Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 23 Ekki mátti á milli sjá hvort var vinsælla á sjónvarpssskerminum, Oliver North eða heimsókn Bolshoi-balletflokksins. undra þar sem fá ballettfélög hafa náð jafnlangt og ABT. Sýningarskrá bar mikinn keim af þeim breytingum er orðið hafa síðan Mikhael Baryshnikov tók við stjóm félagsins 1980. Paquita var fyrst á dagskrá, sviðsett af fyrrver- andi samstarfsmanni Baryshnikovs hjá Kirov-ballettinum, Natalia Mak- arova. Aðaldansarar vora Marianna Tcherkassy (hefur verið með félag- inu frá 1970 og aðaldansari frá 1976) og Richardo Bustamante. Alan Kriegsman aðalgagnrýnandi Washington Post ritar að sýningu lokinni að þrátt fyrir að Barys- hnikov standi við stjómvölinn líkist ABT ekki fremur Kirov en Hvíta húsið Kremlarhöll. Hann talar um amerískan keim sýningar en af- burðadans ballettfélaga. Sjálfsagt hefur sólin þegar verið sest er næsta atriði byijaði en það var einmitt Sólsetur með róm- antísku og sorglegu ívafí stríðsár- anna. Sólsetur og síðasta atriði kvöldsins, Fiðlukonsert Stravinsky, era nútímaballettar samdir með hóp af dönsuram í huga og 17. júní síðastliðinn vora einmitt 15 ár síðan New York City Ballet framsýndi Fiðlukonsertinn. Marianna Tcherkassky sýndi af- burðadans í Paquita. Robert Hill, John Summers, Jo- han Renvall (allir sólóistar hjá ABT), Dana Stackpole og Kathleen Moore sýna öll mikil tilþrif í þessu lokaatriði sýningarinnar. Þegar leikhúsgestir höfðu fengið tækifæri til að súpa á kampavínsglasi og horfa á snekkjur höfuðborgarbúa liðast eftir Potomac-ánni af svölum minnisvarðans, var loks komið að því sem flestir höfðu beðið spenntir eftir. Enginn varð vonsvikinn að sjá glæsilegt par, Cheryl Yeager (fyrr- verandi nemandi Maryland-ballett- skólans, sem áður hefur verið fjallað um) og Julio Bocca líða eftir sviðinu í Sylvia, Pas de Deux. Julio Bocca, sem uppranalega kemur frá Buenos Aires varð einn af aðaldönsuram Julio Bocca, einn efnilegasti dansari í ABT. ABT 1986. Cheiyl Yeager hefur dansað sem sólóisti síðan 1981. Það fer ekki fram hjá neinum, sem horfir á Bocca svífa um loftið eins og fugl, að hér er enginn með- aldansari á ferð. Kriegsman notar orðið Wunderkind um Bocca og segir að það verði spennandi að fylgjast nánar með ferli hans á næstunni sem óhætt er að taka undir. Cheryl Yeager tókst að taka meiriháttar áhættur og sýna hversu miklum hæfíleikum hún er gædd, þökk sé öraggum stuðningi Bocca. Rétt eftir að sýningum ABT- ballettflokksins í Kennedy-menn- ingarmiðstöðinni lauk, lagði Bolshoi-flokkurinn höfuðborgina að fótum sér. A tímabili var erfítt að Úr „The leaves are fading“. gera sér grein fyrir hvort væri vin- sælla á sjónvarpsskerminum, framburður Olivers North eða heim- sókn þessa merkilega flokks. Undirritaðri gafst því miður ekki tækifæri til að sjá Bolshoi að þessu sinni en vonandi kemur annað tæki- færi og því má bæta við að lokum, að áhugamenn um listdans ýmiss konar, sem era á ferð í höfuðborg- inni mega engan veginn láta hjá líða að heimsækja Kennedy-minnis- varðann, að minnsta kosti lofar efnisskrá næsta árs góðu. Engin skip á loðnuveiðum ENN hafa engin loðnuskip haldið til veiða. Loðnan heldur sig nú vestan miðlínu milli Grænlands og íslands og hafa færeysk loðnuskip verið þar að veiðum. Lágmarksverð á loðnu var fyrir skömmu ákveðið 1.600 krónur á hveija lest miðað við ákveðið inni- hald fítu og þurrefnis. Krossanes- verksmiðjan við Eyjafjörð hefur hins vegar boðið 3.000 krónur fyrir lestina í fyrsta farminum, sem þangað berst og síðan stiglækkandi verð niður í tæpar 2.000 krónur út þennan mán- uð. Þrátt fyrir þetta hafa engin skip haldið til veiða og veldur flarlægðin á miðin þar nokkra. Aukafjár- veiting til Viðeyjarstofu BORGARRÁÐ hefur samþykkt 21 milljón króna aukafjárveit- ingu til endurbyggingar á Viðeyjarstofu, en þegar hafa verið veittar 20 milljónir til fram- kvæmdanna á þessu ári. Að sögn Davíðs Oddssonar borgrastjóra er fjárveitingin ætluð til Viðeyjarstofu, nýbyggingar norðan við stofnuna og í fomleifa- gröft. Til annarra framkvæmda, hafnargerðar, rafmagns- og vatns- lagna er veitt sérstaklega. Tilboð í Suður- landsveg um Mýrdalssand: Lægsta til- boðið 59,4% OPNUÐ hafa verið tUboð í 23,6 km vegarkafla á Suðurlandsvegi um Mýrdalssand, fyllingu og burðarlög. Ákveðið var að taka lægsta tilboðinu sem var frá Páli Siguijónssyni, Galtalæk, og hljóðaði upp á 6,934,110 krónur eða 59,4% af kostnaðaráætlun. Alls bárast átján tilboð í verkið. Það hæsta var 32,859,700 en það lægsta 6,934,110 krónur eins og áður sagði. Kostnaðaráætlun var 11,675,200 krónur. Verkinu skal lokið 1. júlí 1988. ŒIKNAÐU MEÐ STÍL! í ítölsku Tecnostil teikniboröunum oc; -vélunum felst snilldarhönnun sem kémur íslenskum teiknurum - nemum jafnt sen i atvinnumönnum - til góða. Þar sameinast nákvæmni, fjölhæfni og þægindi í notkun um aö gera þér sem auðveldast að teikna sem best. Með Tecnostil gengurðu að gæðunum vísum -verðið er óvænt ánægja! Magnum80x140cm. Plata hallanleg í 85° Hækkun/laekkun Exact200teiknivél. Kr. 44.695,- Student 1 Hallanleg plata í 85° Hækkun/lækkun Exact/Full TG/b teiknivél Kr. 32.508,- Kit 75x105 cm. Hallanleg plata Léttogmeöfærilegt TS/1 teiknivél Kr. 18.437,- 0mni80x140cm. Hallanleg plata 135° Hækkun/lækkun Kr. 11.258,- ÍTÖLSK HÖNNUN FYRIR ÍSLENSKA HÖNNUÐI FAST EINGÖNGU í v? RITFANGAVERSLUN MÁLS OG MENNINGAR </ Mál IMIog menning Ritföng. Síðumúla 7-9. Sími 68 9519. ! í : ' e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.