Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 21 er til ráða? Hvað eftir Valgarð Briem Þeim, sem láta sig umferðarslys varða, hlýtur að vera þungt í skapi. Árekstra- og slysatölur sumarmán- aðanna hljóta að valda sárum vonbrigðum. Þegar bifreiðatryggingafélögin gerðu kunnugt, að þau hygðust á þessu ári verja milljónum króna, umfram það sem þau áður gerðu, til þess að bæta öryggið í umferð- inni, treystu menn því, að við þetta mikla átak myndi árekstrum og slysum fækka og tryggingafélögin ná kostnaði sínum aftur í lækkuðum tjónabótum, svo sem til var ætlast. Nýjustu upplýsingarnar benda ein- dregið til að svo verði ekki. Er þá ekki að undra þótt spurt sé hvort vamaðarstarf félaganna og Um- ferðarráðs sé allt unnið fyrir gíg. Hvort umferðarslysin séu það nátt- úralögmál sem ómögulegt sé að hemja eða hafa áhrif á. Er e.t.v. best fyrir þá sem á undanfömum áram hafa lagt sig í líma við að auka öryggi vegfarenda ungra sem aldinna að leggja bara hendur í skaut, pakka saman og gefast upp? Ættum við kannski að reyna það svona í tvö til þijú ár að hætta allri fræðslu og áróðri og nota það fjár- magn sem til þess fer nú, til að mæta tjóna- og bótakröáim úr umferðinni? Vegimir batna ár frá ári, umferðarljósum og öðram var- úðaraðgerðum fjölgar. Samt fjölgar árekstram og öðram slysum. Framundan er haustið og vetur- inn, myrkrið, slyddan, §úkið, kafaldið, hálkan og bleytan. Hvem- ig fer þá fyrst svona gengur þegar dagur er lengstur og einmuna tíð? „Það er varla skemmti- leg tilhugsun fullvissan um það að fram til ára- móta muni að minnsta kosti 8 íslendingar deyja af völdum um- ferðarslysa og helmingi fleiri hljóta varanleg örkuml. Sú hugsun er svo ömurleg að dægur- þras um sölu á banka til eins eða annars hverfur þar gersam- lega í skuggann og þessi ógn er slík að þrátt fyrir vonbrigðin verður áfram að halda í þeirri viðleitni að auka öryggi í umferðinni. En hvað er til ráða?“ Er ekki ljóst að slysum muni fjölga þegar þúsundir bama og unglinga leggja leið sína um götur milli skóla og heimilis og akstursskilyrði versna? Er ekki fullkomin ástæða fyrir þá sem ég minntist á í upp- hafi að bera kvíða í brjósti? Það xer varla skemmtileg til- hugsun fullvissan um það að fram til áramóta muni að minnsta kosti 8 íslendingar deyja af völdum um- ferðarslysa og helmingi fleiri hljóta varanleg örkuml. Sú hugsun er svo Valgarð Briem ömurleg að dægurþras um sölu á banka til eins eða annars hverfur þar gersamlega í skuggann og þessi ógn er slík að þrátt fyrir vonbrigðin verður áfram að halda í þeirri við- leitni að auka öryggi í umferðinni. En hvað er til ráða? Um það er þitt svar jafn gott og hvers annars, lesandi góður. Ef til vill hefur þú tíma til og aðstöðu að hripa Umferðarráði nokkrar línur um það, hvað þú telur ráðlegt að gera til að bæta ástandið og draga úr slysunum. Þátttaka þín í barátt- unni við umferðarslysin er þegin með þökkum. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og formaður Umferðarráðs. M íi ►ogkarategallar ilhim sterðum mj, kl ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. Sérsaumaðir loðfeldir eru okkar stolt. < in •q Opið alla laugardaga 10:00 - 14:00. Greiðslukort - afborganir. EGGERT feldshri Efsl ú Skólavörðusligiium. sími II121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.