Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 13
Bókmenntahátíðin 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 13 Hieronymus Bosch og súrrealískur hátalari Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bókmenntahátíðin 1987: BÓK- MENNTADAGSKRÁ f GAMLA BÍÓI. Höfundar: Isabel All- ende, Jakobína Sigurðardóttir, Gerhard Köpf, Ola Larsmo, Tor Obrestad. Það var ekki út í bláinn sem þýski rithöfundurinn Gerhard Köpf nefndi furðumyndamálarann sígilda Hieronymus Bosch við upphaf bókmenntadagskrár í Gamla bíói. Erfiðleikar með hátal- ara urðu áberandi eftir því sem leið á dagskrána. Þeir spilltu að hluta upplestri Jakobínu Sigurð- ardóttur og þegar kom að Isabel Allende var hún greinilega mjög hrædd við hátalarann, kallaði hann súrrealískan. Svona vand- ræði mega helst ekki koma upp aftur á flölsóttri bókmenntahátíð. Val höfunda þessarar dagskrár eða réttara sagt samsetning henn- ar var líka langt frá því að vera markviss. Með því er ekki sagt að þeir hafi ekki allir eitthvað til málanna að leggja. Það var að mörgu leyti fróðlegt að kynnast Kartöflukóngi Ger- hards Köpf og flutningur hans í anda sagnastílsins: litríkur og fijálslegur. Norðmaðurinn Tor Obrestad flutti ljóð og prósa. Eftir þessum sýnishomum að dæma er Obre- stad lipur höfundur og vill vera við alþýðuskap. En skáldskapur hans er furðu hefðbundinn svo að ekki sé meira sagt. Ola Larsmo er ungur sænskur rithöfundur. Stfll hans er breiður og frásögnin yfirveguð í anda epískra höfunda. Hann er í senn gamall og nýr. Larsmo las eftir sig frásögn frá íslandi þar sem Skaftafell, gullskip og togari koma við sögu. Það sem útlend- ingar skrifa um ísland verkar oft einkennilega á íslendinga og yfir- leitt er það ekki þess eðlis að það eigi erindi til annarra en landa þeirra. Ég hefði kosið að kynnast betur skáldsagnahöfundinum Ola Larsmo því að hér er á ferð höf- undur sem greinilega hefur einhveiju að miðla og skrifar van- daðan stfl. Jakobína Sigurðardóttir las kafla úr Lifandi vatninu, en í þeirri bók „rísa teiknin", einkum þau sem einkenna nýja „framand- Isabel Allende lega veröld". Gegn þeim er stefnt manni gamla tímans til átaka. Lifandi vatnið er ein af bestu bókum Jakobínu. Isabel Allende las um stúlkuna Evu Luna. Eins og kom fram f þessum lestri og flutningi Thors Vilhjálmssonar á kafla úr Húsi andanna, kunnustu skáldsögu Gerhard Köpf Isabel Allende, setur dulúð og hjátrú mark sitt á sagnaheim hennar. Það verður fróðlegt að kynnast skáldskap hennar betur. Hún kann eftir dagskránni í Gamla bíói að dæma að draga upp eftirminnilegar og sterkar myndir og fjallar einkar næmlega um það sem er tilfinningalegs eðlis. AÐRIR TON- LEIKAR UNM Tónlist Jón Ásgeirsson Á öðrum tónleikum UNM hátíð- arinnar voru Ieikin verk eftir Lars Graugaard (danskur), Jesper Koch (danskur), Jyrki Linjama (finnskur) Peter Tornquist (norskur) og tvo landa, Eirík Öm Pálsson og Hauk Tómasson. Graugaard kallar verk sitt Jeu de la Nuit (Næturtónleikar) og er það samið fyrir flautur, trompetta, hom og básúnu. Verkið er hljóðlát næturstemmning, hljóm- fallegt en viðburðalítið. í öðm verki tónleikanna voru aðeins notaðir trompettar, enda er höfundurinn, Eiríkur Öm Pálsson, sem einnig lék með í verkinu, trompettleikari. Með honum léku Ásgeir H. Steingrímsson og Sveinn Birgisson. Ýmislegt sniðugt mátti heyra f tónun trompettanna en f heild er verkið lítið annað en tón- myndunarsýning, sem þeir félagar fluttu ágæta vel. Þriðja verkið heitir Lapidary Landscape og er eftir Koch. Þetta er söngverk við texta eftir Ivan Malinovski og f efnisskrá sagt „samanstanda af forspili og flórum söngvum". Flytjendur voru allir íslenskir, söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir og stjómandi Guð- mundur Óli Gunnarsson. Trúlega vantar íslensku flytjenduma reynslu og meiri kunnáttu til að verkið féili f einn farveg hljómunar en söngkonan er feikna efiiileg og verður fengur að henni þegar hún hefur lokið námi. Guðmundur Óli stjómaði einnig næsta verki sem er eftir Hauk Tóm- asson og heitir 5 landslög. í tónmáli Hauks má heyra ýmsa fallega spunna þætti og átök sem ekki em aðeins búin til með því að leika með styrk og hraða, heldur einnig gædd tilfinningasemi er brýtur af sér hlekki tónfræðilegra markmiða. Þó er eins og Haukur sé ekki enn tilbúinn til að hrista af sér „mark- miðshlekkina" og að yrkja ftjálst án tillits til þess hver eigi að hlusta á verkið. Lítið verður sagt um Guðmund Óla sem stjómanda, þó honum færist allt vel úr hendi, enda er hann að nema stjómlist í Utrecht. Það virðist þó ljóst að hér er á ferð- inni alvarlega þenkjandi tónlistar- maður og vonandi tekst honum að btjóta sér leið um refilstigu stjóm- listarinnar, sem íslendingum hefur hingað til ekki tekist, nema til að villast af leið og gefast svo upp. Fimm bagatellur fyrir píanó eftir Linjama vom næst á efnisskránni og lék Tapio Tuomela þetta þægi- lega verk ágætlega. Það er í raun Guðmundur Óli Gunnarsson sérkennilegt hversu flest öll verkin em gamaldags. Það er eins og hjá þessu námsfólki sé ríkjandi sátt við -skólann sinn og kennara og „aka- demíunni“ f dag hafi tekist að reka kennsluna eins og trúboð, því tón- mál það sem unga fólkið spinnur sinn vef úr er trúverðugt bergmál eða afturhvarf um svona 30 til 40 ár, þ.e. aldursmunur kennara og nemenda. Þetta var sérlega áberandi í síðasta verkinu, Poemas eftir Peter Tomquist. Þama mátti heyra ágæt- lega unnar „klisjur", sem að mörgu leyti var búið að fullgera um stuttu eftir aldamótin. Hér má merkja skugga kennslunnar og það sem skólinn krefur nemendur sína um, krafa sem er ekki beinlfnis fyrir- skipun en byggð á óttanum um að verða annars ekki gjaldgengur og þar með falla út úr þurru mynstri „intellektualismans", þar sem til- tekin kunnátta er aðeins tekin gild og allt annað úthrópað ónýtt og einskis virði. Það er nefnilega úthrópunin sem er sterkt stýrandi afl og þar í er fólgin sú gelding sem góðir og vel skipuiagðir skólar geta verið. Þetta hafa rithöfundar lært af biturri reynslu og þeir hafa því risið gegn allri hugmyndafræðilegri stýringu. Vandamálið birtist með öðmm hætti á sviði tónlistar, því tónmál hennar hefur ekki orðlega merk- ingu og að innri byggingarfræði hennar er óhlutstæð rökfræði, lík þeirri sem gerist að vera í stærð- fræði, svo að tengslin við hinn ytri veruleika eru því ekki eins ljós og rithöfundum og myndlistarmönn- um. Það er skiljanlegt að „akademf- an“ haldi fast við gildismat sinna manna, því annars á hún ekkert til að kenna og eðli sínu samkvæmt kennir „akademían" aðeins það sem þar er viðurkennt að vera gott, enda hafa nær allar frumlegar nýj- ungar orðið til utan „akademíunn- ar“ og oftast við hatramma andstöðu hennar. Ferðalangarnir í skutlunni; mynd fyrir alla fjölskylduna. Slysaskot í g’eiminn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Geimskólinn (Space Camp). Sýnd í Bióhöllinni. Stjörnugjöf: ★ ★ V2 Bandarisk. Leikstjóri: Harry Winer. Handrit: W. W. Wicket og Casey T. Mitchell. Kvik- myndataka: William A. Fraker. Tónlist: John Williams. Helstu hlutverk: Kate Capshaw, Lea Thompson, Kelly Preston, Larry B. Scott, Leaf Phoenix, Tate Donovan og Tom Skerritt. Eitthvert mesta tækniundur samtímans er geimskutlan þeirra hjá NASA og þess var auðvitað ekki langt að bíða að unglinga- myndimar, sem ferðast hafa um flesta þætti amerísku unglingaver- aldarinnar, fyndu sér efnivið í ta^cniundrinu. Hin ágæta mynd Geimskólinn (Space Camp), sem sýnd er í Bfóhöllinni, gerir geim- skutluna að verðugum miðpunkti sínum og segir frá æfíntýralegu ferðalagi nokkurra unglinga sem af slysni þeytast i henni upp til stjamanna. Eins og við mátti búast takast ferðalangamir ungu bæði á við hina óvenjulegu stöðu sem þau em lent í og ekki síst sjálfa sig, takmarkan- ir sínar og getu. Alvarlegu ungl- ingamyndimar bjóða yfirleitt uppá sjálfskönnun af einhveiju tæi. Hér fer hún fram í geimnum. Geimskól- inn er n.k. „Morgunverðarklúbbur- inn hittist á sporbraut". Draumur unglinganna í þessari mynd er að verða geimfarar en þeir leggja mismikla áherslu á að úr honum rætist. Þeir ganga allir í Geimskólann og eins og títt er með amerískar unglingamyndir em stereotýpumar ekki langt undan: Andí (Kate Capshaw) er besti og skilningsríkasti kennarinn; Katrín (Lea Thompson) er færasti nemand- inn; Kevin (Tate Donovan) hefur meiri áhuga á Katrínu en .náminu en sýnir ótvíræða foringjahæfíleika þegar á bjátar; Tish (Kelly Preston) er gáfnaljósið og blondían; Rudy (Larry B. Scott) er svertingi með áhyggjusvip og Max (Leaf Phoenix) er smáguttinn sem fær að fljóta með af því hann er svo indæll og vingast við næstum því ennþá in- dælla og krúttlegra vélmenni. Þetta lið fær allt að vera í geim- skutlunni þegar verið er að reynslu- keyra hreyflana en vélmenni Max litla mglar svo stjómtölvuna að hún setur skutluna í gang fyrir alvöru og áður en nokkur veit af er hún farin af stað og myndin tekur mjög skemmtilega og athyglisverða stefnu upp í geiminn. Geimskólinn er óneitanlega vel gerð í alla staði og vönduð tækni- brellulega séð. Hún er mynd fyrir alla ^ölskylduna, bíður uppá mikið af hjartnæmum og tilfinningalega hlöðnum andartökum sem leikstjór- inn Harry Winer notar til hins ýtrasta. Ferðalangamir ungu sigr- ast á hveijum örðugleikunum á fætur öðmm með tilheyrandi feg- insandvörpum og félagsanda en boðskapurinn gæti einmitt verið sá að ef við vinnum saman sem ein heild getum við sigrast á vandamál- unum. Félag eldri borgara KVÖLDSKEMMTUN laugardaginn 19. september Hefst með borðhaldi -fl klukkan I w.30 Matseðill Aspassúpa Svínahamborgarhryggur Lúxus desert 850 kr. Skemmtiatriði Miðar á skrifstofu — sími 28812 — Nóatúni 17. ....... ■ .......... .. .... ...............■■■■■■■■ ■■!■■■■ .. . I.l I ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.