Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 fótskemillinn fyrir konur og karla hannaður í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara og skrifstofufólk Þú stillirhallanti sjálfur ogfinnurfljótt muninn á að hvíla fœtuma á stöðugu gúmmíi íþœgilegri hœð. Fótskemill af fullkomnustu gerð, stöðugur og auðveldur í meðförum og kostar aðeins kr. 2.250.00. Sendum ípóstkröfu er óskað er. fsUtr ÚTSALA ithf JOGGINGGÖLLUM unglinga-, dömu- og herrastærðum. ÚLPUM í flestum stærðum. KULDASKÓM margar stærðir og gerðir. LEIKFIMISFATNAÐI ýmsar stærðir. ATH. aðeins í nokkra daga. Opiðtil kl. 16.00 iaugardag. t A' utiuf Glæsibæ, simi 82922. Samíska skáldið Rauni Magga Lukkarí eftir Einar Braga Skáldið Rauni Magga Lukkari er fulltrúi Sama á bókmenntahátíð- inni sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Hún er fædd 1943 í Utsjok í Finnlandi af samísku foreldri, yngst 13 systkina og ólst upp í föður- húsum til fermingaraldurs; fór þá að sjá fyrir sér sjálf. Utsjok er á austurbakka árinnar Tana sem skiptir löndum með Finn- landi og Noregi. Árdalurinn er byggður Sömum beggja megin fljóts og því dálítið hlálegt að hann skuli talinn fínnskur öðru megin, norskur á hina hlið en hvergi samískur! Móðir Rauni (framborið: Rání) var frá norska hluta Samalands. Hún kynntist lítið tækni nútímans, hefur Rauni sagt: „taiaði stöku sinnum í síma og var flutt í sjúkra- hús á báti með utanborðsmótor þegar hún lagðist banaleguna (1952), en lifði að öðru leyti sama lífí og formæður hennar höfðu gert um aldaraðir". Faðir Rauni var frá finnska hluta Samalands og hún því finnskur ríkisborgari frá fæðingu. í fyllingu tímans giftist hún Sama. Hann var frá Noregi. Þau eignuðust tvö böm sem bæði voru fædd í Finnlandi en töldust norskir ríkisborgarar eins og faðir þeirra. Hjónin skiidu. Eftir það eignaðist Rauni son. Hann var fæddur í Noregi en talinn fínnskur ríkisborgari eins og móðir hans. Fyrir tuttugu árum settist Rauni að í Noregi, á nú heima í Tromso ásamt bömum sínum þremur og era öll orðin norskir ríkisborgarar! Þessi ríkisfangshringlandi bregð- ur skæra ljósi yfír þann þjóðemis- og menningarvanda sem Samar eiga við að búa vegna þess að fjög- ur ríki bratu undir sig lönd sem þeir hafa byggt ekki skemur en tíu þúsund ár, sennilega miklu lengur. Samar era framþjóð Norðurlanda, komnir einhver tíma í fymdinni langt austan að, saga þeirra tunga og menning eldri en nokkur veit, og þeir hafa með aðdáunarverðri prýði varðveitt arfleifð sína gegnum árþúsunda átroðning sem enn er síður en svo lokið. En jafnframt því sem Samar era elsta þjóð Norður- landa era þeir í vissum skilningi hin yngsta og um þá leikur heill- andi andblær hugprúðs fólks sem er að vakna til vitundar um gildi menningar sinnar og rétt sinn með- al þjóða heims. Þeir era friðsamir menn og raunsæir, hafa ekki uppi landakröfur á hendur grannþjóðum þótt efalaust mætti styðja þær sterkum sögulegum rökum, stefna ekki heldur að stofnun sérstaks þjóðríkis. En þeir gera skilmála- lausa kröfu til menningarlegs sjálfstæðis, enda verður rétti þeirra til þess ekki með rökum hnekkt: þeir eiga mörgþúsund ára sögu, sérstaka tungu sem enginn skilur né getur talað án undangengins náms nema þeir einir, andlega og verklega þjóðmenningu sem er ein- kennandi fyrir þá og stendur menningu annan-a þjóða hvergi að baki. A uppvaxtaráram Rauni fengu samísk böm og ungmenni enga kennslu í móðurmáli sínu í skólum, en námu auðvitað talmálið að móð- urkné. Lesandinn getur reynt að gera sér í hugarlund hvemig honum gengi að gerast rithöfundur á íslensku, hefði hann aldrei lært að lesa og skrifa nema á kínversku. Skemmst frá því að segja var kyn- slóð hennar hvorki læs né skrifandi á samísku að skyldunámi loknu. Finnska varð ritmál hennar, á því máli orti hún framan af ævi og hlaut lof fyrir tæran fínnskan texta. Það var ekki fyrr en við 36 ára aldur þegar hún var við nám í samískum fræðum við Tromsehá- skóla að hún lærði að skrifa móðurmál sitt. Hún segir frá því á einum stað að oft hafí hún hrokkið upp með andfælum um miðja nótt og farið að æfa sig að skrifa af ótta við að gleyma því, sem hún var búin að læra, meðan hún svæfi! Rauni hefur lagt á margt gjörva hönd: verið blaðamaður, útvarps- maður og um þessar mundir vinnur hún að viðtalsbók á vegum Sama- safnsins í Karasjok: Samískar konur segja frá. En þekktust er hún sem ljóðskáld. Fyrsta ljóðabók hennar á samísku kom út 1980 og nefndist Jiennat Vulget (Við ísabrot). Það er naumast tilviljun að fyrsta ljóð hennar á samísku fjallar um bemskuána Tana: Ég ræ yfir ána mina á fóður míns á afa mins ýmist yfir að norska bakkanum eða þeim finnska Ég ræ yfir ána mína að bakka móður minnar að bakka föður míns og spyr. hvar eiga heimilislaus böm sér hæli Látbragð og leikbrögð Bókmenntir Erlendur Jónsson Árni B. Helgason: PARÍS. 392 bls. Fjöregg. Grenivík- Reykjavík, 1987. Ámi B. Helgason er prýðilega mælskur. Texti han_s er orðmargur. Eigi að síður má Ámi vera dulur höfundur. Mörg orð opinbera ekki alltaf það sem innst f sefa býr. Launkíminn er hann líka, sýnist mér. Oft er stutt í paródíuna hjá honum, skopstælinguna, þó hóf- samlega sé með farið; ekkert verið að grínast. Hvað sem því líður má, þegar yfír heildina er litið, telja meginein- kenni sögu þessarar hversu margorð hún er og langdregin. Hátt í flögur hundruð síður, þétt- prentaðar — það er hreint ekki svo lítið! En hvað er þá í öllum þessum texta? Hvers konar verk er hér á ferðinni? »í kápuauglýsingu. Það má til sanns vegar færa. En svo er raunar hægt að segja um flest skáldverk. Samfélagið er aldrei flarri; maður losnar ekki við það hvað sem hann tekur sér annars fyrir hendur. En til pólitískra skáld- verka hygg ég að saga þessi verði varla talin. Ámi afgreiðir alvöra- málin með hálfkæringi. Brambolt þeirra, sem vilja teljast til fyrir- manna, setur hann á svið með revíusniði. Fyrirgangurinn í sögu- hetjunum verður ys og þys út af engu. Söguþráður sýnist ekki held- ur vera þama neitt meginmarkmið. Sá, sem hygðist lesa þessa bók í þeim vændum að endursegja hana síðan, skyldi hafa minnið og athyg- lina í lagi! Textinn er ekki í raun byggður þannig upp að honum verði best lýst með orðinu saga. Fremur má kalla þetta samsafn raðkvæmra en laustengdra atriða sem líta nógu raunsæislega út en standa þó víða á mörkum hins afstæða. Þræðimir leiða ekki til niðurstöðu þar sem endar koma saman heldur má hver og einn skoðast sem sjálfstæður þáttur út af fyrir sig. Því hygg ég að einu gilti þó maður byijaði í miðri bók og læsi sig jöfnum hönd- um aftur og fram. Þess vegna má segja — svo mótsagnakennt sem það nú annars er — að texti Áma sé ágætlega skemmtilegur en sagan sem heild fremur þreytandi. Veigur textans felst í hveijum kafla, ef ekki hverri málsgrein, svo að segja. En stígandi og spenna lætur á sér standa. Líkast til var aldrei ætlunin að hafa þess háttar með í dæminu. Söguefnið er víðast hvar spunnið utan um einhvers konar áætlanir eða athafnir þar sem félagsmál og tilfinningamál blandast saman og valda hringiðu í meðvitundinni; leggja fyrir dæmi sem aldrei ganga upp. Þannig er það einatt eitthvert loftkennt bjástur sem verið er að fjölyrða um. Og það tekst höfundi jafnan að útmála svo að allt sýnist það svo yfirtaks áríðandi og merki- legt fyrir augum söguhetjunnar hveiju sinni, hversu fáfengilegt sem það annars er í veraleikanum! xta sinn svo mjög sem raun ber vitni ber ekki aðeins vott um dugn- að heldur líka sjálfstraust í betra lagi. Gott er það út af fyrir sig. Ungur höfundur getur lagt upp með lakara veganesti! Viðvaningsbragur telst ekki heldur til lýta á texta hans. Höfundur hefur náð þeim tökum á stfl og máli að vel má við una. Og hugkvæmni hans að gera hið smáa stórt, vinna mikið úr litlu, virðist oft vera með ólíkindum. Minna hefur hann hirt um að skapa raunverulegar persónur. Stundum finnst manni sem þetta sé allt, ein- hvers konar eintal, hugarburður, sjónhverfíng. Hugtæk örlög breiða sig ekki yfir síður þessarar bókar. Fléttur og lausnir mundu því óþarf- ar. Kannski er höfundur að skop- stæla skáldsöguna sem slíka, sýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.