Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Prófessor í talnavillu eftir Guðmund Björnsson í Morgunblaðinu 4. september sl. birtist grein eftir Gísla Jónsson pró- fessor og nefnist hún Talnablekk- ing Pósts og síma. Hækkanir síst minni en almennar hækkanir. Gísli kemst að þeirri niðurstöðu að grein mín: Breytingar á gjaldskrá fyrir símaþjónustu sem birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst sl. sé rituð í tilefni greinar eftir hann um skrefatalningu sem birtist í Morgun- blaðinu 11. ágúst sl. Svo er þó ekki. En óhjákvæmilegt er að víkja að nýjasta „afreki" Gísla á ritvellinum svo að menn geti áttað sig á mál- flutningi hans. Gísli Jónsson er ekki sáttur við það tímabil sem ég valdi til saman- burðar á breytingu afnotagjalds síma og skrefagjalds við verðbreyt- ingar á ýmissi þjónustu og breytingu á ýmsum vísitölum. Helsta ástæðan fyrir að velja 1. janúar 1984 var sú að þá er byijað tímabil lækkandi verðbólgu og meiri stöðugleika í þjóðfélaginu. Hafi vilji verið fyrir hendi til að stunda blekk- ingaleik með því að velja „vandlega" upphaf og lok tímabilsins hefði ég auðvitað valið 1. ágúst 1983 sem upphaf þess, en ekki 1. janúar 1984 þar sem engar breytingar voru á gjaldskrá fyrir símaþjónustu á því tímabili. Það er augljóst af þeirri töflu sem birtist með grein Gísla Jónssonar. Ástæðan fyrir því að velja 30. Guðmundur Björnsson „Þegar skrefatalningin var tekin upp 1. nóvem- ber 1981 voru þær tekjur, sem við það fengust, notaðar til lækkunar á öðrum töxt- um. Þær urðu því ekki tekjuaukandi fyrir stofnunina. Að halda öðru fram er rangt.“ júní 1987 sem lok tímabilsins var sú að 1. júlí 1987 var gerð veruleg breyting á uppbyggingu gjaldskrár- innar. Af þeim sökum er ekki raunhæft að bera saman verð á lengra en til 30. júní 1987 er rétt- ara að miða við „vísitölusímnot- anda“. Þannig er hægt að ná með þeim breytingum sem gerðar voru á gjaldskránni og lúta að stofn- gjaldi, afnotagjaldi, inniföldum skrefum, skrefagjaldi og skrefa- lengd. í riti gefnu út af Siemens AG, Vestur-Þýskalandi, er gerður sam- anburður á símkostnaði „vísi- tölusímnotanda" í yfir 70 löndum. Í meðfylgjandi súluriti (mynd I) er gerður samanburður á slíkum not- anda (símnotandi A) og ýmiss konar þjónustu og vísitölum frá 1. nóvem- ber 1981 til 1. ágúst 1987, þ.e. frá þeim tíma sem skrefatalningu var komið á í þéttbýli. Forsendur eru þessar: 1. Tíundi hluti af stofngjaldi fyr- ir númer og línu. ferðaskrifstofan ________ ... sogp TRAVEL Reykjavík, 17. september 1987. Kæri viðskiptavinur! Við þökkum frábærar viðtökur á okkar fyrsta starfsari. Það er fyrir stuðning þinn að við getum nú í dag tekið 1 notkun: é NÝTT OG RÚMBETRA HÚSNÆÐI. NÝTT OG AFKASTAMEIRA SÍMAKERFI. !SÍ NÝTT OG FULLKOMNARA TÖLVUTELEX. af nýttog endurbætt flugbókunarkerfi. Allt þetta auðveldar okkur að þjóna þer óetur- . í þér í síma 62 40 40. Með kveðju. Starfsfólk Sögu. Aðsetur/Office Suðurgata 7 Reykjavík lceland Sími/Telephone (354-1 )-624040 Telex 2355 F SAGTRA IS Póstáritun Postal address P.O. Box 16 IS — 121 Reykjavík ar á inniföldum skrefum í afnota- gjaldi). 3. Við afnotagjald er bætt 700 skrefum. 4. Gert er ráð fyrir 200 langlínu- samtölum, hvert 3 mínútur að lengd, flarlægð allt að 100 km. Þau skipt- ast þannig: a) 130 langlínusamtöl á dag- taxta b) 70 langlínusamtöl á nætur- taxta 5. Söluskattur er innifalinn. Miðað við ofantaldar forsendur hefur símakostnaður þessa notanda hækkað um 262% á tímabilinu. { vikunni 24.—30. nóvember 1986 var gerð könnun í Reykjavík á síma- notkun innanlands. Könnunin náði til um 14.000 notenda. Þar kom fram fjöldi símtala í hverjum gjald- flokki, meðallengd þeirra og hvenær sólarhringsins var hringt. Ef gengið er út frá eins símanotkun á tímabil- inu 1. nóvember 1981 til 1. ágúst 1987 og kom fram í þessari könn- un, þá hefur símakostnaður þessara notenda hækkað um 250% á tímabil- inu. í súluritinu er þetta auðkennt sem símnotandi B. í þessum útreikn- ingum er söluskattur innifalinn. I báðum tilvikum er niðurstaðan áþékk. Símakostnaður hjá „vísi- tölusímnotanda" hefur hækkað um 250—262% á tímabilinu 1. nóvember 1981 til 1. ágúst 1987 meðan lán- skjaravísitala hefur hækkað um 518%, launavísitala um 478% og verð á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur um 806% svo dæmi séu tekin. Það er auðséð af þessu að Póstur og sími hefur hækkað þjón- ustu sína minna en flestir aðrir. til fækkunar innifalinna skrefa í afnotagjaldi og til breytinga á skrefatalningu, bæði á staðar- og langlínutöxtum. Að halda því fram að hækkun skrefagjalds, fækkun innifalinna skrefa í afnotagjaldi og tilkoma skrefatalningar hafi gefið Pósti og síma tekjuaukningu, sem sé sambærileg við hækkun launa- vísitölu og lánskjaravísitölu ef ekki meiri eins og Gísli heldur fram, er vísvitandi rangfærsla og ekki sæm- andi manni í hans stöðu. Þegar skrefatalningin var tekin upp 1. nóvember 1981 voru þær tekjur, sem við það fengust, notaðar til lækkunar á öðrum töxtum. Þær urðu því ekki tekjuaukandi fyrir stofnunina. Að halda öðru fram er rangt. Það verður ekki ljóst fyrr en á næsta ári hver endanleg áhrif þeirra breytinga, sem gerðar voru á skrefatalningunni 1. júní sl., verða á tekjur stofnunarinnar. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fengust úr könnunum á símanotkun innan- lands, þá er það mat stofnunarinnar að tekjumar breytist ekki. Tekju- auki af skrefatalningu á kvöldin og um helgar og fækkun innifalinna skrefa í afnotagjaldi rennur til lækk- unar á öðmm töxtum, eins og 1981. Gísli Jósson hefur á undanfömum árum látið margt frá sér fara um skrefatalningu Pósts og síma og fundið henni flest til foráttu. Eins og bent hefur verið á stundar Gísli blekkingar sem leiða hugann að því að hann hljóti þrátt fyrir allt að vita betur. Höfundur er aðstoðarpóst- og símamálastjóri. RYÐFRÍAR MIÐFLÓTTAAFUS- DÆLUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.