Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 V . ' ■ &££' ■s 1.. 'V . ttr'. kt ^S'-í "í'--, Heimsókn páfa til Bandaríkjanna: Jafnvel Hollywoodsljörn- ur falla í skugga páfa Los Angeles, Reuter. ÞRÁTT fyrir að færri komi tíl að hylla Jóhannes Pál páfa II nú en gerðu þegar hann heimsótti Bandaríkin skömmu eftir að hann varð páfi 1979, má segja að tíl- Reuter Meira en 100.000 manns komu til að hlýða á páfa á Ólympíuleik- vanginum í Los Angeles. Jóhannes Páll páfi II hlýðir á gítarleik Tony Mendelez, sem er handalaus vegna þess að móðir hans neytti lyfsins Thalidomids meðan hún gekk með hann. standið og skrautsýningarnar bætí upp mannfæðina ef kalla má tug- þúsundirnar svo. Út yfir allt tók glysið er páfi kom tíl Hollywood, „fæðingarborgar kvikmynda- stjarnanna" sem nú hefur upp- götvað nýja afar hæfileikaríka stjörnu. í Bandaríkjaför páfa, sem nú hefur staðið í sjö daga, er beitt öllum brögð- um nútímafjölmiðlunar til að fá sem flesta til að fylgjast með hans heilag- leika á sjónvarpsskjánum. Þykir sumum að nóg sé komið af því góða og spyija hvort það sæmi hans heilag- leika að taka þátt í skrautsýningum sem þessum. í Hollywood ávarpaði Jóhannes Páll páfi 8.000 ungmenni á íþrótta- leikvangi. Var samkomunni sjón- varpað til þriggja stórborga beint í gegnum gervihnött undir yfirskrift- Suður-Kórea: Síðustu hindntn úr vegi í stjórnarskrárviðræðum Seoul, Reuter. ÞINGMENN í Suður-Kóreu geta nú greitt atkvæði um nýja stjóm- arskrá eftir að tveir stærstu stjóramálaflokkar landsins kom- ust að samkomulagi um tilhögun kosningadaga og ruddu þar með úr vegi síðustu hindrun þess að þingið geti greitt atkvæði um stjómarskráruppkastið. Uppkast að nýrri stjómarskrá fyrir Suður-Kóreu átti að koma til atkvaeðagreiðslu I þinginu í síðustu viku en þá kom babb í bátinn er tveir stærstu flokkar landsins gátu ekki komið sér saman um hvenær þingkosningar skyldu fara fram. Þetta ósætti flokkanna er nú úr sögunni eftir að þeir samþykktu að þingkosningar verði haldnar í apríl á næsta ári ef forsetaframbjóðandi stjómarandstöðunnar vinnur for- setakosningamar sem fram fara í febrúar. Kosningar fara hins vegar fram í desember verði maður stjóm- arflokkanna, Roh Tae-woo, sigur- vegari í forsetakosningunum í febrúar. Roh Tae-woo er sá forseta- fi-ambjóðandi sem núverandi forseti Suður-Kóreu Chun Doo Hwan hefur talið sjálfkjörinn eftirmann sinn. Tillögumar að nýju stjómar- skránni fela m.a. í sér að kosið verður til forseta í fijálsum kosn- ingum í fyrsta skipti í 16 ár. Því er mikilvægt að þingið samþykki uppkastið þannig að hægt sé að ganga til forsetakosninga á réttum tíma en úrslit forsetakosninganna skera hinsvegar úr um hvenær gengið verður til þingkosninga. inni „Papal Spacebridge ’87“ eða „Bifröst páfa ’87“ á íslensku. Er páfi gekk inn á rautt plussklætt svið- ið söng mannsöfnuðurinn „He’s Got the Whole World in His Hand“ og vaggaði í takt við lagið. — Rétt eins og hér væri á ferðinni Madonna (rokksöngkonan) eða önnur viðlíka stjama. Eftir að hafa ávarpað samko- muna settist páfi og svaraði spum- ingum ungmenna sem sérstaklega höfðu verið valin til þess að ræða við hann í útsendingunni. Var páfi mjög persónulegur og minntist uppvaxtar- ára sinna í Póllandi og sagði að köllun hans hefði orðið honum til bjargar í hörmungum seinni heimsstyijaldar- innar. Því næst lék handalaus ungur maður á gítar með tánum og viknuðu viðstaddir er páfi gekk af sviðinu og blessaði unga manninn að leik lokn- um. Páfa hefur tekist með framgöngu sinni í fjölmiðlum og á stórsamkom- um þar vestra að hrífa með sér fólk á öllum aldri og úr öllum trúflokkum. Virðist svo sem dæmið hafi gengið upp hjá þeim sem vildu að páfi næði til fjöldans með nýjum hætti. 1 breska blaðinu The Times er komist svo að orði að hann hafi til að bera „raf- magnaðan persónuleika" og sé engum líkur. Þrátt fyrir að Banda- ríkjamönnum hafi þótt páfi harðorður í sinn garð á stundum það sem af er heimsókninni hafi hann svo sann- arlega hitt í mark. Hann hafi fallið fullkomlega í þá skrautumgjörð sem Bandaríkjamenn einir geti látið sér detta í hug að setja um hans heilag- leika páfann. Filippseyjar: Aquino skipar nýja ráðherra Manila, Reuter. CORAZON Aquino, forsetí Filippseyja, skipaði í gær nýjan fjármála- ráðherra og er búist við frekari breytingum á stjórninni á næstu dögum. Salvador Laurel, varaforseti, sem einnig var utanrikisráð- herra, sagði í gær af sér síðarnefnda embættinu og ætlar ekki að sitja í stjórainni. Laurel, sem ætlar að gegna vara- forsetaembættinu áfram, fór hörð- um orðum um Aquino þegar hann sagði af sér utanríkisráðherraemb- ættinu. Sakaði hann hana um að sitja með hendur í skauti og hafast ekki að þótt kommúnistar færu með báli og brandi um ýmis héruð lands- ins. „Astandinu má líkja við hús, sem er að brenna en enginn til að slökkva eldinn," sagði Laurel. Aquino hefur vísað þessum orðum á bug og til að blíðka herinn skipaði hún í gær fyrr- um varaforseta herráðsins yfirmann tollgæslunnar. Hefur það embætti löngum þótt bjóða heim spillingu og misnotkun. Nýi fjármálaráðherrann er Vic- ente Jayme, áður ráðherra opinberra framkvæmda, og við utanríkisráð- herraembættinu tók Manuel Yan, aðstoðarutanríkisráðherra. f sraelsher í Líbanon: Þrír hermenn felldir Tel Aviv, Jerúsalem, Reuter. SKÆRULIÐAR drápu þijá ísra- elska hermenn og særðu fjóra á þriðjudagskvöld í verstu átökum sem hafa átt sér stað i Suður- Líbanon síðan ísraelar drógu sig tíl baka á þessu svæði árið 1985. ísraelskar hersveitir réðu hlíðum Hermon-flalls norðaustur af ísraelska landamærabænum Metulla þegar skæruliðar „líbönsku þjóðarand- spymunnar" hófu skothríð af stuttu færi. ísraelsmenn svöruðu með öflugri skothríð og sendu hersveitir á vettvang með fulltingi þyrlusveitar. ísraelar héldu uppi leit að skæruliðum í sex klukkustundir, að sögn ísraelska útvarpsins. Leitarflokkamir náðu ein- um særðum skæruliða sem sagðist tilheyra „líbanska þjóðarhemum" sem er vinnstrisinnaður minnihluta- hópur í Líbanon. Þetta er í fyrsta skipti sem samtökin gera árás á ísra- e! svo vitað sé. Heræfingar NATO á norðurslóðum: Mest áhersla lögð á að verja fremstu víglínu NÚ STANDA yfir flotaæfingar Atlantshafsbandalagsins á Norður- Atlanshafi og heita þær „Ocean Safari ’87“. Æfingamar eru hálfnaðar og hefur áhersla verið lögð á aðgerðir gegn tundurdufl- um á Ermarsundi auk hefðbundinna aðgerða á Atlantshafi. Tilgangur æfinganna er að sýna fram á herstyrk NATO á Atlants- hafi, auk þess að auka viðbragðsflýtí flotanna. Mest áhersla er lögð á að stöðva hugsanlega framsókn Rauða flotans hið fyrsta, helst út af Norður-Noregi, en í versta falli í GIUK-hliðinu svo- nefnda, sem liggur miUi Grænlands, íslands og Bretlands. Er það gert í því skyni að veija skipalestir yfir Atlantshaf, þvi taUð er að úrsUt hugsanlegra styijaldarátaka í Evrópu muni ráðast af birgðaflutningum yfir hafið. Ocean Safari hófst fyrir rúmum tveimur vikum þegar bandarísk flotadeild sigldi yfir hafíð ásamt kanadískri flotasveit til Noregs- hafs. Þar mættu skipin ímynduðum óvini, sem kom frá Kóla-skaga. Að sögn Roy Breivik, flotaforingja í norska hemum, er þetta í sam- ræmi við þá stefnu Atlantshafs- bandalagsins að veijast ágangi Rauða flotans eins norðarlega og unnt er og hefur mikilvægi þessa síst minnkað í ljósi hinnar gífurlegu hemaðaruppbyggingar Sovét- manna á norðurhöfum. Þá vom nokkrar skipalestir flutningaskipa feijaðar yfir hafið í fylgd annarra flotadeilda NATO, en bresk, frönsk og hollensk her- skip æfðu hemað gegn kafbátum. Á fréttamannafundi í Briissel fyrir æfingamar sagði Breivik að einn helsti tilgangur æfinganna væri að láta reyna á mátt NATO til þess NATIS Bresk Harrier-þota af skipi hennar hátignar Illustrious fylgir hér sovéskri eftírlitsvél af gerðinni Tu-16, en NATO kallar Bad- ger. Á striðstimum yrði hún notuð sem sprengiflugvél og getur hún borið jafnt, efna- og kjarnorkuvopn sem hefðbundnar sprengjur. Hún hefur mikið flugþol og getur t.a.m. flogið báðar leiðir frá Kóla-skaga til íslands án eldsneytistöku á leiðinni. að veija flutningaleiðina yfir Atl- antshaf á hættutíma. Áhugi Sovétmanna Æfingamar hafa vakið talsverð- an áhuga Sovétmanna eins og vænta mátti og hafa NATO-menn þurft að stugga við nokkrum flug- vélum á þeirra vegum sem og nokkmm grunsamlegum fiskveiði- skipum, sem hafa lítið sinnt togveiðum en hafa hins vegar ótrú- lega fullkominn Qarskiptabúnað, sérstakiega hvað varðar móttöku. Breivik segir þetta ekki óvanalegt: „Varsjárbandalagið hefur fylgst grannt með öllum meiriháttar flotaæfingum NATO. Þessar sýn- ingar á flotamætti bandalagsins og samvinnu em Sovétmönnum og bandamönnum þeirra þörf áminn- ing um styrk og samvinnumátt NATO.“ Breivik gekk lengra og sagði að þessi þáttur væri enn mikilvægari nú þegar litið væri til afvopnunarviðræðnanna í Genf. „Náist sáttmáli um að fjarlægja allar skamm- og meðaldrægar kjamorkuflaugar í Evrópu verður fælingarmáttur hefðbundins vopnabúnaðar, eins og notaður var í „Ocean Safari ’87“, enn mikilvæg- ari.“ Spánverjar taka þátt í æfingnnum Meira en 150 skip og 250 flug- vélar ffá Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Kanada, Noregi, Portúgal, Spáni og Vestur-Þýskalandi taka þátt í „Ocean Safari ’87“. Þetta er í fyrsta sinn, sem Spánveijar taka þátt í flotaæfmgum NATO, en her- afli þeirra er ekki undir sameigin- legri herstjóm NATO frekar en sá franski. Þeir líkt og Frakkar leggja þó áherslu á að herir þeirra séu þjálfaðir í samvinnu við heri hinna NATO-þjóðanna, a.m.k á svæðum, sem em öryggishagsmunum ríkjanna mikilvæg. 111 ........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.