta í sínu heimalandi. „Ég er sammála þeim Hitler, Mussolini og Stalín um það að bók- menntir eigi að þjóna því þjóðfélagi sem skapar þær. Gallinn er bara sá að heima hjá mér eru nærri 40 millj- ónir manna svo til ólæsar og það er ekki nema um það bil V20 hluti þjóðarinnar sem hefur einhvem snefil af áhuga á bóklestri. Það er það fólk sem fær bækur að láni á bókasafni, kaupir þær í búð eða hnuplar þeim. Þetta eru nú að vísu 13 milljónir manna, dágóður hópur, en samt sem áður vitna leiðtogar okkar, stjómmálamennimir, aldrei í bækur, þeir vísa þess meira til guðs, enda er ekki vitað til þess að tií dæmis Ronald Reagan hafí nokkru sinni litið í bók. Ég veit ekki betur en flestallar bækur mínar séu fáan- legar í Sovétríkjunum og lesendur þar virðast líta á mig sem vingjam- legan karl; ég fæ að minnsta oft bréf frá skólakrökkum þar eystra sem spyija mig furðu lostin af hveiju Bandaríkjamenn ltti á Rússland sem „Heimsveldi hins illa“. Ég svara og segi: „Iss, það er bara forsetinn! Hafíð engar áhyggjur af honum!“ En í Ameríku er skammlífí bók- mennta orðið verulegt áhyggjuefni. Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut gerir að gamni sínum við Þjóðveijann Gerhardt Kopf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.